Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 TIV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sírni: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk„ helgarblað 200 kr. m. vsk. Vilji er allt sem þarf Með friðarsamningum erfðaríkja Júgóslavíu hafa Bandaríkin á ný tekið upp forustuhlutverk sitt sem eina heimsveldið. Þau hafa tekið við evrópsku klúðri og knúið málsaðila til að semja um niðurstöðu, sem unnt verður að láta þá standa við með góðu eða iilu. Ekkert er í sjálfu sér að marka undirskriftir málsað- ila frekar en fyrri daginn. Þess vegna skiptir máli, að samkomulagið felur í sér, að komið verður í fyrsta skipti upp alvöru friðargæzlu á ófriðarsvæðunum, svo að frið- argæzluliðar verða ekki framar gíslar óaldarmanna. Sextíu þúsund manna herlið Atlantshafsbandalags- ins í Bosníu og Króatíu verður grátt fyrir járnum og hefur ströng fyrirmæli um að láta óaldarlýðinn ekki hafa sig að fifli, svo sem hingaðdil hefur verið raunin hjá misheppnaðri friðargæzlu Sameinuðu þjóðanna á svæðinu. Aðeins einni mikilvægri spurningu er ósvarað. Hún íjallar um úthald Bandarikjamanna. Það hefur reynzt afar lítið i fyrri vandræðamálum af þessu tagi, svo sem dæmin sýna frá Líbanon og Sómalíu. En ástæða er til að ætla, að málið sé mun betur undirbúið núna. Friðurinn í Bosníu er ekki sanngjarn, en hann er friður. Serbar fá of mikið land út úr samningunum. Verra er þó, að samningamenn Bandaríkjamanna hafa undir borðið fallizt á að reyna að bregða fæti fyrir, að verstu stríðsglæpamenn Serba verði dregnir fyrir dóm. Bandaríkjastjórn lét stríðsglæpadómstólnum í Haag ekki í té loftmyndir af fjöldagröfunum í.Srebrenica fyrr en blöðin voru farin að segja frá myndunum og hefur enn ekki látið dómstólinn hafa mikilvægar hleranir af símtölum milli Milosevic, Karadzic og Mladic. Hafa verður í huga, að þeir þremenningar eru áreið- anlega ekki minni stríðsglæpamenn en þeir, sem voru hengdir eftir réttarhöldin í Núrnberg, ef tillit er tekið til hins skamma tíma, sem þremenningarnir hafa haft til verka sinna. Þeir verða blettur á heiðri Nató. Ekki verður á allt kosið, þegar áður er búið að klúðra málum. Ef frönsk og einkum þó brezk stjórn- völd hefðu ekki tregðazt við að sýna Serbum í tvo heim- ana, meðan þessi ríki höfðu forustu fyrir Vesturlönd- um í máli þessu, hefði aðeins brot stríðsglæpanna ver- ið framið. Engin furða er, þótt Bandarikin hafi ekki viljað taka þátt í brezk-frönskum fíflaskap varnarlauss friðar- gæzluliðs á landi, og lagt áherzlu á, að Serbar yrðu teknir í gegn úr lofti. Enda kom í ljós, að koma þurfti friðargæzluliðinu í skjól til að geta hafið lofthernað. Mál þetta hefur sannað, að Vestur-Evrópa er ófær um að taka við hlutverki Bandaríkjanna sem gæzluaðili frið- ar í eigin heimshluta. Annaðhvort er í Evrópu banda- rískur friður eða alls enginn friður. Bandaríkin eru eini aðilinn, sem hefur siðferðisþrótt til slíks hlutverks. Hernaðarlega var Bretland eitt sér eða Frakkland eitt sér fært um að knýja fram þann frið, sem nú er orð- inn í erfðaríkjum Júgóslavíu. En þau höfðu ekki til slíks þrótt, hvorki ein sér, saman eða í samlögum við önnur lönd í samtökum á borð við Evrópusambandið. Friðurinn hefur endurvakið Atlantshafsbandalagið, sem var komið að fallanda fæti eftir hvarf Sovétríkjanna og var búið að afla sér háðungar í þjónustunni hjá Sam- einuðu þjóðunum við friðargæzlu. Nú fær bandalagið aftur hlutverk, sem gefur þvi framhaldslíf að sinni. Aftur og aftur sjáum við i veraldarsögunni, að efna- hags- og hernaðarmáttur skiptir litlu í samanburði við innri styrk. Vilji er raunar allt sem þarf. Jónas Kristjánsson Menntunar- skírteini allra til símenntunar Úrræði til að mæta vaxandi kröfum til menntunar á komandi öld eru viðfangsefni alþjóðlegrar nefndar á vegum UNESCO, Menn- ingarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Nefndinni stýrir Jacques Delors, lengi forseti framkvæmda- stjórnar ESB, og væri að margra dómi nú forseti Frakklands hefði hann fengist til að gefa kost á sér til framboðs í ár. Á ráðstefnu UNESCO í París í síðasta mánuði skýrði Delors frá starfi nefndarinnar og greindi frá meginniðurstöðum hennar, þótt ekki sé von á endanlegu áliti fyrr en í mars í vetur. Þar verður lágt til að ríki veiti sérhverjum ung- lingi menntunarskírteini, sem hann geti tekið út á framhalds- menntun þegar hann telur sér best henta. Með þessu móti telja Delors og samstarfsmenn hans að fáist í senn ákjósanlegur sveigjanleiki á menntaferli til að svara síbreyti- legum þörfum einstaklingsins við öra þróun þekkingar og tækni og lágmarksaðgangur fyrir alla að framhaldsmenntun, hvað sem líð- ur efnahag og öðrum aðstæðum. Menntunarskírteinin yrðu stofn að bankareikningi, þar sem til- greindur væri tíminn sem hver og einn hefur yfir að ráða til fram- haldsmenntunar ásamt fjárhæð sem við ætti. Menn gætu ekki að- eins tekið út af þessum reikningi heldur líka lagt inn á hann með mennt- unarsparnaði til síð- ari nota. Álit nefndar- manna er að fyrir- sjáanlegar breyting- ar á þjóðfélagsgerð og vinnumörkuðum geri vaxandi kröfur til símenntunar starfsævina út og því réni skilvirkni framhaldsmenntun- ar í einu lagi fyrir upphaf starfsferils. Delors sagði í ræðu sinni að þess gætti um of í fræðslukerfum, eins og þau tíðkast nú, að fólk sé valið til vel- gengni eða til að vera eftirbátar á ungu reki. Því fylgi að meirihlutinn eigi á hættu að lenda í hrakningum í heimi Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson án áreiðanlegra vegmerkja, af því ekki er lengur um það að ræða að meirihlutinn geti gengið að sam- felldu ævistarfi nokkurn veginn vísu. „Hafi almenn menntun ein- hvern tilgang," sagði Delors, „er hann að veita hverjum og einum tækifæri. Því legg ég til að sér- hverjum verði fenginn höfuðstóll til menntunar, til að mynda við 16 ára aldur, og að honum geti ein- staklingurinn svo gengið eftir þörfum ævilangt vilji hann svo við hafa. Þetta er þýðingarmikil hug- mynd gædd þrem höfuðkostum. í fyrsta lagi gerir hún fært að fjár- magna menntun skynsamlega. í öðru lagi fylgdi henni jöfnun menntunartækifæra. Og í þriðja lagi vekur hún til vitundar um ævimenntun." Delors benti á að tillagan um menntunarskírteini væri líkleg til að koma illa við ýmsa sem fast- heldnir væru á hefðbundin sjónar- mið. Hún myndi til að mynda þurrka út ýmis ríkjandi mörk miUi skóla og annarra sviða þjóð- félags. Þá gengi hún í berhögg við þá hugmynd, sem algeng er víða um lönd, að markmið skólagöngu sé að veita starfsþjálfun. „Ég veit að skýrsla okkar á eft- ir að vekja gagnrýni þeirra sem trúa á nytsemishlið menntunar," sagði Delors um þetta efni. „En sú hugmynd hefur gengið svo langt að hún virðir menningarþáttinn ekki viðlits. Við teljum að með því að tengja menntun einvörðungu við starf sé fyrirgert miklu af því sem menntunin getur veitt mann- kyni og þjóðfélagi. Þar á ofan eru menn engu bættari, vegna þess að á tímum örra breytinga verða menn oft að skipta um starf. Ég tel að við þurfum að mennta alhliða fólk með góðan sjálfsskilning - og skilning á öðrum. Nú er þörf á fólki með aðlögunarhæfni.“ Delors aflaði sér sjálfur framhaldsmenntunar með kvöldskólanámi í sex ár. Hann kveðst hafa tröllatrú á mætti menntunar til að „víkka endimörk tilver- unnar“. í fjármálaráð- herratíð sinni í Frakk- landi beitti hann sér fyrir setningu laga sem veita verkafólki stöðug- an aðgang að endur- þjálfun. Hann kveðst líta á starf sitt að menntamálum sem köllun og sér ekki annað þarfara við kraft- ana að gera eftir starfs- lok hjá ESB. Ástæðan er að hann telur rétt tök mannfélagsins á mennt- un geta ráðið úrslitum um hvernig til tekst að ráða við úrlausnarefnin sem nú blasa við mann- kyni öllu. Jacques Delors þegar hann skýrði fréttamönnum frá að hann gæfi ekki kost á sér til forsetaframboðs í Frakklandi. roðanir annarra Uppgjör vegna glæpa „Grundvallarskilyrði fyrir raunverulegum friöi í : fyrrum Júgóslaviu er að draga ákveðna aöila tU ábyrgðar fyrir glæpi eins og þjóðarmorð. Annars munu þjóöarbrot þau sem glæpamennirnir tilheyra verða dregin til ábyrgðar sem heildir. Hatur og hug- arfar hefndar mun þá bitna á heildunum, Serbum : eða Króötum. Sakfelling heildanna er ekki einungis í ósanngjörn heldur eitrar hún sáttaviðleitni niiUi þjóðarbrotanna tU langs tíma.“ Úr forustugrein Politiken 28. nóvember Árás á konungdæmiö („Viðtalið við Díönu prinsessu var vandlega skipulögð árás á konungdæmið sem slíkt, ekki aö- ■ eins á Karl ríkisarfa eða drottninguna, sem hún § hatar greinUega. Dæmið um Wallis Simpson og Ját- I varð áttunda ætti að kenna Díönu þá lexíu að þeg- ar hún kastar stríöshanskanum getur kerfið orðið mjög Ulskeytt. Ef hún heldur áfram að ögra mun kerfið einfaldlega losa sig viö hana.“ A.N. Wilson í New York Times 28. nóvember Tæknin ræöur úrslitum „Á alþjóðlegum fundi í Róm var gerð samþykkt sem skerpt getur lögregluaðgerðir gegn listaverka- þjófnuðum og þrengt að ólöglegum listaverkavið- skiptum í mörgum löndum. Þjófnaðir á listaverkum og viðskipti með þau hafa aukist mjög vegna hækk- andi verðs, minna landamæraeftirlits í Evrópu og æ þróaðri tækni til innbrota og flutnings listaverk- anna. En hvaða lög sem verða ofan á getur tæknin haft sömu úrslitaáhrif við lausn vandans og hún hefur haft við tilurð hans.“ Úr forustugrein Washington Post 27. nóvember
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.