Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 25
Jólablað 1975 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 25 INDÍÁNAR Við islendingafljót: þarna varð fyrsti fundur indiána og islendinga. hlytu að vera allskyld tungumál, þvi að lengstu orðin i báðum mál- unum væru nákvæmlega jafn löng! Annar vestur-islendingur, sem mæltur var á cree, var Helgi Einarsson frá Neðra Nesi, sem giftist indiánakonu og samdi sig að sið indiánanna. Hann skrifaði merka ævisögu sina á gamals aldri. Þessi nánu kynni leiddu vitan- lega til nokkurrar blóðblöndunar. Haft var eftir Guttormi J. Gutt ormssyni að blóðblöndun frans- manna og indiána væri ákaflega slæm, en blóðblöndun islendinga og indiána gæfi hins vegar sér- staklega góðan árangur! En ekki er vist að samband islenskra sveitadrengja við rauðskinna- stúlkur hafi alltaf verið auðvelt, ef marka má lýsingu Stephans G. Stephanssonar á indiánakonu: En frið er hún — hávaxin haukleg og grönn, með hárskóginn kolmyrkan, siðan. Með glottandi munninn og m jallhvfta tönn, og metnaðar dirfðarsvip striðan. Með eldblæ i augnanna tinnum og æskulétt hörund á kinnum. Ramsay með einum lækninum, dr. Baldwin, og Magnúsi Stefáns- syni túlki hans, yfir vatnið til Sandy River, þar sem margir ættingjar Ramsays bjuggu. Þá fundu þeir lik 200 manna i indi- ánakofum: sumir höfðu dáið úr bólu en aðrir úr kulda og hungri. 1 þessum bólufaraldri missti John Ramsay Betsy konu sina og tvo syni, og flutti hann þá með Mary dóttur sinni til Matheson Island. Hann mun þó hafa haldið sam- bandi við islendinga i Fljóts- byggð. A þeim slóðum var þá mikið um indiána. Nú er hins veg- ar fátt þeirra eftir þar nema helst kynblendingar, byggðir þeirra eru norðar. En hvaða indiánar voru það, sem islendingar komust þarna i kynni við? Menning indiána er kafli, sem hvitir menn hafa, af augljósum ástæðum, alltaf viljað fella burt úr sögunni; þeim hefur verið illa við að rifja upp þá stað- reynd að saga hvitra manna i Vesturheimi byrjar með þjóðar-' morði. Þess vegna hafa hvftir sagnfræðingar gjarnan vanmetið tölu indiána og gefið þá mynd af þeim að þeir hafi verið menning- arsnauðir villimenn, sem reikað hafi um i óskipulegum hópum. Þegar minnst er á þátt indiána i sögu Ameriku á 18 og 19. öld, er alltaf gert sem minnst úr honum og um leið látið i það skina að honum sé nú lokið og indiánarnir útdauðir eða um það bil að hverfa úr sögunni. Sannleikurinn er talsvert ólik- ur. Indiánarnir skiptust (og skipt- ast enn) i misjafnlega stórar þjóðir, sem hafa sina sérstöku menningu hver. Þegar hvitir menn komu fyrst til Kanada var svo háttað þar, að á öllu svæðinu frá Atlantshafsströnd til Kletta- fjalla bjuggu náskyldir þjóðflokk- ar sem töluðu mjög lik tungumál: hin svonefndu algonkin-mál. Frá þessu var aðeins ein undantekn- ing og var það herþjóðin fræga irókesar, sem var af allt öðrum uppruna og kemur reyndar ekk- ert við sögu hér. Algonkin-þjóð- irnar, sem voru tiltölulega fjöl- mennar, drógu nafn sitt af einum þessara þjóðflokka, sem bjó nokkuð inni i landi, vestarlega i Kvibekk. Það er sennilega við indiána á þeim slóðum, sem Jó- hann Magnús Bjarnason á, þegar hann yrkir um skógardrottning- una Vöndu („Haugur hins hvita manns”): Algonquins ættbálkar tiu árlega færðu henni korn og fimni hundruð bjarndýrafeldi og fimmtiu elgsdýra-horn. Meðal annarra helstu algonk- in-þjóða (i viðri merkingu) má nefna massachussetts-indiána, delavara og móhikana i Nýja Englandi (sem lesendur indiána- bóka munu sennilega kannast við), montagnais i Kvibekk, na- skapi i Labrador, mikmak og menomini i grennd við vötnin miklu, odjibwa og cree á sléttun- um þar fyrir norðan og vestan og loks svartfætlinga (blackfeet) vestur við Klettafjöll. Talið er að algonkin-þjóðirnar hafi breiðst út frá austri til vesturs, og skammt sé siðan sléttuþjóðirnar tóku sér bólfestu á þeim slóðum þar sem þær voru þegar hvitir menn kynntust þeim. Hvað atvinnu- hætti snerti var talsverður munur á skógarindiánum austan til og sléttuindiánum fyrir vestan. Menning eystri algonkin-þjóða var hin merkasta, en sléttuþjóð- irnar höfðu glatað henni að nokkru leyti og tekið upp i' staðinn þætti Ur menningu annarra (og ó- skyldra) sléttu-indiána. Langt er siðan fyrst var farið að skrifa á algonkinmálum: þegar á árunum 1961—63 þýddi John Eliot bibliuna á algonkin og var það i fyrsta skipti sem biblian var prentuð i nýlendum i Norður-Ameriku. Þeir indiánar sem islendingar hittu fyrir á vesturströnd Winni- pegvatns, þegar þeir voru að slá eign sinni á Nýja tsland voru allir af sama bergi brotnir: það voru hinir svonefndu sléttu-cree indi- ánar, er svo voru kallaðir til að- greiningar frá annarri grein sömu þjóðar, fenja-cree indián- um, sem bjuggu miklu austar og munu hafa orðið þar eftir þegar algonkin-þjóðir fluttust vestur á slétturnar miklu. Sléttu-cree indi- ánar virðasthafa verið mjög stór þjóð ef miðað er við aðrar indi- ánaþjóðir, og náði land þeirra yfir stóra hluta af Manitoba og Saskatchewan og allt inn i Al- berta. Helstu nágrannar þeirra voru frændur þeirra odjibwa og svartfætlingar sem töluðu ná- skyld mál, og svo hinir frægu sioux-indiánar i suðri, sem voru þeim algerlega óskyldir þótt menning þeirra hefði reyndar talsverð áhrif á menningu cree-þjóðarinnar. Þessar þjóðir koma þó ekkert við sögu i Nýja Islandi. Ýmsir islendingar bjuggu i nánu sambýli við cree-indiána og kynntust menningu þeirra vel. Það var ekki óalgengt að indiánar lærðu ágæta islensku, og er all- fræg saga um islenskan hdskóla- mann, sem hitti islenskumælandi indiána á bjórstofu einhvers stað- ar norður á Hecla Island. „Ert þú islendingur?” spuröi háskólamaðurinn alveg stein- hissa. „Nei, ég er skagfirðingur!” svaraði indfáninn um hæl, og það stóð heima, að hann hafði verið i fóstri hjá hjónum úr Skagafirði. Um það voru einnig nokkur dæmi að ýmsir vestur-islendingar væru allvel mæltir á Cree-tungu. Einn þeirra var Guttormur J. Guttormsson skáld, sem ólst upp innanum indiána, lærði tungumál þeirra og öðlaðist dýpri skilning á kjörum þeirra en yfirleitt tiðk- aðistá þeim árum, a.m.k. meðal engilsaxneskra þjóða. Guttormur dró þá ályktun af þessari mála- kunnáttu sinni að islenska og cree En frið eins og blákunótt hausttima á, er himintungl skýbólstra vaða og niðandi veðurhljóð vestrinu frá sér varpa seni forboði um skaða — hvort helst þessi hláka eða fýkur? Sá himinn er hvortveggju lfkur. Hvernig sem þettá var, þá ber öllum saman um að sambúð is- lendinga og indiána hafi verið á- kaflega góð og náin, og telja margirástæðuna hafa verið þá að islendingar litu ekki niður á rauð- skinna eins og flestir gerðu heldur töldu þá menn með mönnum. Sumirhalda þvi reyndar fram, að indiánarnir hafi launað liku likt og alls ekki litið á islendinga sem „bleikhöfða”. Einu sinni á kana- disk flugvél að hafa nauðlent i ó- byggðum norðarlega i Manitoba. Flugmaðurinn komst út úr vélinni og hitti indiána að máli og spurði þá hvort ekki væru neinir hvitir menn á þessum slóðum. Indián- arnir sögðu svo ekki vera; þarna væru aðeins indiánar og islend- ingar! Um cree-indiána og menningu þeirra hefur mikið verið skrifað, en blaðamaður Þjóðviljans kaus þó heldur að fræðast um hana hjá vestur-islendingum, sem höfðu haft béin kynni af þeim. Þau hjónin Gunnar og Margrét Sæ- mundsson i Árborg kunnu margt frá þeim að segja. Margrét Sæmundsson fæddist við Pebble Beach („Sandmalar- sýslu”) i Siglunesbyggð við Mani- toba-vatn. Þar i grennd var þá talsverð indiánabyggð, og kom gamall maður oft heim til þeirra og kenndi börnunum cree. Siðar umgekkst hún indiána, sem voru vinnumenn á bæjum þar um slóð- ir, og fór svo að lokum. að hún skildi mál þeirra fullvel. þótt ekki gæti hún talað það. Áleit hún að það væri, fremur einfalt mál og auðlært.Hún lýsti indiánunum svo að þeir væru afskaplega trvggir. og kæmist maður einu sinni i vin- fengi við indiána yrði hann vinur manns alla tið upp frá þvi. Hins vegar væru þeir óáreiðanlegir i vinnu. lifðu aðeins fyrir daginn og hefðu ekkertiimaskyn á vestræna visu. Skúli Sigfússon. sem lengi hafði fengist við vegalagningu i ó- byggðum i Norður-Mamtoba og haft indiána i vinnu, staðfesti þessa lýsingu að nokkru leyti: hann tók þann kostinn að borga þeim ekki kaup fyrr en verkinu var lokið, en þá voru þeir lika góður vinnukraftur. Þetta mun vera dæmigerður hugsunarháttur veiðimannaþjóðar. sem er jafn illskiljanlegur fyrir okkur og hugsunarháttur skrifstofublókar i Reykjavik fyrir cree-indiána. Að sögn Gunnars og Margrétar reikuðu cree-indiánar áður fyrr um slétturnar og fylgdu eftir vis- undahjörðunum. sem þeir lifðu á. Þeir bjuggu þá i margföldum skinntjöldum, sem .voru bæði hlý og hreinleg. Þegar þeir veiddu visunda. skáru þeir kjötið i lengj- ur og hengdu það á súlur hærra en svo að flugur næðu i það. Þannig þurrkuðu þeir það i vindi og sólskini. svo að skel kom á það. Siðan stöppuðu þeir það saman við bláber og feitmeti og séttu t Framhald á bls. 34 Verkamannafélagið Dagsbrún óskar öllum félögum sínum og öörum velunnurum GLEÐILEGRA JÓLA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.