Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 7
Jakob Björnsson. Viötal viö Jakob Björnsson orkumála stjóra og ég hafi einhvern tima heyrt ávæning af sliku. — Þú átt sjálfsagt við methan- ol, en það er vökvi sem talað er um að geti komið i staðinn fyrir oliu við brennslu i hreyflum. Methanol, sem heitir öðru máli tréspiritus, er efnafræðilega skylt venjulegum vinanda og það þarf kolefnissambönd við vinnslu þess, en þau höfum við engin i landinu. Hitt má vel vera að við gætum notað eigin orkulindir við framleiðsluna sjálfa. En ég sé ekki betur en flytja yrði inn ein- hvers konar hráefni til methanol- framleiðslunnar, og þá þykir mér ekki liklegt að við værum i betri aðstöðu en aðrir við þetta. En það umtal sem verið hefur erlendis um methanol hefur aðal- lega verið i þvi samhengi hvort þarna fyndist ekki orkugjafi til bila sem ekki væri eins meingandi og bensin, en varla hefur verið reiknað með þvi að það gæti orðið ódýrara en bensin. Undirstaða að methanoli væri annað hvort olia eða kol, og þar sem vitað er um miklu meiri kolabirgðir i heiminum en oliu- birgðir, þá væri methanolið eftil- vill leið til að bjarga bilismanum yfir væntanlega oliuþurrð. Fræðilega séð mun vera unnt að framleiða methanol úr koltvisýringi (kolsýru) loftsins og vatni með þvi að beita nægilegri orku, en tæknilega er slik fram- leiðsla ekki möguleg nú, og enn siður gæti hún keppt við methanol framleitt úr td. kolum. Hitaveita 4 sinnum ódýrari en olía — Svo við snúum okkur aftur að samtlðinni: hvað um verðsaman- burð á mismunandi tengundum orkugjafa? — Þarer við sama vandann að etja og áðan hvað snertir sameiginlega einingu fyrir hin ýmsu orkuform. Mér dettur i hug dæmi um kyndingarkostnað þar sem svo vel vill til að hægt er að nýta innflutta orkugjafann, oli- una, og báða innlendu orkugjaf- ana, jarðvarma og rafmagn unn- ið með vatnsafli, við upphitun ibúðarhúsnæðis. Olia til húsakyndingar kostar nú 24,20 kr. litrinn. Miðað við fremur háan nýtingarstuðul i miðstöðinni eða 60% svarar þetta til þess að orkan sem notandi nýt- ir kosti um 3,50 krónur kiló- vattstundin. Gildandi taxtar á rafmagni til húsahitunar eru talsvert mis- munandi, en við skulum taka dæmi af meðaltaxta á Akureyri þar sem talsvert er gert af þvi að rafhita ibúðarhús. Þá kostar kiló- vattstundin 2,20 krónur (miðað við daghitun og skilmála um að straumursé rofinn ákveðinn tima á dag). Heita vatnið frá Hitaveitu Reykjavikur kostar 40 krónur tonnið, en það svarar til þess að hver orkueining sem kemur til nota kosti 86aura kilóvattstundin. Þetta þrenns konar verðlag sem ég nefndi: 3,50 kr., 2,20 kr og 0,86 kr. er það sem nú gildir á þessum þrem mismunandi orku- gjöfum til húsahitunar, og það fer ekki milli mála að sá innflutti, oli- an, er óhagstæöastur miðað við bein fjárútlát þeirra sem orkuna nota. En það er auðvitað af öðrum ástæðum einnig keppikefli að inn- fenda orkan sé tekin fram fyrir þá innfluttu. Stórvirkjanir í nútíö og framtíð — Nú eru tvö stór orkuver i byggingu, við Sigöldu og við Kröflu. Gaman væri að heyra um samanburð á þeim við stærstu virkjanir okkar hingaðtil og um þær hugmyndir sem viöraðar hafa verið um stórvirkjanir i framtiöinni. — Búrfellsvirkjun er okkar langstærsta orkuver til þessa, tekið i notkun á árunum l969-’72. Það er 240 megavött að afli en orkuframleiðslan i fyrra nam 1.437 gigavattstundum. Sogs- virkjanirnar allar þrjár eru sam- tals 89 megavött og framleiddu i fyrra 558 gigavattstundir raf- magns. Byrjað var að virkja viö Sog fyrir um 40 árum og siöasta samstæðan tekin i notkun fyrir 12 árum. Virkjanirnar við Búrfell og Sog eru i eigu Landsvirkjunar sem einnig rekur varastöðvar i Reykjavik og I Straumsvik. Sam- kvæmt reikningum Lands- virkjunar i fyrra nam heildar- kostnaður fyrirtækisins á hverja framleidda kilóvattstund þá tæp- um 60 aurum að meðaltali, en vitanlega segir sú stærð ekki mik- ið I samanburði við einingarverö frá orkuverum sem slðar eru byggð vegna allt annars verðlags á byggðingartima. Vatnsaflstöðin við Sigöldu verður 150 megavött að afli og ár- leg orkuvinnslugeta á að nema 850 gigavattstundum. Gert er ráð fyrir að kólóvattstundin komi út með um 1.80 kr. Jarðgufustöðin við Kröflu verður 70 megavött eftir nýjustu ákvörðunum og ár- leg orkuvinnsla talin geta orðið 580 gigavattstundir. Kostnaðar- verð hverrar kólóvattstundar er metið 1,70—1,80 kr. Þessi tala er nokkuð óviss þar eð óvist er hver rekstrar- og viðhaldskostnaður verður, sökum þess að reynslu skortir enn af rekstri sambæri- legra stöðva hérlendis. Fyrirhuguð virkjun við Hrauneyjarfoss á að verða 230 megavött og árleg orkuvinnsla 950 gitavattstundir. Kostnaður á kilóvattstund þar yrði svipaður og frá Sigöldu, miðað við sama verðlag á byggingartima. Framkvæmdir við Þórisvatn eru þá ekki að neinu leyti teknar með Framhald á næstu siðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.