Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Side 2
. fréttir LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 JjV Bandarísk sjónvarpsstöö bíöur eftir myndlyklum sömu gerðar og Stöð 3. Fengum prufueintak sem virkaði ekki segir James Belanger, framkvæmdastjóri Pagoda Wireless í Pensylvaníu ® ~ o_• vnr hpöinn álits á mvndlvklur „Það komu menn frá Veltek til okkar í október með prufueintak af myndlyklabúnaði og settu hann upp. Hann virtist virka þá. Síðan sendu þeir okkur annað prufuein- tak en við höfum ekki fengið þaö til að virka. Við sendum það til baka til Veltek en höfum ekkert fengið aftur. Við höfum beðið í margar vik- ur. Við erum varkárir og viljum ekki setja búnaðinn upp fyrr en við vitum með vissu að hann sé nothæf- ur,“ sagði James Belanger, fram- kvæmdastjóri sjónvarpsstöðvarinn- ar Pagoda Wireless í Reading í Pennsylvaníu, í samtali við DV en sjónvarpsstöðin hefur beðið eftir myndlyklum sömu gerðar og Stöð 3 ætlar sér að nota. Myndlyklarnir eru frcunleiddir af Veltek Industries í Tampa í Flórída. Þeir munu vera gæddir þeirri tækni að geta ruglað fleiri en eina sjón- varpsrás í einu. Eins og komið hef- ur fram hafa forráðamenn Stöðvar 3 ákveðið að dreifa ekki afruglurum til áskrifenda fyrr en i janúar þar sem ekki hafi verið til nægur fjöldi afruglara. Dagskrá stöðvarinnar er órugluð þangað til og án endur- gjalds fyrir þá sem gerst hafa áskrif- endur. „Fyrirtæki mitt er hluti af öðru stærra. Okkar eigendur höfðu, að fenginni tillögu ráðgjafarfyrirtækis, ákveðið að kaupa myndlykla frá Veltek. Það er búið að borga þá en hefðum við sjálfir fengið að ráða hefðum við ekki valið Veltek. Fyrst búið er að borga viljum við láta reyna á það hvort lyklarnir virka,“ sagði Belanger sem vissi af a.m.k. tveimur stórum fyrirtækjum sem framleiddu myndlykla með sömu tækni og Veltek býður og lykla sem virkuðu vel. Nefndi hann til sög- unnar California Amplifier og Pacific Monolithic. Belanger sagði að hann hefði fengið símtal fyrir nokkrum vikum frá fulltrúa Stöðvar 3 þar sem hann var beðinn álits á myndlyklunum frá Veltek. „Ég sagðist eingöngu hafa séð einn myndlykil virka. Miðað við þau meðmæli, sem ég get ekki talið góð, er ég hissa á að nýtt fyrirtæki eins og Stöö 3 skuli hafa ákveðið lyklana frá Veltek,“ sagði Belanger. Framkvæmdastjóri Veltek, Ro- bert Velasko, sagði við DV að eftir smábyrjunaröröugleika væru engin tæknileg vandamál við framleiðslu lyklanna í dag. Fyrirtækið gæti pantanir, bæði til Stöðvar 3 á ís- landi og Pagoda Wireless í Pensyl- vaníu. Þeir væru að ffamleiða mörg þúsund myndlykla á mánuði. -bjb Fáskrúösfjörður: Umdeild tillaga dregin til baka „Sigurinn er í höfn og rétt- lætinu hefur verið fullnægt," segir Eiríkur Stefánsson, for- maður Verkalýðs- og sjó- mannafélags Fáskrúðsfjarðar. Meirihluti hreppsnefndar Búðahrepps ákvað á fimmtu- daginn að draga til baka um- deilda tillögu um að starfs- menn hreppsins yrðu í fram- tíðinni ráðnir samkvæmt kjarasamningi Félags opin- 1 berra starfsmanna á Austur- landi. Miklar deilur hafa staðið um þetta mál og meðal starfs- manna hreppsins ríkti óá- ;; nægja með áformin. Þegar tillagan var lögð fram | tók Eiríkur fundargerðarbók i hreppsins traustataki og fór með hana af hreppsnefndar- fundi. Eirikur var kærður fyr- ir athæfiö en um tíma var bók- in týnd, að hans sögn. Bókin kom hins vegar í leitirnar og | var henni þá skilað til lögregl- unnar. Eiríkur segist eiga von á því | að einhver eftirmál verði af brottnámi bókarinnar. „Ég er I alveg sáttur við það að vera settur í steinninn í nokkra 1 daga fyrir málstaðinn,“ segir Eiríkur. -kaa Samtök iðnaðarins: Mismunun í báðar áttir Samtök iðnaðarins telja þaö , rangt að vörugjöld mismuni | eingöngu innlendum framleið- 1 endum í hag. Við álagningu | vörugjalds á innfluttar vörur I sé gjaldið ákvarðað á grund- velli áætlaðs heildsöluverðs. Vanáætlun feli í sér mismun- I um innlendum framleiðendum tí óhag. Svo sé raunin við inn- flutning á drykkjarvörum og | sælgæti. Við þessa aðferð hafi Eftirlitsstofnun EFTA gert at- , hugasemd. -kaa Féll á rúðu Flytja varð Kópavogsbúa á slysadeild í gær eftir að hann hafði fallið á rúðu í útidyra- hurð í fjölbýlishúsi. Rak mað- urinn fót í gólfmottu og féll fram fyrir sig. Hlaut hann skurði á fæti, hönd og nefi. -GK kólastiórinn í Breiðholtsskóla hefur sent bréf til foreldra barna í heilsdagsskólanum til að lata þa vita um ovissu “ áramó,. SMMtfn. M., áág, upp —S™ »ió horgm, ™ eilsdagsskólans eftir að starfsmannastjóri borgarinnar akvað einhliða taxta fyrir þa. y Hátt í 3 þúsund börn á götunni ef heilsdagsskólanum verður lokað: Neyðist til að hætta að vinna - segir Hjördís Erlingsdóttir, móðir 6 ára barns í Breiðholtsskóla ast viö að bréf yrðu sendu út á mánudaginn. „Ef heilsdagsskólinn verður ekki virkur eftir áramótin sé ég fram á að þurfa að hætta að vinna eins og örugglega margir aðrir foreldrar. Ég hef verið að garfa í þessu og þess vegna reitti það mig ofsalega til reiði þegar ég fékk bréf um um að heilsdagsskólinn félli niður eftir áramót. Borgaryfirvöld höfðu tím- ann frá 31. október til að láta okkur vita en við fáum bara hálfan mánuð til að leysa úr þessu," segir Hjördís Erlingsdóttir, móðir sex ára telpu í Breiðholtsskóla, sem sækir heils- dagsskólann. Þorvaldur Óskarsson, skólastjóri í Breiðholtsskóla, hefur sent foreldr- um barna í heilsdagsskólanum bréf þar sem hann greinir frá því að óvissa ríki um heilsdagsskólann eft- ir áramót. Skólastjórar hafi ekki getað sætt sig við það að starfs- mannastjóri borgarinnar gæfi ein- hliða út launataxta fyrir heilsdags- skólann og því hafi þeir sagt upp samningnum frá áramótum. Náist ekki samkomulag fyrir þann tíma verða um 2.300 börn á götunni eftir áramót. Samkomulag í sjónmáii? Starfsmannastjóri borgarinnar hefur boðað samninganefnd skóla- stjóra á fund á mánudagsmorgun og segir Ragnar Gíslason, formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur, að verði lítill árangur muni allir skóla- stjórar senda bréf til foreldra til að vara þá við þeirri óvissu sem ríki um starfsemi heilsdagsskólans. Kjaradeilan við borgaryfirvöld snú- ist ekki eingöngu um laun. Skóla- stjórar vilji fá starfslýsingu og störf sín fyrir sveitarfélagiö metin til ábyrgðar. Störfin verði launuð sam- kvæmt því. Að sögn Sigrúnar Magnúsdóttur, formanns Skólamálaráðs, eiga sér stað samningaviðræður og er sam- komulag í sjónmáli. Skólastjórar viti að verið sé að vinna að lausn. Sér hafi veriö sagt að hún mætti bú- Spenna og óvissa „Mér þykir mjög miður ef ein- hverjir hafa þjófstartað því að þetta var niðurstaða fundar skólastjór- anna. Auðvitað lætur maður það ekki gerast að starfsemi heilsdags- skólans leggist niður um áramót. Það hlýtur að finnast lausn á þessu máli. Þetta er svolítið snúið og angi af þessu er yfirfærsla grunnskólans til sveitarfélaganna, spenna og óvissa. Þaö eru allir í viðkvæmri stöðu og hræddir við að stiga skref- ið,“ segir hún. „Ég var fyrir löngu búinn að lata vita niður á Skólaskrifstofu að ef ekki væri búið að boða samninga um síðustu helgi fyndist mér ég verða að láta foreldra í mínu hverfi vita um ástandið. Þriðjudaginn 12. desember sendi ég út bréf til for- eldra barna í heilsdagsskólanum," segir Þorvaldur. -GHS Stöö 3: Myndlyklar eru til hjá okkur - segir Úlfar Steindórsson „Myndlyklar eru til hjá okk- ur en það hafa engir verið af- hentir áskrifendum okkar. Við viljum ekki gera það fyrr en við höfum fengið nógu marga myndlykla," sagði Úlfar Stein- dórsson, sjónvarpsstjóri Stöðv- ar 3, við DV þegar hann var - spurður hvort stöðin væri yf- irhöfuö búin að fá myndlykla afhenta ffá Veltek Industries í Flórida. Efasemdir hafa verið uppi um að lyklarnir væru komnir ; til landsins og þess vegna hefði Stöð 3 ákveðið að hafa dagskrána óruglaða í des- f ember. Úlfar sagði þetta ekki rétt. Hann vildi engu að síður ekki gefa upp hversu margir l lyklar hefðu komið til lands- J ins. Þegar Úlfar var spurður hve margir áskrifendur væru að Stöð 3 vildi hann ekki held- ur gefa það upp. -bjb stuttar fréttir Agnesi ber að tala Héraðsdómur Reykjavíkur hefur kveðið upp þann úrskurð að Agnesi Bragadóttur, blaða- manni á Morgunblaðinu, beri að gefa upp fyrir dómi heimild- armenn sína fyrir greinaflokki um endalok Sambandsins. Aukinn hagvöxtur Þjóðhagsstofnun gerir ráð týrir 3,2% hagvexti á næsta ári í endurskoðaðri spá. Þetta er þriðjungi meiri hagvöxtur en fram kom í spá stofnunarinnar íhaust. Hærra skinnaverð Skinnaverö á uppboði í Kaupmannahöfn í gær var 8% hærra en á sambærilegu upp- boði í september. Samkvæmt RÚV munu íslenskir loðdýra- bændur njóta góðs af. Áskorun til Alþingis IÞroskahjálp og Öryrkja- bandalag íslands hafa skorað á Alþingi að hætta við fyrirhug- aða aftengingu á bótum lífeyr- isþega við almennt kaupgjald i landinu. Viðræöum slitið Viðræðum Norömanna, Rússa, íslendinga og Færey- inga um skiptingu kvóta úr norsk- íslenska síldarstoí'nin- um var slitið í gær. Þykir ljóst að Norðmenn hafi aldrei ætlað sér að semja, samkvæmt frétt RÚV. Trausti til LA Trausti Ólafsson, leiklistar- fræðingur og kennari, hefur verið ráðinn nýr leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Trausti Js tekur við af Viðari Eggertssyni sem er á leiðinni til Leikfélags Reykjavíkur sem leikhússtjóri Borgarleikhússins. Bráöadeild í Hafnarfirði g, Sánkti Jósefsspítali í Hafnar- firði hefur fengið aukafjárveit- ingu og leyfi til að reka bráða- deild áfram fyrst um sinn. Sam- kvæmt frétt RÚV hættir spítal- inn rekstri leikskóla. Tíð formannaskipti Viðar Magnússon hefur sagt af sér sem formaður Kaup- mannasamtaka íslands en hann tók nýlega við af Magnúsi íi Finnssyni. Hann tilkynnti þetta á framkvæmdastjómarfundi sl. í fimmtudag. Benedikt Kristjáns- f: son, varaformaður samtak- anna, hefur sest í formannsstól-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.