Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Side 4
4 fréttir LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 ^ Póllinn hf. lýkur við raflagnir í Vestfjarðagöngum: Aætlaður verktími aðeins hálfnaður - göngin opnuð almennri umferð á miðvikudag DV. ísafirði: Nú er svo komið að Islendingar geta farið að kenna Norömönnum vinnubrögð og tækni við raflagnir í jarðgöngum. Póllinn hf. á ísafirði er þessa dagana að leggja síðustu hönd á lagnir og lýsingu í Vestfjarðagöng- unum og er áætlaður verktími þó aðeins hálfnaður. í vikunni voru ljósin kveikt í síðasta hluta gang- anna. Beitt hefur verið nýrri tækni og nýjum búnaði sem heimamenn á ísafirði hafa sjálfir hannað og smíð- að. Um er að ræða tvo bíla sem festir eru saman með beisli svo að þeir hreyfist með sama hraða. Á aftari bílnum er pallur sem lyft er upp undir loftið í göngunum. Á fremri bílnum er glussadrifin kapalrúlla og krani sem teygir sig upp á pallinn á aftari bílnum. Þar uppi eru menn sem stjóma krananum með þráð- lausri fjarstýringu, beina kaplinum fyrirhafnarlaust á sinn stað eftir því sem bílarnir þokast áfram og festa hann jafnóðum. „Þetta er ákaflega fljótlegt og þægilegt. Annars þyrfti bókstaflega að draga strenginn upp af götunni og það er alveg hræðilegt puð. Einn okkar vann áður í jarð- göngum í Noregi og fékk að kynnast slíkum vinnubrögðum þar. Menn tolldu illa í þeirri vinnu vegna erfið- isins, gáfust hreinlega upp. Streng- urinn er mjög óþjáll og þungur“, segir Sævar Óskarsson hjá Pólnum hf. „Við ákváðum líka að ráða ekki nýja starfsmenn í þetta verk heldur Vestmannaeyjar: Stefnir í met hiá Herjóífi DV. Vestmannaeyjum: Allt stefnir í metár hjá Vest- mannaeyjaferjunni Herjólfi í farþega- og bílaflutningum í ár. Talið er að farþegar veröi um 64 þúsund og bílar verði hátt í 19 þúsund. Þetta er samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Herjólfs. 1994 voru farþegar 60 þúsund og bílar 17 þúsund. Ef farið er aftur til ársins 1991, sem var síðasta heila áriö sem gamli Herjólfur sigldi milli lands og eyja, þá flutti hann 44 þúsund farþega það ár og bílar voru tæplega 12 þúsund. Auk- ingin er því 46% í farþegaflutn- ingunum frá 1991 og 58% í bíla- flutningum. ÓG Jafningjafræðsla í framhaldsskólum Menntamálaráðherra hefur ákveðið að veita Félagi fram- haldsskólanema stuðning við að fara af stað með jafningja- fræðslu sem tilraunaverkefni um fiknivarnir í framhaldsskól- um. Verkefnið felst í því að nemendur sjálfir vinni að við- horfsbreytingu meðal fram- haldsskólanema til neyslu áfengis og fíkniefna. -ÞK Póllinn hf. á ísafirði hefur lokið við að leggja raflagnir í síðasta hluta Vestfjarðaganganna. Verkið var unnið á met- tíma af starfsmönnum Pólsins og er áætlaður verktími aðeins hálfnaður. Myndin er tekin í göngunum sem verða opn- uð fyrir almennri umferð í næstu viku. DV-mynd Hlynur taka okkar fasta og þrautreynda kjarna úr fyrirtækinu og fara með hann upp í göng og það skilaði sér i mjög hratt og vel unnu veki. Það voru frændurnir Sigurlaugur Bald- ursson vörubílstjóri og Óli Reynir Ingimarsson í Vélsmiðjunni Þristi sem hönnuðu og smíðuðu „græj- una“ eins og við kölluðum búnað- inn til að leggja kapallinn - og „græjan“ reyndist ákaflega vel“, segir Sævar Öskarsson. Vestfjarðagöngin verða opnuð fyrir almennri umferð á miðviku- daginn 20. desember. - HÞM. Metsolulisti DV yfir solu- hæstu bækur nýtur trausts Bóksala hefur verið með mesta móti í ár og útgefendur bóka berjast hart um hylli kaupenda. Mikið verðstríð hefur einkennt bóksöluna á síðustu vikum og bókaverslanir flestar hverjar selja nú bækur á töluverðum afslætti sem nemur tug- um prósenta í mörgum tilfellum. Einna mestur afsláttur hefur ver- ið gefinn af þeim bókum sem taldar eru seljast mest. DV hefur um ára-. bil reiknað út metsölulista bóka sem jafnan hefur verið notaður til viðmiðunar um þær bækur sem seljast mest í jólabókaflóðinu. Morg- unblaðið hefur fyrir þessi jól einnig reiknað út bókalista sem grundvall- aður er á samantekt Félagsvísinda- stofnunar. Ólíkir innbyrðis Athygli vakti hve miklu munaði á niðurstöðu lista DV og lista Félags- vísindastofnunar. Listi DV birtist á þriöjudögum en listi Félagsvísinda- stofnunar í Morgunblaðinu á fóstu- dögum. í lista DV frá síðasta þriðju- degi var bókin Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus í fyrsta sæti, en í 10. sæti á samsvarandi lista Fé- lagsvísindastofnunar sem birtist í Mbl. 8. desember. Bókin í fyrsta sæti þess lista var ekki meðal 10 efstu á lista DV. í lista Félagsvísindastofnunar, sem birtist í Mbl. 15. desember eru hins vegar hækurnar í tveimur fyrstu sætun- Bókakaupendur geta fengið 10 söluhæstu jólabækurnar sam- kvæmt metsölulista DV á 30% af- slætti. DV-mynd BG um þær sömu og á síðasta metsölu- lista DV. Af 10 mest seldu bókum á lista DV eru 9 á lista Félagsvísindastofn- unar sem birtist 15. desember. Bók- in Paula eftir Isabel Allende, sem var í fyrsta sæti á lista Félagsvís- indastofnunar í síðustu viku, er nú komin í 8. sætið. Sú bók hefur ekki komist á meðal 10 efstu samkvæmt lista DV, enda var hún á sérstöku 'mánaðartilboði í verslunum Máls og menningar sem gaf bókina út. Athygli vekur einnig að Hagkaup hefur valið metsölulista DV sem viðmiðun. í heilsíðuauglýsingu Hag- kaups í Mbl. 15. desember eru 10 éfstu bækur samkvæmt metsölu- lista DV auglýstar á 30% afslætti en aðrar bækur á minni afslætti. Greinilegt er því að listi DV er tal- inn vera marktækur varðandi sölu- hæstu bækurnar. Reikningsaðferð DV byggist á því að fá uppgefnar hreinar sölutölur bóka frá tilteknum bókaverslu’-.am frá sunnudegi til laugardags. Þær verslanir eru Penninn í Hallarmúla, verslanir Eymundsson, Hagkaups- verslanir í Skeifunni og Kringlunni. á Akureyri og í Reykjanesbæ, Bóka verslunin Sjávarborg í Stykkis hólmi, Bókabúð Brynjars á Sauðár króki, Bókabúð Sigurbjöms á Egils stöðum, Kaupfélag Árnesinga á Sel fossi og Bókabúð Keflavíkur Reykjanesbæ. Sjúkrahús Suöumesja Skiptar skoðanir vegna frest- unar D-álmu DV, Suðumesjum:________ „Menn eru að vega og meta hvort þessi viðauki um að fresta byggingu D-álmu við sjúkrahúsið til 1998 gefur okk- ur meira heldur en upphaflegi samningurinn. Menn ræddu þetta mjög málefnalega á fund- inum. Það voru skiptar skoð- anir eins og gengur og gerist,“ sagði Óskar Gunnarsson, for- maður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, í samtali við DV eftir stóran sveitarstjórnar- fund á Flughótelinu í Keflavík á fimmtudagskvöld. Þar var viðaukinn kynntur sveitarstjórnarmönnum og stjórnarmönnum sjúkrahúss- ins vegna væntanlegra breyt- inga á upphaflegum samningi um byggingu D-álmu við Sjúkrahús Suðumesja. Óskar segir að nú sé boltinn hjá sveitarstjórnunum sem taka ákvörðun hver fyrir sig. Hann telur mjög æskilegt að klára þetta mál sem fyrst. Síðasta Bingólottó í kvöld „Það hefur verið halli á rekstrinum í vetur. Við getum ekki fórnað meiri peningum í þetta verkefni þannig að síðasti þátturinn verður í kvöld," segir Sigurður Ágúst Sigurðsson, íramkvæmdastjóri happdrættis DAS og Bingólottósins. Stríðið á happdrættismark- aðnum hefur harðnað að mun í vetur og nú er fyrsta fórnar- lambið fallið í valinn. Sigurður sagði að velta Bingólottósins hefði verið um 200 milljónir síð- asta vetur en mun minni nú. Hann sagðist þó ekki hafa tölur á reiðum höndum um veltuná5 þar sem af er vetri og ekki held- ur hallann. Sigurður sagði að DAS hefði haft áhuga á að breyta útsend- ingartímunum en ekki náð samkomulagi við Stöð 2 um það mál. Því hefði verið ákveðið að hætta nú. -GK Leki í Sæborgu Leki kom að Sæborgu, 230 tonna stálbát frá Grindavík, þegar skipið var statt út af Staf- nesi í fyrradag. Virðist sem suða hafi gefið sig í botnplötum. Eftir að lekinn uppgötvaðist var stefna tekin á Njarðvík og verð- ur báturinn tekinn upp í slipp þar. -gk Vilja hvalveiðar DV, Akranesi: Bæjarstjórn Akraness sam- þykkti eftirfarandi ályktun á fundi 12. desember. „Bæjar- stjóm Akranes beinir því til stjómvalda hvort ekki sé orðið tímabært að aflétta því banni sem verið hefur á hvalveiðum Islendinga undanfarin ár. Allt bendir til að hvalastofnar við Island þoli töluverða veiði og ástæðulaust er fyrir íslendinga sem sjávarútvegsþjóð að nýta ekki þessa auðlind. D.Ó. Bílheimar meö opnunartilboó / tilefni opnunar glœsilegs sýningarsals aö Sœvarhöfba 2a

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.