Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 43
Jólablað 1975 — ÞJoÐVILJINN — SÍÐA 43
SKÁKKAPPINN FRÁ RAUÐAMEL
Framhald af 41 siöu
63ára gamall. Magnúsi Arnasyni
er svo lýst, að hann hafi verið
greindur hæfileikamaður. Fékkst
hann nokkuð við lækningar, þótt
ólærður væri, og þótti lánast vel.
— Var Magnús Magnússon 12 ára
gamall, er faðir hans lést. Um
þetta leyti giftist Hólmfriður hálf-
systir hans manni þeim, er Jón
hét Jónsson, og bjuggu þau að
Háagerði i Staðarsveit. Tók hún
nú Magnús bróður sinn til sin, og
ólst hann þar upp fram yfir ferm-
ingu. Magnús var fermdur i
Staðarkirkju vorið 1882 og fær þá
svofelldan vitnisburð hjá presti
sinum: ,,Kann og skilur ágæt-
lega, les ágætlega, skrifar og
reiknar dável, siðsamur.” Eins
og vitnisburður þessi ber með sér,
hefur Magnús haft námsgáfur
óvenju góðar. Eftir ferminguna
kom Hólmfriður honum fyrir til
náms hjá séra borkeli Eyjólfs-
syni á Staðarstað, föður Jóns
þjóðskjalavarðar og þeirra syst-
kina. Mun klerkur hafa verið fús
til að búa hinn efnilega pilt undir
skólanám, þótt allt væri i óvissu
um framgang þess máls sakir
efnaleysis Magnúsar.
Nokkrum árum áður en hér var
komið sögu, hafði móðurbróðir
Magnúsar, Jóhannes Eliasson frá
Straumfjarðartungu, er kallaði
sig Straumfjörð, flutt búferlum til
Vesturheims. Vegnaði honum þar
allvel. Hann ritaði nú Magnúsi
frænda sinum, hvatti hann til að
bregða á það ráð að flytjast til
Ameriku, bauðst til að kosta ferð
hans vestur og greiða fyrir hon-
um, er þangað kæmi. Magnús var
nú 17 ára gamall og sá þess enga
von, fyrir fátæktarsakir, að
komast i latinuskólann svo sem
hugur hans mun hafa staðið til.
Tók hann þvi fegins hendi þessu
tilboði móðurbróður sins og bjóst
þegar til farar. bað var árið 1885,
er Magnús hélt einn sins liðs burt
af ættjörðinni. Sigldi hann með
póstskipinu Lauru til Leith og fór
þaðan til Glasgow. Frá Glasgow
tók hann sér fari með Ameriku-
skipi til New York og komst loks
eftir allmikil ævintýri til Winni-
Peg.
Eftir að vestur kom, dvaldist
Magnús um hrið i Manitoba.
bar kynntist hann ameriskum
hjónum barnlausum, Smith að
nafni, og gekk i þjónustu þeirra.
Lögðu þau hið mesta ástriki á
piltinn islenska, tóku hann sér i
sonar stað og gáfu honum nafn
sitt. Nefndist hann upp frá þvi
Magnús Smith. Með hjónum þess-
um fluttist Magnús árið 1889 til
Vancouver á vesturströnd
Kanada. bar átti hann heima
siðan um 9 ára skeið, nam skó-
smiði, en hneigðist mjög að raf-
magnsfræði og aflaði sér af bók-
um og með verklegri æfingu mik-
illar þekkingar um það efni. Hann
var maður dverghagur og hafði
hið mesta yndi að fást við tilraun-
ir með rafmagnstæki, svo sem
siðar verður að vikið.
í Vancouver komst Magnús
fyrst i kynni við skákiþróttina.
Var hann kominn yfir tvitugt, er
hann lærði almennilega mann-
ganginn. Bræður tveir ameriskir,
báðir kunnir skákmenn, gerðust
heimilisvinir Magnúsar og
fósturforeldra hans. Kveiktu þeir
hjá honum löngun til að læra
þessa iþrótt. Brátt hvarf annar
bróðirinn úr bænum og skorti þá
leiknaut þann, er eftir var. Fór
hann þá að gripa i það að kenna
Magnúsi, er varð i byrjun að láta
sér lynda að þiggja drottninguna i
forgjöf. Ekki leið þó á löngu áður
en forgjöfin varð riddari, og brátt
kom þar, að forgjöf var ekki
framar nefnd á nafn! Er þar
skemmst frá að segja, að á
skömmum tima, tveimur til
þremur árum, komst Magnús i
frestu. röð skákmanna á vestur-
strönd Kanada. Auk þess sem
hann notaði hverja frjálsa stund
til að tefla, tók hann nú að lesa
skákrit af kappi. Meðan Magnús
dvaldist i Vancouver, tók hann
tvivegis þátt i keppni um skák-
meistaratitil Norðvestur-Kanda
og sigraði i bæði skipin.
III.
Haustið 1898 fluttist Magnús
aftur til Winnipeg, þar sem hann
gerðist skósmiður. Tvö taflfélög
voru þá starfandi i borginni og
áhugi á skákiþróttinni allmikill.
Var þar margt dágóðra tafl-
manna, þar á meðal nokkrir
islendingar, en engir afburða-
menn. Við menn þessa fór
Magnús nú að tefla veturinn
1898—’99, og var brátt sýnt, að
enginn þeirra stóðst honum snún-
ing. Voru yfirburðir hans svo
miklir, að þennan vetur tefldi
hann fjöltefli við tólf bestu skák-
menn bæjarins og vann allar
skákirnar. bennan vetur gisti
Winnipeg heimsfrægur skák-
kappi, Harry N. Pillsbury, þáver-
andi skákmeistari Banda-
rikjanna. Er mér tjáð, að hann sé
talinn einhver snjallasti fjölteflis-
og blindskákamaður, sem upþi
hefur verið. 1 Winnipeg tefldi
Pillsbury þrisvar sinnum, við 10
— 15 skákmenn hverju sinni. Fóru
svo leikar, aö hann vann allar
skákir sinar nema þær, er hann
þreytti við Magnús. Magnús tefldi
við hann i öll skiptin, vann tvær
skákirnar, en hin þriðja varð
jafntefli. Fór Pillsbury hinum
mestu viðurkenningarorðum um
Magnús og spáði honum glæsi-
legri framtið. Var það þvi engin
furða, þótt islendingum i Winni-
peg væri það nokkurt keppikefli,
að hann fengi að spreyta sig á
skákþingi Kanada þá um vorið.
Er áður greint frá þeirri frægðar-
för Magnúsar og hinum innilegu
móttökum, er honum voru búnar
við heimkomuna.
begar Magnús kom frá
Montreal til Winnipeg, eftir að
hafa hlotið heiðurstitilinn skák-
kappi Kanda, henti hann næsta
óvenjulegur atburður, en ánægju-
legur. Eins og fyrr segir, átti
hann einn albróður, Elias að
nafni, og var Elias tveimur árum
yngrien Magnús. Elias hafði far-
ið til Ameriku á vegum Jóhannes-
ar móðurbróður sins einu ári á
undan Magnúsi, þá innan við
fermingu. En brátt hafði hann
orðið viðskila við islendinga og
týnst með öllu vandamönnum
sinum og þjóðflokki. Vissi enginn,
hvort hann var lifandi eða
dauður, og hafði svo verið i 13 ár.
En þegar Magnús kom heim af
skákmótinu, kom Elias i leitirnar
og varð hinn mesti fagnaðarfund-
ur þeirra bræðra. Elias gekk nú
undir nafninu Alex Dolman. Hafði
hann að mestu glatað móðurmáli
sinu, og kunni engin islendingur
á honum nein deili. Var það fyrir
einstæða tilviljun, að i ljós kom,
hverra manna hann var. Nú upp-
lýstist, að Elias hafði komið til
Winnipeg um haustið og dvalist
þar allan veturinn. Svo einkenni-
lega hafði viljað til, að þeir
bræður höfðu búið vetrarlangt við
sömu götuna, nálega hvort gagn-
vart öðrun, án þess að þekkjast,
enda höfðu þeir ekki sést siðan
þeir voru drengir heima á íslandi,
þá kenndir við föður sinn að
islenskum sið, en báru nú ættar-
nöfn samkvæmt erlendum móð.
Magnús hélt nú kyrru fyrir i
Winnipeg og vann að iðn sinni,
skósmiðum, en lagði jafnframt
stund á skák eftir föngum. Ekki
er mér um það kunnugt, hvort
keppt var um þessar mundir ár-
lega um skákmeistaratign
Kanada, en svo mikið mun víst,
að Magnús tók ekki aftur þátt í
þeirri keppni fyrr en árið 1903. bá
var orrustan háð í Winnipeg.
Fóru leikar á þá leið, að Magnús
bar öðru sinni sigur úr býtum.
Annað veifið er Magnúsar getið
i Vesturheimsblöðunum næstu
árin.Tók hann þátt i skákmótum i
Winnipeg og hafði jafnan sigur.
Einu sinni a.m ,k. brá hann sér til
Bandarikjanna á skákþing, er þar
var háð. bað var sumarið 1905.
Hinn 24 ágúst það ár birtir blaðið
Heimskringla svohljóðandi frétt:
„Kapptafl mikið stendur nú yfir
i Bandarikjunum. bar eru saman
komnir bestu taflmenn i
Ameriku. Magnús Smith, is-
lenski taflkappinn frá Winnipeg
er og þar og hefur teflt við R. G.
Fitzgerald frá Ohio, sem er tafl-
kappi Austur-Bandarikjanna.
Magnús vann það tafl i 29 leikj-
um."
Ekki hefur mér tekist að finna i
vestur-islensku blöðunum frá-
sögn af úrslitum i taflkeppni
þessari. bykir mér liklegt, að
Magnús hafi ekki orðið efstur á
þvi þingi, þvi að trúlega hefðu
Winnipegblöðin getið þess. betta
er þó ágiíkun ein.
1 janúarmánuði 1906 tók
Magnús enn þátt i keppni um
skákmeistaratitil Kanada, að þvi
sinni i Montreal. bá var keppt um
verðlaunapening mikinn, er Lord
Grey Kanadajarl hafði gefið.
Sigraði Magnús glæsilega og
hlaut þar með i þriðja sinn sæmd-
arheitið, „taflkappi Kanada”.
Keppendur voru þrettán. Magnús
hlaut9 1/2 vinning, vann 8 skákir,
gerði þrjú jafntefli og tapaði einni
skák. Næsti maður hafði 8 vinn-
inga.
IV
bess er áður getið, að auk tafl-
mennskunnar hafi Magnús Smith
átt annað áhugamál, þar sem var
rafmagnstækni. bótt óskólageng-
inn væri, varð hann furðu vel að
sér i þeim fræðum og hafði hið
mesta yndi af að fást við tilraunir
með rafmagnsáhöld. Hann var
dverghagur og hafði mikla hneigð
til að fást við uppgötvanir. Er frá
þvi skýrt i vesturislenskum biöð-
um, að hann hafi m.a. smiðað tvo
grammófóna, er þóttu snilldar-
lega gerðir og sist verri en
grammófónar þeir, sem þá voru
framleiddir. „Reynast söngvélar
þessar ágætlega”, segja blöðin.
Á þessum árum ritaði Magnús
nokkuð i Winnipegblöð, bæði ensk
og islensk. Voru þær greinar um
áhugamál hans tvö, skáklist og
rafmagnsfræði. 1 Heimskringlu
26. október 1906 birtist t.a.m. eftir
hann athyglisverð grein um loft-
skeyti og ritsima. Tilefnið var
það, að vesturislensku blöðin
höfðu endurómað hinar hörðu
deilur, sem urðu hér heima um
simamálið. Höfðu birst þar
hvassyrtar ádeilugreinar á
Hannes Hafstein fyrir forgöngu
hans um lagningu simans og
samninginn við Stóra norræna
ritsimafélagið.
I grein sinni ræðir Magnús mál
þetta af hógværð og þekkingu,
sem stingur mjög i stúf við of-
stopa þann og jafnvel fitonsanda
sem einkenndu skrif margra um
simann. Bendir hann á kosti og
galla ritsima annars vegar og
loftskeyta hins vegar. Kemst
hann að þeirri niðurstööu, að simi
sé langtum hagkvæmari og nyt-
samari fyrir tsland en loftskeyti,
að visu dýrari, en langtum örugg-
ari og liklegri til eflingar hvers
konar framfara. Lýkur hann
grein sinni á þessa leið:
„En þó að loftskeyti geti eigi
uppfyllt stöðu ritsimans, þá geta
þau samt orðið heiminum að
miklum notum, einkanlega við
allar strandbjörgunarstöðvar, á
milli skipa o.s.frv.
Án þess að ég dæmi neitt um
islenska pólitik eða gæði ritsima-
samningsins sem samþykktur
var, álit ég, að stjórnin hafi valið
viturlega, og mætti geta til, aö
hún hafi verið þessu máli
kunnugri en þeir, sem mest hafa
um það ritað.” '
Um þessar mundir fékkst
Magnús við uppgötvun, sem hann
rtiun hafa vænst mikils af. Atti
hún að ráða bót á tæknilegum
galla, sem þá torveldaði mjög
sýningar kvikmynda. Eina
heimildin, sem mér er kunn um
þessa uppgötvun Magnúsar, er
frásögn Snjólfs J. Austmanns.
Birtist hún i Heimskringlu 18.
janáar 1906 og er á þessa leið:
„íslendingar, sem lesa islensku
blöðin vestan hafs, kannast víst
flestir við Magnús Smith, sem i
mörg undanfarin ár hefur verið
sá besti taflmaður i Kanada.
En manninum er fleira vel gef-
ið. Magnús er framúrskarandi
gáfaður og vel að sér til munns og
handa, þaullesinn i flestum grein-
um og kaupir og les að minu áliti
fleiri visindaleg timarit en nokk-
ur annar islendingur i Kanada.
Á smiðar er maðurinn dverg-
hagur og hefur fyrir nokkrum
mánuðum siðan smiðað vél og
keypt á henni einkaleyfi bæði i
Kanada og Bandarikjunum.
bessi uppgötvun herra Smiths
er i þvi fólgin að gera umbætur á
hinum „hreyfilegu” myndum.
Útbúnaður sá, sem nú er hafður,
er þannig, að langur borði með
myndum á hverri við hliðina á
annarri er undinn upp á kefli i
vélinni, sem sýnir myndirnar.
Lóðrétt frá þessu kéfli er annað
kefli eða völur, sem vindur upp á
sig myndaborðann (á ensku
„film”) jafnóðum og hinn rekur
ofan af sér, og þá er það sem vér
sjáum myndirnar, sem ljósið
kastar á tjaldið, sem vér horfum
á. En nú þarf þetta „film” eða
myndaborði einlægt að stansa,
svo að menn gæti séð myndirnar
sem best, án þess þó að vélin sjálf
hætti að snúast. Við þessar
stympingar hafa borðarnir viljað
rifna, en umbætur Magnúsar
sýnast algerlega bæta úr þessu.
Hann lætur vélina missa tök á
„flytjaranum” (myndvölurun-
um), og á sama augnabliki koma
tvö grip, sem stöðva borþann al-
gerlega.
bessi útbúnaður Magnúsar, að
flytja og stöðva myndina án þess
að myndaboðinn rifni, segir
timaritið „Scientific American”
að muni umturna þeim mynda-
vélum, sem nú eru i brúki.
Ég óska að svo veröi, og ég óska
um leið, að Magnús hljóti fjár-
munalegan hag af uppgötvun
sinni, þvi hann er besti drengur
ig islendingum jafnan til sóma.”
Hvergi hefur mér tekist að afla
upplýsinga um það, hvernig þess-
ari uppgötvun Magnúsar reiddi
af. Vist mun þó mega telja, að
ekki hefur hún fært honum um-
talsverðan fjárhagslegan ábata.
Árið 1907 varð uppi fótur og fit
meðal skákmanna i Kanda. bá
kom þangað sjálfur heims-
meistarinn i skák, afreksmaður-
inn Emanuel Lasker, er var
heimsmeistari samfleytt i 26 ár.
Lasker var þá og viðkunnur orð-
inn fyrir bækur sinar, timarit og
fyrirlestra um skák. Hann átti um
þessar mundir heima i New York
og gaf þar meðal annars út ritið
„Lasker’s Chess Magazine”, er
hann hafði stofnað 1904. Winni-
pegblaðið Heimskringla skýrir
hinn 13. júni frá komu dr. Laskers
með svofelldum orðum:
,,Dr. Emanuel Lasker, heims-
ins mesti manntaflskappi, er um
þessar mundir á ferð um Kanada
og Bandarikin að sýna list sina.
Hann kom til Winnipeg siðast-
liðinn föstudag og tefldi þá um
kvöldið móti 14 mönnum hér,
vann 12 þeirra, en tapaði fyrir
tveimur, þeim Magnúsi Smith og
Worsley, þýskum manni... Svo
hafði hann sagt, að hér i bænum
væri samsafn af bestu taflmönn-
um i Kanada og að Magnús Smith
væri i flokki þeirra, sem einn ætti
að tefla móti sér, en ekki þegar
hanr\ þyrfti að gefa sig við mörg-
um i einu.”
Næsta tölublað Heimskringlu,
sem kom út 20. júni, ber það ótvi-
rætt með sér, hve mikið Lasker
hefur þótt til Magnúsar koma,
ekki aðeins sem góðs keppinauts
heldur engu siður sem skák-
fræðings og álitlegs rithöfundar
um skák. Heimskringla flytur nú
svohljóðandi frétt:
„Dr. Lasker, taflkappinn
heimsfrægi, sem var hér i bænum
fyrir nokkrum dögum fékk svo
mikið álit á landa vorum Magnúsi
Smith við þá litlu viðkynningu,
sem hann hafði af honum þau tvö
kvöld, sem þeir kynntust hér, að
hann bauð Magnúsi stöðu við rit-
stjórn þeirra taflblaða, sem dr.
Lasker gefur út i þágu tafllistar-
innar. Til þessa starfa velur dr.
Lasker aðeins þá menn, er hann
finnur besta i tafllistinni, og er
þvi boð þetta hin mesta sæmdar-
viðurkenning, sem Magnúsi gat
hlotnast. Dr. Lasker sagði enn-
fremur, að það væri ósk sin að
hafa hr. Smith sem taflfélaga til
að æfa sig við til undirbúnings, er
hann þarf að tefla kapptöfl til að
verjá taflkappaheiður sinn. bessi
staðhæfing taflkappans sýnir best
hve mikið álit hann hefur á tafl-
þekking Magnúsar. Landar
Magnúsar hér munu allir óska
honum til lukku i þessari nýju
stöðu hans. Magnús fer héðan al-
falinn til New York innan fárra
daga.”
V.
Eins og til stóð, fluttist Magnús
til New York og hafði þar brátt
ærið að starfa. Fékkst hann eink-
um við að rita um skák, svo og að
sjá um undirbúning og fram-
kvæmd skákmóta. Jafnframt
mun hann öðru hvoru hafa tekið
þátt i kappmótum og teflt fjöl-
tefli. — Svo segir i Heimskringlu
5. mars 1908:
„Hr. MagnUs Smith taflkappi
tefldi 22. febr. sl. kapptafl móti 18
manns i einu i New York borg.
Hann vann 11, tapaði 4 og gerði 3
jafntefli. Magnús er i miklu áliti i
New York borg. Hann hefur átt i
ritdeilu við ritstjóra þar i bænum.
og játar blaðið, að Magnús sé
•gæddur svo góðum hæfileikum.
að hann gæti verið „Governor of
Canada” ”
Kunnugur maður, Snjólfur J.
Austmann, hefur skýrt allgreini-
lega frá brottför Magnúsar frá
Winnipeg og fyrstu starfsárum
hans i New York. Segir þar á
þessa leið:
„Fyrir eitthvað ári siðan (rétt-
ara : tveimur árum) kom hingað
mesti skákmaður heimsins, dr.
Emanuel Lasker, og tefldi hann
við Magnús hér i Winnipeg. Eftir
að dr. Lasker hafði kynnst
Magnúsi litið eitt, fór svo kunn-
ingsskapur milli þeirra, að
Magnús réðist til doktorsins, bæði
sem ritstjóri að mánaðarblaði,
sem dr. Emanuel Lasker gefur
út, og sömuleiðis sem leikbróðir
(Playing Partner).
Dr. Lasker hafði vit á að meta
þá framúrskarandi hæfileika,
sem Magnús hefur til að bera.
Hann hafði i nokkur ár lesið það,
sem Magnús hefur skrifað i Free
Press hér i borginni, og mun hafa
verið sömu skoðunar og prófessor
Cross. sem ritaði eitt sinn i Free
Press á þessa leið:
„Ég hefi lesið öll skákrit, sem
gefin eru út i Bretlandi, og flest,
sem gefin eru út i Ameriku, og er
það mitt álit, að ekkert þeirra
hafi eins gott að bjóða og það,
sem Magnús Smith býður oss i
dálkum Free Press.”
Sfðan Magnús Smith kom til
New York, hefur þótt framúr-
skarandi mikið til hans koma,
ekki aðeins sem skákmanns,
heldur sem ritstjóra. þvi skömmu
eftir þangaðkomu hans tók hann
algerlega við ritstjórn á öllu þvi,
er dr. Lasker gefur út. Er það
mánaðrrit um tafl og tafl-
mennsku, pésar og bækur af
ýmsu tagi. Fyrir öllu ræður
Magnús, bæði að ritstjórn og
ráðsmennsku, siðan dr. Lasker
fór til Evrópu, þar sem hann býst
við að dvelja eitt ár eða svo.
Fyrir utan þetta ritar MagnUs
tvo dálka i New York Evening
Post i viku hverri og sömuleiðis i
Free Press hér i borginni, svo
menn geta séð, hvað mikið þykir
til hans koma, það eð sóst er
svona eftir honum og ritgerðum
hans . . .
The Brooklyn Chess Club er
voldugasta og frægasta taflfélag i
Ameriku. Félag þetta hélt skák-
keppni veturinn og vorið 1909, er
stóð i 7-8 vikur. Lauk henni þann-
ig, að MagnUs hafði frægan sigur.
Séð hef ég það i blöðum að
sunnan, að Magnúsi er spáð þvi
að verða sá mesti taflmaður i
heimi, og vona ég, að það rætist .”
Eftir að MagnUs Smith fluttist
til New slitnaði hann mjög Ur
tengslum við landa sina i Kanada.
svo sem vonlegt var. Vestur-is-
lensku blöðin geta hans litt eftir
þetta. Hefur gengið erfiðlega að
afla upplýsinga um siðari æviár
hans.
Af ritinu Lasker’s Chess Maga-
zine má ráða, að Magnús hafi
verið töluvert við það riðinn um
skeið, einkum árið 1908. Ekki er
hann þó skráður meðritstjóri
nema á fáeinum tölublöðum. frá
janúar til april 1908. Hins vegar
votta heimildir. aðhann hafi tekið
mikinn þátt i skáklifi New York
borgar nokkurnæstu árin. Virðist
hann i fyrstu hafa látið mjög til
sin taka i „Brooklyn Chess Club”
og verið meðal fremstu skák-
manna þar. ýmist borið sigur af
hólmi eða verið með efstu mönn-
um i meistaraflokkskeppni þess
félags. Siðar var hann félagi i
„The Manhattan Chess Club”, en
það skákfélag er enn starfandi.
Árið 1956 var að tilhlutan höfund-
ar þessa greinarkorns spurst fvr-
ir um það, hvort ráðamenn „The
Manhattan Chess Club” gætu
veitt nokkrar upplýsingar um
Magnús. Svar barst um hæl frá
Leonard B. Meyer, og er það á
þessa leið i þvðingu:
„Mér hefur verið falið aö svara
fyrirspurn yðar um skákmanninn
M. Smith.
Samkvæmt athugunum. sem ég
hef gert. kemur i ljós, að Magnús
Smith bar tvivegis sigur af hólmi
i meistaraflokkskeppni The Man-
hattan Chess Club. þ.e. árin 1912
og 1913. Arið 1914 vann Kupchik
nauman sigur yfir Magnúsi.
Þar eð ég hef verið félagsmað-
ur i skákfélagi þessu um 50 ára
skeið. þekkti ég Magnús að sjálf-
sögðu mætavel. Hann var ágætur
skákmaður — og mesti prýðis-
maður.
Framhald á53. siðu