Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN— Jólablað 1975. EFTIR | - EINAR MÁ / JÓNSSON Einar Már Jónsson fór utan snemma i október á vegum Karlakórs Reykjavikur — ekki til að syngja — heldur til þess að fylgjast með frækilegri söngför og til þess að greina lesendum Þjóðviljans frá mannlifi vestur-islendinga. í þessu jólablaði Þjóð- viljans birtast greinar um þessi mál en áður hefur birst i blaðinu greinin ,,Á menningarhátið i Winni- peg”. Þær greinar sem hér birtast eru: Nýja-ísland, Indiánar, Um atvinnuhætti vestur-íslendinga, Vest- ur-islensk menning. íslenskir landnemar ganga á land við Winnipeg-vatn. Krumbýlingar i Nýja islandi Landnemar fyrir utan bjálkakofa sinn. Þegar farið er i norður frá Winnipeg, sem stendur þar sem mætast Rauðá og Assiniboine-á, liggur leiðin fyrst eftir marflötum sléttum fram með Rauðá, gegn- um akra og skógarbelti. Svo er farið um bæinn Selkirk, sem ber nafn skosks lávarðar sem fyrstur mun hafa stýrt land- námi hvitra manna i Manitoba á öndverðri 19. öld. Nokkru þar fyr- ir norðan fellur Rauðá i suður- enda Winnipeg-vatns. bótt það sé firnalangt — 418 km — er það til- tölulega mjótt á þessum slóðum, og munu aðeins tæpir 50 km vera milli austur- og vesturstrandar- innar. Frá Selkirk liggur leiðin enn i norður, og er brátt komið að vesturströnd vatnsins, að Winni- p>eg Beach og Boundary Creek. Á þessum stað, sem islendingar kalla Lækjarmörk, voru áður landamæri Manitoba-fylkis og Keewatin-svæðis, sem svo var kallað, — og jafnframt landa- mæri Nýja íslands til suðurs. Landslagið breytist þó ekkert — allt er jafnflatt og skiptast stöð- ugt á akrar og skógarbelti. Fyrir vesturoddi mikillar eyju, sem liggur siðan i norðaustur með- fram ströndinni. Milli suðurhluta eyjarinnar og vatnsbakkans eru grynningar og hólmar, og hefur verið lagður góður akvegur yfir sundið út i eyna. A þessum slóð- um er vatnið einna þrengst, og eru þarna fleiri eyjar en flestar smærri. Upphaflega var eyjan kölluð Mikley, eða ,,Big Island” og byggðin þar Mikleyjarbyggð, en vegna þess að póststöðin hét Hekla, færðist þaðnafn á eyna, og er hún nú köliuð Hecla Island. Þdtt þessi héruð séu á svipuð- um breiddargráðum og suður- hluti Englands, hefjast óbyggðir skammt fyrir norðan Mikley. Winnipeg-vatn breikkar þar tals- vert mikið og verður likast haf- sjó, en umhverfis það er ekkert nema einstaka höfn fyrir fiski- menn, strjálar indiánabyggðir og veiðilönd. bannig má segja að Nýja ísland sé, eins og hið gamla, ,,á mörkum hins byggilega heims”, þótt breiddargráðurnar séu ólikar. bað voru flóknar tilviljanir sem norðan Lækjarmörk er Húsavík, en örskammt þar frá er lágt kjarrivaxið nes — Viðines, þar sem fyrstu islensku landnemarn- ir gengu á land 22. október 1875. Kringum Húsavik og Viðines og þar fyrir innan heitir nú Vfðines- byggð,ognær hún nokkuð norður fyrir Gimli, sem er stærsti bær Nýja Islands og höfn á bakka Winnipeg-vatns. Strandlengjan er viðast þráðbein og stefnir i norður eða norð-vestur. Fyrir norðan Vfðinesbyggð er Árnesbyggð og siðan Hnausabyggð, og eru i hverri byggð samnefnd þorp. bar fyrir norðan er eina fljót þessa héraös, Islendingafljót, sem tek- ur þarna á sig stóra beygju til suðurs en fellur siðan i norð-aust- ur og rennur i Winnipeg-vatn rétt fyrir norðan þann stað sem kall- aður er Sandvik. A vinstri bakka fljótsins er Geysisbyggð og Fljótsbyggð, og þar er þorpið Ar- tún, sem nú er jafnan kallað Riverton. Hefur það nafn færst yfir á byggðina. Rétt sunnan við Sandvik er tanginn Sandy Bar, sem flestir munu kannast við vegna kvæðis Guttorms J. Guttormssonar, og breytist þar landslagið nokkuð: ströndin verður vogskornari og tekur stefnu i norðausturátt. Skammt undan Sandy Bar er suð- réðu þvf að islendingar skyldu setjast að i núverandi Mani- toba-fylki, þvi að fyrstu útflytj- endurnir 1870—1874 munu lang- flestir hafa ætlað sér að nema land i Bandarikjunum. Fyrstu hóparnir, sem fluttu úr landi 1870—73, settust að i Wisconsin, við Michigan-vatn og i Mil- waukee, og myndaðist þar lítil is- lendinganýlenda. Aðeins smá- hópur settist að i Muskoka-héraði i Ontario haustið 1873, en flestir landnemarnir þar flosnuðu fljót- lega upp, og fluttu ýmsir eftir skamma dvöl til Wisconsin. bann 2. ágúst 1874 héldu islendingar i Milwaukee islendingadaginn há- tiðlegan i fyrsta skipti. bo'tt afkoma islendinganna við Michigan-vatn og i Milwaukee virðist hafa verið góð miðað við það sem þá gerðist, var þó aug- ljóst að þeir voru mörgum árum of seint á ferðinni til að fá nokkuð álitlegt nýlendusvæði. bjóðverjar og norðurlandabúar höfðu sest þarna að fyrir alllöngu, og þvi var mjög erfitt fyrir islendinga að fá góðar jarðir og alveg ógerningur að fá samfellt svæði fyrir ný- lendu. Hins vegar mun sú hug- mynd hafa verið ofarlega i mörg- um vesturförum að stofna e.k. ,,nýtt ísland”, og eftir Islend- ingadaginn iMilwaukee 1874 kom
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.