Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 35

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 35
Jólablað 1975 — ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 5 VESTUR- ÍSLENSK MENNING Framhald al'il3. siðu varði um Vilhjálm á þessum stað með umdeildri styttu og áletrun- um á islensku, ensku og frönsku, og er þetta eitt það fyrsta sem is- lendingum er sýnt á Nýja Islandi. Vilhjálmur var bæði mannfræð- ingur og málfræðingur og byrj- aði, eins og fyrr var sagt, á þvi að skrifa gagnmerka grein um vest- ur-islensku. Hann hafði mjög mikla rithöfundarhæfileika, en skrifaði bækur sinar um ferðalög sin i heimskautahéruöum Kanada á ensku. Siöasta verk hans var ævisagan, en þá var hann orðinn bitur og hafði orðiö fyrir barðinu á McCarthyismanum. En Vil- hjálmur Stefánsson kunni vel is- lensku, og er enn i minnum haft hve frábær ræðumaður hann var á þvi máli. Guttormur J. Guttormsson fæddist á Nýja tslandi 1878 og var allan sinn aldur skáld og bóndi i Fljótsbyggð, en kom nokkrum sinnum i heimsókn til tslands. Hann varð fjörgamall, dó ekki fyrr en 1966. A langri ævi gaf hann út margar ljóðabækur, en einnig leikrit og ritgerðir, og kunna vestur-islendingar mörg ljóð hans utanbókar. Þótt ljóðmál Gutt- orms sé algerlega islenskt eru yrkisefnin og andrúmsloft kvæð- anna sprottin og úr jarðvegi Nýja tslands, og má segja að hann komist næst þvi allra skálda að vera rödd þess. Það jók enn á vinsældir hans vestra, aö hann var mjög skemmtilegur maður og andrikur og frábær samkvæmis- maður. Á tslandi er hann senni- lega þekktastur fyrir kvæðið Sandy Bar, en sjálfum mun hon- um þó ekki hafa þótt sérlega mik- ið til þess koma. Nokkrum árum áður en hann dó, las hann úrval kvæða sinna inn á plötu og vildi þá ekki hafa þaö með, en honum var sagt að aðdáendur hans myndi taka þvi illa af þvi yrði sleppt. Það væri meira en þarft verk ef úrval af verkum Gutt- orms yrði gefið út að nýju, t.d. i tilefni aldarafmælis hans, og þá með skýringum, þvi ekki er vist að islendingar heima átti sig allt- af á kanadiskum yrkisefnum hans. Siðasta vestur-islenska skáldið var Gisli Jónsson, sem dó i fyrra tæplega 99 ára gamall. Hafði hann hugsað sér að gefa út ljóða- bók á 100 ára afmæli sinu, svo segja má að hann hafi dáið um aldur fram. Flest það fólk, sem hefur skap- að og haldið uppi vestur-islenskri menningu, er alþýðufólk, sem að- eins gat leyft sér að glugga i bók eða huga að skáldskap i hjáverk- um. Siguröur Nordal lætur þess getið i ritgerð sinni um Stephan G. að Klettafjallaskáldið muni vafalaust hafa oröið aö vinna miklu meira en jafnvel fátækir is- lenskir bændur geröu — þótt það kæmist um slöir i allgóö efni. Blaðamanni Þjóöviljans leist svo á*sama máli myndi gegna um Minnisvaröi i Gimli um þá sem féliu I heimsstyrjöldunum: þarna eru bæði islenski og kanadiski fáninn. mikinn fjölda manna á Nýja ts- landi: það voru ekki aðeins frum- býlingsárin sem voru erfið, held- ur er ekki fjarri lagi, eins og Gunnar Sæmundsson benti á, að það hafi verið tveggja kynslóöa á- tak að leggja þetta land undir sig. Þótt andlegt fjör væri óskert, virtust margir miöaldra menn lúnir af erfiði. Fjölmargir höfðu sömu söguna að segja: á æsku- heimilum þeirra haföi veriö mik- ið unnið, en þar voru lika haldnar kvöldvökur, og þá las einhver eða jafnvel „kveðaði rimur”. Oft höfðu foreldrarnir (eða afinn og amman) gengið hart fram I að kenna börnunum islensku eða is- lenska meningu. Alec Thorarin- son, aðairæðismaður tslands i Winnipeg, sagði aö afi sinn hefði jafnan sagt af enska heyrðist á heimilinu: „hvaða helvitis bull er þetta!” En svo þegar unglingarn- ir urðu 12-14 ára urðu fjölmargir þeirra að fara að heiman og vinna fyrir sér, og varð þá litið um is- lenska menntun eftir það. Þrátt fyrir það er furðulegt hve lengi vestur-islensk menning hélst við. Gunnar Sæmundsson áleit að hún hefði haldist litt breytt fram að seinni heimsstyrjöldinni, enda hefði kreppan skorðað fólk mjög mikið. A heimstyrjaldarárunum hefði komið upplausn i þetta is- lenska þjóðfélag, og um leið hefði vestur-islensk menning farið að vikja fyrir enskum áhrifum frá útvarpi og sjónvarpi. Svo ollu skólarnir þvi að börn urðu feimin við að tala islensku. Haraldur Bessason benti lika á að fyrir nokkrum árum hefði verið íögð mikil áhersla á að kenna góðan enskan framburð i skólum og hefði þá verið gert gys aö þeim börnum sem töluðu með erlend- um hreim. Stuðlaði þetta að þvi að fæla börn frá þvi að tala is- lensku. Arangurinn varö þó ekki sá að sú kynslóð, sem nú er yngri en 40 ára, hætti alveg að tala islensku, þótt svo gæti virst i fljótu bragði. tslenskukunnáttan fer eftir svæð- um: i Winnipeg tala aðeins mið- aldra menn og eldri islensku, og þótt þeir reynist oft tala gott mál er hún gjarnan stirð i fyrstu og virðist manni að málið muni vera mjög litið talað. Alec Thorarin- son, aðalræðismaður, sagði að fyrir 20 árum hefði islenska gjarnan verið töluð á nefndar- fundum þar, en þvi væri nú alveg hætt. 1 Gimli er vitanlega talsvert meira um að menn tali góða og lipra islensku, en þeir sem það gera eru allir miðaldra og eldri. Sterkustu vigi islenskunnar eru hins vegar norðar og vestar, i Eiverton, Arborg og að Lundum, þar sem kjarni byggðarinnar var eftir útflutninginn mikla upp úr 1880. Sigmar Johnson bóndi að Osi i Riverton sagöi að af 800 ibú- um i Riverton væru um 500vestur- islendingar, og töluðu flestir þeirra islensku. Allir eldri menn gera talsvert af þvi að lesa is- lensku, og sagði Sigmar, að þegar islenskumæiandi menn hittust töl uðu þeir jafnan saman á þvi máli. A þessum slóðum hitti maður unglinga, sem töluðu lýtalausa is- lensku, þótt það væri sjaldgæft: yfirleitt sögðust unglingar ekkert kunna i málinu, en Gisli Sigurðs- son, blaöamaður Morgunblaðs- ins, gerði skemmtilega tilraun i grennd við Riverton. Hann kall- aði á islensku til tveggja smá- stelpna, sem hann hitti á förnum vegi: „Heyriði stelpur, fariði þarna upp að veggnum. Ég ætla aö taka mynd af ykkur! ” Þær hlýddu á augabragði. Siðar sögðu þær á ensku að þær gætu að visu ekki talað islensku, en skildu allt sem sagt væri. Haraldur Bessason sagði að al- gengt væri að menn væru feimnir við að tala islensku um tvitugt og segðust ekki kunna hana, en skiptu svo um og færu aö tala is- lensku um fertugt. En hvernig sem islenskukunn- átta manna er, verður maður alls staðar var viö mjög mikinn áhuga á Islandi og málinu. öllum ber saman um að gagnkvæm ferðalög milli tslands og islendingabyggða vestanhafs undanfarin ár hafi mjög aukið þennan áhuga. Hóp- ferðir vestur-islendinga til ts- lands hófust um 1967, en það var ekki fyrr en i sumar að islending- ar fóru að koma i stórum stil til Kanada. Það er ósk allra, að unnt verði að efla þessar ferðir i fram- tiðinni. 1 sumar var einnig gerð tilraun með útvarpsendingar á islensku i fjölþjóða útvarpsstöð i Winnipeg, sem útvarpar á 15 tungumálum. Það var Guðbjartur Gunnarsson, sem sá um sendingarnar og var þetta hálftima þáttur einu sinni i viku. Útsendingarnar hófust i april og var flutt islenskt og vest- ur-islenskt efni af ýmsu tagi: þar var leikin islensk tónlist, lesið upp og kaflar fluttir úr leikritum, og munu einir átján menn hafa kom- ið þar fram. Þættirnir urðu ákaf- lega vinsælir: á flestum heimil- um þar sem blaðamaður Þjóð- viljans kom, könnuðust menn við þá og höfðu hlustað á a.m.k. nokkra þeirra. Þættirnir urðu alls 22, en þeim var hætt i september vegna fjárhagsörðugleika. Von- ast menn til að unnt verði að hef ja þessar útsendingar á ný. Vikublaðið Lögberg-Heims- kringla heldur stöðugt áfram að koma út, þótt það eigi einnig i talsverðum fjárhagsörðugleik- um. Caroline Gunnarsson, sem tók við ritstjórn blaðsins 1971, sagði að áskrifendur þess heföu lengi verið um 4000, en þeim hefði fjölgað um þúsund i sumar, og hefði blaðið útbreiðslu um allan Vesturheim. Caroline skrifar m.a. i blaðið sérstakan dálk, sem nefnist Spjall, og er þar fjallað i alllétum dúr um ýmsar hliðar á tungutaki og þjóðlifi vestur-is- Framhald á 37. siöu. Viðtal við HARALD BESSASON, prófessor ÍSLENSKU- KENNSLA A mildum haustdegi gekk blaðamaður Þjóðviljans á fund Haraldar Bessasonar prófessors, sem kennir islensku við Manitoba-háskóla i Winnipeg, og spurði hann hvernig háttað væri islenskukennslu á háskólastigi i Manitoba. „tslenska var kennd i Winni- peg-háskóla á árunum 1901—1926, en þá lagðist kennslan niður, þvi að Skúli Johnson, sem hana ann- aðist, tók þá við prófessorsemb- ætti i klassiskum málum. Arið 1950 hófst svo islenskukennsla að nýju i Manitoba-háskóla og hefur haldið áfram óslitið siðan.” Hvernig er kennslunni háttaö nú? „Islenskunámið tekur þrjú ár, og er bæði kennt fornmál og nú- timamál. Auk þess eru timar i fornislenskum bókmenntum, sem eru lesnar i þýðingum. I vetur eru alls 33 nemendur og eru flestir á fyrsta ári.” Ert þú eini kennarinn? „Ég er eini prófessorinn i islensku, en ég hef nokkra menn mér til aðstoðar. Valdimar Lár- usson annast að nokkru leyti kennslu nemenda á fyrsta ári, og ■ ■■■■■■■ með honum kennir einnig Baldur Hafstað. Keneva Brandson fer yf- ir Eddukvæði i þýöingum og held- ur fyrirlestra um goðafræði.” Kennir þú nemendum eitthvað i „vestur-Islensku”? „Nei, en ég hef hins vegar hald- iðfyrirlestra um vestur-islensku i tengslum við kennslu i almennum málvisindum. Þess má geta að nokkuð er um vestur-islendinga i timum hjá mér, og hafa ýmsir þeirra islensku að móðurmáli, Þeir eru flestir á fyrsta ári, en siðan blandast þetta meira.” Fer einhver önnur starfsemi fram innan islenskudeildar Mani- tobaháskóla? „Háskóiinn fæst einnig nokkuð viö útgáfustarfsemi. Fyrst var gefin út Sturlubók Landnámu, sem Hermann Pálsson og Paul Edwards þýddu, og siðan tslands- saga Jóns Jóhannessonar i þýðingu minni. Nú er verið að undirbúa útgáfu Grágásar i þremur bindum, og er sú þýðing gerðaf Peter Foote, Andrew Den- is og Richard Perkins. Loks höf- um við einnig i undirbúningi út- gáfu á bindi ritgerða um Eddu- kvæði.” I Rætt við Sigurstein Alec Thorarinson, aðalræðismann 40.000 manns af íslensku bergi A eynni Hecla Island i ræknisfélagið er nú orðið eina Winnipeg-vatni hitti blaðamaður Jélagið, sem brúkar eingöngu Þjóðviljans Sigurstein Alec islenska tungu, en starfsemi þess Thorarinson, lögfræðing, sem nú er talsvert að dragast saman. Svo er oröinn aðalræðismaður tslands er einnig til félagið „Icelandic- i Winnipeg, og lagöi fyrir hann Canadian club”. sem starfar á nokkrar spurningar. ensku. Það heldur árshátið einu Hvað hefur þú lengi verið aðal- sinni á ári, og gefur út timaritið ræðismaður tslands hér? ..The Icelandic Canadian”. Loks „1 eitt ár. Grettir Jóhannesson hefur ..Canada-Iceland var fyrirrennari minn i þessu Foundation” það starf að aðstoða starfi, en hann lét af störfum i stúdenta og veita styrki." nóvember i fyrra, og þá tók ég Hvernig heldur þú að á þvi við.” standi að islensku hefur hnignað Hvað eru margir vestur-islend- hér um slóðir? ingar i Manitoba? ..Það munu ha/a verið skólarn- „Það munu vera hér um 40.000 ir sem ollu þvi. Þeir gerðu menn menn af islensku bergi brotnir.” hrædda við að tala islensku. Fyrir Hafið þið eitthvað sérstakt tuttugu árum var að algengt að félagslif nú? islenska væri töluð á nefndar- „Það er mest i kringum fundum. en nú heyrist slikt ekki „tslendingadaginn", sem tekur meir”. núna þrjá daga; þaö er fyrsti En nú talar þú sjálfur ákaflega mánudagurinn i ágúst ár hvert og góða islensku. laugar- og sunnudagurinn á und- „Það er kannske einkum afa an, Þá er alltaf haldin a.m.k. ein minum að þakka. t hvert skipti ræða á islensku. tslendingadags- sem enska heyröist á heimilinu. nefndin er mjög iðjusöm og held- sagöi hann: hvaða helvitis bull er ur fund einu sinni i mánuði. Þjóð- þetta!"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.