Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Jólablaö 1975. GUÐRÚN FRÁSÖGN EFTIR ELÍAS MAR Frá Reykjavlk, skömmu fyrir aldamót. llöur nema hálft annað ár unz bú- skapnum er hætt og heimilið leysist i sundur. Jón Erlendsson sezt að i Hafnarfirði og leggur stund á smiðar, unz hann andast þar vorið 1892. — Barnanna biður ekki annað en að sjá fyrir sér sjálf, enda vel á legg komin og orðin fær um að vinna fyrir sér að þeirrar tiðar hætti. Þegar hér er komið sögu, er „kramaraum- inginn” frá Hausastöðum órðinn átján vetra blómarós og, að þvi bezt er vitað, ekki óásjálegri en aðrar stúlkur. En nú voru fööurhús henni endanlega að baki, og auðna hlaut að ráða hvað við tæki. Hvað var eðlilegra en hún beindi för sinni til Reykjavik- ur, þangað sem margmenni og fjölbreytileg tækifæri hafa löng- um heillað ungviðið? Þangað sneri hún lika för sinni, og þar tók hið ókunna við henni, blitt og stritt, opnum örmum. Hún átti engan að i þeirri ókunnu veröld, nema Guð sem henni hafði verið kennt að treysta, brjóstvit sitt, og svo tæplega fullharðnað likams- þrek. En allt átti þetta eftir að verða henni aö þvi haldi, sem dugði. Fyrsti dvalarstaður bennar i þessum hálfdanska bæ var á heimili Helga smiðs Helgasonar i Þingholtunum, en hann er nú ekki lengur kunnur fyrir verk sin i smiðjunni, sá maöur, heldur fyrir tónsmiðar, þvi hann er sá sami sem gefið hefur þjóðinni nokkur vinsæl sönglög sem allir kannast við. Um þessar mundir gekk hann reyndar undir nafninu mislinga- Helgi, þvi talið var, að hann hefði flutt þann sjúkdóm til landsins, og ekki fór aðkomustúlkan af Alfta- nesinu varhluta af þeim faraldri fremur en svo margir aðrir. Hitt var þó öllu lakara, að á heimili tónskáldsins leið henni illa. Vinnuharkan var með fádæmum: svo sagðist henni frá á elliárum sinum. Ekki kom til mála að sýna linkind þótt einhver uppákoma legðist á húshjálpina. Hún var send inn I þvottalaugar, haldin háum sótthita, með þungan Vegna mistaka er rangur texti með efstu myndinni á slöunni hér á móti en þar er Guörún Jónsdóttir ásamt syni slnum Guömanni Eiiasi Sú mynd er tekin á Vopnafiröi sumarið 1900. Myndin t.h. er af Guörúnu Jónsdóttur með greinarhöf. á handleggnum. Myndin er tekin viö konungskomu I Rvk. 1926. Það er aðfararnótt 31. janúar 1942. I lágreistu bakhýsi i Skuggahverfi Reykjavikur gengur unglingspiltur um gólf, hægum skrefum, máski nokkuð þreytulegum, þvi honum hefur ekki orðið svefansamt undanfarin dægur. Allt er hljótt; það er eins og veröld öll blundi I værð, nema þessi sautján ára piltur. Cti fyrir glugganum kyngir niður snjó i stillilogni. Hljóðlaust. Kolaofninn i herberginu hefur ekki verið kyntur þennan dag, enda ekki ýkja-kalt i veðri, þótt vetur sé og fannfergi. Samt ber pilturinn létta, þunna dúnsæng yfir herðum sér á reiki sinu um gólfið; ekki þó beinlínis vegna kulda. Hrollurinn sem hefur gripið hann stafar öðru fremur af svefnleysi og þreytu. En hvers er hann að biða, þessi piltur? Þvi er fljótsvarað: Hann er að biða komu dauðans. Fyrrum daginn hafði læknirinn sagt, að hans mætti eiga von á hverri stundu, úr þvi sem komið var. Pilturinn er þvi harla viss um, að einmitt i nótt muni dauðinn gista þessi lágreistu húsakynni, hljóðlátur gestur eins og nóttin, hin kalda og friðsæla islenzka vetrarnótt, sem hjúfrar að öllu, lifs og liönu, hvitri mjúkri voð. Þó á pilturinn ekki von á þvi, að dauöinn vitji hans sjálfs. I hvilu i herberginu liggur gömul kona. Slðasta klukkutimann hefur henni horfið meðvitund. Það er hennar lif, sem er að fjara út, hægt og rólega; þjáningarlaust að því er bezt verður séð. Eftir sautján og hálfs árs samfylgd hafa þau nú kvaðzt i hinzta sinn, þessi gamla kona og þessi piltur. 1 smáu veröld herbergisins má nú aöeins greina tvennskonar hljóð: fótatak hans sjálfs og veikan en þó öran andardrátt hennar sem er að deyja. Veikan andardrátt; æ veikari sem lengur liður. Oðru hverju nernur pilturinn staðar. Loks skynjar hann ekki andardrátt hennar lengur; finnur ekki hjarta hennar slá. Nokkur stund líöur i algjörri þögn. Þannig er hin dumba viðstaða þess gests, sem mun vitja okkar allra. Pilturinn veitir hinni látnu nábjargirnar. Það er hinzta þakklætis-viðvik hans og þjónusta henni til handa. Þján- ingarlausu helstriði er lokið; einum andardrætti hljóöara i nóttinni. 1 þeim mánuði sem ritsmið þessi er saman tekin, október 1963, er rétt öld liðin frá fæðingu hennar. Guðrún Jónsdóttir leit fyrst dagsins ljós að Hausa- stöðum á Aiftanesi þ. 12. okt. 1863. Foreldrar hennar voru Anna Magnúsdóttir, ættuð úr Engey, og Jón Erlendsson smiður frá Sveinsstöðum i Húnavatnssýslu, en þau höfðu nokkrum árum áður sett bú saman, fyrst aö Hjalla- landi á Alftanesi, siðar að Hausa- stöðum, og áttu einn son fyrir, er þeim fæddist dóttirin. Það blés vist ekki byrlega fyrir henni fyrstu æviárin. Hún var haldin kýlasótt og ódöngun, og varö ekki bóiusett af þeim sökum fyrr en hún var orðinn fullra þriggja ára. Skottulæknir sem kom á bæinn lét þó svo um mælt, að ef þessi „kramaraumingi” — eins og hann orðaði það — kæmist yfir vesöldina, yrði hún aö likindum mjög hraust og táp- mikil. Þau orð rættust. Það lif, sem beið þessa vesældarlega barns, útheimti mikla hreysti og táp. Ég býst viö, að það hefði ekki ætiö verið heiglum hent aö standa i sporum hennar um dagana. Ekki verður gerð tilraun til ýtarlegrar ævisögu meö þessum linum, enda litill kostur sliks og varla til þess ætlazt. Stiklað skal þó á nokkrum atriðum þess ævi- ferils, sem áður en yfir lauk spannaöi rúm 78 ár, ef verða mætti til að glöggva þá persónu- lýsingu, sem hér verður borið við aö skrá. Sextán ára gömul missir Guð- rún móður sina, og faðir hennar tekur ráðskonu á heimiliö, en ekki Eftirfarandi grein, skrif uð haustið 1963, birtist upprunalega í tímaritinu úrvali, janúarhefti 1964, í greinaf lokki um minnisstæða persónuleika. Siðan hafa ýmsir borið í mál við mig að f rásögn þessi yrði endurprentuð, og f innst mér ekki fara illa á því að láta það verða einmitt nú. Vel má því skoða hana sem f ramlag til yf irstandandi kvennaárs Sameinuðu þjóðanna. Ég veit, að þar stendur Guðrún f rá Hausastöðum vel fyrir sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.