Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Side 26
26 LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 Er orðinn meiri Dalvík- ingur en Norðfirðingur - segir Kristján Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Sæplasts hf. á Dalvík Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þeirri spurningu hvort ég væri orðinn Dalvíkingur svaraði ég þannig fyrstu 10 árin sem ég var hér þannig að það myndi koma að því en ég yrði aldrei Svarfdælingur. I dag er ég orðinn meiri Dalvíkingur en Norðfirðingur þótt ég tali enn um að fara heim þegar ég á við að fara til Norðfjarðar," segir Kristján Aðal- steinsson, framkvæmdastjóri Sæ- plasts hf. á Dalvík. Það fyrirtæki er í hópi fyrirtækja á landsbyggðinni sem reglulega hafa verið sagðar af jákvæðar fréttir undanfarin ár, enda hefur fyrirtækið spjarað sig vel 4 þeim 11 árum sem liðin eru frá því það var flutt frá Garðabæ. Fyrstu átta árin sem fyrirtækið starfaði á Dalvik var Pétur Reimars- son framkvæmdastjóri þess og flest- ir Dalvíkingar eru á því máli að Pét- ur eigi mikinn heiður skilinn fyrir það starf sem hann skilaði við upp- byggingu fyrirtækisins. Þeir eru einnig sammála um það að Kristján hafi haldið vel á spöðunum frá því hann settist í framkvæmdastjóra- stólinn og fyrirtækið er í örum vexti og bætir sífelit við sig á mörkuðum erlendis. Kom til kennslustarfa Eins og lesa má úr orðum Krist- jáns hér að framan kemur hann frá Norðfirði þar sem hann er fæddur og uppalinn. „Ég kom hingað til Dal- víkur árið 1977 sem kennari við grunnskólann og starfaði þar í 10 ár, við kennslu, sem yfirkennari og skólastjóri í afleysingum. Árið 1987 réðst ég svo til Sæplasts sem sölu- og markaðsstjóri. Ég hafði fylgst vel með uppbyggingu fyrirtækisins og fannst spennandi að ráðast til starfa við það. Það má segja að starfsemi Sæplasts tengist þeim hlutum sem ég ólst upp við í sjávarplássi austur á landi þar sem allt snerist um fisk. Ég byrjaði ungur að vinna í fiski og á mínum skólaárum var ég ávaUt til sjós. Þar kynntist ég þeim hlutum sem Sæplast er nú að framleiða þótt þeir hafi í þá daga verið öðruvísi en nú er orðið.“ Margir hafa trú á fyrirtækinu „Þegar Pétur Reimarssón ákvað að yfirgefa fyrirtækið árið 1991 og flytja suður á land var mér boðið að 'taka við starfi hans. Ég taldi mig vera búinn að fá þá reynslu af störf- um mínum við hlið hans að ég gæti tekið við af honum og það varð úr. Það hefur verið ákaflega gaman að taka þátt í rekstri fyrirtækis sem gengur vel eins og rekstur Sæplasts hefur gert. Reyndar hafa menn sagt við mig að enn eigi ég eftir að spreyta mig við reksturinn í mót- vindi en þau orð koma reyndar helst frá mönnum sem hafa ekki þá trú á fyrirtækinu sem staða þess gefur tilefni til. Ég hef einnig rekiö mig á það og heyrt af því að á hluta- bréfamarkaði líti sumir til þess aö Sæplast sé einungis lítið fyrirtæki á landsbyggðinni, lítil bóla sem muni springa einn góðan veðurdag. En sem betur fer eru þeir margir, og reyndar fleiri, sem hafa trú á fyr- irtækinu og vilja hag þess sem mest- an, og þar vil ég síst af öllu undan- skilja starfsmennina. Þeirra hugur til fyrirtækisins sést e.t.v. einna best á því að 11 árum eftir að fyrir- tækið hóf starfsemi hér á Dalvík er meðalstarfsaldur um 30 starfs- manna í fyrirtækinu 6-8 ár og fjórir menn hafa starfað hér frá upphafi." Jákvæðar fráttir „Ég hef oft svarað þeirri spurn- ingu hvernig hægt sé að reka svona fyrirtæki í litlu sveitarfélagi á landsbyggðinni þannig að það sé betra en að reka sams konar fyrir- tæki í Reykjavík, bæði hvað varðar aðföng og þjónustu, og við spörum okkur mikinn tíma vegna þess að vegalengdir eru ekki miklar. Þar sem Sæplast er fyrirtæki á hlutabréfamarkaði er það einn hluti af mínu starfi að koma á framfæri fréttum af gangi þess. Þær fréttir hafa undantekningarlaust verið já- kvæðar og ekki laust við að sumum finnist alltaf vera um sömu gömlu tugguna að ræða. En meðan stað- reyndirnar eru eins og þær eru þá verða upplýsingarnar á þann veg en ekki öðruvísi," segir Kristján.Eins og fram kemur hér á síðunni voru hluthafar í Sæplasti hf. í fyrstu um 20 talsins. Fyrirtækið var síðan opn- að og sett á almennan hlutabréfa- markað og nú eru hluthafar 430 tals- ins. Þeir stærstu eru Bliki hf. á Dal- vík og þrotabú Jóns Friðrikssonar sem eiga hvor um sig 10,5%. Aðrir í hópi 10 stærstu hluthafa eru Auð- lind hf., Þróunarfélag íslands hf., Valdimar Snorrason, Silfurþing hf., Ottó Jakobsson, Hallgrímur Hreins- son, Lífeyrissjóður Norðurlands og Baldvin Magnússon. Alls eiga þessir 10 aðilar rúmlega 52% hlutafjár. Nýr samningur Sæplast hefur um árabil selt stór- an hluta framleiðslu sinnar erlend- is. Sem dæmi um það má nefna að á 4 síðustu árum hefur Sæplast gert samninga við 3 stór útgerðarfyrir- tæki á Britanníuskaga og 20-30 tog- arar á því svæði nota nú fiskikör frá Sæplasti. Síðasti sölusamningurinn erlendis er glænýr en hann var við útgerðarfyrirtæki í Frakklandi um sölu á fiskikerum fyrir 4 togara. Um er að ræða 1800 ker sem lætur nærri að vera það magn sem framleitt var í Sæplasti fyrsta árið eftir að fyrir- tækið hóf starfsemi á Dalvík árið Húsnæði Sæplasts hf. á Dalvik er ný og myndarleg bygging sem fyrirtæk- ið er að sprengja utan af sér. Farið er að huga að frekari byggingar- framkvæmdum. Það má líkja þessu við ævintýri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Frá stofnun fyrirtækisins hefur verið ákaflega skemmtilegt að starfa hér og vissulega má líkja framgangi þess við ævintýri. Fyrstu 6-7 árin voru þó ævintýralegust því þá sáum við framleiðsluna tvöfaldast frá ári til árs á hverju ári. Menn stukku hæð sína í loft upp ef okkur barst pöntun upp á 30 ker en slíkt þykja engin tíðindi í dag,“ segir Jón Gunn- arsson, framleiðslustjóri hjá Sæplasti hf. á Dalvík, en hann er einn þeirra sem hafa starfað við fyr- irtækið frá því það var flutt til Dal- vikur árið 1984. Jón var einn 20 hluthafa sem keyptu fyrirtækiö til Dalvíkur en í dag eru hluthafar hins vegar orðnir á fimmta hundrað tals- ins. „Ég haíði ásamt öðrum verið í út- gerð og fiskvinnslu, við gerðum út 50 tpnna bát og unnum aflann i salt og skreið. Útgerðin er hins vegar fallvölt, við vorum hættir henni og ég var að huga að framtíðinni þegar sú staða kom upp að hægt væri að kaupa Sæplast frá Garðabæ og flytja fyrirtækið hingað til Dalvíkur," seg- ir Jón. Ávallt hagnaður Rekstur fyrirtækisins hafði ein- hverra hluta vegna ekki gengið vel í Garðabænum og það var fyrir frum- kvæði Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar að ráðist var i kaup á því og að flyfja það til Dalvíkur. Dalvíking- arnir héldu suður þegar kaupin höfðu verið gerð og ráku fyrirtækið í Garðabænum fyrstu mánuðina á hana. Við eigum möguleika á að auka framleiðsluna verulega án þess að bæta við vélbúnaði og án mikils tilkostnaðar en ég neita því ekki að menn eru einnig farnir að horfa til stækkunar verksmiðjunn- ar. Fyrirtækið var upphaflega í 280 fermetra húsnæði en tveimur árum síðar, eða 1987, var byggt myndar- lega við. Svo fór að sú viðbygging sem þá átti að koma upp nægði okk- ur afls ekki og því var aukið við á framkvæmdatímanum og byggt enn frekar. Nú eru menn aftur farnir að huga að stækkun og er undirbún- ingsvinna vegna þess komin í gang.“ Heppnir með starfsfólk Fiskikerin eru burðarásinn í framleiðslu Sæplasts. Þar er þó einnig önnur framleiðsla, s.s. á trofl- kúlum, vörubrettum, rotþróm og plastkörum, svo eitthvað sé nefnt. Þessi framleiðsla gengur vel en Jón segir að vegna eftirspurnarinnar hafi fiskikerin haft forgang í fram- leiðslunni. „Ég tel að ástæða velgengni fyrir- tækisins liggi í nokkrum þáttum. Við vorum heppnir með þann hóp sem að þessu stóð í upphafi, við vor- um sérlega heppnir að hafa Pétur Reimarsson sem framkvæmdastjóra á uppbyggingarárum fyrirtækisins og við höfum haft úrvals mannskap hér í vinnu. Þetta held ég að sé rót- in að því hvemig til hefur tekist,“ segir Jón Gunnarsson. - segir Jón Gunnarsson, framleiðslustjóri Sæplasts hf. meðan þeir voru að afla sér kunnáttu varðandi reksturinn. „Ég vann viö fram- leiðsluna fyrstu árin en þegar þetta tók að vaxa fór ég út af vöktum og gerðist framleiðslu- stjóri,“ segir Jón. Hann segir fyrir- tækið hafa gengið vel alla tíð og það hafi ávallt skilað þokkalegum hagnaði. „Við höfum aldrei mætt öðru en vel- vild og ég tel að það hafi að hluta til skapað fyrir- tækinu góða ímynd að við einbeittum okkur að útflutningi strax í upphafi. Inni í fyrirtækinu sjálfu höfum við lagt á það mikla áherslu að skapa gott andrúmsloft meðal þeirra sem þar vinna. Þá hefur verið lögð áhersla á að aöbúnaður starfs- manna sé góður og ég held að öllum sem hér starfa líði vel.“ fyrirtæk- inu. „Þetta þekktist áður fyrr á um tveggja ára tíma- bili og þá var ekki stoppað nema á allra helstu hátíðisdög- um. Nú er það sama fram und- og við blasir að unnið verði alla daga næstu mánuðina sem má vinna. Ég ekki annað en þetta verði svona fram í febrúar eða mars í upphafi vorum við að fram- leiða 1800 fiskiker á ári og þótti gott. Sem dæmi um hversu starfsemin hefur aukist má nefna að nú vorum við að fá eina pöntun frá Frakklandi sem nemur nákvæmlega þessu magni. Fram- leiðslugetan er margfóld miðað við það sem áður var þótt nú þurfi að huga enn frekar að því að auka Jón Gunnarsson, framleiðslustjóri Sæplasts hf., við vélasamstæðuna sem framleiðir fiskikerin. DV-mynd gk Unnið alla daga Frá því í byrjun ágústmánaðar hefur verið unnið hvem einasta dag í Sæplasti og ávallt á þremur 8 tíma vöktum eða allan sólarhringinn. -Jón segir að þetta sé reyndar ekki í fyrsta skipti sem slíkt hafi gerst í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.