Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 33

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 33
Jólablað 1975 — ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 33 Ég fór o’n á Main Street með fimm dala cheque og forty-eight riffil mér kaupti og ride út i country mcð farmara fékk, svo fresh út i brushin ég hlaupti. En þá sá ég moose, úti i marshi það lá, o my, — eina sticku ég brjótti! Þá fór það á gallop, not good anyhow, var gone, þcgar loksins ég skjótti. Af þessum ástæðum héldu margir þegar um aldamótin að islenska væri að liða undir lok i Vesturheimi. En flestum ber saman um það að önnur kynslóð vestur-islendinga, sem átti ekki lengur i neinum erfiðleikum með enskuna, hafi hins vegar talað miklu betri islensku: hún kunni bæði málin vel og átti siður á hættu að blanda þeim saman. Hins vegar var það tungumál, sem þá var talað i islendinga- byggðum vestanhafs ekki lengur eins og það er talað var heima: það var önnur mállýska, „vestur- islenska”. Þótt margir vestur-is- lendingar fyrirverði sig hálfvegis fyrir þetta málfar sitt, hljómar það furðu skemmtilega i eyrum islendinga, og er mjög gaman að ýmsum frumlegum orðatiltækj- um. Nokkrar rannsóknir hafa verið gerðar á þessu máli, og mun Vilhjálmur Stefánsson landkönn- uður hafa orðið fyrstur manna til að skrifa um það, þegar árið 1903, en á siðustu árum hefur prófessor Haraldur Bessason birt merkar greinar um vestur-islensku. Þessar rannsóknir hafa þó eink- um snUist um sama vandamálið, þ.e. tökuorðin og meðferð þeirra. Það er þvi full ástæða til að skoða það frá öðrum hliðum. Gunnar Sæmundsson bóndi i Arborg skilgreindi vestur-is- lenskuna þannig að hUn væri ó- breytt islenskt sveitamál frá miðri 19. öld, og hefði haldist hreinust meðal fiskimanna, sem ekki hefðu þurft á tökuorðum að halda. Gunnar mun hafa átt við að þetta mál hafi ekki orðið fyrir sömu áhrifum og islenskan heima og ekki þróast á sama hátt, og er það vafalaust rétt. En þvi mætti einnig bæta við, að vestur-is- lenskan hefur heldur ekki gengið i gegnum þá miklu maskinu, sem islenskt skólakerfi er — og er ekki siður athyglisvert að kynnast henni vegna þess. Sennilega reka flestir islend- ingar, er koma að heiman, fljót- lega eyrun i eitt: i vestur-islensku er flámæli svo til algerlega rikj- andi og rugla menn saman i og e og einnig u og ö, þótt ekki sé það eins áberandi. Á ferð Karlakórs Reykjavikur norður til Hecla Is- land kom einn af merkustu framámöhnum vestur-islendinga upp i einn bilinn og vildi syngja eitthvað fallegt á islensku. Siðan greip hann hljóðnemann og byrj- aði hátt og snjallt ,,NU blekar veð sólarlag...” Ýmsar skýringareru til á þessu fyrirbæri og taldi Haraldur Bessason að hér kynni að vera um ensk áhrif að ræða. Það er þó fremur óliklegt, þvi að flámæli var Utbreitt á Islandi á 19. öld, og voru austfirðingar mjög flámælt- ir, en þaðan kom einmitt mikill hópur vesturfara. A fyrstu ára- tugum þessarar aldar breiddist flámæli mjög ört Ut á íslandi og var t.d. i þann veginn að leggja undir sig Reykjavikursvæðið, þegar skólarnir gripu inn i þessa þróun (til góðs eða ills — það er smekksatriði). Sennilegt er, að án afskipta. þeirra hefði þessi fram- burður sigrað algerlega (enda er það nokkuð rökrétt þróun, þegar litið er á sérhljóðakerfi islensku) og ef svo er, sýnir vestur-islenska að þessu leyti hvernig við mynd- um tala nU ef skólarnir hefðu ekki komið til sögunnar — og um leið áhrifamátt þeirra Annað einkenni vestur-islensku er framburður eins og „habði” og „lebði” i stað hafði og lifði o.s.frv., en mestar likur eru til þess að hann eigi rætur sinar að rekja til þeirra héraða sem vest- urfararnir komu frá, þvi þar var þessi íramburður Utbreiddur og er enn. Þeir sem um vestur-islensku fjalla beina oft athyglinni mest að tökuorðunum — og munu það vera áhrif frá islenskri mál- hreinsunarstefnu, sem hefur miklað þetta atriði óþarflega mikið. 1 rauninni er það mjög eðlilegt að tökuorðin skuli hafa si- ast inn i málið: þvi má ekki gleyma að vestur-islendingarnir voru ekki aðeins i nýju landi, heldur atvikaðist það lika þannig að þeir kynntust ýmsum fyrir- bærum nUtimalifsins á undan is- lendingum heima, meðan engin orð voru til um þau á islensku. Það er þvi kannske athyglisverð- ara að þeir fundu upp ýmis nýyrði og notuðu tökuorðin á sérkenni- legan hátt. Gunnar Sæmundsson taldi upp nokkur vesturislensk nýyrði: vél til að sprengja hey var kölluð „knUsari”, tæki til að draga Ut nagla var kallað „saum- dráttur”, og áhald sem notað var til að rifa upp rætur trjáa var kallað „grobbhófur” og um sjálft verkið var notuð sögnin „að grobba”. Aletrun á minnisvarða Vilhjálms Stefánssonar. Tökuorðin sjálf korpa manni oft á óvart. T.d. er það kallað „að fá flatar tær”, þegar springur á bil- dekki („a flat tire”): „ég geri við flatar tær”, sagði bifvélavirki einn Billinn er vitanlega kallaður „kar” og er það beygt sem hvorugkynsorð: „ég heftvökör”, sagði leigubilstjóri einn við blaðamann Þjóðviljans, sem spurði hann hvernig atvinnu- reksturinn gengi. A tökuorð eins og „tivi” og „reidió” þarf varla að minnast og heldur ekki sögn eins og „fóna” fyrir að hringja i sima. En svo eru i málinu ýmis sérkennileg orð og orðatiltæki, sem eru að vissu leyti islensk en þó orðin til fyrir ensk áhrif. Vestur-islend- ingarsegja yfirleitt „tengdabróð- ir” og „tengdasystir” i staðinn fvrir mágur og mágkona. Þeir nota alltaf sögnina að lifa i stað- inn fyrir bUa, sem virðist horfin Ur málin: „Hann lifir i Riverton”. Svo nota þeir orðatæki eins og „mila og hálf” þar sem við mynd- um segja „ein og hálf mila”. Steyptir akvegir eru alltaf kall- aðir „brautir” i Nýja íslandi og stórvirkar vinnuvéiar heyrast nefndar „verkfæri” og er ekki al- veg ljóst hvernig á þessu stendur. Allkyndugt er að heyra brugg- stöðina i Gimli kallaða „brenni- vinsverkstæði”. Það ber alloft við að islendingar sem eru nýkomnir að heiman verða heldur ringlaðir, þegar þeir heyra vestur-islensk- una og vita varla hvaðan á sig stendur veðrið. Ung stUlka sem kom á vestur-islenskt heimili heyrði þessa setningu fyrst orða : „Settu bara kótið þitt i klósettið! ” Þetta þyddi reyndar: „Hengdu frakkann þinn i fataskápinn”. Um málfræðina gegnir svipuðu máli: hUn er að mörgu leyti eins og islensk málfræði væri kannske nU, ef skólarnir hefðu ekki komið til sögunnar. Þannig beygja vest- ur-islendingar t.d. „hellir” eins og almennt var gert á siðustu öld (fleirtala: „hellirar”) og þeir reka upp stór augu ef gestir að heiman fara að beygja orð eins og móðir eða dóttir. Þetta er auð- skilið, en það hljómar hins vegar dálitið undarlega, þegar maður heyrir vestur-islendinga tengja saman setningar með samteng- ingunni „but” i stað en, eins og algengt er, eða þá beygja sterkar setningar veikt, — en nokkur til- hneiging hefur alltaf verið til þess frá fyrstu tið (eins og kvæði Gutt- orms sýnir reyndar), þótt ekki sé Minnisvarðinn um Vilhjálm Stefánsson landkönnuð, skammt frá fæðingarstað hans. Styttan umdeilda af Vilhjálmi Stefánssyni. það mjög algengt nU. Þannig heyrði blaðamaður Þjóðviljans þessa setningu, sem er jafn merkileg hvort sem er vegna forms eða innihalds: „Pabbi kveðaði oft rimur á kvöldin’. Þannig er vestur-islenskan alls ekki mál, sem menn hafa „varð- veitt” — enda er alls ekki hægt að „varðveita” mál i sjálfu sér — heldur lifandi mál, sem hefur þróast og breyst við breyttar að- stæður — og er til af þvi að það hefur verið notað sem tæki til samskipta milli manna i þessu is- lenska þjóðarbroti i Vesturheimi, bæði i daglegu lifi og striti land- námsins og til að skapa og tjá vissa sameiginlega menningu landnámsmanna. Þegar litið er á þessa menningarsköpun vestur- islendinga. er hætt við að manni finnist hugtakið „tryggð við móð- urmálið”, sem Einar Haugen vildi gera rnikið Ur, ná býsna skammt til skýringar eitt sér — enda felst fyrst og fremst i. þvi eitthvert form ihaldssemi en ekki sköpun. En menning Nýja tslands kemur islendingum að heiman oft talsvert á óvart. Vafalaust er það kjarni málsins að islensk menn- ing hefur ekki verið til þar sem almenningsskólamenning siðan islenska lýðveldið „Vatnsþing” sameinaðist Manitoba, heldur hefur hUn einungis verið tii sem alþýðumenning, sem menn öðluð- ust á heimilum eða með sjálfs- menntun. Sjálfsagt er þetta ein skýringin á þeirri undarlegu staöreynd að Stephan G. Stephansson er svo til ekkert þekktur á Nyja tslandi. Gunnar Sæmundsson (sem var að visu undantekning. þvi að hann þekkti verk Stephans betur en flestir islendingar) sagði þessu til skyringar að menn hefðu alist upp i þeirri trU að Stephan væri tuskari sem ógerningur væri að skilja. Einu sinni ætlaði ræðu- maður nokkur að vitna i kvæði el'tir hann á samkomu og sagði um leið eins og til afsökunar: „Stephan er myrkur i máli”. Þá gall við um leið meðal áheyr- enda: „Hann skilur sig ekki sjálf- ur!” En einnig mun það hafa valdið miklu, að Stephan bjó lengst af vestur i Alberta, eftir að hann flutti frá Norður-Dakóta, og var ekki kunnugur mönnum i Nýja tslandi. Siðan öðlaðist hann skáldfrægð sina fyrst og fremst heima á ts- landi og munu menn hafa litið svo á i Vesturheimi að hann væri fyrst og fremst islenskt skáld. Þannig féll hann i gieymsku á N'ýja tslandi. Á siðustu árum eru enskumælandi kanadamenn þó farnir að fá áhuga á verkum Step- hans, og er nU i undirbUningi Ut- gáfa á Urvalsverkum lians á ensku. Þar verða einkum þýðing- ar á bréfum hans og ritgerðum. en e.t.v. ljóðaþýðingar lika. þótt til þessa hafi gengið mjög illa að sniia kvæðum hans á enska tungu. Svo virðist reyndar sem lengi megi bUast við tiðindum af Stephani G. að vestan, þótt minn- ing hans sé litt i heiðri höfð á Nýja tslandi. Blaðamaður Þjóðviljans spurði það vestan undan Kletta- fjöllum að nýlega hefðu komið i leitirnar áður óbirt bréf eftir hann. Þótt þar sé kannske ekkert sem verulegu máli skiptir, varpa sum bréfin samt skemmtilegu ljósi á persónuleika skáldsins. Nokkur bréfin eru á ensku og sýna að Stephan G. hafði prýðis- gott vald á þvi máli. í öðrum er fjallað um samkomustaði islend- inga i Calgary undir rós, og er einn þeirra td. nefndur „Blöndu- ós”! Svo kemur það fram að er Stephani G. var boðið heim tii ts- lands 1917. lenti hann i nokkru klandri: hann gat ekki fengið vegabréf, þvi að engin skjöl fund- ust um að hann hefði fengið kana- diskan rikisborgararétt. ólafur Þorgeirsson konsUll i Winnipeg hljóp þá undir bagga og gaf Ut vottorð um að Stephan G. væri gildur þegn hans hátignar Dana- konungs. Þannig komst hann til tslands. Seinna fundust þó skjöl i Ottawa, sem sýndu að hann hafði orðið kanadiskur rikisborgari fyrir löngu, og höfðu skriffinnar stungið þeim i vitlausa skUffu. Aðrir vestur-islenskir rithöf- undar eru miklu þekktari vestan- hafs. Á Nýja tslandi kannast þó fáir við Káin, en minning hans er i miklum heiðri höfð i Norður- Dakóta. þar sem hann bjó og orti um sólskinið, og kunna menn margar visur hans enn. Jóhann MagnUs Bjarnason er hins vegar mjög vel þekktur. þótt vngra fólk hafi ekki lesið sögur hans. Fyrir nokkrum árum var skáldsagan „Eirikur Hansson” öll þýdd á ensku. en þýðingin var fulí stirð- leg og lærð. að sögn. og hefur ekki verið gefin Ut. En helstu andans menn Nyja tslands, sem hver einasti maður þekkir. eru þó fyrst og fremst tveir: Vilhjálmur Stefánsson og Guttormur J. Guttormsson. Þótt Vilhjálmur Stefánsson ælist upp i Norður-Dakóta var hann fæddur á Nvja íslandi skammt fvrir norðan C.imli. Bjálkakofinn. sem hann fæddist i. stóð enn fyrir fá- um árum. en mönnum þótti hann standa full-fjarri alfaraleiðum. og vildu ymsir flvtja hann svo fleiri gætu séð. Rifu þeir kofann niður. en Ur þvi varð aldrei að þeir bvggðu hann aftur. og evðilögðust spyturnar að sagt var. Hins vegar hefur verið reistur mikill minnis- Framhald á tds 3 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.