Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Síða 28
28
LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995
sérstæð sakamál
Þegar Christine Ellerington vakn-
aði þennan miðvikudagsmorgun í
mars 1983 var hún alls ekki með
sjálfri sér. Hana hafði dreymt
óvenjulega raunverulegan draum. í
honum hafði hún séð syni sína tvo,
John og Michael, frávita af örvænt-
ingu. Hún gat ekki greint ástæðuna
en þeir grétu án afláts og kölluðu á
hana. En af einhverri ástæðu gat
hún ekki náð til þeirra og huggað
þá. Christine fann að draumurinn
hafði fengið mikið á hana og það var
sem hún hefði enn margt af því sem
gerst hafði í honum fyrir augunum.
Eiginmaður Christine, Alfred, fór
ætíð snemma til vinnu og var því
ekki í húsi þeirra hjóna í Beverly
Park í North Humberside en sagan
gerðist á Englandi. Hann vann í
verksmiðju í grenndinni svo Christ-
ine gat ekki rætt drauminn við
hann.
Er hún hafði setið á rúminu um
hríð og reynt aö gera sér grein fyrir
hvað hann táknaði setti að henni
grát. En eftir nokkra stund tók hún
sig taki og gekk inn til drengjanna
til að sjá hvernig þeim liöi. Þá voru
þeir báðir enn steinsofandi.
Sagði hann veikan
Það var fost venja Christine að
fara með drengina í leikskóla um
tíuleytið á morgnana á hveijum
virkum degi. Síðan hélt hún heim til
að sinna heimilinu. En á miðviku-
dögum brá hún ætíð frá þeirri
venju. Þá heimsótti hún foreldra
sína, Beatrice og Alan Smith, en þau
bjuggu á sveitabæ í um tuttugu og
fimm kílómetra fjarlægð, í Mill
Lane í Elstronwick. Þar bjó einnig
eldri systir hennar, Jean.
Þar sem Christine stóð og virti
fyrir sér drengina sína tvo sofandi
ákvað hún að hringja í foreldra sína
og aflýsa heimsókninni þennan dag.
Draumurinn hafði enn svo sterk tök
á henni að henni fannst hún ekki
geta vikið frá sonum sínum. Hún
myndi ekki fara með þá á leikskól-
ann heldur leika við þá heima í
stofu fram undir kvöld.
Christine gat ekki fengið sig til að
segja móður sinni hver væri hin
raunverulega ástæða til að hún
kæmi ekki í heimsókn þennan dag.
Þess vegna sagði hún aðeins að
John hefði verið lasinn um nóttina.
„Það kemur sér eiginlega mjög
vel aö þú kemur ekki,“ sagði móðir
hennar. „Hann faðir þinn er óvenju-
lega niðurdreginn í dag. Hann
fékkst ekki einu sinni til að borga
morgunmat."
Aðvörun?
Meðan Christine var að ræða við
móður sína heyrði hún fóður sinn
spyrja: „Kemur Christine ekki í
dag?“
„Nei, John er lasinn svo hún get-
ur ekki komið," svaraði kona hans.
Heyrðist þá eitthvert óskiljanlegt
muldur í honum.
Meðan Christine var að sinna
sonum sínum, sem hún lét næstum
allt eftir þennan dag, ihugaði hún
hvað eftir anúað hvað draumurinn
gæti táknaö. Var hann aðvörun til
hennar? Hvers vegna hafði hana
dreymt að drenginrir væru að kalla
á hana en hún gæti með engu móti
komist til þeirra?
Nokkrum klukkustundum síðar
fékk hún skýringuna og þá var hún
ekki lengur í neinum vafa.
Dagurinn á sveitabænum í Elstr-
onwick gekk í upphafi sinn vana-
gang. Beatrice og Alan Smith voru
innandyra en Jean fór út í girðingu
nokkuð frá til að sinna grísum sem
þar voru hafðir.
Beatrice og Alan Smith. Christine.
Rannsóknarlögreglumenn
sem komu á bæinn síðar þenn-
an miðvikudag voru nokkum
tíma að gera sér grein fyrir því
sem þar hafði gerst. En niður-
staða rannsóknar þeirra og
tæknimanna var á þá leið að á
meðan Jean hefði staðið innan
girðingarinnar hefði hún heyrt
skothvell heiman af bænum.
Hún hefði hlaupið frá grísun-
um en legið svo mikið á að hún
hefði gleymt að loka hliðinu á
girðingunni með þeim afleið-
ingum að þeir hefðu farið úr
henni.
Það sem gerðist heima á
bænum hefði byrjað á því að
Alan gekk aftan að konu sinni
þar sem hún stóð og þvoöi upp
leirtau. Hann hefði verið með
riffil í hendinni, sett hlaupið
við hnakka hennar og hleypt
af. Blóðið á veggum yfir vask-
inum hefði sýnt það greinilega.
Hún hefði ekki gert sér grein
fyrir hvað var að gerast og lát-
ist samstundis. Þetta hefði ver-
ið skothvellurinn sem Jean
heyrði þar sem hún stóð mitt á
meðal grísanna.
Eftir að hafa ráðið konu
sinni bana hefði Alan síðan
gengið fram á gang og tekið sér
stöðu við gluggann í anddyr-
inu. Þar hefði hann fylgst með
ferðum Jean. Þegar hún hefði
komið að húsinu heföi hún
dregið áf sér gúmmístígvélin
sem hún var í en síðan gengið
inn í húsið. Hún hefði þó ekki
komist nema rétt inn fyrir
dyrnar. Þá heföi faðir hénnar
rotað hana með byssuskeftinu.
Síðan hefði hann dregið af sér
slifsið, brugðið því um háls
hennar og kyrkt hana. Þá hefði
hann sett slifsið aftur á sig.
Trefjar í farinu um háls Jean
reyndust vera úr slifsinu, og
var því ljóst til hvers það hafði
verið notað.
Sjálfsvígið
Rannsóknarlögreglumenn
segja að þegar Alan hafi banað
bæði konu sinni og dóttur hafi
hann farið fram í eldhúsið, tek-
ið lík konu sinnar og borið
fram I anddyrið. Þar hafi hann
lagt það við hliðina á líki dótt-
ur sinnar. Siðan hafi hann sest
á gólfið, stungið hlaupi rifiils-
ins upp i sig og tekið í gikkinn.
Nokkru síðar um daginn sá
nágranni, frú Irene Placket, að
grísirnir á bæ Smithshjónanna
hlupu út um allan völl án þess
að nokkur reyndi að koma
þeim aftur í girðinguna. Hún
fór heim á bæ til að sjá hverju
þetta sætti. Að venju barði hún
að dyrum en enginn svaraði.
Þá gekk hún inn fyrir.
Frú Placket brá mjög þegar
hún sá líkin þrjú en á tvö
þeirra vantaði höfuðið að
mestu. Hún hljóp heim til sín
og gerði lögreglunni aðvart.
Kom hún á vettvang eftir um
tuttugu mínútur. Síðan bættust
fleiri lögreglumenn í hópinn,
og brátt varð vart þverfótað á
bænum fyrir þeim.
Það var fregnin um atburð-
inn voðalega á æskuheimilinu sem
gerði Christine ljóst að draumurinn
hafði verið sterk aðvörun. Henni
varð ljóst að hefði hún ekki talið
hann vísbendingu um að hún ætti
að sitja heima hjá sonum sínum
væri hún ekki lengur í lifenda tölu.
Faðir hennar hefði vafalaust skotið
hana líka. En hvað lá að baki þess-
um óvæntu morðum? Það kom brátt
i ljós.
Fimm árum fyrir þessi voðaverk
hafði Alan Smith selt skuldabréf
sem hann átti og keypt fyrir það
landbúnaðarvélar sem hann hugðist
leigja bændunum í nágrenninu. Af
útleigunni hugðist hann síðan hafa
tekjur. En brátt kom í ljós að áhugi
á að leigja þessi tæki, sem höfðu
kostað hann jafnvirði um niu millj-
óna króna, var næstum enginn.
Hann horfði því á þau standa að
mestu ónotuð ár eftir ár. Þetta olli
honum í fyrstu áhyggjum en síðar
gerðist hann þunglyndur. Að lokum
hefur þessi misheppnaða fjárfesting
leitt Alan Smith inn á þá braut sem
hann gat ekki snúið af. í stað þess
að selja vélarnar, sem hann hefði
getað, og þannig vinna upp stóran
hluta af tapinu sá hann ekkert nema
tapið af fjárfestingunni og virðist
ekki einu sinni hafa munaö lengur
að hann var alls ekki eignalaus
maður heldur í raun allvel stæður,
og hefði þess vegna getaö lifað sóma-
samlegu lífi.
Langvinn rannsókn
Ýmsum þótti með ólíkindum að
Alan Smith skyldi hafa bundið enda
á líf konu sinnar, dóttur og sjálfs sin
á þann hátt sem raun bar vitni af
fjárhagsáhyggjum sem hefðu ekki
átt að hafa afgerandi áhrif á líf hans.
Kom sumum til hugár að óvenjulega
slyngur morðingi hefði verið á ferð-
inni. En nákvæm rannsókn tækni-
manna leiddi ekki I'ljós neina um-
ferð óviðkomandi. Þá voru aðeins
fingrafór eftir Alan á rifílinum.
Beatrice, Jean og Alan voru jarð-
sett hlið við hlið í kirkjugarðinum í
Beverly.
f mörg ár hugsaði Christine mik-
ið um það sem gerðist á heimili for-
eldra hennar og systur þennan mið-
vikudag. Hún leiddi ekki síst hug-
ann að því hvað hefði orðið um
hana sjálfa hefði hún haldið venju
sinni og farið í heimsókn til foreldra
sinna. Niðurstaðan varð ætíð sú
sama. Hún hefði vafalaust látið lífið.
Atburðurinn hafði gerst á þeim tíma
dags að hún hefði verið komin en
ekki farin heim aftur. Hún hefði því
orðið fórnardýr þeirra brjálsemi
sem náð hafði tökum á föður henn-
ar eftir þunglyndi sem hefur vafa-
laust mátt rekja til áralangrar þrá-
hyggju út af ímynduðu íjárhags-
hruni.
En hver var það sem hafði viljað
vara hana við? Og hafði draumur-
inn verið aðvörun, eða tilviljun?
Christine komst, eins og áður segir,
að þeirri niðurstöðu að um aðvörun
hefði verið að ræða. Hefði hún farið
í heimsókn til foreldra sinna og
systur þennan dag hefðu drengimir
grátið á þann hátt sem hún sá fyrir
sér í draumnum og hún ekki getað
náð til þeirra.
Að sjálfsögðu liggur engin skýr-
ing fyrir á draumi Christine. Sumir
gefa þá skýringu að undirvitundin
hafi skynjað yfirvofandi hættu og
komið boðum sínum til meðvitund-
arinnar í draumi en aðrir að
Christine og synir hennar hafi átt
sér ósýnilegan vemdara sem hafi
vitað hvert stefndi og viljað hlífa
þeim viö þeim örlögum sem þeirra
hefði beðið hefði hún haldið venju
sinni þennan örlagaríka miðviku-
dag.