Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 47

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 47
Jólablaty 1975 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA4 7 Orkulindir íslendinga Framhald af bls. 4 4 uppleystra efna. Kröfluvirkjun er reist á svæði sem er sérstaklega verndað með lögum, Mývatns- svæðinu, og það er undir umsjá náttúruverndarráðs. Þar verða gerðar sérstakar ráðstafanir til að hamla gegn þvi að affallsvatn- ið meingi út frá sér. Aðrar jarðvarmavirkjanir, td. hitaveitur, geta einnig haft meingandi áhrif. Til að mynda kemur uþp saltvatn á Svartsengi, það er leitt i varmaskiptistöð til að hita venjulegt vatn sem siðan er dælt til notenda. Saltvatnið er þá búið að skila hlutverki sinu og eitthvað verður að gera við það og girða fyrir að það meingi um- hverfið. Hinsvegar koma ekki upp nein svona vandamál hjá Hitaveitu Reykjavikur þar eð sama vatnið og kemur upp úr borholunum er notað beinlinis i húsum fólks. Til eru fleiri neikvæð um- hverfisáhrif i þessum málaflokki en allt er það þess eðlis að vand- inn þarf ekki að verða stór nema vanrækt sé að taka tillit til hans i upphafi. Ég get td. nefnt að háspennulinur hafa sjónræn áhrif til truflunar þótt þær spilli ekki landi að öðru leyti nema rétt þegar verið er að leggja þær. Núorðið er farið að taka eftir þessum annmarka og á að vera hægt að haga lagningu háspennu- lina þannig að þær valdi engum stórspjöllum að þessu leyti. Þegar rætt er um umhverfis- áhrif virkjana er vert að muna -eftir þvi.að slik áhrif eru engan veginn alltaf neikvæð. Virkjunar- framkvæmdir getá lika haft bæt- andi áhrif á umhverfið. td. með þvi að draga úr eða útiloka flóð er valda landskemmdum og á fleiri máta. Sem dæmi má nefna að virkjun Blöndu mun að mestu koma i veg fyrir að áin skemmi land i Langadal, svo sem hún hefur gert um aldir. Eignarréttarhug- takið þróaðist við aðrar aðstæður en nú ríkja — Hvernig kemur eignarréttur á náttúruauðlindum við orkumál- in? — Tvimælalaust getur sú óvissa sem nú rikir um éignarrétt verið til trafala. Oft er hér um óbyggðir að ræða þar sem eignar- réttarhugtakið verður harla þokukennt, einkum varðandi afréttarlönd. Ég tel nauðsynlegt að marka skýrari linur i þessum efnum en nú er. Málið liggur að þvi leyti tiltölulega einfalt fyrir með vantsafl að þar fylgja rétt- indin landinu. En vandinn er oft sá að vita hver á landið. Hver á td. Langa- sjó og umhverfi hans? Eða Hvitárvatn? Eða Hraun, há- lendisranann austur úr Vatna- jökli? Svipaður vandi verður á vegi varðandi jarðhitann, enda eru sum jarðhitasvæði i óbyggð- um. En i sambandi við jarðhitann koma að auki upp ýmis óvanaleg sjónarmið. Til þess að hitinn i iðrum jarðar nýtist okkur sem búum ofan á jarðskorpunni þarf tvennt: heitt berg og vatn. Og fylgja þá jarðhitaréttindin vatninu eða berginu eða hvoru tveggja? Vatnið sem leiðir hitann úr berg- inu og gerir hann nýtanlegan, gat hæglega fallið sem rigning á aðra landareign en þá þar sem hitinn barst upp á yfirborðið eða var sóttur upp á yfirborðið. Og þá öf- ugt: vatnið sem hitnaði undir landareign eins gat runnið til heitt niðri i jörðunni og komið sið- an upp i landareign annars. Hvor á þá hvað? Hér er einfaldlega um það að ræða, að þegar eignarréttarhug- takið þróaðist höfðu menn fyrir- bæri einsog jarðhita ekki i huga. Menn eru þvi að reyna að koma honum inn undir eldri hugtök með ýmsum tilbúnum skýringum. Mikil nauðsyn er á þvi að þetta færist i skýrara horf. Ef mikil óvissa og ringulreið rikir i þessu, getur það hæglega tafið nýtingu jarðhitans og raunar vatnsaflsins einnig. Snjómælingar á hálendinu. Snjódýptin gefur hugmynd um það, hve mikilsleysingarvatns sé aö vænta að vori. Þvi vatni væri hægt að safna ilón til miðlunar vegna vatnsaflsvirkjana. Ljm. S. Rist. Fæst nokkurntíma orka úr veöri og vindum ? — Nú iangar mig að spyrja um likindi þess að við tökum að hag- nýta einhverja aðra orkugjafa en heitt og kalt vatn. Ertu trúaður á að olia finnist i grennd við tsiand? — Ég tel ákaflega veika von um að hún finnist svo að nýtanleg verði, fyrr en þá i fjarlægri fram- tið. í Sovéskum rannsóknarleið- angri fyrir nokkrum árum komu vissar bendingar um jarðlög sem gætu innihaldið einhverja oliu á svo sem 1.500 metra dýpi langt austur af landinu. Litlar fréttir hafa borist af niðurstöðum rannsóknanna og er þvi best að tala varlega um þetta. Þetta er þvi allt miklum vafa undirorpið, og i öðru lagi fundust þessi jarð- lög á miklu meira vatnsdýpi en svo að enn sé mögulegt að vinna þar nokkra oliu með núverandi vinnslutækni. — Sjávarföll? — Það getur ekki talist vænlegt að virkja sjávarföllin hjá okkur þvi mismunur flóðs og fjöru er ekki svo mikill. Þetta hefur verið gert i Frakklandi og mikið hefur verið rætt um slikar virkjanir á austurströnd Norður-Ameriku, en þar er munur flóðs og fjöru 10-20 metrar á móti aðeins 4-5 metrum hjá okkur. Þetta væri etv. tækni- lega mögulegt og menn hafa látið sér detta i hug Hvammsfjörð i þessu sambandi, en á meðan við höfum árnar óbeislaðar förum við varla að lúta að þessu — Sól og vindur? — Við erum of norðarlega á hnettinum til þess að sólin geti nokkuð hjálpað okkur til orku- framleiðslu i venjulegum skiln- ingi. Af vindinum höfum við aftur nóg þvi hann er mikill og býsna stöðugur sumstaðar. Hæpið er þó að vindgangurinn muni skipta okkurmáli um langa framtið. Við höfum aðra möguleika sem stendur okkur nær að nýta. Geta einhverjir farið aö „keppa” viö okkur? — Stundum er talað um það að orkulindir okkar niuni brátt standa höilum fæti i ,,sam- keppni” við ódýra orku frá kjarn- orkuverum. Er það raunhæft? — Þaðerekki fyrirsjáanlegt að kjarnorka geti keppt við vatnsafl þar sem virkjunaraðstæður eru góðar. Að minnsta kosti alls ekki á næstunni. En hvað siðar gerist er erfitt um að segja, þvi þetta er tiltölulega ný tækni og sam- keppnisaðstaðan kynni þvi að breytast i fjarlægri framtið. En i sambandi við hugsanlega samkeppni af hálfu ódýrra orku- gjafa get ég nefnt miklu raunhæf- ari möguleika. Það mætti nefni- lega láta sér detta i hug jarðgasið sem kemur upp i Arabalöndunum um leið og olian, en þvi er nú yfir- leitt brennt án nokkurra nytja. Ef svo færi að pólitiskt ástand i þess- um löndum yrði kyrrara en nú hefur verið um skeið þannig að um verulega fjárfestingu i orku- frekum iðnaði yrði að ræða á svæðinu sjálfu, . þá hlýtur það að koma upp hvernig þetta jarðgas verður hagnýtt. Ef ekki finnast nein verðmætari not fyrir það en raforkuvinnsla, gæti hún orðið mjög ódýr. Þarna færi saman lágur stofnkostnaður orkuver- anna(gashverflar)og hráefni sem kostar svotil pkki neitt. En jarð- gas er i sjálfu sér verðmætt sem hráefni fyrir ýmiss konar efna- iðnað, og að sjálfsögðu einnig sem eldsneyti. Td. er það ekki útilokað að leggja jarðgasleiðslur frá Mið- austurlöndum um Balkanlöndin og til Miö- og Vestur-Evrópu. Bæði efnaiðnaður i Arabalöndun- um og sala til Evrópu eru verðmætari not á jarðgasinu en Framhald á 48. siðu Httfíð pappirunum vlð óþarfa hnjaskl og yður vlð stöðugrilelt iðrelðunnl Notið til þess plastáhöldin vinsælu frá Múla- lundi. Þau hjálpa yður til að halda pappírun- um á sínum stað. Við fylgjumst með þörfinni og framleiðum nú flestar gerðir af möppum og bréfabindum í mörgum stærðum og lit- um, til hvers konar nota, ennfremur hUlstur og poka úr glæru plasti t.d. fyrir skírteini, reglugerðir, 1. dags umslög o.fl. Fyrir fundarhöld getið þér fengið skjala- möppur ásamt barmmerki með nafni hvers þátttakanda. Fyrir bridgekeppnir framleiðum við Bridge- bakkann góða. Vörur okkar eru stilhreinar og vandaðar og við allra hæfi. MÚLALUNDUR— ÁRMÚLA 34 — REYKJAVÍK - SÍMAR 38400 OG 38401
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.