Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 46
46 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Jólablað 1!I75.
Þaö er bara svona
þetta, svaraði loðnupabbi. Og
mundu mig um það sonur, að
gera allt sem i þinu loðnuvaldi
stendur til að komast i sem best-
an flokkinn.
Kveðjustundin var runnin upp.
Loðnumamma, loðnupabbi,
loðnubróðirinn og litli loðnufisk-
urinn stóðu við garðshliðið.
Mundu að vera gott loðnubarn,
sagði loðnumanna og faðmaði
litla loðnustrákinn sinn. Gættu
hans vel. sagði hún við loðnubróð-
urinn.
Haldið vöku ykkar, sagði loðnu-
pabbi og klappaði loðnubræðrun-
um.
Siðan tók loðnupabbi i höndina
á loðnumömmu og þau syntu af
stað. Loðnumömmur og loðnu-
pabbar i götunni bættust við og
brátt varð þetta álitlegur hópur
sem synti áleiðis að stóra fjallinu.
Litli loðnufiskurinn horfði á eftir
hópnum.
Á hvað ertu að glápa, aulinn
þinn, sagði loðnubróðirinn. Mað-
ur gæti haldið að þú hefðir aldrei
séð loðnur áður.
Litli loðnufiskurinn virti hann
ekki viðlits: Ég fer með þeim,
hugsaði hann.
Mér er alveg sama þó þú stand-
ir hér og grotnir niður. Ég ætla
inn að horfa á sjónvarpið, sagði
loðnubróðirinn og synti heim að
gjótunni. Litli loðnufiskurinn stóð
drykklanga stund við hliðið og
horfði á loðnuhópinn fjarlægjast.
Þegar hann rétt greindi hópinn
sem dökkan hnoðra i fjarska
læddi hann sér útum hliðið og hélt
i humátt á eftir þeim.
Aldrei hafði litli loðnufiskurinn
farið svona langt frá heimili sinu.
Aldrei hafði hann séð svona mörg
og stór tré. Aldrei hafði hann séð
svona marga alls konar fiska.
betta var gaman. Hann tók helj-
arstökk af kátinu, synti i hringi og
dólaöi á.fram á bakinu horfandi
uppi sjávarhimininn. Honum
l'annst hann hamingjusamur og
frjáls. Af og til tók hann smá
sundspretti svo hann hefði loðnu-
þústina alltaf i augsýn. Þarna var
stóra íjailið beint framundan.
Hann horfði á það með aðdáun.
Til aö komast yfir fjallið varð
hann að synda upp eftir þvi, en
leiðin var löng og þegar hann var
hálfnaður. var hann orðinn svo
þreyttur að hann lagðist á syllu og
hvildi sig. Þvilikt útsýni. Langt,
langt i burtu var loðnuþorpið
einsog pinulitill depill. Óskaplega
var sjórinn stór. Hann var viss
um að hvergi i heiminum væri til
jafn stór sjór og þessi.
Þegar hann var orðinn af-
þreyttur hélt hann áfram upp
brattann. Hann sá ekki lengur
loðnuhópinn úr þorpinu hann var
sjálfsagt kominn uppá tindinn
Litli loðnufiskurinn hélt ótrauður
áfram og loks var hann kominn
upp. Hann fann til sigurgleði.
Hann litli loðnufiskurinn var
kominn uppá stóra fjallið. Loðnu-
hópurinn úr þorpinu sást i fjarska
ásamt fleiri loðnuhópum. Annan
eins aragrúa af loðnu hafði hann
alclrei séð.
Lað er svo sem nóg til af þessu.
sagði rödd við hliðina á honum.
Litli loðnufiskurinn hrökk i kút.
Þú þarlt ekki að vera hræddur,
ég geri þér ekkert mein. sagði
röddin.
Litli loðnufiskurinn leit við:
llvert þó i logandi. Hósi, stamáði
litli loðnufiskurinn og roðnaði.
Svo þú þekkir mig. sagði llósi
og kimdi. Jú, ekki gat litli loðnu-
fiskurinn neitaö þvL
Hann er ekkert a'gilegur, hugs-
aði litli loðnufiskurinn og virti
llósa fyrir sér. Hárið hans Hósa
bylgjaðist meðr undiröldunni og
það var ró og lriður yfir svip
hans: Ég er viss um það er engin
lús i hárinu á þér, sagði lilli
loðnufiskurinn.
Nei, ónei. svaraði Hosi. Minn
timi er ekki kominn, ekki ennþá.
Kn hann kemur. Ég kem hingað
til að fylgjast með loðnuaulunum.
Tilað sjá hvernig þeim verður við
þegar þær skynja og skilja að þær
hafa lagt vitlausl mal á hlutina i
loðnulifinu. greyin þau arna.
Hvernig þá. spurði litli loðnu-
íiskurinn.
Biddu hægur. svaraði Hósi. Ini
færð að sjá.
Þeir lágu á fjallstindinum. und-
iraldan vaggaði þeim, værð kom
yfir litla loðnufiskinn og hann
fann til öryggis við hliðina á
Hósa.
Ég held ég sé að sofna, sagði
litli loðnufiskurinn syfjulega.
t>að er ágætt, svaraði Hósi.
Stundum er betra að vera sofandi
en vakandi.
Ég sé götóttan vegg sem hreyf-
ist, sagði litli loðnufiskurinn æst-
ur.
Hann trúði tæpast sinum eigin
augum.
bað er net, sagði Hósi.
Hvað er net? spurði litli loðnu-
fiskurinn.
Það er veiðarfæri sem menn-
irnir nota til að ná loðnunni uppúr
sjónum, sagði Hósi.
Hvað gera mennirnir við loðn-
una þegar hún er komin uppúr
sjónum? spurði litli loðnufiskur-
inn.
Komdu með mér, við skulum
fylgjast með þvi, svaraði Hósi og
synti af stað eftir netinu. Litla
loðnufiskinum fannst hann svlfa
áfram og upp án nokkurrar fyrir-
hafnar. Þetta var undarlegt. Þeir
voru á leiðinni uppúr sjónum.
Við deyjum af viö lörum uppúr
sjónum, sagði litli loðnufiskurinn.
Bróðir minn las það i bók.
Okkur er óhætt, svaraði Hósi.
Bækur segja ekki alltaf satt og
rétt frá. Sjáðu litli loðnufiskur.
ÞesSi hlutur sem flýtur ofan á
sjónum heitir bátur. Mennirnir
búa bátana til svo þeir geti siglt á
sjónum. Litli loðnufiskurinn
horfði undrandi á það sem var að
gerast i kringum hann. Hann sá
netið þrengjast utanum loðnuna i
sjónum. Kúlulagaður hlutur með
langri áfastri slöngu stakkst of-
ani sjóinn Litli loðnufiskurinn sá
loðnurnar spýtast útum endann á
slöngunni. renna til,á járngrind-
um og hverfa niður um gat á
bátnum.
Detta loðnurnar i sjóinn aftur?
spurði litli loðnufiskurinn hissa.
Nei, ónei. svaraði Hósi. Þær
lenda á botninum i bátnum, Þar
biður loðnan meðan mennirnir
kasta netinu aftur i sjóinn til að
ná i meiri loðnu og aftur enn
meiri loðnu. Þegar báturinn er
orðinn fullur af loðnu, þá er siglt
til lands.
Hósi og litli loðnuliskurinn
íylgdust með bátnum stigla til
lands og litli loðnufiskurinn var
ekkert nema augu og eyru. Aldrei
á sinni loðnuævi hafði hann kom-
ist i kynni við slikt og þvilikt.
Svona er nú það, sagði Hósi.
Gættu þin nú að reka þig hvergi á
þegar við erum komnir til lands.
þá gæti farið illa.
Litli loðnufiskurinn færði sig ó-
sjálfrátt na>r Hósa.
Þarna er frystihúsið, sagði
Hósi. Lokatakmark loðnuheimsk-
ingjanna sem halda að mennirnir
sem standa allan liðlangan dag-
inn við l'ullt færiband af loðnu
flokki þær niður eftir þvi, aö þeir
loðnuheimskingjar sem hafa ver-
ið allra loðna girugastar i loðnu-
lifinu. eru leitastar og fallegastar
og eigi allra mest, fari i hæsta
liokk. Hundrað prósentuflokkinn
Loðnuheimskingjar sem halda að
na'sta llokk fyrir neðan fylli þær
loðnur sem eru undirokaðar af
stórbokkaloðnunum. Loðnur sem
óskuðu að vera i fótsporum stór-
bokkanna, flokkur áttatiu pró-
sentanna. Loðnuheimskingjar
sem halda að siðan komi flnkkur
sextiu prósenta. FHokkur milli-
stéttarloðnunnar sem sefur allt
sitt lif. Étur sofandi. syndir sof-
andi meira að segja sefur sofandi.
Loðnuheimskingjar sem halda að
lélegasti flokkurinn. I'lokkurinn'
sem er tvisvar sinnum stærri en
millistéttarflokkurinn. þrisvar
sinnum sta'rri en stórbokkaundir-
tyllurnar og fjórum sinnum
stærri en girugustu loðnurnar.
Kr það flokkurinn semá enga
Irystikistu og engin sjónvörp og
na'stum engin spariföt? greip
litli loðnufiskurinn frammi fyrir
honum.
Kétt vinur. Þú ert fljótur að
læra. sagði Hósi og brosti. Litli
loðnufiskurinn brosti á móti. Hon-
um lannst Hósi lallegur.
Kn. sagði Hósi. sá llokkur er
hreinasta hörmung.
So'fa þeir lika? spurði litli
löðnufiskurinn.
Ekki nóg með það, svaraði
Hósi. Heldur er einsog blindir séu
á báðum. Þeir sjá ekki efri flokk-
ana éta stærstu og bestu átuna,
þeir taka þvi sem að þeim er rétt.
Það er einsog þeir hafi misst alla
heyrn, þeir heyra ekki það sem
við þá er sagt og málinu hafa þeir
týnt virðist vera, þvi aldrei heyr-
ist frá þeim hósti né stuna.
Sjáðu Hósi, sagði litli loðnufisk-
urinn og var mikið niðri fyrir.
Þarna er Sjáaldur á færibandinu.
Hann fer i lægsta flokkinn. Sjáðu
Hósi, sjáðu. Þarna er Gúndi sem
keyrir ýtuna og Fúsi sem vinnur á
nóttunni og sefur á daginn og Vari
sem á búðina á horninu og Raggi
sem lemur konuna sina þegar
hann er fullur. Sjáðu, þeir fara i
millistéttarflokkinn. Þarna er
pabbi hans Lubba á fjórtán. Sástu
Hósi. Hann fór i áttatiu prósentu
flokkinn. Og þarna kemur pabbi.
Litli loðnufiskurinn fylgdist
með loðnupabba á færibandinu.
Hann sá mennina taka hann upp
og setja i lægsta flokkinn. Litli
loðnufiskurinn heyrði pabba sinn
hrópa: Þetta hlýtur að vera mis-
skilningur. Ég á ekki að fara i
loðnumjöl.
Litli loðnufiskurinn fann til með
pabba sinum og tárin þrýtust
frami augnkrókana. Allt i einu sá
litli loðnufiskurinn mennina baða
út höndunum, taka loðnupabba
upp og setja i flokk með þeim sem
lifa sofandi, éta sofandi og sofa
sofandi.
i ákafa sinum að fylgjast með
gleymdi litli loðnufiskurinn sér og
flaut upp undir loi't. Hann heyrði
Hósa hrópa: Gættu þin Iitli loðnu-
fiskur, gættu þin.
Skrýtið atarna, heyrði litli
ioðnufiskurinn sagt við hliðina á
sér. Hann kom tíl sjálfs sins uppi
á fjallsbrúninni. Það var Hósi
sem hann hafði heyrt tala.
Jæja, vinur. sagði Hósi. Það er
oröið áliðið, við ættum að fara að
koma okkur heimleiðis.
Mig dreymdi svo undarlega,
sagði litli loðnufiskurinn með
grátstaf i kverkunum.
Okkur dreymir oft svo undar-
lega vinur, sagði Hósi og strauk
ljtla loðnufiskinum um vangann.
Loönurnar eru enn að synda i
netið, sagöi litli loðnufiskurinn.
Það gera þær, sagði Hösi. Um
tima og eilifð munu þa>r halda þvi
áfram eltir einskis nýtt og innan-
tómt lif.
Verður það alltal' þannig,
spurði litli loðnufiskurinn.
Það er undir okkur sjálfum
komið. svaraði Hósi. Litli loðnu-
fiskurinn var þungt hugsi.
Skyndilega snéri hann við.
Hvað ertu að fara, spurði Hósi.
Biddu aðeins, syaraði litli
loðnufiskurinn. Hann synti fram á
fjallsbrúnina, hvessti augun á
loðnuhópana sem syntu i netið:
Biðið bara. þessu verður breytt,
hrópaði hann.
llósi svnti uppað hlið litla
loðnulisksins. Um stund horfðu
þeir á loðnuna flykkjast i netið-
uns það var orðið troðfullt.
Komdu vinur. sagði Hósi. Við
skulum leggja i hann.
Þeir syntu af stað niður l'jalls-
hliðina og i fjarska sáusl ljósin 1
loðnuþorpinu.
Sængur og koddar
DÚN- OG
FIÐURHREINSUNIN
Vatnsstíg 3, sími 18740
(Orfá skref frá Laugavegi)
KRISTALS- OG GLERVORUR
t
HADbLAND
Hadeland Glassverk hefur 200 ára reynslu I framleiðslu á kristal. I dag er Hadeland
kristail hannaður af listamönnum og fagmönnum, hverjum á sinu sviði og er þekktur viða'
um heim fyrir gæði og fegurð, kristallinn er sérstaklega hreinn, og er inikill hijómur I hon-
um (30% Pbo)Þérgetiöþvi verið örugg um gæöi og vandvirkni, ef Hadeland merkiö er á
kristalnum.
LAUGAVEG 48 SIMI 15442