Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 41

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 41
Jólablað 1975. Þ.JóÐVILJINN — SÍÐA 41 [fi i rú Pjl g&y. »£•>» Lengi var sá ósiður landlægur meðal islenskra blaðamanna að ausa hver annan auri og brigsla hverjum þeim um alls konar vammir og skammir, sem þeir áttu i höggi við. Ekki voru rit- stjórar vestur-islensku blaðanna eftirbátar starfsbræðra sinna austan hafs i þessum efnum, heldur munu þeir, um skeið að minnsta kosti hafa gengið lengst allra um persónuleg brigsl og óþvegið orðbragð. Það var þvi ekki hótfyndni einber, er blaðið Heimskringla i Winnipeg gat þess hinn 13. april 1899, að nú hefði það borið við sem sjaldgæft væri: Vestur-islensku blöðin Lögberg og Heimskringla hefðu einu sinni orðið sammála. Hvað var það, sem kom hinum deilugjörnu ritstjórum til að sliðra vopnin litla stund og leggjast á eina sveif báðir? Eng- inn stórviðburður að visu, en ótvi- rætt þjóðernismál, metnaðarmál islenska þjóðarbrotsins i Vestur- heimi. Sögur herma, að landnem- arnir islensku vestra hafi oft á fyrstu árum sinum orðið fyrir ýmiss konar áreitni þarlendra manna, er hentu skop að hinum islensku heimalningum, hátterni þeirra og framgöngu, er þeir komu úr fásinni og einangrun islenskra sveita i ólgandi mann- haf hins nýja heims. Var vestur- förunum islensku þvi mikið i mun að sýna þarlandsmönnum og sanna svo glögglega sem kostur var, að börn Fjallkonunnar stæðu eigi öðrum að baki um andlegt né likamlegt atgervi. Nú stóð svo á, að i höfuðborg islensku land- nemanna, Winnipeg, dvaldist islenskur maður, sem á skömm- um tima hafði sýnt það áþreifan- lega og sannað, að hann bar höfuð og herðar yfir alla ská,kmenn borgarinnar. Hafði og viðkunnur skákmaður nýlega gist Winnipeg og látið svo ummælt, að hinn islenski skákkappi væri einhver hinn snjallasti ef ekki snjallasti taflmaður i Kanada. 1 marsmán- uði 1899 hafði verið boðað til skák- keppni mikillar i borginni Toronto, og skyldi sigurvegarinn i efsta flokki hljóta nafnbótina „skákkappi Kanada”. Var vitað, að flestir kunnustu skákmenn landsins mundu ganga til þessa leiks. Nú hljóp islendingum i Winnipeg kapp i kinn. Nokkrir áhugamenn gengust fyrir þvi, að hinn snjalli skákmeistari Winni- pegborgar, landi þeirra, færi á taflmótið i Toronto og reyndi sig við bestu skákmenn Kanada. En maðurinn var fátækur og gat ekki af eigin efnum lagt l'rám farar- eyri, 75—100 dali, og þvi var efnt til samskota i þvi skyni að afla nauðsynlegs fjár. Birtu islensku blöðin i Winnipeg áskoranir til landa um að leggja fé af mörkum og unnu að framgangi málsins i mesta bróðerni. Máli þessu var fyrst hreyft i Heimskringlu 16. febrúar. Birtist þar grein, sem nefndist „Manntafl.” Þar segir m.a. á þessa leið: „Vér isiendingar getum nú stært oss af þvi að eiga i þjóðflokki vorum hér vestra þann mann, sem að likindum leikur betra skáktafl en nokkur annar maður i Vestur-Kanada. Þessi maður er hr. Magnús Smith, sem nú á heima hér i bænum. Hann kom hingað fyrir nokkrum mán- uðum vestan frá Kyrrahafs- strönd, þar sem hann hafði dvalið i nokkur ár og teflt við alla hina bestu taflmenn á British Columbia og California, og var hann viðurkenndur þar að vera langt á undan öðrum i tafllistinni. Siðan hann kom hingað til bæjar- ins, hefur hann teflt 24 skáktöfl við alla bestu taflmennina hér og i grenndinni og unnið þau öll. Þegar hinn frægi taflmaður Pills- bury var hérá ferðfyrir skömmu, þá gaf hann það álit sitt skýlaust að landi vor Magnús Smith væri einn með þeim allra bestu, ef ekki sá besti taflmaður i Kanada. Nú stendur svo á, að það á að halda taflþrautarfund i Toronto i byrjun aprilmánaðar. næst- komandi, og verða þar saman- komnir allir bestu taflmenn i landinu. Nú hafa innlendir menn hér i bænum, sem hafa mikið álit á hæfileikum Magnúsar, farið þess á leit við hann, að hann fari á fund þennan i Toronto og þreyti þar tafl fyrir þeim heiðri að verða mestur taflmaður i Kanada, og hafa þeir lofað að leggja fram nokkurn skerf til þess að styrkja hann til fararinnar. En Magnús er maður fátækur og getur ekki staðist neinn kostnað við för þessa af eigin efnum. Þess vegna hafa nokkrir islenskir vinir hans tekið sig saman um að leita sam- skota meðal landa vorra i þessum bæ til þess að gera Magnúsi mögulegt að komast austur og ná taflvöldum þessa lands, sem fast- lega er vonað að hann geti gert, ef hann kemst austur... Samskotum i þessa átt verður veitt móttaka i skrilstofu Heimskringlu.” Málaleitan þessari var vel tek- ið, og safnaðist á skömmum tima nægileg upphæð til þess, að hægt yrði að senda Magnús á skákmót- ið. Einhverra orsaka vegna var hætt við að heyja mótið i Toronto, og var það háð i borginni Montreal um mánaðamótin mars og april. Magnús fór þangað og sigraði. Heimskringla 13. april skýrir frá viðureigninni á þessa leið: ,,Landi vor, Magnús Smith frá Winnipeg, hefur nú unnið tafl- þraut sina i Montreal og er nú viðurkenndur besti taflmaður i Kanada. Magnús Smith kom hingað til bæjarins fyrir rúmlega hálfu ári siðan. Hafði hann verið nokkur ár Þáttur af Magnúsi Magnússyni Smith Friðrik ólafsson stór- meistari er sömu ættar og Magnús Smith, skákmeist- ari. Þeir eru frændur af 2. og 5. lið. vestur við Kyrrahaf og æft þar manntafl. Var hann frægastur allra taflmanna þar vestra. Eftir að Magnús kom hingað, tók hann til að þreyta við færustu menn i þeim taflfélögum, sem eru hér i bænum. En það kom brátt i ljós, að það var enginn sá taflmaður i þessum tveim félögum, er mætti við honum. Þeir, sem áður höfðu haldið þeim heiðri, að vera viður- kenndir taflkappar, urðu nú að lúta i lægra haldi fyrir þessum glöggskyggna landa vorum.og skal það sagt þeim til heiðurs, að þeir höfðu þeim mun meiri mætur á Magnúsi sem hann lék þá verr i taflþrautunum. Svo kom það fyrir, að það var stofnað til almenns taflmanna- fundar i Montreal, og skyldi þar teflt um bikar einn mikinn og nafnbótina: taflkappi Kanada. Taflfélögin hér gengust fyrir þvi, að Magnús yrði sendur austur á þennan taflmannafund. lslend- ingar tóku að sjálfsögðu vel i þetta mál, og Heimskringla og Lögberg urðu einu sinni sammála. Var svo skotið saman dálitlum sjóð i þessu skyni og Magnús sendur austur. Og þetta hefur nú haft þann árangur, sem að framan er sagt. Á taflfundi þessum i Montreal mættu margir menn. En 18 af þeim tefldu um taflkappaheibur- inn og skyldi hver tefla 12 skákir. Magnús vann 9 1/2 skák, tapaði einni og gerði þrjú jaíntefli. Sá, sem næstur.honum stóð að leiks- lokum, var aðeins hálfa skák á eftir. Að unnum þessum sigri rigndi að hr. 'Smith lukkuóskum úr öllum áttum, og þar á meðal frá taflfélögunum hér i Winnipeg. Framkoma hans öll þar eystra hefur verið hin sómasamlegasta, og andstæðingar hans i taflraun- inni láta mikið af honum og telja hann vel að þeim heiðri kominn, sem hann hefur náð i þessari ferð. tslendingar og aðrir hér i bæn- um sem lögðu fé til fararinnar, eiga þökk skilið fyrir þá framtakssemi. Þeir þurfa ekki að sjá eftir útlátunum. þvi Magnús hefur unr.ið þjóðflokki vorum til sóma og sýnt og sannað það. sem margir hérlendir menn hafa áður viðurkennt. að islendingar eru, að þvi er snertir andlegt atgervi, fullkomnir jafnokar hinna bestu manna hér i landi. af hvaða þjóðflokki sem þeir eru. Það er búist við. að Magnús komi hingað til bæjarins að aust- an á morgun og að islenski horn- leikaraflokkurinn mæti honum á vagnstöðvununi hér. Það er og talið sjálfsagt, að taflfélögin hér og islendingar haldi honum samsæti einhvern tima innan skamms.” Eins og Heimskringla gerði ráð fyrir, var Magnúsi haldið heið- urssamsæti skömmu eftir heim- komuna. Fór það fram hinn 21. april i allstóruni salarkynnum. Þar var húsfyllir, um 400 manns. meiri hlutinn islendingar. Var Magnúsi afhent þar heiðursgjöf. gullúr með gullfesti, 100 daia virði. Að ræðuhöldum loknum fór fram skákkeppni milli islendinga og manna af öðru þjóðerni. Teflt var á 22 borðum. Lauk keppninni á þá leið, að islendingar sigruóu. unnu 12 skákir en töpuðu 10. För þessi til Montreal, sem nú hefur verið frá sagt. var upphaf frægðarferils Magnúsar á sviði skáklistarinnar. Skal nú. áður en sá ferill er rakinn lengra, skýrt nokkuð frá ætt hans og uppvexti. II. Magnús Magnússon Smith var snæfellingur að ætt. fæddur á Rauðamel i Miklaholtsprestakalli 10. desember 1867.l* I prests- þjónustubókinni eru foreldrar Magnúsar tilgreindir Magnús Árnason ekkill og bóndi á Rauða- mel, og Ragnheiður Eliasdóttir. ógift, ráðsstúika á sama bæ. Þar segirog i athugasemd. að þetta sé „Magnúsar bónda fimmta barn- eign með þrem persónum. Ragnheiðar önnur með sama manni.” Magnús Árnason var sonur Árna bónda og hreppstjóra Jóns- sonar á Rauðamel. Magnús bjo um hrið að Hraunsmúla i Koi- beinsstaðahreppi, en fluttist árið 1860, að Rauðamel með bústyru sinni, Björgu Brynjólfsdóttur, ásamt tveimur börnum þeirra og 12 ára gamalli dóttur bónda. er hann hafði átt með konu sinni. sem þá var fyrir nokkru látin. Skömmu eftir að Magnús hóf búskap á Rauðamei. gerðist bú- stýra hans Ragnheiður Eliasdótt- ir bónda i Straumfjarðartungu Sigurðssonar. Bjuggu þau saman ógift, uns Ragnheiður andaðist. og eignuðust þrjú börn. Hið eksta þeirra hét Ingileif. fædd 7. juni 1865. þá Magnús taflkappi. en vngstur Elias Halldór. fæddur 14 okt. 1870. Skömmu ívrir 1870 tluttust þau Magnús og Ragnheið tr ásamt börnum sinum. svo og hinum eldri börnum Magnúsar. að Dal i Miklaholtshreppi. Þar andaðist Ragnheiður 8. janúar 1873. 40 ára að aldri. Tók þá við búsforráðum elsta dóttir Magnúsar, bónda. llólmfriður. en þá var komin yfir tvitugt. — Árið 1876 fluttist Magnús enn búferlum frá Dal að Ilólkoti I Staðarsveit. Þar andað- ist Magnús bóndi 10. janúar 1880. 1) Samkv. Kirkjubók Miklaholts- prestakalls. Samkv. upplýsingum frá Magnúsi sjálfúm t.,1 upp- námi” I. árg.l. er hann talinn fæddur i Dal i Miklaholtshreppi 10. des. 1869. en það er rangt. Framhald á 42 siðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.