Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN — JÓIablað 1975. i EFNISYFIRLIT Jakob Björnsson, orkumálastjóri, ræðir við balaðmann Þjóðviljans um orkumál. Fjölmargar myndir fylgja viðtalinu og eru þær flestar teknar af Sigurjóni Rist, Vatnamælingamanni. Síöu 6 Guðrún frá Hausastöðum heitir frásagnarþáttur eftir Elias Mar, rithöfund. SíÖU 10 Skemmtilegur skóli og ekki mjög vondur, segir skólastjóri Handiða- og myndlistaskólans, Hildur Hákonardóttir, vefari, i viðtali. Síðu 12 Visnaþáttur i samantekt Sigurdórs Sigurdórssonar. Síða 17 Einar Már Jónsson, lektor við Svartaskóla og sumarblaðam. við Þjóöviljann brá sér siðsumars til vesturheims. i jólablaðinu birtum við grein hans um Nýja tsland, sém hefst á bls. 18, um indíána, sem hefst á bls. 24, um atvinnuhætti v-IS' lendinga, sem hefst á bls. 27 og um vestur-isi. menn- ingu, sem hefst á bls. 27 og um vestur-isl. menn' ingu, sem hefst á bls. 32. Fimm tækifærisljóð eftir Sigurð A. Magnússon, skáld og rithöfund, er að finna i blaöinu, myndskreytt af kunnum Þjóðviija- teiknara, Kristjáni Kristjánssyni. Síðu 22 Ævintýri af frumbyggjum Nýja- Sjálands, Maórium, síðu 39 Einn af forfeörum okkar ágætasta skákmanns, Friðriks Ólafsson, var Skákkappinn frá Rauða- mel. Síðu 41 Kompan er margbreytileg að þessu sinni Það er bara svona heitir smásaga af litlum loðnufiski eftir Valdisi óskarsdótt- ur. Síða 45 Þjóðviljinn hef ur haft tal af þeim sagnf ræðingum Birni Þorsteinssyni og Sveinbirni Rafnssyni en þeir hafa að undanförnu verið að huga að kauphöfn- um frá miðöldum í ná- grenni höf uðborgarinnar. Björn Þorsteinsson er nú að semja stjórmála- og verslunarsögu íslenskra síðmiðalda, sem koma á í Sögu íslands sem byrjaði að koma út á þjóðhátíðar- árinu á vegum Bók- menntafélagsins og Sögu- félagsins. Varð það m.a. til þess að þeir Sveinbjörn hófu umræddar athuganir. í heimildum frá miðöldum er oft minnst á Hvalfjörð sem kauphöfn, en ekki hafa menn verið vissir um hvar í Hvalfirði sú höfn var. Þeir Björn og Svein- björn telja líklegt að leifar kaupstaðarins séu búða- rústiruppaf Búðasandi við Maríuhöfn í Hvalfirði. Þessum búðarústum hefur ekki verið veitt mikil athygli til þessa, t.d. var fornf ræðingunum Sigurði Vigfússyni og Brynjólfi Jónssyni frá Minna-Núpi ekki kunnugt um þessar fornleifar og ekki er þeirra heldur getið í staðsögulýs- ingum. Hvalfjörður var fjölsóttasta kauphöfn landsins fyrir og um alda- mótin 1400. Þar kom meðal annarra út Einar Herjólfs- son, sem flutti svarta dauða til íslands. Björn sagðist i rauninni hafa verið að skyggnast um í Hvalf irði í nokkur ár, en vegna samningar síð- miðaldasögunnar hefðu þessar athuganir orðið að- kallandi siðustu mánuðina. Margt er á huldu um sögu kauphafnanna hérlendis, meðal annars vegna þess að sáralitlar fornleifa- rannsóknir hafa enn verið gerðar á þeim. Viðtal Þjóðviljans við Björn fer hér á eftir: — Hvenær er Hvalfjörður fyrst nefndur i ritum sem siglinga- höfn? — Árið 1339. Þá kom þar út Jón Skálholtsbiskup Eindriðason, hinn annar með þvi nafni. Liklega hefur fjörðurinn þá verið kunn verslunarhöfn. þvi að 1341 lágu sex skip á Hvalfirði, „áður út létu fjögur”. Arið 1345 komu fimm skip af hafi i Hvalfjörð, ,,en hið sjötta braut i Kviguvogum” Þessi mikla sigling á eina og sömu höfn hefur verið nýlunda hér á landi og þótt mjög annálsverð fyrst i stað, en er frá leið hefur varla talist til stórtiðinda, þótt þrjú eða fjögur skip lægju á Hvaifirði. Um miðja öldina hrakaði siglingum mjög út hingað sökum mannfallsins mikla i svarta dauða úti i álfu, en árið 1383 „stóðu tiu skip uppi i Hval- firði, þrjú afturreka skip, en sjö af Noregi komin”. Þremur árum siðar lentu þar fjögur skip, sem „verið höfðu tvo vetur i Grænlandi”. Þá áttu höfðingjar mjög leið um fjörðinn og sumir tóku sig upp úr fjarlægum héruð- um og fluttust suður i nágrenni Hvalfjarðar. Halldór Loftsson hét auðugur klerkur og officialis á Grund i Eyjafirði. Siðustu áratugi fjórtándu aldar var hann prófast- ur vestan Botnsár og leigði Heynes á Skaga (Akranesi) af Skálholtsbiskupi og eflaust til út- gerðar. Halldór fór i suðurgöngu til Rómar 1389, en mun hafa látist úr plágunni miklu 1403. Mesta kaupstefna ársins — Á hvaða árabili var Hval- fjörður aðalkaupstaður landsins? — Hann virðist hafa verið það frá þvi úm 1380 og fram um svarta dauða. Frá árunum 1385-1405 eru varðveitt bréf og vottorðum kaupsamninga gerða i Hvalfirði án nánari staðsetninga, en skjölin eru dagsett frá fjórt- ánda til tuttugasta og áttunda júli eða eftir alþingi, en þá hefur stað- ið þar mesta kaupstefna ársins hér á landi. Þá er talið að Björn Jórsalafari hafi andast i Hvalfirði árið 1415. — Hvar i Hvalfirði er liklegt að verslunarstaðurinn hafi verið? — Miklar ókannaðar búðarúst- ir liggja upp af Búðasandi á Háls- nesi við Mariuhöfn norðanmegin við Laxvog en sunnan fjarðar. Þar er liklega að finna rústir stærsta kaupstaðarins hérlendis á fjórtándu öld. Þar hafa norðmenn jafnvel ætlað að selja islending- um smjör: hafa liklega talið þurrabúðarmennina á Vatns- leysuströnd skorta viðbit með harðfiskinum. Annálar greina að smjörskip hafi sest aftur (á Hval- firði) árið 1394; þá hefur það ver- ið sjósett til heimferðar, komið áriðáður, en verið dregið i naust að nýju, svo að liklega hefur smjörsalan ekki gengið mjög vel. Hingað var flutt talsvert af smjöri á fimmtándu öld, en engin heimild er til fyrir þvi að smjör hafi veriö flutt út héðan á miðöld- um. Góö og örugg höfn — Hvernig stóð á þvi að Hval- fjörður varð slik verslunarmið- stöð um þetta leyti? — Að Hvalfirði liggja mikil og stór héruð, sem áttu sér stórar og auðugar stofnanir, Skálholtsstól og Viðeyjarklaustur, sem þurftu að versla allmikið og þar á meðal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.