Þjóðviljinn - 24.12.1975, Page 2

Þjóðviljinn - 24.12.1975, Page 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN — JÓIablað 1975. i EFNISYFIRLIT Jakob Björnsson, orkumálastjóri, ræðir við balaðmann Þjóðviljans um orkumál. Fjölmargar myndir fylgja viðtalinu og eru þær flestar teknar af Sigurjóni Rist, Vatnamælingamanni. Síöu 6 Guðrún frá Hausastöðum heitir frásagnarþáttur eftir Elias Mar, rithöfund. SíÖU 10 Skemmtilegur skóli og ekki mjög vondur, segir skólastjóri Handiða- og myndlistaskólans, Hildur Hákonardóttir, vefari, i viðtali. Síðu 12 Visnaþáttur i samantekt Sigurdórs Sigurdórssonar. Síða 17 Einar Már Jónsson, lektor við Svartaskóla og sumarblaðam. við Þjóöviljann brá sér siðsumars til vesturheims. i jólablaðinu birtum við grein hans um Nýja tsland, sém hefst á bls. 18, um indíána, sem hefst á bls. 24, um atvinnuhætti v-IS' lendinga, sem hefst á bls. 27 og um vestur-isi. menn- ingu, sem hefst á bls. 27 og um vestur-isl. menn' ingu, sem hefst á bls. 32. Fimm tækifærisljóð eftir Sigurð A. Magnússon, skáld og rithöfund, er að finna i blaöinu, myndskreytt af kunnum Þjóðviija- teiknara, Kristjáni Kristjánssyni. Síðu 22 Ævintýri af frumbyggjum Nýja- Sjálands, Maórium, síðu 39 Einn af forfeörum okkar ágætasta skákmanns, Friðriks Ólafsson, var Skákkappinn frá Rauða- mel. Síðu 41 Kompan er margbreytileg að þessu sinni Það er bara svona heitir smásaga af litlum loðnufiski eftir Valdisi óskarsdótt- ur. Síða 45 Þjóðviljinn hef ur haft tal af þeim sagnf ræðingum Birni Þorsteinssyni og Sveinbirni Rafnssyni en þeir hafa að undanförnu verið að huga að kauphöfn- um frá miðöldum í ná- grenni höf uðborgarinnar. Björn Þorsteinsson er nú að semja stjórmála- og verslunarsögu íslenskra síðmiðalda, sem koma á í Sögu íslands sem byrjaði að koma út á þjóðhátíðar- árinu á vegum Bók- menntafélagsins og Sögu- félagsins. Varð það m.a. til þess að þeir Sveinbjörn hófu umræddar athuganir. í heimildum frá miðöldum er oft minnst á Hvalfjörð sem kauphöfn, en ekki hafa menn verið vissir um hvar í Hvalfirði sú höfn var. Þeir Björn og Svein- björn telja líklegt að leifar kaupstaðarins séu búða- rústiruppaf Búðasandi við Maríuhöfn í Hvalfirði. Þessum búðarústum hefur ekki verið veitt mikil athygli til þessa, t.d. var fornf ræðingunum Sigurði Vigfússyni og Brynjólfi Jónssyni frá Minna-Núpi ekki kunnugt um þessar fornleifar og ekki er þeirra heldur getið í staðsögulýs- ingum. Hvalfjörður var fjölsóttasta kauphöfn landsins fyrir og um alda- mótin 1400. Þar kom meðal annarra út Einar Herjólfs- son, sem flutti svarta dauða til íslands. Björn sagðist i rauninni hafa verið að skyggnast um í Hvalf irði í nokkur ár, en vegna samningar síð- miðaldasögunnar hefðu þessar athuganir orðið að- kallandi siðustu mánuðina. Margt er á huldu um sögu kauphafnanna hérlendis, meðal annars vegna þess að sáralitlar fornleifa- rannsóknir hafa enn verið gerðar á þeim. Viðtal Þjóðviljans við Björn fer hér á eftir: — Hvenær er Hvalfjörður fyrst nefndur i ritum sem siglinga- höfn? — Árið 1339. Þá kom þar út Jón Skálholtsbiskup Eindriðason, hinn annar með þvi nafni. Liklega hefur fjörðurinn þá verið kunn verslunarhöfn. þvi að 1341 lágu sex skip á Hvalfirði, „áður út létu fjögur”. Arið 1345 komu fimm skip af hafi i Hvalfjörð, ,,en hið sjötta braut i Kviguvogum” Þessi mikla sigling á eina og sömu höfn hefur verið nýlunda hér á landi og þótt mjög annálsverð fyrst i stað, en er frá leið hefur varla talist til stórtiðinda, þótt þrjú eða fjögur skip lægju á Hvaifirði. Um miðja öldina hrakaði siglingum mjög út hingað sökum mannfallsins mikla i svarta dauða úti i álfu, en árið 1383 „stóðu tiu skip uppi i Hval- firði, þrjú afturreka skip, en sjö af Noregi komin”. Þremur árum siðar lentu þar fjögur skip, sem „verið höfðu tvo vetur i Grænlandi”. Þá áttu höfðingjar mjög leið um fjörðinn og sumir tóku sig upp úr fjarlægum héruð- um og fluttust suður i nágrenni Hvalfjarðar. Halldór Loftsson hét auðugur klerkur og officialis á Grund i Eyjafirði. Siðustu áratugi fjórtándu aldar var hann prófast- ur vestan Botnsár og leigði Heynes á Skaga (Akranesi) af Skálholtsbiskupi og eflaust til út- gerðar. Halldór fór i suðurgöngu til Rómar 1389, en mun hafa látist úr plágunni miklu 1403. Mesta kaupstefna ársins — Á hvaða árabili var Hval- fjörður aðalkaupstaður landsins? — Hann virðist hafa verið það frá þvi úm 1380 og fram um svarta dauða. Frá árunum 1385-1405 eru varðveitt bréf og vottorðum kaupsamninga gerða i Hvalfirði án nánari staðsetninga, en skjölin eru dagsett frá fjórt- ánda til tuttugasta og áttunda júli eða eftir alþingi, en þá hefur stað- ið þar mesta kaupstefna ársins hér á landi. Þá er talið að Björn Jórsalafari hafi andast i Hvalfirði árið 1415. — Hvar i Hvalfirði er liklegt að verslunarstaðurinn hafi verið? — Miklar ókannaðar búðarúst- ir liggja upp af Búðasandi á Háls- nesi við Mariuhöfn norðanmegin við Laxvog en sunnan fjarðar. Þar er liklega að finna rústir stærsta kaupstaðarins hérlendis á fjórtándu öld. Þar hafa norðmenn jafnvel ætlað að selja islending- um smjör: hafa liklega talið þurrabúðarmennina á Vatns- leysuströnd skorta viðbit með harðfiskinum. Annálar greina að smjörskip hafi sest aftur (á Hval- firði) árið 1394; þá hefur það ver- ið sjósett til heimferðar, komið áriðáður, en verið dregið i naust að nýju, svo að liklega hefur smjörsalan ekki gengið mjög vel. Hingað var flutt talsvert af smjöri á fimmtándu öld, en engin heimild er til fyrir þvi að smjör hafi veriö flutt út héðan á miðöld- um. Góö og örugg höfn — Hvernig stóð á þvi að Hval- fjörður varð slik verslunarmið- stöð um þetta leyti? — Að Hvalfirði liggja mikil og stór héruð, sem áttu sér stórar og auðugar stofnanir, Skálholtsstól og Viðeyjarklaustur, sem þurftu að versla allmikið og þar á meðal

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.