Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN — Jólablað 1975 veriö nýlunda, en varB varanleg, Fjörðurinn er af náttúrunnar hendi einhver besta höfn lands- ins. Þar gekk mikill grandi norð- austur úr Hvaleyrinni, Hvaleyr- argrandi, og endaði á Klappar- holti, Háa granda eða Granda- höfði, nokkuð frá landi. Þar reis fyrsti verslunarstaðurinn i firðin- um, Fornubúðir, en skipalægi var þar bæði traust og gott. Þar stóð kirkja i eina tið og grafreitur, en minjum um mannvirki og forna ibúa á Háa granda var rutt burt með grafvélum við hafnargerð á tuttugustu öld. Snemma á fimmtándu öld eða árið 1419 tóku höfðingjar að setj- ast að samningum og gefa út yfir- lýsingar i Hafnarfirði, en siðasta varðveitta skjaliö staðsett i Hval- firði er frá sumrinu 1405. A árun- um 1412—19 urðu alger umskipti á siglingum hingað til lands. — Aðrir helstu verslunarstaöir við Faxaflóa og Breiöafjörð um þetta leyti? — Þerneyjarsund er fyrst nefnt sem verslunarhöfn 1391, eða sama ár og Hafnarfjörður. Þar getur rústa fornra skreiðar- byrgja, og einnig á að sjá þar marka fyrir búöatóftum. Þerney skýlir höfninni, svo að þar er gott skipalægi. Úr Viðey hefur verið skammt að sækja verslun á Þern- eyjarsund. Umskipti á högum eignastéttarinnar — Verslunarhöfnum hefur fjölgað mjög hér á landi á fjórt- ándu öld? — A fjórtándu öldinni fer kaup- sigling til landsins vaxandi. Þá urðu til nýir verslunarstaðir, sem siðan hafa haldist: Hafnarfjörð- ur, Grunnasundsnes (Stykkis- hólmur), Skutilsfjörður (Isa- fjörður), Siglufjörður og Grinda- vik, en Þerneyjarsund og Hval- fjörður eða Búðasandur á Háls- nesi lögðust af og Gásar fluttust um set, en Straumfjörður og Tálknafjörður virðast ekki hafa náö þvi á miðöldum að verða var- anlegar verslunarhafnir. — Af hverju stöfuðu þessar auknu kaupsiglingar til landsins? — A fjórtándu öld urðu hér all- mikil umskipti á högum eigna- stéttarinnar i landinu. Þá varð sjávarafli mörgum jarðeigendun- um auðsuppspretta, en landbún- aður fjárfesting, og hefur svo haldist fram á þennan dag. fs- lendingar hafa sótt gull i greipar ægis, en skrimt af landbúnaði. dþ. Gleðileg jól F arsælt komandi ár þökkum viðskiptin á liðna árinu Efnagerðin Yalur Kársnesbraut 124 Kópavogi Sendum öllum viðskiptavinum og velunnurum beztu jólakveðjur með ósk um farsælt nýtt ár Þökkum viðskiptin á liðnum árum. KAUPFÉLAG STÖÐFIRÐINGA Stöðvarfirði og Breiðdalsvik íslenzkar og erlendar jólagjafabækur í mjög fjölbreyttu úrvali Bókaverzlun Snæbjarnar Hafnarstræti 4. Bókaverzlun Snæbjarnar Hafnarstræti 9.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.