Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 27
ÞJ6ÐVILJINN Jólablað 1975 — SIÐA 27 ATVINNULÍF í NÝJA ÍSLAND Séö yfir höfnina á Gimli Sigmar Johnson Kornrækt og fiskveiðar undir ís Sjálfsagt eru þessar sögur báð- ar að einhverju leyti sannar, en hafi það i rauninni verið ætlun landnemanna aö stunda islenska atvinnuvegi i Kanada, mistókst það eins og eðlilegt er. tslending- arnir urðu aö aölaga sig að þessu nýja landi og fást við þau störf sem þar buðust. Strax og þeir komu urðu þeir að takast á við vandamál, sem þeir höfðu aldrei kynnst áður: Nýja tsland var vaxið þéttum skógi og kjarri og urðu þeir að byrja á þvi að ryðja skóginn til að geta sest þar að. Þeir sem fyrstir komu, námu land á vatnsbakkanum, en siðar urðu menn að setjast aö innar i landinu, þar sem skógurinn var þéttari. Ýmsir þeir sem settust að á vatnsbakkanum gerðust fiski- menn, en aðrir urðu bændur. Hins vegar hefur að sögn aldrei verið mikið um að menn stundi bland- aðan búskap eða „farmi og fiski” eins og stundum er sagt þar um slóðir. En hvort sem menn stunda landbúnaö eða fiskveiðar, þá á starf þeirra ekki mikið skylt við þær sömu atvinnugreinar á Is- landi. Nýja ísland er að sögn fróðra manna siður fallið til landbúnað- ar en Rauðárdalurinn, sem er þar fyrir sunnan, þótt það sé alveg marflatt: jarðvegurinn er sagður grýttur sums staðar, og landið er viða þurrt. Samt eru þarna mjög stór bú. Blaðamaður Þjóðviljans náði tali af Sigmar Johnson bónda á Ósi i Riverton og spurði hann hvernig hans búskap væri háttaö. Þessir stóru bátar eru notaöir til fiskveiða á Winnipeg-vatni. „Jigger”: A myndinni má sjá rifuna á spýtunni og járnfleiniun. Við hann er fest nál úr tré, en á enda hennar er járngaddur, sem sést ekki. Af þvi fer tvennum sögum hvers vegna islending- ar völdu sér landsvæði á vesturbakka Winnipeg- vatns, þar sem nú er Nýja ísland. Sumir benda á þá tilviljun, að þegar leiðangursmennirnir John Tayl- or, Sigtryggur Jónasson og Einar Jónasson komu til Winnipeg i landaleit, hafði þar nýlega geisað mjög slæm engisprettuplága og leikið Rauðárdalinn illa. Leiðangursmönnum mun þvi ekki hafa litist á blik- una, þegar þeir sáu það, og ákváðu þeir að leita að heppilegu landsvæði fyrir islenskt landnám norðar við vatnið. En þvi er einnig haldið fram, að islend- ingarnir hafi i rauninni ekki kært sig um akuryrkju- landið i Rauðárdalnum, heldur hafi þeir fremur kosið sléttuna á vatnsbakkanum, þvi að þeir hugð- ust nefnilega stunda þar þá atvinnuvegi, sem þeir voru vanastir að heiman: kvikfjárrækt og fiskveið- ar. Þetta „músdýr” lá á Mikley: veiðiþjófar höfðuskotiðþaöen ekki þora að hafa það á brott meö sér. Sigmar sagðist hafa 50 mjólkur- kýr og um 300 naut, en svo rækt- aði hann korn á 700—800 ekrum, bæði hveiti bygg og hafra. Taldi hann að þetta myndi vera meðal- bú á þessum slóðum. Sigmar sagði að bændur i Riverton héld- ust vel við og bæri litið á fólks- fækkun i sveitum þar. Hins vegar mun sú þróun hafa orðið viða á Nýja tslandi að fólk hefur flust burt úr sveitum. Sigmar sa,gði að siðastliðið sumar hefði verið óvenjulega erf- itt. Siðan 15. júli hefðu verið stanslausar rigningar, og taldi hann að bændur væru þá um mán- uð á eftir með þreskingar. Hann ætti sjálfur eftir hátt i 500 ekrur óþresktar. Astandið væri mjög slæmt, þvi að bráðum mætti bú- ast við fyrstu snjóum, en þó gæti það enn breyst til batnaðar. Sunn- ar á Nýja Islandi, nær Gimli, var útlitið ekki eins illt, þvi að þar hafði rignt minna. Fiskveiðar eru enn mjög mikil- væg atvinnugrein meðfram vatn- inu, en ekki hafa þær þó gengið skakkafallalaust undanfarin ár. Fyrir firim árum urðu menn var- ir við kvikasilfursmengun i ýms- um vötnum og ám á sléttum Kan- ada, einkum i Ontario en einnig i ám sem falla i Winnipeg-vatn. Dularfull dauðsföll urðu i byggð- um indiána, en þeir lifa þar að mjög miklu leyti á fiskveiðum, og voru fengnir japanskir sérfræð- ingar, sem kynnst höfðu kvika- silfursmenguninni miklu i Mina- mataflóa i Japan, til að rannsaka málið. Þetta varð nokkurt hita- mál, en svo fór að allar fiskveiðar voru bannaðar i Winnipeg-vatni i tvö ár. Mikil þörf var i rauninni á þessu banni, þvi að fiskgengd hafði minnkað þar mjög mikið ár- in á undan, og voru allar horfur á þvi að fisknum yrði hreinlega út- rýmt ef ekkert yrði að gert. Bann- ið við fiskveiðum stuðlaði þó að þvi að tslendingabyggðin á Mikl- ey (eða Hecla Island eins og eyj- an er venjulega kölluð nú) lagðist af. Þar bjuggu um 500 manns, sem lifðu mestmegnis á fiskveið- um, og höfðu þeir ekki lengur neina atvinnu, þegar sliku var ekki lengur til að dreifa. Þegar þeir yfirgáfu eyna, keypti Kan- adastjórn landið og er nú verið að gera það að þjóðgarði. Fyrir þremur árum var lalið óhætt að Framhald á bls. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: Jólablað Þjóðviljans 1975 (24.12.1975)
https://timarit.is/issue/221519

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Jólablað Þjóðviljans 1975 (24.12.1975)

Aðgerðir: