Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1995, Qupperneq 48
56 unglingaspjall LAUGARDAGUR 2. DESEMBER 1995 1 Félagslífið í MR eru um 950 nemendur. Það er því augljóst að áhugamál nem- enda skólans eru eins mismunandi og hugsast getur. Reynt er að höfða til sem allra ílestra með starfsemi Skólafélagsins og Framtiðarinnar. Ýmsar hefðir hafa skapast í 150 ára sögu skólans og eins og MR er von og vísa er reynt af fremsta megni að halda þessar hefðir í heiðri. Þó er ekki hægt að segja að félagslífið sé staðnað eða dautt heldur þvert á móti. í MR hefur vel tekist að halda í gamlar hefðir samfara því að sinna kröfum nú- tímans. Hér verður stutt útlistun á fé- lagslífinu eins og það er: Skólafélagið. Allir nemend- ur eru í Skólafé- lagi Mennta- skólans í Reykja- vík. í stjórn eru þrír ein- staklingar sem bera torkennileg latnesk heiti. Inspector scholae er forseti Skóla- félagsins, Scriba scholaris er ritari þess og Quastor scholaris er gjald- keri. Skólafélagið sér um flesta at- burði félagslífsins, þ. á m. árshátíð. Hún var í ár haldin á Hótel íslandi. Framtíðin: Málfundafélag MR er sjálfstætt og óháð Skólafélaginu. Það stendur fyrir málfundum og sendir lið til þátttöku í Morfís. Framtíðin sér einnig um árshátíð sem allajafna er haldin á öskudag. Er sú árshátíð síst umfangsminni en árshátíð Skólafélagsins. Flestir nemendur eru einnig í Framtíðinni en undir báðum þess- um félögum starfar fjöldi undirfé- laga og ráða sem hafa umsjón með flestu því sem gerist. Þannig geta stjórnir Skólafélagsins og Framtíð- arinnar komist upp með að gera sama og ekkert allan veturinn. Góð stemning Félagsaðstaðan í MR er ekki íburðarmikil en þar getur þó mynd- ast hin ágætasta stemning. Húsið sem hýsir stærstan hluta félagslífs- ins heitir einnig torkennilegu latnesku nafni. Það heitir Casa Nova sem þýðir nýja húsið þrátt fyrir aö húsið sé ekkert sér- staklega nýtt. Þangað eru oft fengn- ar hljómsveitir til að spila á kvöldin eða í frímínútum. Þangað hafa safn- ast allt að 500 manns sem dansa þar í steikjandi hita og brjáluðum fil- ingi. Casa Nova er einnig notað undir aðra atburði, s.s. kvikmynda- kvöld, sem hafa gert mikla lukku í vetur, listakvöld og margt fleira. Stærstu atburðir félagslífsins, eins og böll, fara fram á skemmtistöðum borgarinnar. MR-böll eru almennt viðurkennd sem langskemmtileg- ustu böllin á höfuðborgarsvæðinu og þótt víðar væri leitað. Einnig eiga ýmsir klúbbar það til að nota kaffihús borgarinnar sem vettvang fyrir atburði sína. ÍMR í MR er blaðaútgáfan gróskumik- il. Menntaskólatíðindi koma út. Skólablaðið á að koma út tvisvar á vetri. Það blað hefur öllu alvarlegri undirtón enda mun vandaðra og eigulegra blað. Framtíðin og Skóla- félagið gefa Menntaskólatíðindi út í sameiningu en Skólafélagið gefur út Skólablaðið. Framtíðin gefur Skin- faxa út og kemur það út árlega. Merkileg herranótt íþróttahreyfingin í MR er í miklum vexti um þessar mundir. íþróttafé- lagið hefur verið starfrækt frá 1929 en hefur verið í mikilli lægð á und- anförnum árum, þar til nú. Herranótt er lík- lega merkilegasta fyrirbærið í félags- lífinu í MR. Herra- nótt er elsta leikfé- lag landsins og má rekja sögu þess allt aftur á 18. öld. Margir bestu leikar- ar landsins hafa stigið sín fyrstu skref á fjölunum í leikritum Herranætur. Listafélagið ér félags- skapur í MR sem sér um listalíf skólans. Þar er vettvangur fyrir nýj- ungar í félagslífinu og oft stendur Listafélagið fyrir stórskemmtilegum og framúrstefnulegum viðburðum sem jafnan vekja mikla athygli. Það sem gerir MR og félagslíf hans sér- stakt er fyrst og fremst nemendur skólans. Þeir bindast sérstökum böndum strax á fyrstu vikum menntaskólagöngu sinnar. Það er alltaf mikil gleði þegar MR- ingar koma saman. Stjórn Skólafélags Menntaskólans í Reykjavík. n hliðin Mamma fallegust fyrir utan eiginkonuna - segir Júlíus Freyr Guðmundsson tónlistarmaður Júlíus Guðmundsson, sem er í hljómsveitinni Deep Jimi, sýnir á sér hina hliðina í þetta skiptið. Júlíus er sonur stórpopparans suð- ur með sjó (Guðmundar) Rúnars Júlíussonar og var að senda frá sér geisladisk á dögunum ásamt þrem- ur félögum sínum í Deep Jimi. Fé- lagarnir fóru ótroðnar slóðir þegar kom að því að finna umbúðir utan um diskana. Fundu þeir gömul plötuhulstur, klipptu þau niður, sprautuðu þau og handmáluðu þau síðan. Um var að ræöa þúsund umslög og tók Fullt nafn: Júlíus Freyr Guðmunds- son. Fæðingardagur og ár: 22. september 1971. Maki: Guðný Kristjáns- dóttir. Börn: Kristín Rán, 3 ára. Bifreið: Subaru station ár- gerð 1988. Starf: Tónlistarmaður. Laun: Upp og ofan. Áhugamál: Tónlist og kvikmynd- ir. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nokkrum sinnum fengið þrjá rétta í lottóinu. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Fara í sturtu. Hvað finnst þér léiðinlegast að gera? Vera í aukavinnunni minni sem felst í því að mála. Uppáhaldsmatur: Lambalæri. Uppáhaldsdrykkur: Trópí. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag að þínu mati? Michael Jordan. Uppáhaldstímarit: Sjónvarpsvís- ir Stöðvar 2. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkon- una? Mamma. Ertu hlynntur eða andvígur rík- isstjóminni? Ég er svona mitt á milli þess að vera hlynntur og and- vígur henni. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Woody Allen. Uppáhaldsleikari: Woody Allen. Uppáhaldsleikkona: Jodie Fost- er. Uppáhaldssöngvari: John Lennon. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Jóhann Geirdal. verkið tvær vikur Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Ren og Stimpy. Uppáhaldssjónvarpsefni: Simp- son- fjölskyldan á SKY. Uppáhaldsmatsölustaður: Madonna í Reykjavík. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Mig langar að lesa 1984 eftir Orwell aftur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás 2. Uppáhaldsútvarpsmaður: Gestur Einar Jónasson. Hver sjónvarpsrásanna finnst þér best? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Eng- inn sérstakur í uppáhaldi. Uppáhaldsskemmtistaður: Strik- ið í Keflavík. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Keflavik. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Aö gefa út aðra plötu með Deep Jimi. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég -< vann í allt sumar svo V það gafst enginn tími til sumarleyfis. -ELA Æ Æk Júlíus Freyr Guðmundsson tónlistarmaður. DV-mynd Ægir Már Jamie Walters, leikari í Beverly Hills 90210 og The Heights. Unglingaþættirn- ir eru bara plat - segir Jamie Walters Hann er 26 ára og segir að sér sé alveg sama um þeennan stelpufans í kringum sig. „Ég hef engan áhuga á þessum stelpum," segir Jamie Walt- ers, leikari í Beverly Hills 90210 og The Heights. Hann hefur nýlega gef- ið út eigin plötu og langar mest til að verða frægur í poppinu. Auk þess á hann Mustang og hefur gaman af að dúlla við hann í bílskúrnum. Stelpurnar, sem eru einlægir aðdáendur Jamies, verða varla hrifnar af þessum yfirlýsingum hans. Hann á þó kærustu strákur- inn og hefur verið í tveimur sam- böndum, með leikkonunni Drew Barrymore og fyrirsætunni Christ- inu Tyrell. Jamie lætur ekkert sér- staklega vel af þessum samböndum og segir Drew hafa bara viljað vera út á lífinu og láta ljósmyndarana mynda sig. Þegar hann komst að því að hún var honum ótrú sagði hann henni upp. Jamie Walters er frekar neikvæð- ur ungur maður. Hann hefur íBeverly Hills 90210 ákveðnar skoðanir á sjónvarpsþátt- um fyrir unglinga og segist hata Strandverði og Melrose Place. „Ég horfi ekki á þessa þætti. Þeir eru bara plat. Sama má segja um Beverly Hills 90210.“ Hann segist vera leiður á hlut- verki sínu sem Ray Pruitt í Beverly Hills og ætlar aðeins að vera með í einni þáttaröð til viðbótar. „Þessir þættir eru ekki um raunverulegt líf unglinga. Langflestir unglingar lifa ósköp venjulegu lífi langt frá þessu glamúrlífi sem er í þáttunum..1* Jamie átti sjálfur ósköp venjulega æsku. í seinni tíð hefur hann reynt að breyta sér í rokkara og hefur lát- ið tattóvera sig. Hann gengur venju- lega bara í gallabuxum og bolum. Hann passar vel inn í Levis-auglýs- ingu. En nú leggur hann allt kapp á að verða tónlistarmaður og þótt platan hans hafi ekkert selst sérstaklega vel þá er hann bjartsýnn á fram- haldið. Vampíra með gullaugu Villtasta hlutverkið sem Eddie Murphy hefur fengið til þessa er í kvikmyndinni Vampíra í Brooklyn. Þar fer kappinn með hlutverk vampíru með skínandi gullaugu en ekki vígtennur eins og flestar vam- pírur eru þekktar fyrir. Gullaugun munu vera helsta vopn þessarar. skrýtnu vampíru. Myndin hefur þegar verið frumsýnd í Bandaríkj- unum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.