Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 17
•Jölablaö 1975 — ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 17 Brigslin þungu sjái sá... Um það þarf vist ekki af> deila, aö menn hafa visur ekki eins á hraöbergi nú til dags og var hér fyrrum þegar enginn var talinn maður með mönnum nema hann væri hagmæltur. Margt af þvi sem ort var fyrrum var lélegt, jafnvel rusl, sem enginn hirti um að læra og geyma, og má raunar fullyröa að mikill meirihluti kveðskapar almennings hafi ver- ið þannig. En þá eins og nú skáru sig alltaf einhverjir úr, og þótt ár- in líöi, jafnvel eitt eða tvö hundr- uð, lifa visur þessara manna meöal þjóðarinnar. Og i þessum vinsaþætti skulum viö hverfa nokkuð aftur i timann og sjá hvernig menn ortu hér fyrr á ár- um. A siöari hluta 18. aldar var prestur að Tjörn i Svarfaöardal, nánar tiltekið á árunum 1769 tií 1794, séra Magnús Einarsson, andrikur gáfumaður og skáld gott. Þar að auki var hann talinn göldróttur og kraftaskáld. Margar snjallar visur eru til eftir séra Ma^nús. Tilefni þess- arar fyrstu er við birtum voru þau, að unnusta hans varö vanfær áður en þau giftu sig sem þótti hneisa á þeim tima. Læknir einn hrakyrti hann fyrir þetta og sagöi að hann ætti að missa hempuna fyrir vikið, en séra Magnús var nýbúinn aö fá hana þá, enda ung- ur. Þá er sagt að prestur hafi svarað lækni: Brigsiin þungu sjái sá sem þeim best aö hyggur, og hefti tungu þina þá þegar þér mest á liggur. Nokkrum árum siðar lenti viö- komandi læknir i barnsfaöernis- máli, og er hann hugðist hefja málsvörn sina var honum alger- lega varnað máls, og það var ekki fyrr en séra Magnús fyrirgaf hon- um, aö hann fékk málið aftur. Eitt sinn þegar séra Magnús var skrifari hjá Þórarni sýslu- manni á Grund reið hann til þings. Sveinn lögmaöur Sölvason á Munkaþverá var þar einnig, og urðu jafnan orðaglettur meö þeim Sveini og Magnúsi er þeir fund- ust. Þegar þeir riðu heim Kalda- dal af þingi I slæmu veðri, sagði Sveinn: öfugt, gröfugt er nú hér oröiö um storö að rlöa. Magnús, þagna þér ei ber, þoröu orö aö smlöa: Séra Magnús svaraði: Haröir garöar hlaöast aö, hliöar viö á stöllum. Skaröast jaröir, skaöi er þaö, skriöur riöa úr fjöiium. Séra Magnús frétti eitt sinn aö lögmaöur hefði lesiö Njálu og kvað þá: Allar vammir æfandi öllum var til skaöa, hátt mun gjamma I horngrýti Hallgeröur bölvaöa. Þessa visu mátti Sveinn ekki heyra, en þær sem hann fékk að heyra voru svona: Enginn hafi þaö eftir mér ekki hcldur lofa ég vif, en máske hún hafi séö aö sér og síöan fengiö eilift llf. Ekki er vlst aö svo þaö sé samt, þótt héldi vitur mann, aö aö liafi lent I horngrýte Hliöarenda-bústýran. VÍSNA- ÞÁTTUR Sigriður Stefánsdóttir hús- freyja á Grund og séra Magnús elduöu oft grátt silfur saman, enda var hún stórorð og svinn i meira lagi. Eitt sinn fann Magnús ekki skóna sina er hann þurfti að heiman frá Grund. Er húsfreyja heyrði þetta sagöi hún aö Magnús heföi étiö skóna, en þá kvað hann: Húsmóöirin, þaö heiila sprund, hungrinu mun svo forða, aö skóna hér á góöu Grund gerist ei þörf aö boröa. En séra Magnúsi þótti naumt skammtaö, og eitt sinn voru framborin tóm eggjaskurn með matnum. Þá kvaö hann: Kænni hef ég ei konu séö, viö krása framreiöingar, hún Sigriöur hefur sett þau meö svona til uppfyilingar. Þessi visa varð til i Uröakirkju i vetrarkulda: Kuldinn stór gjörir biáan bjór á bókaþór viö morgunslór, kraftur er sljór, en fjöriö fór, fr.iósa skór i Uröa kór. Látum þá útrætt um visur séra Magnúsar; en á svipuðum tima og hann var prestur nyröra, þó aö- eins fyrr, var annar snjall hag- yröingur i prestastétt á Noröur- landi, séra Stefán i Laufási, og þessa ágætu visu orti hann þegar hann minntist fyrri ára eftir að hann var oröinn prestur: Man ég þaö ég mokaöi flór meö mjóum fingurbeinum. Er ég nú kominn innstur I kór meö öörum dándis-sveinum. En svo við færum okkur um eina öld nær nútlmanum, þá bjó i Skagafiröi á siðari hluta 19. aldar og fyrri hluta þessarar Bjarni Gislason, sem kemmdur var við Kálfárdal i Göngusköröum. Var hanntalinn einna snjallastur hag- yröinga i Skagafiröi á sínum tima, en hann var fæddur 1880. Þessi visa hans er mörgum kunn: Illt er aö finna eðlisrætur, allt er nagaö vanans tönnum, en oitt er vist aö fjórir fætur færu betur sumum mönnum. Bjarna hefur verið mjög létt um aö yrkja, eins og eftirfarandi visur sýna: Uni ég nú viö strit og striö, stefni aö hinsta máti. Liti ég yfir liðna tiö liggur mér viö gráti. Ég hef kynnst viö trega og tál, trúin finnst mér lýgi. Ljósblik innst i eigin sál er mitt hinsta vigi. Gremjusieginn geös um þey, girnist feginn næöi. Heimur segir, aö ég ei auðnuveginn þræöi. Bjarni mun hafa verið hug- hrifamaöur, vinhneigöur nokkuð eins og oft er meö listamenn og orti þá gjarnan góöar visur eins og fleiri hagyröingar við skál. Þess vegna skilja menn eflaust hvernig ástandiö hefur verið hjá honum þegar þessi visa varð til: Þetta hversdagsleiöa llf lamar sálarkraftinn, aö hafa hvorki vin né vif aö verma á sér kjaftinn. Bjarni var trúlofaður stúlku sem svo sveik hann. Orti hann þá magnaðan brag til stúlkunnar, og eru tvær siöustu visur hans þann- 'g: Nú þó ljós þér lýs»i braut lán og hrósiö dvinar, veit ég frjósa og visna I þraut vonatrósir þinar. Þræddu synda svartan stig, sorg og yndi viki, láttu blinda leiöa þig Hfsþægindasýki. Hann mun hafa fengið ein- hverja eftirþanka vegna bragsins og gerði þessa bragarbót: Vestu rós meö roöablæ rööulsljósi vafin, blóm þó frjósi og blundi fræ beöi snjós und kafin. Arið 1831 fæddist norður i Skagafirði stúlka sem skírð var Lilja og var Gottskálksdóttir. Hún varð lista-hagyrðingur þegar timar liöu. Hún hafði þó misjafnt orö á sér, en visur hennar urðu kunnar. Hún var sérlega barngóð eins og þessi visa hennar ber meö sér: Þegar fáir leggja lið lundi smáum spanga, Oli dável unir viö elligráan vanga. Lilja giftist manni sem Sveinn hét, og var hann einnig góður hagyröingur. Þau eignuðust m.a. dóttur sem Valgerður hét, og eitt sinn sagði Sveinn: Vaigeröur er vænstra sprund, væri ei skitin hennar lund... Lilja greip frammi. Fiestir segja aö faldabrik fööur sinum veröi lik. Lilja fluttist á efri árum að Blönduhllð i Skagafirði og var si- yrkjandi. Eitt sinn var hún atyrt fyrir það; þá kvað hún: Kveö ég ljóöin kát og hress kviöi ei hnjóöi I oröum, fyrst aö góöur guð til þess gaf mér hijóöin foröum. Alkunn er þessi visa hennar er hún kvaö á ferðalagi: Færöin bjó mér þunga þraut, þrótt úr dró til muna. Hreppti ég snjó i hverri iaut hreint I ónefnuna. Við skulum s.o ljúka þessum vlnsaþætti með einhverri bestu vísu sem til er. Hún er eftir Látra-Björgu, og visuna kvað hún er sýslumaður einn ætlaði að neyða hana til að sverja þess eiö að hætta að flakka: Beiöi ég þann er drýgöi dáð og deyö á höröum krossi leið, að sneiða þig af nægt og náð ef ncyöiröu mig aö vinna eið. —S.dór fammk jól -fL-ái)eín-a Á íjér ocj [)ur. -J'-K i J1 j’ Jfcýt u, kett-i vííj-^já, kkmu^t Ipncj-u wii: LÍTIÐ JÓLALAG Lag og texti Kristinn Magnússon Jólahátið höldum við hér á landi öll. Bömin góð með bjölluklið burtu reka tröll. Enn má jólasveina sjá sveima hér og þar. Kjöt og kerti vilja fá, kunnugt löngu var. Klöppum kátt, klöppum hátt. Kringum tréð við dönsum dátt. Gísli T. Guðmundsson: ÁÁLANDSEYJUM Það er fallegt á Álandseyjum, á sumri er sólin skin og litfögur blóm i brekkum — breiða út blöðin sin. í sólskini fiðrildi fljúga fögur, litrik, hljóð. í skóginum fuglar syngja — sin fegurstu sumarljóð. — Og eyjanna Evudætur i sólbaði una sér. Og lognalda sjávar leikur léttstig við strönd og sker. — Og hér var það Sally Salminen, sem skrifaði góða bók. Um ,,Kötu” húsið og himininn — um heiminn, sinn hróður jók. — Og eitt sinn á Álandseyjum, alþýðan háði sitt strið. Hún var kúguð af konungum kristnum og keisarans valdsjúka lýð. — En i dag skin á eyjar og sundin, sólin á fólkið frjálst. Það trúir á mátt sinn og megin menriingu, kærleik og ást. Gisli T. Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.