Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 36

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 36
36 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN — Jólablað 1975. Bæjarútgerö Reykjavíkur óskar starfsfólki sínu á sjó og landi gleðilegra jóla góðs og farsæls árs Kaupfélag Skagfirðinga Saiiðárkroki, llolsosi og Varmahlið óskar (illuin viðskiptavinuin sinum oi* starlslólki gleðilegra jóla 01* larsældar á komaiuli ári. Útgerðarfélag Akureyringa hf. óskar öllu starfsfólki og viðskiptavinum gleðilegra jóla árs og friðar Þakkar gott samstarf og viðskipti á liðandi ári. Islenzkar handunnar gjafavörur Einnig nýkomnar Sœnskar gjafavörur og jólaskraut Islenzkur Heimilisiðnaður Indíánar Framhald af 34. siðu. lendingur, sagði blaðamanninum frá þvi að „cree-tungan flámælt”, eins og Stephan G. segir einhvers staðar, væri stöðugt mjög mikið töluð, ekki sist i norðlægari byggðum. Þó væru indiánarnir sjálfir farnir að hafa áhyggjur af þvi að hún kynni að leggjast nið- ur, og væri þjóðernisstefna að aukast meðal þeirra. Þjóðernisstefna indiána birtist kannske einna sterkast i trúar- hátiðum þeirra, sem nefnast „powwow” og einkenna reyndar ekki aðeins menningu cree-þjóð- arinnar heldur allra sléttu-indiána. Á þessum hátiðum er sungið og sérstakir dansar dansaðir undir og virðast þetta aðalsamkomur þjóða sem annars búa dreifðar i ólikum byggðum eða „reservationum”. Svo virðist sem þessar powwow-samkomur hafi nokkuð breyst á siðari ára- tugum.vegna þess að auk þess að vera trúarathafnirog hátiðir hafa þær einnig fengið það hlutverk að vera þjóðernishátiðir, þar sem indiánarnir birta sinn eigin per- sónuleika og setja hann fram i andstöðu við menningu hvita mannsins. Nýjar trúarhugmyndir hafa breiðst út og dansarnir feng- ið nýja merkingu. En þær upplýsingar sem unnt var að fá á þennan hátt, með þvi að rabba við menn og blaða i skýrslum, voru þó heldur af skornum skammti, og var aug- ljóst að best var að spyrja indián- ana sjálfa. Haraldur Bessason, prófessor i islensku i Manitoba- háskóla, fræddi blaðamanninn um það, að cree-tunga væri kennd við háskólann og væri prófessor- inn sjálfur indiáni og auk þess rit- höfundur á cree. Blaðamaðurinn arkaði þvi af stað til að ná tali af þessum merka manni, — en greip i tómt. Prófessorinn var farinn út i sveit til að skrifa á cree. Harald- ur Bessason sagði að hann myndi hafa svipaða stöðu i bókmenntum cree-þjóðarinnar og höfundur fyrstu málfræðiritgerðarinnar i islenskum bókmenntum. En hins vegar rákust aðrar minjar menningar sléttu-indiána upp fhendur blaðamannsins: það voru breiðskifur með powwow-söngvum cree, svart- fætlinga og fleiri þjóða. Erfitt mun vera að imynda sér tónlist sem lætur annarlegar i óvönum eyrum vesturlandabúa : dimm og hæg, reglubundin trumþuslög, en utan um þau vefjast flóknar lag- fléttur skrækra og rykkjóttra radda sem byrja venjulega hátt uppi en siga svo smám saman niður uns þær deyja út, og byrja svo jafnharðan aftur. Jafnvel þótt maður sitji i þægilegum hæginda- stól i hlýrri stofu fer um mann kaldur hrollur. En kannski þarf slíka reynslu til að skilja fullkom- lega hið stórmerka kvæði Gutt- orms „Indiánahátiðina”, þar sem hann túlkar betur en flestir aðrir þá tilfinningu annarleikans, sem hvitur maður finnur til gagnvart menningu rauðskinna — þótt hann hafi alist upp meðal þeirra : Nú skal mikla hátið halda, lilæja likt og vatnaföll, öllu sem er til að tjalda, triíðar stiga fram á völl; þá er eins og versni í veðri verði stjórn á öllu röng, bumba dimm úr dýraleðri dunar hátt við trylltan söng. e.m.j. VERKAMANNASAMBAND ISLANDS óskar öllum félögum sinum og öðrum launþegum gleðilegra jóla og gæfu á komandi ári, með þökk fyrir samstarfið á árinu, sem er að liða. VERKAMANNASAMBAND ÍSLANDS BUKKSMIÐJAN YOGUR HF. Auðbrekku 65 — Kópavogi Smiðum loftræsti og lofthitakerfi, stór og smá. * Útvegum eða seljum af lager alls konar tæki tilheyrandi loftræsti- og lofthita- kerfum. * Framkvæmum alla algenga blikksmiði viðkomandi húsbyggingum o.fl. * Smiðum ýmsa hluti úr eir, áli, messing og járni eða stáli. * Simar: Verkstjóri, teiknistofa, skrifstofa: 40:$40—40341. — Framkvæmdastjóri: 40342. Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á liðandi ári. PRENTMYNDASTOFAN LITRÓF Einholti 2 — Sími 17195 Tökum að okkur gerð FRYSTI- OG KÆLIKLEFA í sambýlishúsum og verzlunum - Gerum fullnaðartilboð í efni (einangrun, allar vélar, hurðir o. fl.) og vinnu Ármúla 38 - Sími 8-54-66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.