Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 48

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 48
48 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN — Jólablað 1975 Orkulindir íslendinga Framhald af bls. 47. að brenna því i raforkuverum og nota raforkuna td. til álvinnslu. Erfitt er þvi að spá um það hvort þarna geti orðið um alvarlega samkeppni að ræða við islenskt vatnsafl eða ekki. Svo er nú á hitt að lita að viðar er til vatnsafl en hjá okkur. Þar gæti svosem komið til samkeppni, jafnvel frá fjarlægum heimshlut- um. Mikil þörf á rannsóknum varðandi orkufrekan iðnað — Að lokum, Jakob: eiga is- iendingar að einhverju leyti að byggja atvinnulif sitt beinlinis á hagnýtingu orkulindanna i land- inu eða er rétt að tempra þaö hvcrnig af orkulindunum er aus- iö? — Mikið er rætt um að koma hér á fót orkufrekum iðnaði er nýti orkulindir okkar, vatnsafl og jarðhita, að þvi marki sem við ekki notum þær til annarra þarfa, td. hitunar húsa. Ljóst er að orku- lindir okkar eru það miklar að mikil orka getur verið til ráð- stöfunar i þessu skyni um marga tugi ára. Spurningin er sú hvort nýta beri orkulindirnar til sliks iðnaðar eða láta þær biða þar til þjóðinni hefur f jölgað svo mjög að hún getur nýtt þær til annarra þarfa, td. einhverntima á næstu öld. Hér verður að muna eftir að orkulindir okkar eru, gagnstætt td. kolum og oliu, eilifar og eyðast ekki þótt nýttar séu. Það er þvi fullkomlega raunhæfur möguleiki að nýta orku um sinn til orkufreks iðnaðar en leggja hann siðan nið- ur eftir td. 50 ár þegar verðmæt- ari not orkunnarkoma til. Þróun- ar i þessa átt gætir nokkuð td. i Noregi. En þá er það orkufreki iðnaður- inn sjálfur og áhrif hans á um- hverfi, atvinnulif, félagslif, byggðaþróun, efnahagsmál og jafnvel sjálfstæði þjóðarinnar. Um þetta er mikið deilt, sem kunnugt er, og sýnist sitt hverj- um. Sumum sýnist að slikur iðnaður muni allt að þvi eyði- leggja allt það sem talið var upp; öðrum aö hann sé nánast okkar eini bjargvættur. Umræðurnar bera það ákaflega skýrt með sér að sáralitið er vitað um áhrif orkufreks iðnaðar á þá þætti sem taldir voru, við hérlendar aðstæð- ur. Hvaða áhrif hafa ýmsar greinar sliks iðnaðar á umhverfið hér á landi? Eða á byggðaþróun? Eða það atvinnulif sem fyrir er? Eða efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar? Nánast engar rannsóknir hafa farið fram hér á landi á neinu þessara atriða, svo mér sé kunnugt, það eru ekki einu sinni til mælingar á vindstefnu og vindhraða á þeim stöðum sem hefur oft verið rætt um að reisa verksmiðjur á. Þvi siður hefur farið fram nokkur könnun á áhrif- um sliks iðnaðar á atvinnulif sem fyrir er eða á byggðaþróun. Svona rannsóknir eru að minum dómi forsenda allrar skynsam- legrar umræðu um þessi mál. An þeirra munu þær hér eftir sem hingað til einkennast af órök- studdri svartsýni annarsvegar og barnalegri oftrú hinsvegar. Það ber þvi að minu mati mikla nauð- syn til þess að hið bráðasta verði byrjað að rannsaka þessi mál. Mér er fullkomlega ljóst að nýt- ing orkulinda okkar til hagsbóta fyrir þjóðina er mikið vandamál og að ekki má flana að neinu. En það er staðreynd að þessar orku» lindireru. næst á eftir fiskimiðuri- um, verðmætasta náttúruauðlegð okkar. Eigum við að láta þær ónotaðar vegna þess eins að við veigrum okkur við að taka á þeim vanda sem nýtingu þeirra er samfara? hj- HRAÐFRYSTIHÚS TÁLKNAFJARÐAR H.F. óskar starfsfólki sínu og viðskiptavinum gleðilegra jóla og farsæls árs, og þakkar góða samvinnu á árinu sem er að líða. Óskiim viðskiptamönnum, starfsfólki, svo og iandsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. íshúsfélag ísfirðinga hf. ÍSAFIRÐl óskar starfsfólki og viðskiptavinum sin- um, svo og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Ein vatnsmesta á Vestfjaröakjálkans er Hvalá í Ófeigsfirði. Ilér sjást þeir Sigurjón Rist og Ingvar Hall- grfmsson virða hana fyrir sér þar sem göngubrúin er á ánni. / O P A L h/f Sœlgœtisgerð Skipholti 29 - SÍMt 24466 Okkar beztu jóla og- nýársóskir. Hittumst heil á nýja árinu. HÓTEL SAGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.