Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 40

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 40
40 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Jólablað 1975. Brúðarránið af Avitúum og Mangavúum, menn og konur, gengu fram, sungu og dönsuðu, slóu taktinn með höndunum og stöppuðu eftir hljóðfallinu svo að jörðin titraði. I skugga undir skýli nokkru var fögur stúlka, og fylgdist hún með dansinum af áhuga. Þetta var Pú- Húia, hin fagra dóttir Mangavúa foringjans. Þegár hljómlistin og sönglistin stöð sem hæst, kom hún fram úr skugganum og dansaði virðulega og yndislega fyrir framan fólksfjöldann. Augu hennar voru svört eins og rökk- urnóttin, þegar máninn ris yfir sjóndeildarhringinn. Þegar aðkomumennirnir litu þessa fegurð fylltust þeir unaði. Ungi foringinn Te-Ponga varð allur að einu báli, er hann leit þessa fögru stúlku augum. Hann gekk i dansinn við hlið hennar og allir litu á hann, þegar þeir sáu hve fagur hann var. Pú-Húia sjálf fylltist aðdáun. Þegar dansinum var lokið og allir voru gengnir til náða vakti Te-Ponga einn og gat ekki hugsað um annað en fegurð Pú-Húiu. Hann fór og talaði við þræl sinn og brutu þeir uppá ráðagerð um að hitta Pú-Húiu eina og vildi Te Ponga koma þessu i framkvæmd strax næsta kvöld. Morguninn kom og hádegi, og aldrei hafði Te- Ponga fundizt nokkur dagur svona langur. Það var fyst, þegar rökkrið fór að siga á, að hugur hans gladdist. Þegar allir höfðu gengið til náða, ákvað Te-Ponga að láta til skarar skriða. Hann lézt verða þyrstur og kallaði hástöfum á þræl sinn og sagði: „Þræll sæktu mér að drekka”. Þegar höfðingi kástalans heyrði gest sinn kalla, sagði hann við dóttur sina: „Dóttir min, af hverju læturðu gest okkar kalla svona, sæktu honum að drekka”. Pú-Húia reis upp, tók vatnsilátið og fór niður hæðina. Te-Ponga reis einnig upp og iézt vera mjög reiður við þræl sinn, og fylgdi nú stúlkúnni eftir niður að vatnslindinni og hlustaði hugfanginn á sönginn, sem hún var að raula. Þegar hún kom að lindinni, varð hún vör við Te-Ponga við hlið sér í stjörnuskininu. „Hvað ert þú að gera hér?” spurði hún. „Ég er að sækja mér vatn”, svaraði hann. Pú-Húia varð hissa „Þú hefðir getað verið þar, sem þú varst, þvi að ég er að sækja þér vatn”, sagði hún. Te-Ponga sagði aftur: „Þú ert vatnið, sem mig þyrstir eftir”. Mynd Kristján Kristjánsson Þau settust nú niður við lindina og fóru að tala saman. Þau töluðu langa lengi og fóru að ráðgera, hvernig þau gætu komizt burt bæði saman til lands Avitúa. Næsta dag skipaði Te-Ponga nokkrum af mönnum sínum að fara niður að höfninni við vatnið og hafa stóran bát tilbúinn, svo að hægt væri að fara hvenær sem væri. En þetta var nú ekki allt svona auðvelt. Te-Ponga kvaddi nú fólkið i Mán-Gavíua kastalanum, og það voru haldnar ræður um vináttu og frið. Höfðinginn fylgdi honum að kastalahliðinu og sagði: „Far þú i friði, og ég óska þér góðrar heimferðar!!' Rétt áður en þeir fóru af stað hafði Pú-Húia og nokkrar af yngri stúlkunum stolizt burt til að fylgja gestunum á veg. Þær gengu glaðlega við hlið hermann- anna og hlógu og spauguðu við þá. Faðir Pú-Húiu sá þetta úr fjarlægð og bað þær að snúa við. Allar stúlkurnar sneru við nema PU-Húia, hún vildi aðeins eitt og það var að komast burt með Te-Ponga. Hún fór að hlaupa og faldi sig bak við runna beygði sig niður og komst úr augsýn föður sins, en hraðaði sér á eftir flokki Te-Ponga. Þegar Te-Ponga sá þetta kallar hann til sinna manna: „Við skulum hraða okkur”. Þannig byrjaði flótti hermannanna og ungu stúlk- unnar. Þau hröðuðu sér öll eins og hræddir fuglar, sem hafa losnað úr snöru. Þegar fólkið i kastalanum sá, að dóttir höfðingja þeirra var farin, þá fóru allir hið snarasta að taka fram vopn sin, en samt varð nokkur bið. Te-Ponga og menn hans þustu til strandar, og þau komust öll i bátinn og hinir hraustustu af mönnum Te-Ponga dyfu árum i vatnið, en báturinn þaut eftir öldunum eins og ör af boga. Mangavúarnir úr kastalanum flýttu sér að setja annan bát. á flot, en stefni hans var brotið, og þegar þeir reyndu að draga annan á flot var gat á honum. Menn Te-Ponga höfðu brotið gat á alla báta við vatnið og þar var búið með eftirförina. Flokkurinn, sem kom til að semja frið fór burt i friði, en eftir stóðu óvinir þeirra eins og strandaglópar, veifandi vopnum sinum i reiði og hótandi öllu illu út i lofið. Nú er engin kastali eftir á ströndinni, en lindin niðar enn, þar sem Pú-Húia og Te-Ponga játuðu hvort öðru ástir sinar og ráðgerðu flótta sinn. Það sér ekki urmul eftir af hinum sterka kastala og viggörðum hans, þar sem Avitúar og Vækatúar höfðu gert svo mörg áhlaup. Seinna gerðu hermenn Avitúa og Vækatúa bandalag við Mangavúa móti Pa-Keum —hvitum mönnum. Maoriar berjast ekki lengur við aðra Maóriaættflokka og ekki heldur við Pa-Kea. Nú lifa allir þessir fyrrverandi fjandmenn i friði hver við aðra. Starfsstúlknafélagið SÓKN Þakkar félagsmönnum sinum gott samstarf á árinu sem er að liða og óskar þeim og öðrum velunnurum gleðilegra jólal og árs og friðar á komandi ári. JÖKULL HF. Hellissandi — Rifi sendir starfsfólki sinu og viðskiptavinum beztu jóla- og nýársóskir og þakkar samvinnuna á árinu sem er að liða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: Jólablað Þjóðviljans 1975 (24.12.1975)
https://timarit.is/issue/221519

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Jólablað Þjóðviljans 1975 (24.12.1975)

Aðgerðir: