Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 27
ÞJ6ÐVILJINN Jólablað 1975 — SIÐA 27
ATVINNULÍF í NÝJA ÍSLAND
Séö yfir höfnina á Gimli
Sigmar Johnson
Kornrækt
og
fiskveiðar
undir ís
Sjálfsagt eru þessar sögur báð-
ar að einhverju leyti sannar, en
hafi það i rauninni verið ætlun
landnemanna aö stunda islenska
atvinnuvegi i Kanada, mistókst
það eins og eðlilegt er. tslending-
arnir urðu aö aölaga sig að þessu
nýja landi og fást við þau störf
sem þar buðust. Strax og þeir
komu urðu þeir að takast á við
vandamál, sem þeir höfðu aldrei
kynnst áður: Nýja tsland var
vaxið þéttum skógi og kjarri og
urðu þeir að byrja á þvi að ryðja
skóginn til að geta sest þar að.
Þeir sem fyrstir komu, námu
land á vatnsbakkanum, en siðar
urðu menn að setjast aö innar i
landinu, þar sem skógurinn var
þéttari.
Ýmsir þeir sem settust að á
vatnsbakkanum gerðust fiski-
menn, en aðrir urðu bændur. Hins
vegar hefur að sögn aldrei verið
mikið um að menn stundi bland-
aðan búskap eða „farmi og fiski”
eins og stundum er sagt þar um
slóðir. En hvort sem menn stunda
landbúnaö eða fiskveiðar, þá á
starf þeirra ekki mikið skylt við
þær sömu atvinnugreinar á Is-
landi.
Nýja ísland er að sögn fróðra
manna siður fallið til landbúnað-
ar en Rauðárdalurinn, sem er þar
fyrir sunnan, þótt það sé alveg
marflatt: jarðvegurinn er sagður
grýttur sums staðar, og landið er
viða þurrt. Samt eru þarna mjög
stór bú.
Blaðamaður Þjóðviljans náði
tali af Sigmar Johnson bónda á
Ósi i Riverton og spurði hann
hvernig hans búskap væri háttaö.
Þessir stóru bátar eru notaöir til fiskveiða á Winnipeg-vatni.
„Jigger”: A myndinni má sjá rifuna á spýtunni og járnfleiniun. Við
hann er fest nál úr tré, en á enda hennar er járngaddur, sem sést ekki.
Af þvi fer tvennum sögum hvers vegna islending-
ar völdu sér landsvæði á vesturbakka Winnipeg-
vatns, þar sem nú er Nýja ísland. Sumir benda á þá
tilviljun, að þegar leiðangursmennirnir John Tayl-
or, Sigtryggur Jónasson og Einar Jónasson komu til
Winnipeg i landaleit, hafði þar nýlega geisað mjög
slæm engisprettuplága og leikið Rauðárdalinn illa.
Leiðangursmönnum mun þvi ekki hafa litist á blik-
una, þegar þeir sáu það, og ákváðu þeir að leita að
heppilegu landsvæði fyrir islenskt landnám norðar
við vatnið. En þvi er einnig haldið fram, að islend-
ingarnir hafi i rauninni ekki kært sig um akuryrkju-
landið i Rauðárdalnum, heldur hafi þeir fremur
kosið sléttuna á vatnsbakkanum, þvi að þeir hugð-
ust nefnilega stunda þar þá atvinnuvegi, sem þeir
voru vanastir að heiman: kvikfjárrækt og fiskveið-
ar.
Þetta „músdýr” lá á Mikley: veiðiþjófar höfðuskotiðþaöen ekki þora
að hafa það á brott meö sér.
Sigmar sagðist hafa 50 mjólkur-
kýr og um 300 naut, en svo rækt-
aði hann korn á 700—800 ekrum,
bæði hveiti bygg og hafra. Taldi
hann að þetta myndi vera meðal-
bú á þessum slóðum. Sigmar
sagði að bændur i Riverton héld-
ust vel við og bæri litið á fólks-
fækkun i sveitum þar. Hins vegar
mun sú þróun hafa orðið viða á
Nýja tslandi að fólk hefur flust
burt úr sveitum.
Sigmar sa,gði að siðastliðið
sumar hefði verið óvenjulega erf-
itt. Siðan 15. júli hefðu verið
stanslausar rigningar, og taldi
hann að bændur væru þá um mán-
uð á eftir með þreskingar. Hann
ætti sjálfur eftir hátt i 500 ekrur
óþresktar. Astandið væri mjög
slæmt, þvi að bráðum mætti bú-
ast við fyrstu snjóum, en þó gæti
það enn breyst til batnaðar. Sunn-
ar á Nýja Islandi, nær Gimli, var
útlitið ekki eins illt, þvi að þar
hafði rignt minna.
Fiskveiðar eru enn mjög mikil-
væg atvinnugrein meðfram vatn-
inu, en ekki hafa þær þó gengið
skakkafallalaust undanfarin ár.
Fyrir firim árum urðu menn var-
ir við kvikasilfursmengun i ýms-
um vötnum og ám á sléttum Kan-
ada, einkum i Ontario en einnig i
ám sem falla i Winnipeg-vatn.
Dularfull dauðsföll urðu i byggð-
um indiána, en þeir lifa þar að
mjög miklu leyti á fiskveiðum, og
voru fengnir japanskir sérfræð-
ingar, sem kynnst höfðu kvika-
silfursmenguninni miklu i Mina-
mataflóa i Japan, til að rannsaka
málið. Þetta varð nokkurt hita-
mál, en svo fór að allar fiskveiðar
voru bannaðar i Winnipeg-vatni i
tvö ár. Mikil þörf var i rauninni á
þessu banni, þvi að fiskgengd
hafði minnkað þar mjög mikið ár-
in á undan, og voru allar horfur á
þvi að fisknum yrði hreinlega út-
rýmt ef ekkert yrði að gert. Bann-
ið við fiskveiðum stuðlaði þó að
þvi að tslendingabyggðin á Mikl-
ey (eða Hecla Island eins og eyj-
an er venjulega kölluð nú) lagðist
af. Þar bjuggu um 500 manns,
sem lifðu mestmegnis á fiskveið-
um, og höfðu þeir ekki lengur
neina atvinnu, þegar sliku var
ekki lengur til að dreifa. Þegar
þeir yfirgáfu eyna, keypti Kan-
adastjórn landið og er nú verið að
gera það að þjóðgarði. Fyrir
þremur árum var lalið óhætt að
Framhald á bls. 29