Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 53

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 53
Jólablað 1975 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 53 Svar: Jafnvægi I þessu einfalda dæmi um „myndaalgebru” kemur skýrt fram grundvallarreglan um að bæta megi við (eða draga frá) sömu stærðinni i báðum hliðum jöfnu án þess að jafnan raskist. Hér sést vel reglan um að stærðir sem eru jafnstórar sömu stærðinni eru jafnstórar. Augljós sannindi, sem oftmá hagnýta sér við lausn viðfangsefna eins og þessa í fyrstu jöfnunni sjáum við að ein skopparakringla og þrír teningar jafngilda tólf perlum að þyngd. önnur jafnan sýnir að ein skopparakringla jafngildi einum teningi og átta perlum. Nú skul- -um við bæta viðþrent teningum á hvora vogarskálina. Þar eð við höfum bætt sömu þyngd báðum megin, þá helst jafnvægi (jafnan hefur ekki raskast). En núna er vogarskálin vinstra megin eins og vogarskálin vinstra megin á efstu myndinni. bess vegna leyfist okkur að álykta, að þyngdin á vogarskálunum hægra megin á báðum myndunum sé sú sama, það er að fjórir teningar og átta perlur vegi jafnmikið og tólf perlur. Fjórir teningar hljóta þvi að vera jafnþungir fjórum perl- um. 1 stuttu máli sagt, teningar og perla eru jafnþungir hlutir. Önnur myndin sýnir okkur að ein skopparakringla er i jafnvægi við einn tening og átta perlur, svo að við skiptum á perlu fyrir teninginn og þá sést að skoppara- kringlan er jafnþung niu perlum. Það þarf þvi að láta niu perlur á vogarskálina hægra megin til að vogin sé i jafnvægi. Þetta er gott dæmi um það hvernig hægt er að komast að réttri niðurstöðu með þvi að hugsa rökrétt, og þarf engan sér- stakan lærdóm til. Þetta skyldu menn jafnan hafa hugfast, það er hollt og heillavænlegt. Skák Framhald af 43. siðu. Ég vona, að þessar upplýsingar komi yður að gagni. Vinsamlegast, yðar Leonard B. Meyer.” Nokkrar af skákum Magnúsar eru varðveittar. Fáeinar birtust i fyrsta árgangi timaritsins „í uppnámi”, 1901. Þá eru og nokkr- ar skákir hans frá árunum 1905-1908 birtar i skákritinu „Lasker’s Chess Magazine”. Þar er og að finna ýmsa fréttapistla eftir hann um viðburði á sviði skáklistar, skýringar við skákir og fáeinar greinar um skákiþrótt- ina. Ekki ætla ég að hætta mér út á þann hála is að gera tilraun til að meta skákstyrkleik Magnúsar né lýsa einkennum hans sem skák- manns. Til þess er ég ekki fær. Vel má vera, að vonir vestur-is- lensku blaðanna um að Magnús gæti orðið skákmeistari á heims- mælikvarða, hafi ekki stuðst við nægileg rök. Að minnsta kosti rættustþær vonir aldrei aö fullu. Hitt virðist ljóst, að hann hefur um skeið verið i hópi fremstu skákmanna Ameriku og flestum skákrithöfundum slyngari vestur þar. Magnúsi Smith er þannig lýst, að hann hafi verið heldur litill vexti, friður sýnum og snyrti- menni, mesti reglumaður og besti drengur í hvftvetna. Hann andaðist 12. september 1938, sjötugur að aldri. Þess skal að lokum getið, að með Magnúsi Smith og þeim manni Islenskum, sem hlotið hef- ur mesta frægð á sviði skáklistar, Friðriki Ólafssyni stórmeistara, er allnáinn skyldleiki. Magnús og Friðrik eru að öðrum og fimmta að frændsemi. Fer naumast hjá þvi að margur spyrji eitthvað á þá leið, hvort sérgáfa þeirra sé ekki sameiginlegur arfur úr ætt- um fram. Frændsemi skákkappanna tveggja er þannig háttað: Árni Jónsson, hreppstjóri á RauSamel N. Magnús Arnason Þórarinn Arnason Magnús Smith Jón Þórarinsson skákkappi. Sigrlöur Jónsdóttir Sigríöur Slmonardóttir FriÖrik Olafsson skákkappi. ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT HÚSGAGNAÚRVAL Á 2 H/EÐUM Húsgagnaverzlun Reykjavíkur h.f Brautarholti 2, er rétt við Hlemmtorg Nýjar gerðir af sófasettum Mikið úrval Staðgreiðsluafslúttur eða góðir greiðsluskilmólar Húsgagnaverslun Reykjavíkur hf. BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 11940 0 IÐJA félag verksiniðjufólks óskar öllum félagsmönnum sinum, og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla og gæfuriks komandi árs með þökk fyrir samstarfið á árinu,sem er að liða. IÐJA félag verksmiðjufólks LANDSSAMBAND VERZLUNARMANNA óskar félagsmönnum sinum árs og friðar og þakkar samstarfið á árinu, sem er að liða. Landssamband verzlunarmanna Félag járniðnaðarmanna óskar öllum félögum sínum og öðrum launþegum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári SÍLDARVINNSLAN HF. NESKAUPSTAÐ Óskum öllu starfsfólki okkar gleöilegra jóla og góðs ,og farsæls komandi árs, um leið og við þökkum gott samstarf á árinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.