Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 45

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 45
Jölablaö 1975 — ÞJÓÐVILJINN — StÐA 45 Einu sinni var litill loðnufiskur sem bjó með loðnumömmu, loðnupabba og löðnubróður niðri i dimmbláum sjónum, Þau bjuggu i gjótu og umhverfis hana var garður sem i uxu kórallar, sæfifl- ar og sætré. Loönubræörunum fannst gaman aö leika sér i garð- inum. Þeir fóru i eltingarleiki, feluleiki og stundum þóttust þeir vera i frumskógunum aö elta ljón og tigrisdýr. Þarna lifði loðnufjöl- skyldan i sátt og samlyndi við sjálfa sig og umhverfi. Dag einn varð eldri loðnubróð- irinn veikur og þurfti að liggja i rúminu. Litla loðnufisknum leiddist og fannst ekkert gaman að leika sér aleinn i garðinum. Hann langaði aö synda út fyrir og athuga hvaö væri bak við stóra dularfulla fjallið sem sást i fjarska. Hann fór inn til mömmu sinnar sem var að sjóða átu til miðdegisveröar og spurði: Elsku mamma. Má ég ekki rétt skreppa og kikja bak við stóra fjallið? En mamma hans sagði: Ég er margoft búin aö segja þér að það er hættulegt að synda upp á fjall- iö, hvaö þá aö fara bak við það. bað er tómt mál aö tala um þetta. Faröu nú út og leiktu þér greyið mitt. Litla loðnufiskinum fannst leiðinlegt að mega ekki fara og athuga hvaö væri handan fjalls- ins. Hann var forvitinn Iftill loönufiskur og langaði að kanna stóra sjóinn sem hann bjó i. Fýld- ur synti hann uppi stærsta tréð i garöinum og lagðist á sinn vana staö. Þaðan gat hann séð um all- an garðinn en sjálfur sást hann ekki. Hvað ætli sé svo sem gaman að lifa allt sitt lif i þessum garði, sagði hann við sjálfan sig. Var lif- ið þá bara garðurinn sem hann lék sér i, gjótan sem hann bjó i og fæðan sem hann át dag hvern? Bara ég væri orðinn stór loönu- fiskur einsog hann pabbi, þá gæti ég synt hvert sem ég vildi. Hann lygndi aftur augunum og lét sig dreyma. I draumnum var hann á fleygiferð um dimmbláan sjóinn og uppgötvaði ótal nýjar gjótur og miklu stærri tré en það sem hann lá.i. En hvað ég hlakka til að verða stór loönufiskur, andvarpaði hann. bá kallaði mamma hans á hann og sagði honum aö koma inn og litli loðnufiskurinn kom aftur til raunveruleikans. Hann varð fúll i skapi, renndi sér niður úr trénu og lét sig svifa inn um eld- húsgluggann. Hversu oft þarf ég aö segja þér að gluggar eru ekki dyr og ég vil ekki að þú komir inn um eldhús- gluggann, sagði mamma hans. Æ, vertu nú ekki að nudda þetta i drengnum mamma, það tekur þvi varla, sagði loðnupabbi. Við skulum vera vinir siðustu dag- ana. Siðustu dagana, át litli loðnu- fiskurinn upp eftir pabba sinum. Erum við að flytja? Nei ónei sagði loönupabbi. Æ loönumamma segð þú stráknum frá þessu. Ég ætla aö fá mér blund þangaö til viö borðum. Alltaf, alltaf, alltaf, sagði loðnumamma. Þú gætir nú skræl- að kræklinginn eða þeytt kóral- kvoðuna einu sinni til tilbreyting- ar. En loðnupabbi heyrði ekkert. Hann var kominn hálfa leið inni loðnudraumalandiö. Hvert eigum við að flytja, spurði litli loðnufiskurinn. Æ vinur, við erum ekkert að flytja. sagði loönumamma. Við pabbi þinn þurfum aö fara hand- an stóra fjallsins. Hvenær? spuröi litli loðnufisk- urinn. Bráðlega, svaraði loðnu- mamma. Af hvurju? spurði litli loðnu- fiskurinn. Af hvurju, endurtók loönu- mamma. Ég veit það ekki vinur. bað er bara svona og hefur alltaf verið svona. Svona hvernig, spurði litli loönufiskurinn. Spuröu hann pabba þinn, sagði loðnumamma. Ég fer bara þegar mér er sagt aö fara. Vertu nú vænn og skrældu kræklinginn. Litli loðnufiskurinn hófst handa við aö skræla kræklinginn. Hver býr bak við stóra fjallið, spuröi litli loönufiskurinn. Enginn, svaraði mamma hans. Hvern ætlið þið þá að heim- sækja, spurði litli loðnufiskurinn. Engan , svaraði loðnumamma. Viltu vekia pabba þinn og hann LITLI LOÐNU- J^A T\ FISKURINN EÐA KAl T J ER ^BARA SVONA bróöur þinn. Segöu þeim aö koma og borða. Þegar þau voru sest til borðs sagði litli loönufiskurinn: Má ég koma með ykkur bak við stóra fjalliö? Nei vinur, sagði loönupabbi. Þegar þú ert búinn meö skólann og gegna þinum skyldum viö loðnuþjóöfélagið þá ferð þú bak við fjallið. Ég get alveg farið núna með ykkur. Ég þarf ekkert að fara i skóla, sagði litli loönufiskurinn. Bjálfi ertu, sagöi loönubróðir- inn sem var búinn aö vera i skóla i fimm loðnuár. Allir þurfa aö l'ara i skóla. Þú getur aldrei orðið neitt ef þú ferð ekki i skóla, sagöi loðnupabbi. Allir verða að vera eitthvað. Þú ert til trafala i loönuþjóöfélaginu ef þú veröur ekkert. Hvað er að verða eitthvað, spurði litli loönufiskurinn. Að verða eitthvað, sagði loönu- pabbi. Tja, þaö er að vera svona einsog ég. Nýtur þjóðfélagsþegn. Skila sinu — vera til gagns Hvað er að vera til gagns, spurði litli loönufiskurinn. Aö vera' til gagns er aö vera eins og hann Sjáaldur á sautján. Hann flytir inn frystikistur og sjónvörp sem hann selur okkur, sagði loðnupabbi. Hvar fær hann frystivörp og sjónkistur, spurði litli loðnufisk- urinn. t landi þorskanna svaraði loönupabbi. En þú flytur ekkert inn, sagði litli loðnufiskurinn. Þú ert aulabárður, sagði loðnubróö- irinn sem var búinn að vera i skóla i fimm loönuár. Svona svona, sagði loðnu- mamma. Lofaðu pabba þinum að tala. Nei vinur. Það geta ekki allir flutt inn, sagöi loönupabbi. Ég vinn. Ég vinn mikið, miklu meira en Sjáaldur á sautján. Af hvurju vinnur þú miklu meira en hann? spuröi litli loðnu- fiskurinn. Það er bara svona, sagöi loðnu- pabbi. Það kostar svo mikiö að Smásaga eftir Valdísi Óskars- dóttur kaupa frystikistur og sjónvarp. Getum við ekki lifað ef viö eig- um ekki frystivarp og sjónkistur? spurði litli loðnufiskurinn. Allir aörir eiga frystikistur og sjónvarp. Þess vegna veröum viö lika að eiga það, sagði loönu- mamma. Fyrst pabbi vinnur hjá honum Sjáaldri, sagði litli loönufiskur- inn. \ Af hvurju gefurSjáaldur okkur ekki frystivarp? Feriegur sauður ertu, sagði loönubróöirinn. Sjáaldur þarf að borga þorskunum fullt af pening- um fyrir frystikisturnar og sjón- vörpin. Hann þarf llka aö fá vel borgaö fyrir að vera svona góöur að nenna að flytja inn vörurnar og láta pabba fá vinnu. Pabbi hans Lubba á fjórtán hann vinnur lika hjá Sjáaldri, samt á hann ekki sjónkistu og frystivarp, sagöi litli loönufiskur- inn. Eg þoli ekki aö eiga svona heimskingja fyrir bróður, stundi loðnubróðirinn. Ég fæ höfuöverk. Þaö heitir frystikista og sjónvarp og pabbi hans Lubba á fjórtán er letingi. Hann nennirekki aö vinna nema fyrir brýnustu nauösynj- um. Enda eiga þau enga frysti- kistu né sjónvarp, varla almenni- leg spariföt. Hann á heldur enga frystikistu né spariföt hann Hósi....byrjaöi litli loðnufiskurinn. Nefndu ekki þann ófögnuð á nafn i minum húsum, þrumaði loðnupabbi og lamdi i boröið svo átan hoppaði á diskunum. Hósi hefurekki látiö klippa sig né raka siöan ég sá hann fyrst. Hann er örugglega lúsugur, sagöi loðnubróðirinn með yfir- læti. Svona svona, sagöi loönu- mamma, Það mætti ef til vill ræða þessi mál án æsingar. Hann er bara fifl, alger auðnu- leysingi, sagði loðnupabbi æstur. Það á aö loka manninn inni meö allt sitt kjaftæði um betra lif. Hann ætti að tala meira um að hafa augun opin og sjálfur er hann ekkert fyrir hárlufsunum. Hvernig i ósköpunum gætum við haft það betra? Viö höfum næga vinnu hjá Sjáaldri. Við megum þakka fyrir að hafa þann sóma- mann meöal okkar. Viö eigum að lita upp til hans og taka hann okk- ur til fyrirmyndar. Hann er mátt- arstólpi loðnuþjóðfélagsins og svo leyfir þessi bévitans Hósi sér að segja að vinur okkar Sjáaldur sé arðræningi og eigi að sitja inni fyrir mannvonsku. Það er Hósi sem a'tti aö sitja bakvið lás og slá. Ég skil þetta ekki, sagði litli loðnufiskurinn. Þú skilur hvort eð er ekkert. sagði loðnubróðirinn. scm var bú- inn að vera i skóla i fimm loðnu- ár. Dagarnir liðu og sá timi nálgaðist er litli loðnufiskurinn færi i skölann. A meðan naut hann þess að vera litli loðnufiskurinn. Lék sér við loðnukrakkann i göt- unni og lét sig engu skipta vanda- mál þessa loðnuheims. Siðla dags er hann kom heim frá leik hitti hann á loðnubróðir- inn úti garði. Loðnubróðirinn var beygður á svip og litli loönufisk- urinn spurði hvort hann væri veikur? Nei, loðnubróðirinn var ekki veikur. Hafði hann verið rek- inn úr skólanum? Nei, loönubróö- irinn hafði heldur ekki verið rek- inn úr skólanum. Þú ert sami fábjáninn, sagði loðnubróðirinn. Veist ekkert, og skilur ekkert. Hvað á ég að skilja? spurði litli loðnufiskurinn ráðvilltur. Þau eru að fara. sagði loönu- bróðirinn. Hver eru að fara, spurði litli loðnufiskurinn. Mamma og pabbi, sagði loðnu- bróöirinn. Hvert? Hvenær? spurði litli loðnufiskurinn. Bak við stóra fjallið. Þangaö sem við förum öll einhvern tima, sagði loönubróðirinn. Ég ætla að fara meö, sagði litli loðnufiskurinn og synti eins hratt og hann gat i áttina heim að gjót- unni. Þú færð ekki að fara með, þú ert ekki fullorðinn. Það kemst enginn með nema hann sé fullorö- inn, hrópaði loönubróðirinn á eftir honum. Ég fer samt. hugsaði litli loðnu- fiskurinn. Þeir sem fara koma aldrei aft- ur, hrópaði loönubróöirinn enn hærra. Litli loðnufiskurinn heyrði þaö ekki, hann sá heldur ekki tár- in i augunum á loönubróöurnum. Asinn var svo mikill á litla loðnufiskinum að hann var næst- um búinn að synda loönumömmu um koll. Er þaö satt? Erum viö aö fara? A ég að fara i sparifötin og taka með mér tannburstann? gusaðist útúr litla loðnufiskinum. Hvaö segir barniö, sagöi loðnu- mamma. Hann skilur þefta ekki, sagði loðnupabbi. Þaö er bara ég og loönumamma sem förum. Ég fer lika, hugsaði litli loönu- fiskurinn. Viö erum að fara á miöin i upp- gjörið, sagði loðnupabbi. Er það veisla, spurði litli loðnu- fiskurinn. Nei, sagði loðnupabbi. Þar er loðnulifið vegið og metiö. Hvurnig þá, spurði litli loönu- fiskurinn. Það sem við höfum afrekað i þessu loðnulifi er lagt á vogar- skálar. Við erum vegin og metin og flokkaðir niður eftir gæðum. sagði loðnupabbi. Nú, sagði litli loönufiskurinn og andlitið varð að einu spurningar- merki. Já sjáðu til, sagði loðnupabbi. Tökum sem dæmi Sjáald á sau- tján. Hann er okkar bestur. Hann er íeitastur og fallegastur og á langmest af öllum. Hann er hundrað prósent loðna. Hann fer i hundrað prósent flokkinn sem er langbesti flokkurinn. Ég, svo við tökum annað dæmi, fer i næsta flokk fyrir neðan Sjáald af þvi ég á ekki alveg eins mikið og hann. En þó er ég ekki téttvægur þvi ég hef unnið vel fyrir Sjáald og á frystikistu og sjónvarp. Hvert fer pabbi hans Lubba á fjórtán? spurði litli loðnufiskur- inn. Hann, sagði lopnupabbi. Hann fer i flokkinn fyrir neðan mig. Er hann ekki góð loðna? spurði litli loðnufiskurinn. Ekki nógu góð. sagði loðnu- pabbi. Hann vill ekki vinna nógu mikið og svo á hann heldur enga frystikistu og ekkert sjónvarp. látla loðnufiskinum varð hugs- að til Hósa. Hvert færi.hann þá'’ Litli loðnufiskurinn þorði ekki að spyrja, en það var einsog loðnu- pabbi hefði lesið hugsanir litla loðnufisksins þvi liann sagðí: Auðnuleysingjar einsog Hósi fara i lægsta ftokk. Svoleiðis álkur sem halda að flokkunin byggist upp á góðu nrannlifi. jafnrétti og bræðralagi. Sjálfir vita þeir ekk- ert hvað gott mannlif er. Þær loðnur t'ara i loðnumjöl. Litli loðnufiskurinn varð liugsi. Svona hafði enginn talað við hann áður. Var þetta allt saman satt? Svo spurði hann: Hvernig veistu þetta allt saman? Hann Siáaldur sagði okkur Framhald á næstu siðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.