Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 9
Jólablaö 1975 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 miðlun á einum stað nýtist á öðr- um stað. Við getum tekið dæmi um það hvernig hægt er að láta 2 samtengd orkuver vinna saman. Á sumrin rennur mikið vatn fram hjá Þjórsárvirkjunum og til sjávar án þess að það komi til nokkurra nota. Það er vatn sem ekki er hægt að beina inn i vatns- forðabúrið i Þórisvatni. Nú hugs- um við okkur að Blönduvirkjun sé i gangi og samtengd Þjórsár- virkjununum. Nyrðra væri unnt að safna saman vatni i lón að sumri og geyma til vetrar. Nú væri beinlinis hægt á orkuvinnslu Blönduvirkjunar á hinum vatns- rika tima ársins og vatninu safn- að til hagnýtingar á þeim tima árs þegar meðalrennsli árinnar er allt að 3svar sinnum minna. En á meðan þannig er dregið úr orkuvinnslu við Blöndu er allt keyrt á fullu við Þjórsá/Tungná og það orkumagn sent norður sem svarar til samdráttarins hjá Blönduvirkjun. Við þessar aðstæður má þvi segja, að vatn af Þjórsársvæðinu væri geymt i Blöndulóni. Auðvitað væri þetta hlutrænt séð ekki sama rigningar- (eða leysinga-) vatnið, en frá sjónarmiði orkubúskaparins er munurinn enginn. Tengilínur ódýrar í samanburði við orkuverin — Er nú hægt að lita á þessa viðbót við orkuvinnslugetu vatns- aflstöðvanna sem stafar af sam- tengingu að öllu leyti sem fundið fé? — Ekkialveg að visu, þvi að tengilinurnar kosta að sjálfsögðu sitt. En linurnar eru þó' mjög ódýrar i samanburði við orkuver- in. Hér er margs að gæta við sam- hæfingu og skipulagningu á hlut- unum, og gildir það bæði um byggingar og rekstur. Til að mynda verður að vera samræmi á milli flutningsgetu linunnar og afkasta þeirra orkuvera sem hún tengir saman. — Koma tengilinur ekki að ein- hverju leyti i staðinn fyrir vara- stöðvar? — Jú, vara-aflsþörfin i heild verður minni, þvi að hægt er að nýta vara-afl, sem fyrir hendi er i tilteknum landshluta einhvers staðar á fjarlægu landshorni. Þó koma þessi áhrif ekki vel fram fyrr en kerfið er það mikið sam- tengt, netið það þéttriðiðað bilun á einum stað hefur ekki lengur viðtækar afleiðingar. Þetta þýðir til að mynda að ein lina milli Norðurlands og Suðurlands hefur ekki mikið að segja til að draga úr þörf fyrir varastöðvar, þvi að bil- un á þeirri linu, meðan hún er ein, hefur svo viðtæk áhrif. Væri einnigkomin lína um Sprengisand og jafnvel sú þriðja um Kjöl væri allt öðru máli að gegna. Þróunin i öllum þéttbýlum löndum er sú að tengilinurnar verða mjög greinóttar, netið mjög smáriðið. i — Hvað um áhrif tengingar á nýtingu aflstöðva? — Tenginet gerir það kleift að afkastageta hverrar nýrrar virkjunar sé fullnýtt miklu fyrr en ella mundi, og það hefur mikil áhrif á hagkvæmni virkjunar, vegna þess hve byggingin krefst mikils fjármagns. Sú hefur orðið raunin á i öðrum löndum að varma-aflstöðvar hafá á undan- förnum árum farið mjög stækk- andi til þess að nýta þá hag- kvæmni i byggingu og rekstri sem stærðin gefur. En til þess að hægt sé að nýta slikt orkuver fljótt, þe. selja alla þá orku sem það getur framleitt sem fyrst og við góðu verði, er skilyrðið það að orkuverið sé tengt við sem allra stærst dreifikerfi. Sem dæmi um þessa þróun má nefna að árið 1957 var stærsta vélasamstæða i rafstöð i Evrópu 150 megavött að afli, en nú yfir eitt þúsund megavött. Fyrsta byggðalína af mörgum Linuna milli Norðurlands og Suðurlands ber að skoða i þvi samhengi hvaða áhrif hún hefur á val væntanlegra orkuvera i framtiðinni, miklu fremur en út frá þeim beinu áhrifum sem hún hefur á orkubúskapinn á þeirri stundu þegar hún er tekin i notk- ORKUNOTKUN GWh Almenn notkun 892 w< Álverksmiðjan 1230 önrtur notkun 220 Alls 2342 Raforkan skiptist svo sem myndritið sýnir á helstu flokka notenda áriö 1974, mælt i gigavattstundum, og eru þá flutningstöp meðtalin. Alls greiddu notendur 3.475 miljónir króna fyrir raforkuna til framleiðenda og dreifiveitna. Myndrit scm sýndi hlutdeild notenda i heildargreiðsl- um mundi lita allt öðru visi út. Fyrir almenna notkun voru greiddar 2.935 miljónir króna, álverksmiöjan greiddi 359 miljónir króna og fyrir aðra notkun (Aburðarverksmiðja, Sementsverksmiðja og Kefiavikur- flugvöllur) var greidd 181 miljón króna. Prósentutölur: Almenn notkun 38,1% orkunnarog 84,4% verðmætisins, álverksmiðjan 52,5% orkunnar og 10,3% verðmætisins, önnur notkun 9,4% orkunnar og 5,3% verð- mætisins. Þurrð I Þjórsá hjá Þjótanda 11. april 1963. thlaup með þessum afleiðingum koma sjaldan, en þetta getur gerst við vatnsaflstöðvar okkar, og þá verður þörfin fyrir samtengingar og vara-afi mjög brýn. Raforkuver og flutningskerfi fyrir raforku i náiægri framtlð heitir þessi uppdráttur sém gerður var á vegum Orkustofnunar fyrr á þessu ári. Hér er að miklu leyti um hugmyndir að ræða sem ekki hafa verið teknar endanlegar ákvarðanir um. Slitnu linurnar eru héraðskerfi en þær heilu landskerfi. en ég hef ekki heyrt neinar tima- setningar um seinni vélina þar. Ég býst við að hún verði tekin i notkun nokkru siðar og það fari eftir þvi hvernig markaður þró- ast, en fullyrða má að vel verði séð fyrir orkuþörfum og öryggi norðlendinga með einni vél i Kröflu og svo þeirri linu suður sem tilbúin verður um likt leyti. Báðar virkjanirnar, Sigalda og Krafla, með sina 1.430 gigavatt- stunda viðbót við núverandi 2.300 gigavattstunda árlega orku- vinnslu duga til að sjá fyrir for- gangsorku til fyrirhugaðrar málmblendiverksmiðju, orkusölu til almennrar notkunar og til húsahitunar (þarsem hún verður valin en ekki jarðvarmi) fram til ársins 1980 i það minnsta. Eftilvill nægir þetta aðeins lengur af engin ný stórnotkun kemur til sögunn- ar. Þegar ég segi þetta reikna ég með þvi að áætlanir standist um að þvi marki verið náð um 1980 að hætt verði gersamlega að nota oliu til húsakyndingar. Til þess þarf mikið átak og kostnaðar- samt i þvi að efla dreifikerfin, ekki hvað sist i sveitum, og þarf að gæta þess að aðgerðir i þvi efni haldist i hendur við byggingu orkuvera, þvi notanoinn hefur lit- iðgagn af öfluguorkuverief dreifi kerfið sem tengir hann við það er hálfónýtt. Tvær leiðir að heildarstýringu raforkukerfisins — Hvort er heillavæniegra að hafa mörg fyrirtæki starfandi að orkuvinnslu i landinu ellegar að- eins eitt? — Ég hygg að hvort tveggja fyrirkomulagið komi til greina en þetta sé ekki aðalatriðið um hagkvæmni i orkuvinnslu, heldur sú samhæfing sem koma verður á, hvernig sem rekstrarfyrir- komulagið er. En þörfin fyrir nána og vel skipulagða samvinnu orkuvinnsluaðila hefur fyrst komið upp nú nýlega hér hjá okkur. 1 grannlöndum okkar tiðkast það að mörg fyrirtæki starfa að raforkuvinnslu og þar hefur tekist að láta þau starfa vel saman. Þegar um aðskilin fyrirtæki er að ræða kostar það fyrirhyggju og flókna samningagerð. Ef fyrir- tækið er aðeins eitt i landinu þarf Framhald á 44. siðu un. Ég tel að það sé misskilningur að telja hlutverk þessarar linu vera fyrst og fremst það að flytja norðlendingum orku, heldur sé það hitt að gera það kleift fyrr en ella hefði verið að reisa stór orku- ver á Norðurlandi og fullnýta þau. — Hvað er að frétta af fram- kvæmdum við tengingar milli svæða og landshluta? — Linan Akureyri—Grundar- tangi (eða segjum eftilvill Reykjavik—Akureyri) er nú i byggingu. A næsta ári verður haf- ist handa um lagningu linu milli Akureyrar og Kröflu, og fljótlega þar á eftir býst ég við að lina verði lögð frá Kröflu austur að Grimsá um hlaðið á væntanlegri Bessastaðaárvirkjun. Áður en langt um llður verður svo þörf á þvi að tengja saman Austurlands- svæðið og Hornafjörð. Þegar svo er komið mælir allt með þvi að sú lina geti orðið hlekkur i hring- kerfi, sem lægi sunnan Vatnajök- uls og tengdist landsvirkjunar- kerfinu við Sigöldu. Um þetta eru þó engar ákvarðanir enn, og raunar ekki búið að timasetja neinar framkvæmdir á linulögn- um nema byggðalinuna milli Norður- og Suðurlands og linuna milli Akureyrar og Kröflu, en vonast er til þess, að hvoru tveggja geti verið lokið á árinu 1976. Ástæða er til að ætla að innan mjög langs tima verði lögð lína vestur á Firði frá byggðalinunni i Hrútafirði. Hún lægi þá væntan- lega um Dali og Króksfjarðarnes og þaðan að Mjólká og siðan áfram til Isafjarðar. Nægir fyrirsjáanlegum markaði í 4 ár — Nú standa yfir miklar fram- kvæmdir i orkumálum og ýmis- legt i aðsigi. Er markaður fyrir hendi til að taka við þeirri orku- aukningu sem fljótlega kemur til sögunnar? — Það er alltaf sama eilifðar- spurningin hvað skeður með orkunotkunina. Afkastageta nú- verandi vatnsaflstöðva miðað við meðalrennsli er um 2.300 giga- vattstundir á ári. Samkvæmt áætlunum á Sigalda að komast i gagnið á næsta ári, 1976, og gert er ráð fyrir að fyrri vélin i Kröflu verið gangsett undir árslok 1976,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.