Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 34

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 34
34 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN — Jólablaö 1975. Gleðileg jól Farsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðna árinu Gleðileg jól Farsælt komandi ár. Þökkum fyrir viðskiptin á liðnum árum. Rafn hf. SANDGERÐI óskum öllu starfsfólki okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. — Þökkum sam- starfið á árinu sem er að liða. HARALDUR BÖÐVARSSON & Co. Akranesi. Gleðileg jól! Farsælt komandi ár Þökkum gott samstarf og viðskipti á liðn- um árum. Kaupfélag Önfirðinga Flateyri. Kaupfélag T alknafj arðar óskar % félagsmönnum sinum og mönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að liða. lands- Indíánar Framhald af bls. 25 skinnbelgi. Þetta kjöt, seir. kallað var pemmican, var herramanns- matur, og voru indiánarnir mjög hraust þjóö, meðan þeir lifðu við þessi kjör. Útrýming visundahjarðanna seint á 19. öld var algert rothögg fyrir efnahag sléttu-indiána, og var þetta hliðstætt þvi sem verða myndi ef einhver framandi þjóð gerði innrás i tsland og útrýmdi á skömmum tima öllum fiski i Norður-Atlantshafi. Þvi hefur reyndar verið haldið fram að hvitir menn hafi slátrað visunda- hjörðunum visvitandi i þeim til- gangi að eyðileggja lifsviðurværi sléttu-indíána og útrýmá þeim þannig. Þegar svo fór að þrengja að cree-þjóðinni settust indián- arnir að i bjálkakofum og fóru að gefa sig meira að fiskveiðum og músdýraveiðum, en lifsorkan var ekki lengur hin sama og hreinlæti og heilbrigðisháttum ábótavant. Margir hvitir menn hafa dæmt indiánana eftir þessu ástandi — og fordæmt þá fyrir þá eymd sem hvitir menn eru sjálfir valdir að! Cree-indiánar höfðu sérkenni-' legan listiönað úr skinnum, sem þeir saumuðu glerperlur i, og sýndi Margrét Sæmundsson blaðamanni Þjóðviljans mjög glæsilegan bút af jakka, sem þannig var gerður. Um leið likti hún eftir hreyfingum indiána- kvenna við sútun skinna og raul- aði visu á cree, sem blaða- manninum skildist að væri sútun- arvisa. Siðar kom þó i ljós að þetta var reyndar vögguvisa — en það mátti alveg eins nota hana sem sútunarljóð! Margrét sagði að indiánarnir hefðu oft sagt sögur og verið mjög hjátrúarfullir. Ef maður dó inni i bjálkakofa, lokuðu þeir dyrunum og gerðu op I vegginn og báru lik- ið svo út um það, svo að tryggt væri að hinn látni rataði ekki inn, ef hann skyldi ganga aftur! Blaðamanninum varð þá reyndar hugsað til frásagnar Egils sögu af andláti Skallagríms; kannske hefur þetta verið eðlileg varúðar- ráðstöfun á þeim timum, þegar menn voru almennt göldróttari en nú gerist. En nú eru indiánar að mestu horfnir úr Nýja tslandi, og eru fá- ireftirnema helst kynblendingar, Þennan harmleik indiánaþjóðar- innar, að vera flæmd burt úr eigin löndum og hneppt I fátækt og eymd hafa margir vestur-Islend- ingar skilið furðuvel, en þó senni- lega enginn betur en Guttormur J. Guttormsson, sem segir i kvæði sinu „Indiánahátiðin”: Undir hulning fati flettum, flæmdir dt á lifsins sand, varnað þess að risa réttum reikað verður þeim um land, land, sem þeir ei lengur eiga, land, sem rændir voru þeir, land, sem þeir með leyfi mega lita, en ekki hóti meir. Eftir þessar umræður allar fór blaðamaður Þjóðviljans að velta fyrir sér þeirri spurningu hvað væri nú eftir af cree-þjóðinni. En það reyndist ekki auðvelt að fá svar. Eitt af þvi sem vekur undr- un ferðamanns, sem kemur skyndilega niður i miðbæ Winni- peg-borgar, er hinn mikli fjöldi indiána, sem hann mætir þar á götum; þeir eru að visu allir klæddir að vestrænum sið, en þó mátti þekkja þá frá öllum öðrum i sjónhendingu. Fróðir menn sögðu að Winnipeg myndi vera sú borg Norður-Ameriku sem hefði hæsta Ibúatölu indiána. En hvað er cree-þjóðin fjölmenn nú á dög- um? Um það má sjá ýmsar tölur, og eru sumar hlægilega lágar, en blaðamaður Þjóðviljans fletti upp opinberri skýrslu um kanadiska indiána og var þar talið að cree-indiánar myndu nú vera um 70.000. Þeir eru þá tvimælalaust stærsta indiánaþjóð Kanada, en frændur þeirra odjibwa eru i sömu skýrslu taldir um 50.000 og fylgja þeim þvi allfast eftir. Stærstu byggðir cree-indiána eru nokkuð fyrir norðan Nýja Island, noröur meö Winnipegvatni og svo þar fyrir vestan, I Saskatchewan. Mannfræðingurinn John Matthiasson, sem er vestur-is- Framhald á bls. 36 'jólaskrtyiingar Rauðgreni jólatré Bjágreni jólatré GRÖÐRARSTÖÐIN V/MIKLATORG símar 22822 — 19775 GRÖÐRARSKÁLINN V/HAFNARFJARÐARVEG Sími 42260 GRÖÐRARSTÖÐIN BREIÐHOLTI sími 35225 Gleðileg jól Farsælt komandi ár Þökkum gott samstarf og viðskipti á liðnum árum. Kaupfélag Langnesinga Þórshöfn — Bakkafirði Gleðileg jól Farsœlt komandi ár Þökkum viðskiptin á liðna árinu Byggingavöruverslun Kópavogs BYKO Útvegum skuttogara og önnur fiskiskip af öllum stærðum og gerðum. Nánari upplýsingar gefa Austurstræti 17 (hús Silla og Valda). Simar: 13057 — 21557. H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.