Þjóðviljinn - 24.12.1975, Side 4

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Side 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN — Jólablað 1975 veriö nýlunda, en varB varanleg, Fjörðurinn er af náttúrunnar hendi einhver besta höfn lands- ins. Þar gekk mikill grandi norð- austur úr Hvaleyrinni, Hvaleyr- argrandi, og endaði á Klappar- holti, Háa granda eða Granda- höfði, nokkuð frá landi. Þar reis fyrsti verslunarstaðurinn i firðin- um, Fornubúðir, en skipalægi var þar bæði traust og gott. Þar stóð kirkja i eina tið og grafreitur, en minjum um mannvirki og forna ibúa á Háa granda var rutt burt með grafvélum við hafnargerð á tuttugustu öld. Snemma á fimmtándu öld eða árið 1419 tóku höfðingjar að setj- ast að samningum og gefa út yfir- lýsingar i Hafnarfirði, en siðasta varðveitta skjaliö staðsett i Hval- firði er frá sumrinu 1405. A árun- um 1412—19 urðu alger umskipti á siglingum hingað til lands. — Aðrir helstu verslunarstaöir við Faxaflóa og Breiöafjörð um þetta leyti? — Þerneyjarsund er fyrst nefnt sem verslunarhöfn 1391, eða sama ár og Hafnarfjörður. Þar getur rústa fornra skreiðar- byrgja, og einnig á að sjá þar marka fyrir búöatóftum. Þerney skýlir höfninni, svo að þar er gott skipalægi. Úr Viðey hefur verið skammt að sækja verslun á Þern- eyjarsund. Umskipti á högum eignastéttarinnar — Verslunarhöfnum hefur fjölgað mjög hér á landi á fjórt- ándu öld? — A fjórtándu öldinni fer kaup- sigling til landsins vaxandi. Þá urðu til nýir verslunarstaðir, sem siðan hafa haldist: Hafnarfjörð- ur, Grunnasundsnes (Stykkis- hólmur), Skutilsfjörður (Isa- fjörður), Siglufjörður og Grinda- vik, en Þerneyjarsund og Hval- fjörður eða Búðasandur á Háls- nesi lögðust af og Gásar fluttust um set, en Straumfjörður og Tálknafjörður virðast ekki hafa náö þvi á miðöldum að verða var- anlegar verslunarhafnir. — Af hverju stöfuðu þessar auknu kaupsiglingar til landsins? — A fjórtándu öld urðu hér all- mikil umskipti á högum eigna- stéttarinnar i landinu. Þá varð sjávarafli mörgum jarðeigendun- um auðsuppspretta, en landbún- aður fjárfesting, og hefur svo haldist fram á þennan dag. fs- lendingar hafa sótt gull i greipar ægis, en skrimt af landbúnaði. dþ. Gleðileg jól F arsælt komandi ár þökkum viðskiptin á liðna árinu Efnagerðin Yalur Kársnesbraut 124 Kópavogi Sendum öllum viðskiptavinum og velunnurum beztu jólakveðjur með ósk um farsælt nýtt ár Þökkum viðskiptin á liðnum árum. KAUPFÉLAG STÖÐFIRÐINGA Stöðvarfirði og Breiðdalsvik íslenzkar og erlendar jólagjafabækur í mjög fjölbreyttu úrvali Bókaverzlun Snæbjarnar Hafnarstræti 4. Bókaverzlun Snæbjarnar Hafnarstræti 9.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.