Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 29

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 29
Jólablað 1975 — ÞJÓÐVILAINN — SIÐA 29 ATVINNUHÆTTIR VESTUR-ÍSLENDINGA Framhald af 27. siðu. leyfa fiskveiðar á ný, og reyndist þá fiskgengd hafa aukist stórlega i vatninu. Það er þvi alveg óvist að nokkur þörf hafi verið á þvi að leggja þessa byggð niður. Blaðamaður Þjóðviljans náði tali af tveimur mönnum, sem lengi höfðu stundað fiskveiðar á Winnipegvatni, Albert Thordar- son og Leifa Thordarson, og fræddist af þeim um þessa at- vinnugrein. Helstu fisktegundir, sem þar finnast, eru whitefish, sem vestur-islendingar kalla hvitfisk og veiðist einkum að sumarlagi á norðurhluta vatns- ins, pickeral eða yellows, sem er kallaður ,,pikkur”,og sauger, sem er kallaður pikksili. Þessir fiskar eru yfirleitt tvö og hálft til þrjú pund að þyngd nema pikkslhð, sem er talsvert minna. Aður fyrr var mikið veitt af gullauga (gold- eyes), sem er miklu minni fiskur, en það hvarf að mestu fyrir nokkrum árum. Nú virðist gull- auga aftur vera farið að aukast. Annar fiskur, tullibee, eða birt- ingur eins og vestur-islendingar segja, var mikið veiddur fyrir nokkrum árum, en er nú hverf- andi litill. Winnipeg-vatn er risavaxið, og jafn langt tslandi frá norðri til suðurs. Sagt var að vestur-islend- ingar kölluðu að þeir „væru til sjós”, sem fengust þar við fisk- veiðar,en ekki heyrði blaðamaður Þjóöviljans þó það orðalag. Á sumrin eru veiðarnar stundaðar i nokkuð stórum vélbátum, en á veturna fara þær fram á undar- legan hátt: þá er fiskurinn veidd- ur undir is. Winnipeg-vatn leggur i nóvem- ber, en i janúar er isinn orðinn svo þykkur aö tryggt er að ferðast yfir hann bilum. Isana fer ekki að leysa fyrr en seint i mars. Þegar islendingar settust þarna að fyrst, gekk þeim mjög illa að veiða fisk i vatninu: þau net sem þeir höfðu með sér að heiman voru of stórgerð fyrir vatnafisk- inn, og á veturna voru þeir alveg bjargarlausir og kunnu enga leið til að veiða fiskinn undir isnum. Það munu hafa verið indiánar, sem fyrst kenndu islendingum þessa sérstöku tækni. Vandinn er sá að þræða netið undir isinn og notuöu indiánarnir til þess „spiru” eins og vestur-islending- ar segja: það var flöt stöng, 5—6 faðmar á lengd, og var netið fest við hana. Fyrst var höggvið gat á isinn og spirunni rennt undir hann, og svo var höggvið annað gat þar sem endinn var til að renna henni áfram. Þannig var haldið áfram, þangað til búið var að þræða allt netið undir isinn. Þessi aðferð var seinleg, vegna þess að það þurfti alltaf að höggva göt með spiru-lengdar millibili, og það var erfitt, þegar Isinn var orðinn fjögur fet á þykkt. Þess vegna endurbættu vestur- islendingar tæknina og fundu upp i kringum 1920 sérstakt tæki til að draga netin undir isinn: það er kallað „jigger”. Jiggerinn er flöt spýta meðrifu i miðjunni, og i rif- unni er járnfleinn. Annar endi hans er laus, en hinn endinn er festur við spýtuna og i miðjunni er fest við hann e.k. nál. Kaðall er þræddur undir spýtuna og festur i þann enda járnfleinsins sem laus er. Siðan er jiggernum rennt und- ir isinn og dettur þá lausi endi járnfleinsins niður. Þá er togað i kaðalinn svo að fleinninn lyftist upp, og rekst nálin upp i isinn og ýtir verkfærinu áfram. Þannig skriöur jiggerinn áfram undir is- inn eftir þvi sem á vixl er togað i kaðalinn og slakað á honum, og þarf þá ekki að höggva nema tvö göt á Isinn, eitt fyrir hvorn enda netsins. Helsti vandinn er sá að fylgja jiggernum eftir og vita ná- kvæmlega hvar hann skriður. Þurfa menn að hlusta á nálina, þegar hún slæst undir isinn, og er sagt að til þess þurfi töluverða þjálfun. „Þetta hefði verið létt verk fyrir Sæmund fróða”, sögðu fiskimennirnir, „hann hefði bara fengið kölska til að draga jigger- inn”. Fiskveiðar undir is voru ekki það eina, sem indiánar kenndu is- lendingum: þeir kenndu þeim einnig ýmsar aöferðir við dýra- veiðar, eins og að leggja snörur fyrir kaninur o.þ.h. í skógunum var áður talsvert um villt spen- dýr, eins og kaninur, dádýr, elgi og svo stór elgsdýr, sem vestur- islendingar kalla „músdýr”. Enn er talsvert um dýraveiðar, en þeir sem þær stunda verða nú að leita miklu norðar en áður, eða norður i óbyggðir, til að finna ein- hver veiðidýr. Þannig hafa landbúnaður, fisk- veiðar og nokkrar dýraveiðar verið helstu atvinnuvegir manna á Nýja Islandi. Hins vegar hefur litið verið um iðnað þarna. Fyrir nokkrum árum var þó byggt brugghús — eða „brennivins- verkstæði” eins og einn vestur-is- Leifi Thordarson lendingurinn komst að orði — skammt frá Gimli. Nokkrir menn hafa atvinnu við hana, og bændur selja þangað korn. e.m.j. Þökkum félagsmönnum gott samstarf á liðna árinu, og óskum þeim og öllum viðskiptavinum gleðilegra jóla og heilla og farsældar á komandi ári. Kaupfélag Patreksfjarðar Patreksfirði. Gleðileg jól Farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu, sem er að liða. Kaupfélag A-Skaftfellinga Höfn, Hornafirði. Gleðileg jól farsælt komandi ár Iðnó — Ingólfskaffi Síini 12350 Alþýðuhúsinu Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum gott samstarf á liðnum árumu Togara- afgreiðslan hf. Reykjavík. aott!! lá, það er gott súkkulaðið frá Móna. — Við fylgjumst með braðskyni fólks og reynum að gera því til hæfis. SÆLGÆTISGERÐIN MÓNA Súkkulaðikexið frá Móna er bæði gott og nærandi. — Tilvalinn miUimatur. — 1 vinnu, eða á ferðalagi. Stekkjarhrauni 1 Hafnarfirði Simi 50300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.