Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Page 35
JjV LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995
35
Kristbjörg Kjeld leikkona er ís-
lendingum að góðu kunn úr leikhús-
inu. Hún hefúr nú gefið út ævisögu
sína, Kristbjörg Þorkelína - saga
Kristbjargar Kjeld leikkonu. Það er
Jórunn Sigurðardóttir sem skráir
sögu Kristbjargar en bókaútgáfan
Bjartur gefur bókina út. Hér á eftir
fer brot úr kafla bókarinnar þar sem
Kristbjörg lýsir því hvemig örlögin
höguðu því þannig að hún gerðist
leikkona.
Oft er það svo i lífinu að ósk er
svo stór og fjarlæg að maður forðast
að móta hana í hugsun, hvað þá
setja hana í orð. Þegar svo þau
straumhvörf verða að slík ósk ræt-
ist virðist það ofureðlilegt og eins og
maður hafi verið leiddur réttan veg.
Unga, glæsilega konan, sem ekur
litla syni sínum í kerru frá Lang-
holtsveginum upp i Steinahlíð til
ídu í bítið á morgnana og skundar
síðan að ná í strætisvagninn til að
komast í bókhaldið hjá Hreyfli,
rennir ekki í grun að þetta lífs-
munstur heyri brátt sögunni til.
Flosi átti hugmyndina
„Flosi Ólafsson lék með mér í
Stanz-aðalbraut-stopp og hann var
stundum að tala um að hann myndi
byrja í Leiklistarskóla Þjóðleikhúss-
ins um haustið. Einhvern tíma hitti
ég hann á götu held ég bara og hann
segir við mig: „Ætlarðu ekki að
skella þér í skólann líka?“ Ég hafði
aldrei hugsaö um það í alvöru og
varð eiginlega hálfskelkuð.
Ég var ánægð á Hreyfli og hafði
gaman af því sem ég var að gera hjá
Leikfélagi Hafnarfjarðar en ég hafði
aldrei farið á nein námskeið. Að-
stæður mínar buðu nú heldur ekki
upp á það að ég færi að skuldbinda
mig tÚ þess að mæta í skóla á
hverju kvöldi og á laugardögum
líka.
En Flosi gaf sig ekki, skjallaði
mig heil býsn og sagði að þetta væri
ekkert mál. Hann þekkti Ævar
Kvaran og skyldi hringja í hann fyr-
ir mig. Ég heyri alveg fyrir mér
hvernig Flosi hefur sagt við Ævar:
„Heyrðu, Ævar minn, það er héma
stelpa sem ætlar að reyna að taka
próf, geturðu ekki undirbúið hana?“
Ég var hálfpartinn lömuð eftir
þetta samtal við Flosa. Að vinna við
það að leika, lesa mér til um bak-
grann ólíkra persóna, hreyfa mig
sem þær á sviði, hella mér út í hlut-
verkin. Allt var þetta órafjarlægt en
kitlaði mig óumræðilega svo líklega
var hugsunin búin að búa með mér
lengi. Tjáningardansarnir heima
hjá Unnu... Já, því ekki að prófa? Ég
hugsaði um þetta alla leiðina heim í
vagninum.
Hafði vantrú á sjálfri sér
Flosi var svo rogginn, ég öfundaði
hann hvað hann var öruggur og
frjálslegur. Ég var næstum búin að
tala sjálfa mig ofan af þessu öllu
saman þegar ég var komin heim.
Líklega væri ég allt of stór, ég gæti
þetta aldrei, Flosi hefði bara verið
að grínast og best væri að gleyma
þessu. Þeim mun meira undrandi
varð ég þegar Flosi hringdi á skrif-
stofuna strax daginn eftir og segir
að ég megi koma til Ævars sama
dag. „Upp á Bergstaðastræti, þú
veist hvar Bergstaðastræti er, Bíbí,
er það ekki?“ segir hann. Jú, jú, ég
þóttist vita allt um það. En eitthvað
hef ég verið fálát í símann því Flosi
undirstrikar við mig að það skipti
miklu máli að ég mæti. Ég hló nú
bara en var í rauninni mest hrædd
um að einhver hefði heyrt símtalið.
Ég vildi ekki að nokkur maður vissi
um þetta. En auðvitað fór ég.
Á fund fína mannsins
Ég var heila eilífð að finna rétta
húsið við þessa löngu götu. Það var
gengið inn baka til í kjallarann og
það leið þó nokkur stund frá þvi ég
hringdi dyrabjöllunni þar til Ævar
í einu var ég komin á svið
-brot úr ævisögu Kristbjargar Kjeld leikkonu
Bríet Héðinsdóttir, Vigdís Finnbogadóttir, forseti ísiands, Guðrún Ásmundsdóttir og Kristbjörg Kjeld. Myndin var
tekin árið 1985.
Kristbjörg Kjeld ieikkona steig sín fyrstu skref á leiklistarbrautinni fyrir til-
viljun.
opnaði dyrnar. Ég þekkti ekkert
þennan mikla leikara og fannst
hann frekar gamall. Ég var nýorðin
tuttugu og eins árs og Ævar hefur
staðið á fertugu en fínn var hann.
Hann býður mér að ganga með sér
inn í herbergi og setjast á móti sér
við lítið borð. Á þvi stendur segul-
bandstæki, það var það eina sem ég
sá að svo stöddu. Svo byrjaði hann
að spyrja mig út úr um reynslu
mina af leiklist. Ég stamaði ein-
hverju upp um þessi hlutverk sem
ég hafði verið að leika í Hafnarfirði.
Ég var svo óörugg, titraði öll og hélt
svo fast í handtöskuna að mig verkj-
aði í fingurna. Svo var mér svo
heitt. Ég var alveg viss um að það
myndi líða yfir mig.
Almáttugur, mér fannst ég svo fá-
fróð, kannaðist ekki við nema örfá
nöfn sem hann nefndi á leikritum
og hlutverkum. Jú, Steinunni í
Galdra- Lofti, hana þekkti ég, en ég
þekkti ekkert það sem átti að vera
fyndið. Ég man ekki einu sinni hvað
þaö var. En ég lét ekki á neinu bera.
Svo þurfti ég að velja ljóð. Ég var
mjög hrifin af Tómasi Guðmunds-
syni á þessum tíma og nefndi það.
Ég valdi ljóðið hans um smámeyna
sem hélt að hún væri til... Þá var ég
nú eitthvað farin að slaka á. Ævar
talaði eitthvað um íslenska tungu,
um fegurð hennar og hinn rétta hv-
framburð. Mér fannst hann pínulít-
ið tilgerðarlegur og það jók mér ein-
hvem veginn öryggi að mér skyldi
þó finnast eitthvað.
Alveg hræðileg rödd
Svo byrjaði ég að lesa og Ævar
setti segulbandið í gang. Ég reyndi
að láta eins og ég vissi ekki af þessu
segulbandi, einbeitti mér bara að
lestrinum og reyndi að lesa fallega
með hv-framburði. Svo lét hann mig
hlusta. Það var engrar undankomu
auðið, alveg hræðilegt.
Ég þekkti ekki röddina, bara
þagnirnar og einhver örlítil mis-
mæli á einum stað eða tveimur. Mér
fannst herbergið allt í einu svo lítið
og maðurinn hinum megin við borð-
ið svo stór. Og einhvers staðar í
fjarska heyri ég hann segja að þetta
hafi verið prýðilegt. Nú skuli ég fara
heim, læra rullumar og koma svo
aftur.
Ég held að Ævar hafi séð hvað
mér leið óendanlega illa því hann
spurði mig hvort þetta hefði verið
svona erfitt. Ég brosti nú bara og
fannst þetta alls ekki svo slæmt,
svona þegar það var búið.
Textana lærði ég einhvers staðar
í pukri, ein inni í herberginu mínu,
þuldi þá yfir Jens sofandi og með
sjálfri sér í strætisvagninum á
morgnana. Ég fór einum tvisvar
sinnum til viðbótar til Ævars og þá
gekk allt miklu betur, meira að
segja röddin á segulbandinu hætti
að hrella mig. §teinunn og hræðileg
örlög hennar urðu mér strax mjög
hjartfólgin. Einhvern veginn vissi
ég hvemig henni leið og átti auðvelt
með að samsama mig henni. Stein-
unn eygir enga leið út úr ógöngum
sínum þegar Loftur snýr við henni
baki og hún er ófrísk.
Próf í ballettsal
Sjálf hafði ég átt góða foreldra
sem hjálpuðu mér þegar aðstæður
mínar vora kannski ekki ólíkar að-
stæðum Steinunnar.
Ég fór að vinna á skrifstofu Loft-
leiða í kóngsins Kaupmannahöfn í
stað þess að ganga í ána og nú var
ég allt í einu að búa mig undir aö
þreyta inntökupróf inn í Leiklistar-
skóla Þjóðleikhússins. Þetta var
næstum því fyndið. Ég gaf Stein-
unni allan þann skilning og samúð
sem ég átti til og reyndi að leika
eins vel og ég gat og hafði öðlast
svolitla æfmgu í.
Prófið var haldið í Þjóðleikhús-
inu, uppi á ballettsal, þar sat dóm-
nefndin, einhverjir karlar við borð.
Svo kom að inntökuprófinu sjálfu.
Ég var eiginlega hissa á sjálfri mér
hvað ég var taugaspennt. Ég var
búin að ákveða að þetta væri svo
sem ekki neitt, bara eitthvað sem ég
ætlaði að prófa. Veðrið var mjög
gott þennan dag, næstum því heitt,
þótt kominn væri október. Ég man
að ég reyndi að passa mig á því að
skunda ekki of mikið svo ég yrði
ekki kófsveitt í prófinu.
Mátaði sig við leikhúsið
Ég átti að koma bakdyramegin og
varð óskaplega fegin þegar ég sá að
það voru bara einar dyr á bakhlið
hússins. Miðað við glæsileikann í
framsölunum fannst mér stigagang-
urinn sem blasti við mér óttalega
tilkomulítill. En það ríkti eitthvert
andrúmsloft þarna sem ég kunni
strax ansi vel við.
Dyravörðurinn sat í litilli kompu
uppi á stigapallinum og það mátti
ekki miklu muna að ég gæti setið á
mér að kíkja ekki inn eftir gangin-
um fyrir innan. Dyravörðurinn var
mjög elskulegur og vísaði mér
áfram upp stigann og upp á ballett-
sal.
Dymar inn í salinn stóðu opnar
og ég gekk bara inn. Karlamir við
borðið inni í salnum heilsuðu og
spurðu hvað ég héti. Skyndilega
varð allt óskaplega kalt og óper-
sónulegt og taugaóstyrkur minn
jókst. En svo brosti einn þeirra,
frekar fíngerður maður, svo upp-
örvandi, jafnvel svolítið kankvíslega
til mín. Þá létti mér nú svolítið og
spurði bara beint hvort ég ætti ekki
að byrja. Jú, jú, þeir kinkuðu kolli.
Ég setti allt af stað, hellti mér í
hlutverkin, hvert á fætur öðru. Ég
var svo ör og allt í einu svo örugg,
skemmti mér í rauninni óumræði-
lega vel. Svo var allt búið og ég
mátti fara en bíða augnablik
frammi. Mér fannst þetta svo gaman
að ég held að ég hafi ekki staðist
freistinguna að máta mig aðeins við
þetta hús.
Aldeilis væri það skemmtilegt að
læra að leika, þá fengi ég líka ein-
hveija menntun. Fyrir utan salinn
var ungur piltur greinilega líka að
bíða og skömmu síðar var okkur
báðum tilkynnt að við hefðum stað-
ist prófið.
Vondur draumur
Viö hálfsvifum út úr húsinu og
gengum saman niður eftir Hverfis-
götunni. Ég var nokkuð sæl með
mig en þó ekki öruggari en svo að
þegar ungi maðurinn fer að segja
mér frá hræðilegum draumi sem sig
hafi dreymt þá setti að mér ugg. Ég
var ekkert farin að segja foreldrum
mínum frá þessu og þótt þau tækju
þessu vel þá var ljóst að ég yrði líka
að fá að fara svolitlu fyrr af skrif-
stofunni á næstunni til þess að geta
verið mætt í skólann klukkan fimm.
Ég varð í rauninni ofsalega hissa
að ég skyldi fá inngöngu í skólann.
Ég hafði ekki tekið þetta próf mjög
hátíðlega, þetta var bara eitthvað
sem ég ætlaði að prófa og þótt það
gengi ekki þá var mér það ekki svo
mikið mál. Alls ekki þannig að allt
hefði hrunið. Náttúrlega hefði ég
orðið leið en ég bjóst ekkert frekar
við því.
Sá ekki frægð og frama
Þetta var svo ótrúleg tilviljun því
svo er ég bara strax farin að vinna
við leiklist og hef ekki gert annað
síðan. Þegar mér var sagt að ég
hefði staðist prófið hugsaði ég enn
ekkert um leiklist sem lífsstarf, sá
ekki frægð og frama í hillingum.
Ónei, en mér fannst ég strax eiga
svolítið heima í leikhúsinu. Það er
dásamlegt að vinna við það sem
manni finnst skemmtilegast.
Foreldrum mínum þótti ekki neitt
sérstaklega til þess koma að ég færi
í leiklistarskóla en þeim fannst það
ekki heldur ómerkilegt og þau
studdu mig vel og pössuðu Jens
minn.
Almenningsálitið var auðvitað að
allir gætu gert þetta, leikið. En mað-
ur sér það á leiklistinni í dag hvað
menntunin gerir. Þegar ég var að
leika í Hafnarfirði í Stanz-aðalbraut-
stopp fann ég að frú Mörtu Bjöms-
son fannst það merkilegt að leika og
þá fannst mér það merkilegt líka, úr
því að henni þótti þetta svona stór
list.
Pilturinn sem ég hafði verið sam-
ferða niður Hverfisgötuna þegar við
fengum að vita að við hefðum stað-
ist prófið var ekki á meðal nemend-
anna. Það var leiðinlegt mál, það
hafði komist í hámæli að hann væri
hómósexúal og einhverjir leikarar í
húsinu tóku sig víst saman og skrif-
uðu undir plagg gegn honum, vildu
ekki fá svoleiðis lýð inn í leikhúsið.
Ég gerði mér enga grein fyrir um
hvað málið snerist, hugsaði meira
um drauminn sem hann hafði sagt
mér um svört ský. Það er ótrúlegt að
hugsa til þess núna að þetta skyldi
hafa komið í veg fyrir að hann gæti
lært. En tíðarandinn var gjörólikur
og sjónarmiðin hafa svo mikið
breyst siðan þetta var.
(Ath; miUifyrirsagnir eru blaðsins)