Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 55

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 55
Jólablaö 1975 — ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 55 Guörún frá Hausastööum ' T Teikning greinarhöf. af helgrimu Guðrúnar, teiknað i febr. 1942. (Ori- ginaistærð 33x23 cm). Framhald af bls. 11. hamingjusöm kona, mitt i striti sinu og önn. Ég efast um, að þrátt fyrir allt erfiði og máski nokkrar áhyggjur daglegs lifs, hafi hún horft með kviða fram á veginn eða látið erfiðleikana vaxa sér i augum. Takmarkið — umhyggjan fyrir börnunum — það var henni eitt og allt. Og börnin unnu lika, eftir þvi sem kostur var, og reyndust henni svo vel sem þau gátu. Ég þykist vita, að á þessum árum hafi Guðrún orðið að taka hverju þvi starfi sem henni bauðst, jafnvel þótt það væru verk, sem karlmönnum eru einum ætluð nú á dögum. En einnig veit ég, að hún gat i og með starfað við það, sem hugur hennar og hæfileikar sömdust betur að, eins og t.d. saumaskap, og um þessar mundir féll i hlut hennar að vinna að þvi verki, sem hún átti eftir að minnast með óblandinni gleði — og nokkrum söknuði — það sem hún átti ólifað, en það var garðrækt. Svo vildi til, að á þessum árum lagði frú Schiöth frumdrögin að gróðurreit þeim i höfuðstað Norðurlands, sem nú er viðkunnur undir nafninu Lystigarður Akureyrar. Guðrún Jónsdóttir taldi það lán sitt og var stolt af þvi, að hafa verið i hópi þeirra kvenna, sem ásamt frú Schiöth gróðursettu þar fyrstu trén og lögðu þar fræ i mold. Arum saman vann hún við þennan garð, eða unz hún fluttist frá Akureyri alfarin suður. I elli sinni heyrði hún fátt gleðilegra en það, að Lystigarðurinn væri orðinn sem skógur hávaxinna trjáa. Þetta fékk hún aldrei tæki- færi til að lita eigin augum. En máski gladdi það hana hvað mest, að i vexti þessa norðlenzka lundar sá þó handverka hennar stað; hann var siöur forgengi- legur en svo margt af þvi, sem hún hafði unnið að á langri ævi. Dótturuna kostaði hún til náms i tungumálum og handavinnu. Sonurinn gekk i gagnfræðaskól- ann og reyndist ágætur náms- maður. Það var löngun hans að komast utan og læra rafmagns- fræði, og að loknu gagnfræða- náminu brauzt hann i þvi að komast til Noregs og leggja stund á það nám; settist að i Stafangri. Það mun hafa verið i striðs- byrjun. En áfram hélt Guðrún að vinna og styrkja hann til náms- ins. Ómegðin var að visu minni en fyrr og dóttir hennar farin að láta hendur standa fram úr ermum við það sem til féll; samt þýddi ekki að slaka á svo neinu nam. Heimsstyrjöldin fyrri skall á, en hafði litil áhrif á daglegt lif fólks hér úti við yzta haf. Arið 1916 eða ’17 flytjast þær mæðgur til Reykjavikur og setjast hér að. Svo liður timinn, og upp rennnur árið 1918, það furðulega ár, sem færði Islandi i senn fullveldi, hafis, eldgos og drepsótt. Úti i Noregi var Guðmann Elias Bene- diktsson að ljúka námi sinu og bjó sig undir heimför. Hann skrifar móður sinni bréf, sem átti að verða siðasta bréfið — og varð það lika. I þvi bréfi segir hann eitthvað á þá leið, að nú geti hún senn farið að hvila sig eftir sitt langa og stranga erfiði; nú sé hann að koma heim, nú muni hann sjá fyrir henni og launa henni allt, sem hún hafi fyrir sig gert... Það var vonglaður hugur, þakklátur sonur, sem sendi þessa kveðju heim til tslands. En svo kom annað bréf. Nokkrum dögum eftir komu þessa siðara bréfs mælti dóttirin við móður sina: Ætlarðu aldrei að hætta að gráta, mamma min? Þú átt þó mig eftirf Guðmann Elias Benediktsson varð Spönsku veikinni að bráð. Lik hans var grafið i Stafangri. Hann kom ekki heim aftur. Eftir voru aðeins fáeinar ljósmyndir, ástsamleg sendibréf — og minn- ingin, óendanlega ljúf, óendan- Iega sár. Guðrún Jónsdóttir hafði að sinu leyti beðið ósigur i styrjöld og misst stóran hluta af þvi sem hún átti. Sá sem barn að aldri heyrði hana lesa kvæðið „Gamla konan” eftir Guðmund skólaskáld komst ekki hjá þvi aö skynja glöggt tilfinninar hennar sjálfrar frá haustdögum ársins 1918: En það djúpa dauðarökk- ur... En sagan er ekki öll sögð enn. Ég staldra við, og i huga minum vaknar þessi spurning: Hvenær á lifsleið sinni, svo i bliðu sem striðu, reis Guðrún Jónsdóttir hæst? Hvenær varð manndómur hennar stærstur? Hvenær horfðist hún átakanlegast i augu hins ókunna af hvað mestri festu og óbuguðustu þreki? Var það þegar hún hætti að gráta, eftir að- bréfið barst um lát sonarins? Nei, ekki þá. Hún hélt að visu áfram lifi sinu i annriki og af ást til þess barnsins, sem eftir lifði, dóttur- innar. En hetjulund sina, atorku, kjark og ástúð i senn átti hún eftir að sýna stórum betur. Ég set mér hana fyrir sjónir nokkrum árum eftir sonar- missinn. Þá er hún orðin 62 ára gömul, og sorgin hefur markað hana. Hár hennar er allmjög tekið að grána, máttur handanna að þverra, áratuga strit og þreyta búin að valda varanlegri örorkuj sú kona, sem áður hafði þótt bera höfuðið hátt, næsta höfðingleg i fasi, var tekin að haltra þegar hún gekk. Læknar áttu til fræði- lega skýringu á þessu: ofur eðli- lega gikt og slit gamallar konu. En sjálf gaf hún aðra skýringu jafnframt, og mér er ekki ör- grannt um, að sú skýring hafi verið alveg eins sönn: likaminn brást við sorginni með þessum hætti. Þvi nú átti hún ekki aðeins á bak að sjá syni sinum i fjarlægu landi, heldur dótturinni lika. I júlilok 1925 lézt Elisabet Jónina úr bráðaberklum, aðéins 24 ára gömul. Vonin um umhyggju barna sinna á elliárunum var nú orðin Guðrúnu Jónsdóttur að beiskum, kaldranalegum harmi, ógæfu, örlögum eins og þau geta orðið einna verst. Til hvers hafði verið barizt? Hvar var réttlæti Guðs? Og — hvað gat nú verið framundan. En einmitt þennan vetur, 1925—26, á Guðrún Jónsdóttir þó- nokkuð framundan. Og i þvi, sem hún þarna tekst á hendur, tel ég hana hafa risið hæst. Aldurinn, þreytan og sorgin gátu bugað likama hennar, en andlegt þrek gátu þau ekki bugað. Það tjóar litið að vera með heimspekilegar vangaveltur yfir þvi, að tilveran leggi mönnum aldrei þyngri ok á herðar en þeir geti borið; en svo mikið er vist, að Guðrún bar sitt ok, lyfti sinum grettistökum, færðist I fang við næstum ofurefli — og stóðst þá raun með prýði. Þegar hér er komið sögu eru orðin enn ein stórfelldu þátta- skilin i lifi hennar. Hún hefur misst bæði börnin sin, en stendur þó ekki með öllu ein uppi. Lifið hefur fært henni i fang ómálga barn, konunni á sjötugsaldri, sorgmæddri og lúinni. Dóttirin hefur látið eftir sig son, sem er rúmlega ársgamall þennan örlagarika vetur þegar gamla konan fastákveður það að láta hann ekki frá sér fara, heldur annast uppeldi hans og sjá fyrir honum eftir þvi sem hún hefur krafta til og á meðan henni endist lif. — Nú dvelst hún i bakherbergi stórhýsis við Hafnarstræti, skuggalegu herbergi, þótt gluggi þess viti mót suðri. Húsin sunnan- vert eru það há, að varla sést til sólar Og i þessu herbergi er engin upphitun. Miðstöðvarrör gægist út úr vegg á einum stað; en enginn miðstöðvarofn, kolaofn þvi siður. A oliulampa logar nótt og dag, til þess að halda hita á ungviðinu, sem er að sálast úr kighósta. Gamla konan á ekki i mörg hús að venda — og þegar barnið tekur hóstasogin, má fullt- eins vænta þess, að það kafni. Það er eins og þessi hósti þess ætli aldrei að réna. Mér er öldungis ókunnugt um það hvort hún bað til Guðs. Hitt er mér kunnugt um, að hún raulaði v,isu sem var ein- hvernveginn svona: Bágt á litla barnið hér, babbi er ekki heima. Mamma er farin þin frá þér, og þig kann ég ekki að geyma. En Guðrún Jónsdóttir frá Hausastöðum reyndist kunna prýðisvel að geyma þetta barn. Þetta barn er ég, sem skrifa þessar linur. Um þær mundir sem hún færðist það I fang að ala mig upp, sagði fólk við hana i huggunar- skyni eitthvað sem svo: Þú getur vel lifað, Guðrún min, þangað til hann verður orðinn átta eða niu ára. En henni auðnaðist reyndar að lifa tvöfaldan þann tima; þegar hún dó, gat hún verið nokkurn veginn viss um, að ég gæti séð fyrir mér sjálfur. Þá var hlutverki hennar lokið i ströng- ustu merkingu þess orðs. En kannski var þvi alls ekki lokið, og er ekki enn. Persónuleiki hennar, ævi og störf verða mér fyrir hug- skotssjónum svo lengi sem ég lifi. Sumt af þvi sem hún sagði á þeim árum, þegar ég enn var barn, hefur öðlazt nýtt lif — nær þvi sem við köllum sannleika, heldur en á meðan það var talað. Alþýð- legustu athugasemdir geta i minni manns jafnazt á við mörg hver spekiorð þeirra sem lærðir eru, þegar öllu er á botninn hvolft. Smáatriðin, þessi óendan- legu mörgu atvik úr daglegu lifi áranna, mynda þá heild, sem ekki verður lýst i fáum orðum. Einstakir drættir út af fyrir sig geta lika orðið ótrúlega sterkir; einstök atriði I heildarmyndinni... Nærtækar eru mér á þessari stundu hendur hennar. Þessar vinnulúnu, sigggrónu hendur, grófar eftir áratuga strit i eld- húsi, gróðurreit, þvottahúsi eða á sildarplani. En þó svo ósegjan- lega mjúkar hendur, svo mjúkar, að þær voru öllum öðrum fremur þeim hæfileika búnar að strjúka tár af ungum vanga. Þessar hendur; ég minnist þeirra er hún hvildi þær fram á borðplötuna að dagsverki loknu. Og þær eru mér nærtækar á þessari stundu, ekki hvað sizt vegna þess, að ég sit einmitt við þetta sama borð. Ég hef að visu árum saman unnið við þetta borð og skrifað við það bækur. En endurminning lúinna handa gamallar konu getur á stundum lætt þeim grun i hug manns, að ómerkilegt sé að skrifa bækur. Siggletur slikra handa getur sagt fullteins mikið og skráð verður á bók. Elias Mar. wsygs&y Ó Gleðilee jól! Farsælt nýtt ár. LANDSVIRKJUN Alþýðusamband Austurlands sendir sambandsfélögunum og lands- mönnum öllum beztu óskir um gleðileg jól og íarsælt nýár, með þökk fyrir sam- starfið á árinu sem er að liða. Alþýðusamband Austurlands o 1 x • Z/ ,7W? • heglageroiir Æ gir (irandagarði 13 Sendum viðskiptavinum vorum okkar be/tu Jóla- og nýársóskir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.