Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Jólablaö 1975 Sá hefur löngum verið háttur norrænna þjóða að hugsa til Ijóssins þegar skammdegið ríkir hiðytra. Eitt sinn var talað um Ijós- ið langt og mjótt sem logar á fífustöngum/ en nú hefur rafmagnið lýsandi af fjöl- breytilegustu lömpum löngu tekið við hlutverki annarra Ijósgjafa nema rétt til hátíðabrigða. Á Ijóssins hátíðer þráft fyrir öll andlegheit alls ekki úr vegi að ræða hin verald- legu rafljós og orkuna sem að baki þeinrv býr. Af völd- um raforkunnar hefur ís- land vetrartímans breyst úr köldu landi og dimmu í hlýtt land og bjart. En án tillits til árstíða hefur raf- orkan fengið mikið hlut- verk i heimi nútimans/ ekki aðeins á heimilum heldur og í atvinnulífinu. Þar vinna rafknúðar vélar verk margra handa. Að vísu gegnir orkan ekki nema hjálparhlutverki, en svo mikill þáttur getur ork-. an verið við ýmsa vinnslu að sköpum skipti hvort hún er fyrir hendi í nægilegu magni. Islendingar hafa það fram yfir margar aðr- ar þjóðir að þeir búa í landi sem geymir miklar orku- liridir. Hins vegar er nokk- uð dýrt að opna þessar lindir og hagnýting orkunnar er bundin við starfsemi í landinu sjálfu. EftílvíII er það einmitt gæfa íslendinga að ís- lenska orkan skuli ekki vera í jafn auðfiytjanlegu formi og olían, en fram á síðustu tima hefur fáum þjóðum skinið gott af að eiga hana í landi sínu. Eigi að síður steðjar margvís- legur vandi að islendingum i búskaparsýsli þeirra við uppsprettur orkunnar. Um það ræðir blaðamaður Þjóðviljans við Jakob Björnsson orkumálastjóra. eru eilífar og eyöast ekki þótt nýttar séu Formálsorö, fyrir- sagnir, myndaval og myndatextar eru Þjóðviljans — Hve mikla orku notum viö islendingar á ári? Eða er yfirleitt hægt að setja svo ólík fyrirbæri sem oliu, jarðhita og vatnsafi ein- hvern veginn undir einn hatt? — Með ýmsu móti er hægt að umreikna orkugildin yfir á sam- eiginlegan grundvöll, en hætt er við þvi að slikur umreikningur segi litið nema miðað sé við eitt- hvert eitt orkuform sem getur komið i staðinn fyrir öll hin. i þessu sambandi er liklega einna Stórár islands heitir þetta myndrit frá vatnamælingum Orkustofnunar og sýnir það meðalrennsli ársins i útfalli ánna til sjávar rúmmetrar^á sekúndu. Þær tvær ár sem auk Þjórsá skipta nú mestu máli i orku- búskapnum, Sog og Tungná, eru ekki meö á myndritinu þar eð þær sameinast stærstu fljótunum áður en til sjávar er komiö. Meðalrennsli Tungnár er nálægt 200 rúmmetrum en Sogs 110 rúmmetrar á sekúndu. bestráð að gripa til einingarinnar ,,oliutonn”, þvi að segja má að olian geti brugðið sér i allra kvik- inda liki. Þvi miður hef ég ekki nýrri tölur um slikt heildarmat á orkunotkun landsmanna en frá árinu 1972. Það ár var öll hráork- an sem hér er notuð talin vera 1.093 þúsund „oliutonn”. Þá er hitaorkan sem fer til að halda húsum okkar reykvikinga hlýjum reiknuð yfir i það magn oliu, sem þurft hefði til að reka kyndistöðv- ar til að taka við hlutverki hita- veitunnar. Orkuvinnsla vatnsafl- stöðvanna er á sama hátt metin til þeirrar oliu sem hefði nægt til að knýja varmaorkuver til sömu rafmagnsframleiðslu. Gufan sem hagnýtt er i Bjarnarflagi til að þurrka gúrinn er á sama hátt um- reiknuð til oliu sem hefði verið brennt til að þurrka efnið við Imyndaðar aðrar aðstæður og svo framvegis. Hlutdeild innfluttrar orku færi úr 47% niður í 34% — Hvernig skiptust svo þessi tæpiega 1.100 þúsund „oiiutonn” af hráorku á árinu 1972 milli inn - fluttra og innlendra orkugjafa? — Innlendu orkugjafarnir höfðu vinninginn með 53% á móti 47% hlutdeild innfluttra orku- gjafa, þe. hverskyns brennsluoliu og bensins. Um innlendu orku- gjafana er það að segja að jarð- hiti skilaði 15% heildarhráork- unnar, en vatnsafl skilaði 38%um. — Breytist þetta hlutfall i ná- inni framtið? — Við núverandi tæknistig er það fyrst og fremst við húsakynd- ingu sem unnt er að velja á milli innfluttra og innlendra orkugjafa, og ætlunin er sú að I hitageiranum verði olian leyst af hólmi með raf- hitun og varmaveitum. Ef þessu marki hefði þegar verið náð árið 1972, þá hefðu innfluttir orkugjaf- ar verið með 34% hlut af hráork- unni i heild i stað þeirra 47% a sem við áðan nefndum. Innlendu orkugjafarnir hefðu þá verið komnir upp i 66% hlutdeild af heildinni, en ekki er auðvelt að giska á skiptinguna milli jarðhita og vatnsafls þar eð óljóst er enn að nokkru hvaða byggðarlög fá varmaveitur og hvar rafhitun verður notuð. Svo er mögulegt að jarðhiti komi eitthvaö sil sögunn- ar i iðnaði þar sem raforka er not- uð nú, td. við þurrkun i fiskiméls- verksmiðjum. Það gerir væntan- leg hlutföll milli jarðvarma og vatnsafls enn óvissari. Fljótandi brennsluefni úr íslenskum orkulindum? — Er alveg útilokað að hugsa sér að flutningatæki lofts, láðs og iagar verði I framtiðinni knúin einhvers konar oliu sem orkuver- in okkar framleiða? Það er eins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.