Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 21
— Jólablað 1975. þJÓÐVILJINN — SÍÐA 21 Nýja ísland svæðið lengt um sex milur til norðurs. Þarna fengu islendingar einkarétt til landnáms. Þegar leiðangursmennirnir þrir komu aftur til Kinmont luku þeirmiklu lofsorði á þetta land og hvöttu islendingana eindregið til að flytjast þangað — en fátæktin og eymdin var svo mikil að þeir höfðu ekki bolmagn til fararinn- ar. Þá skarst i leikinn landstjóri Kanada, Frederick Temple Dufferin lávarður, sem hafði á yngri árum heimsótt tsland og var mikill tslandsvinur upp frá þvi; hann fékk lán til að styrkja islendingana til brottflutnings frá Kinmont til Manitoba. Siðla i sept. 1875 lögðu þeir svo af stað og munu hafa verið 250-300 að tölu. I hópnum voru flestir þeir sem verið höfðu i Kin- mont um veturinn og þar að auki nokkrir sem gert höfðu tilraun til landnáms I Muskoka og viðar i Ontario. John Taylor var fyrirlið- inn og Friðjón Friðriksson túlkur hans, þvi að Sigtryggur Jónasson var nú farinn til tslands til að reka frekari áróður fyrir Kanadaferðum. Hópurinn fór með lest til Sarnia og þaðan með gufuskipi yfir vötnin miklu til Duluth, þar sem þrettán manna hópur frá Milwaukee slóst með i ferðina. Þaðan var haldið með lest yfir sléttuna til bakka Rauð- ár, en á leiðinni var stansað i Glyndon i Minnesota, þar sem haldin var guðsþjónusta. John Taylor prédikaði og lagði út af orðum 2.Mósebókar: ,,Sjá, ég sendi engil á undan þér til að varðveita þig á ferðinni og leiða þig til þess staðar, sem ég hefi fyrirbúið”. 1 Fisher’s Landing var aftur stigið um borð i gufuskip og siglt niður eftir Rauðá. A leiðinni kom upp sú hugmynd að skýra fyrsta bæinn i nýlendunni „Gimli”, og skyldi hann standa við ts- lendingafljót. 12. okt. lenti hópurinn i mynni Assiniboine-ár i Winnipeg. Þar voru þá aðeins fá dreifð hús og óskipulagðar götur með gang- stéttum úr plönkum. Eina stór- hýsið i borginni var virkið Fort Garrý með fjórum varðturnum. Nokkrir urðu eftir þarna — og er það upphaf islendingabyggðar i Winnipeg — en aðrir keyptu sér flatbytnur og sigldu áfram niður eftir Rauðá. Ætlunin var að halda áfram eftir vatninu alla leið norð- ur að mynni Islendingafljóts, en siglingin gekk mjög illa, þótt gufuskip tæki flatbyrnurnar i tog seinni hluta leiðarinnar, — ein flatbytnan var skirð „Vitfirring- ur” vegna þess hve sérkennilega hún lét að stjórn. Þegar flotinn var kominn að Willow-point, eða Viðinesi, var ljóst að fráleitt var að halda lengra, og var þá gengið þar á land. Þetta var 22. október 1875. Þann sama dag var farið að svipast um eftir hentugu bæjar- stæði og valinn sá staður þar sem Gimli stendur nú: voru það straumar og vindar sem réðu þvi að bærinn byggðist þarna en ekki við tslendingafljót. Fyrsti vetur nýlendunnar var mjög erfiður. 1 margar vikur urðu menn að hafast við i tjöldum úr visundahúðum, eins og indián- ar notuðu, en siðan tókst þeim að koma upp einum þrjátiu bjálka- kofum. John Taylor hafði hugsað sér að landnemarnir byggðu þá i sameiningu og stunduðu þar e.k. samyrkjubúskap — kannske hef- ur hann dreymt um „Sovét-ts- land, óskalandið”, eða þá eins konar evagelisk „kibbúts” — en það mistókst óhönduglega, og klambraði hver uppsinum kofa. t desemberlok voru flestir búnir að velja sér jarðir, og á gamlaárs- dag var haldin mesta hátið vetar- ins með áramótabrennu. 4. janú- ar 1876varsvokosinfimm manna nefnd til að stjórna þessari ný- lendu, sem varð þannig að eins konar islensku smáriki, og um sama leyti var settur á stofn barnaskóli, þar sem Caroline, bróðurdóttir John Taylors, kenndi, og hafin útgáfa hand- skrifaðs blaðs, „Nýja Þjóð- ólfs”. Þrátt fyrir hungur og kulda settust margir að á jörðum sinum þegar i janúar. En islendingum gekk mjög illa að hagnýta sér veiðina. Þeir voru bjargarlitlir eftir að Winni- peg-vatn lagði, og elgsdýraveiðin reyndist m jög erfið. Um vorið var hungrið orðið almennt. Margir fengu skyrbjúg og nokkrir dóu. Ýmsir aðrir flúðu til Winnipeg. Sjálfsagt hefði mátt búast við miklum mannfelli ef stjórnin hefði ekki hlaupið undir bagga, og indiánar komið til aðstoðar. Þennan fyrsta vetur voraði mjög seint, og var vatnið ekki orðið islaust fyrr en 24. mai. En meðan þetta gerðist á Nýja ts- landi höfðu umboðsmenn Kanadastjórnar, einkum Sig- tryggur Jónasson, látið mjög til sin taka á gamla iandinu. Var það ekki síst vegna áróðurs þeirra að 1400 manna hópur flutti burt frá tslandi sumarið 1876, og héldu langflestir þeirra (1200) til Nýja Islands. Þangað komu þeir i lok ágústmánaðar, allþjakaðir eftir ferðina. Sumariðhafði verið mjög óhagstætt nýlendumönnum, hey- skapur gengið illa og flugur þjak- að skepnur, og gátu þeir sem fyrir voru sáralitið hjálpað hinum ný- komnu. Kjörin voru erfið, og er talið að um sextiu innflytjendur hafi dáið á leiðinni og skömmu eftir komuna til Nýja Islands. Samt sem áður var nú lokið að nema alla strandlengju Winni- peg-vatns til Sandvikur. Nokkrir urðu að velja sér jarðir innar i landinu, og hópur manna settist að í Mikley. Til að auðvelda land- námið veitti Kanada-stjórn lán, sem námu 80.000 dollurum, og skyldi endurgreiðslu þeirra lokið árið 1889. Um haustið lét stjórnin mæla og kortleggja nýlenduna og hóf að ryðja veg eftir nýlendunni endilangri frá suðri til norðurs: margir fengu atvinnu við það. Þannig virtist ástandið fara batnandi. En i september 1876 tók óþekktur sjúkdómur að breiðast um meðal islendinga. Fyrstu sex vikurnar fór hann sér hægt, en siðan fór hann eins og eldur i sinu um alla nýlenduna. Þá fyrst kom i ljós að þetta var bólusótt, og tóku menn að einangra sig i kofum sin- um — en þáð var of seint. Enginn læknir var i nýlendunni. 27. nóvember var allt Nýja Island sett i sóttkvi og hervörður settur við Nettley-læk, 15 milur fyrir sunnan Boundary Creek, en það var ekki fyrr en i desember sem fyrsti læknirinn var sendur til nýlendunnar. Nokkru siðar komu tveir aðrir læknar og komu á fót visi að sjúkrahúsi á Gimli. Einn af hverjum þremur landnemum fékk sjúkdóminn og 102 dóu. Sótt- kvinni var ekki aflétt fyrr en 20.-21. júli 1877, og var Nýja Is- land einangrað allan veturinn og vorið. Hörmungarnar voru óskaplegar, ekki aðeins vegna sjúkdóma, heldur lika vegna fátæktar, lélegra húsakynna og óyndis i mönnum. Haft var eftir Magnúsi Stefánssyni, einum af túlkum læknanna, að þeir sem ekki hefðu séð þetta eymdar- ástand, gætu aldrei imyndað sér hvernig það var. Ýmsir þeirra Sem létust munu hafa verið grafnir á Sandy bar, og á kvæði Guttorms J. Guttomrssonar m.a. við þessa atburði. Þegar sótt- kvinni var aflétt, voru margir helst á þvi að yfirgefa þennan hörmungastað hið bráðasta. En þrátt fyrir þetta sátu land- nemarnir alls ekki auðum hönd- um. 1 janúar 1877, þegar bólusóttinni var nokkuð farið að slota, voru haldnir tveir fundir, annar á Gimli en hinn norður við Islendingafljót, til að ræða stjórnarskrá nýlendunnar. A hvorum fundinum var kosin fimm manna nefnd til að semja Legsteinarnir i kirkjugarðinum i að byggöin var alislensk. Heela Island bera þvi ótvirætt vitni V' H:'v r|P i Míf :: jt -rl i í Bl K ■ ■•t l \ \ il— 1 Xj \ 1: >-■ , frumvörp til bráðabirgðalaga. Mánuði siðar var svo haldinn allsherjarfundur á Gimli og frumvörp þessi samræmd og siðan samþykkt. Samkvæmt þessum lögum var nýlendunni skipt i fjórar byggðir, Viðines- byggð, Arnesbyggð, Fljótsbyggð og Miklaeyjarbyggð, og skyldi kjósa fimm manna „byggðar- nefnd” i hverri þeirra og einn „byggðarstjóra” úr hópi fimm- menninganna. Þegar þessar kosningar voru afstaðnar nokkr- um dögum siðar, komu hinar nýkjörnu byggðarnefndir saman til fundar i Sandvik og kusu for- mann og varaformann „nýlenduráðsins”, sem byggðar- stjórarnir fjórir skipuðu. Við þettá sat að þessu sinni, en skömmu eftir að sóttkvinni var aflétt, kom Dufferin lávarður, landstjóri Kanada, i opinbera heimsókn i Nýja Island — eða „Vatnsþing’ eins ognýlendan var nefnd i stjórnarskránni. Honum var frábærlega vel tekið og itrekaði hann þá þau loforð, sem Kanadastjórn hafði gefið fyrsta stóra 1andnemahópnum siðsumars 1874, að landnemarnir skyldu hafa fullt frelsi innan vé- banda Kanada og fá að halda óá- reittir uppi islenskri tungu og þjóðerni. Veturinn eftir var sporið svo stigið til fulls: 11. janúar 1878 voru stjórnarlög Nýja Islands að fullu samþykkt á alls- herjarþingi i Sandvik. Þau voru i 18 liðum og að öllu leyti sniðin eftirlögum og venjum að heiman. Þannig hófst saga þessa undar- lega islenska lýðveldis inni i miðju meginlandi Norður - Ameriku, og með þvi höfðu isl. útflytjendur náð þvi markmiði. sem þeir höfðu lengi stefnt að: að stofna sérsíaka nýlendu fyrir sig. Nýja Island var sérstakt ríki, Framhald á bls 5 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.