Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Side 6
6 útlönd LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 JjV stuttar fréttir HlV-smitið horfið Sænskt barn, sem var smitað af HlV-veirunni sem veldur al- næmi, við fæðingu sýnir ekki smit lengur og vita læknar ekki hvers vegna svo er. Arafat í baráttu Yasser Arafat, leið- togi Frelsis- fylkingar Palestínu (PLO), sem sækist eftir að vera kjörinn for- seti Palestínumanna, hóf kosn- ingabaráttu slna I Nablus í gær þar sem hann ávarpaði þúsund- ir manna. Missa valdatökin Allt bendir til að stjómar- flokkurinn á Grænhöfðaeyjum missi ofurtök sín á valda- taumunum eftir kosningarnar sem verða í landinu á morgun vegna óánægju almennings. Miklar fjárfestingar Erlendar fjárfestingar eru helsti hvati efnahagslífs heims- ins og er búist við að þær verði 235 milljarðar dollar á þessu ári. Kommúnisminn óholiur Naína Jeltsín, forsetafrú í Rússlandi, minnti landa sína á það á fimmtudag hversu óhollt líf þeirra hefði verið á valda- tíma kommúnista. Þorskastríð skollið á Stríð er skollið á milli sjó- manna á Borgundarhólmi og eigenda fiskvinnslufyrirtækja, sem, að sögn sjómanna, viíja ekki greiða nógu hátt verð fyrir þorskinn. Ekki kvóti á lax ESB fellst ekki á kröfu íra um kvóta á norskan lax en íhugar að ákveða lágmarks- verð. Deilur meðal Serba Klofningur er kominn upp í röðum Bosníu-Serba eftir und- irritun friðarsamkomulagsins. Lýsti yfir sigri Louis Viannet, leiðtogi franska verkalýðsfé- lagsins CGT, lýsti því yfir í gær að járbrautarstarfsmenn í verk- falli hefðu sigrað.í baráttunni gegn niðurskurði á velferðar- kerfi Frakklands. Sódóma fundin Jarðfræðingar skýrðu frá því í gær að þeir hefðu fundið út hvar Biblíuborgimar Sódóma og Gómorra voru við Dauðahaf- ið. Reuter, NTB, Ritzau Erlendir markaðir: Olíuverð hefur hækk- að lítillega Olíuverð á erlendum mörkuðum hefur breyst lítillega undanfarna viku og má sem dæmi nefna að tunna af hráolíu hækkaði úr 17,47 dollurum í 18,03. Bensínverö hækk- aði einnig lítillega en ekki var þar um neinar sveiflur að ræða. Hlutabréfaviðskipti hafa verið með ágætum blómp í erlendum kauphöllum og hefur vísitalan hækkað í Fraijkfurt, Tokyo og Hong Kong en staðið nokkuð i stað í Lundúnum og Frankfurt. Upplýsingar um verð á kafíi og sykri bárust ekki og helst það því óbreytt. Reuter Jeltsín Rússlandsforseti varar landa sína við því að kjósa kommúnista: Leyfið öflum fortíðar ekki að ná völdunum Borís Jeltsín Rússlandsforseti veittist að kommúnistum, sem stjórnuðu landinu í sjötíu ár, án þess að nefna þá á nafn og hvatti þjóðina til að veita ekki öflum for- tíðarinnar brautargengi í kosning- unum á morgun. „Það hættulegasta er að fulltrúar sumra flokka vilja hverfa með land- ið aftur til fortíðarinnar,“ sagði Jeltsín í sjónvarpsávarpi tO rúss- nesku þjóðarinnar í gær. „Það eru sorgleg mistök." Jeltsín var skýrmæltur í tólf min- útna löngu ávarpinu sem var tekið upp á flmmtudag á heilsuhælinu þar sem hann hefur dvalist um all- langt skeið vegna vægs hjartaáfalls sem hann varð fyrir haust. Hann var miklu grennri en áður og að sögn aðstoðarmanna hans er hann Díana prinsessa er komin með nýjan kærasta, fertugan fasteigna- spekúlant að nafni Christopher Whalley. Að sögn bresku slúður- blaðanna í gær hófust kynni þeirra á því að Díana fékk hann til að splæsa á sig kaffibolla í heilsurækt- arklúbbnum þeirra í Chelsea. „Hvað þarf stelpa að gera til að fá strák til að bjóða henni kaffibolla,“ ku Díana hafa sagt við Christopher, að sögn blaðsins Sun. Blaðið DaOy Mirror hélt því fram Borís Jeltsín Rússlandsforseti. Símamynd Reuter að samband Díönu og Christophers væri búið að standa í fjórtán mán- uði. Fasteignaspekúlantinn þykir myndarlegur maður, 183 sentímetr- ar á hæð, dökkhærður, brúneygður og hann er einhleypur. „Konur eru mjög hrifnar af hon- um. Hann er gáfaður, vel máli far- inn og dásamleg öxl til að gráta við. Þegar hann er ástfanginn er hann mjög tryggur. Hann er sannkallaður kostagripur," hafði Daily Mirror eft- ir vini Christophers. búinn að missa tíu kíló frá því hann veiktist í októberlok. Tæknimenn sjónvarpsins, sem tóku ávarpið upp, voru með andlitsgrímur tO að koma í veg fyrir að flensubakteríur bær- ust í forsetann. „Þið ættuð ekki að leyfa öftum fortíðarinnar að komast aftur tO valda," sagði hann og var greinOegt að þar átti hann við kommúnista, helstu andstæðinga sína. Sam- kvæmt skoðanakönnunum munu kommúnistar fara með sigur af hólmi í kosningunum til Dúmunn- ar, neðri deOdar þingsins, en í kosn- ingabaráttunni hafa þeir alið á óá- nægju almennings vegna þrenging- anna sem efnahagsumbætur stjórn- valda hafa valdið. Það var morgunljóst að Jeltín vildi með ávarpi sínu hvetja kjós- Díana kom ekki í heilsuræktar- stöðina í gærmorgun, eins og hún á vanda tO, enda best að forðast blaða- mennina og Ijósmyndarana sem biðu fyrir utan. Christopher kom rétt fyrir klukkan átta, í fylgd kunn- ingja sem varði hann fyrir ágangi fréttamanna. Sun hafði það eftir Christopher að hann væri ekki náinn vinur prinsessunnar. „Hún hefur hringt nokkrum sinnum í mig og hvað er svona merkilegt við það?“ Reuter endur til að styðja kosningabanda- lag Viktors Tsjernomýrdins forsæt- isráðherra. Heimili okkar er Rúss- land. Hann mælti sterklega með þeim sem geta „tryggt öryggi og samlyndi á sameiginlegu heimili okkar, Rússlandi". Enn á ný nefndi Jeltsín engan ílokk með nafni en það fór ekki fram hjá neinum að þetta voru sömu slagorðin og kosn- ingabandalag Tsjernomýrdins held- ur á lofti. „Það vOl svo til að forsetinn er ábyrgur fyrir öllu. Og þið, háttvirtir landar mínir, dæmið mig harka- lega, stundum miskunnarlaust. En það er ykkar að taka ákvörðun 17. desember. Örlög Rússlands eru í höndum ykkar,“ sagði Jeltsín í sjón- varpsávarpi sínu. Reuter Christopher ágengt í viöræðum viö Assad Warren Christoph- er, utanrík- isráðherra Bandaríkj- anna, sagði í gær að sér hefði orðið nokkuð ágengt í viðræðum við Hafez al- Assad Sýrlandsforseta um leið- ir tO að koma friðarviðræðum ísraela og Sýrlendinga aftur af stað. Þeir Christopher og Assad ræddust við i fjóra klukkutíma og að því loknu hélt sá fyrr- nefndi til Jerúsalem til þess að kynna Símoni Peres, forsætis- ráðherra ísraels, hugmyndirn- ar. Christopher útilokaði ekki aðra ferð til Damaskus. Playboy aftur í búöir á írlandi Karlaritið Playboy er nú aft- ur komið í verslanir á írlandi eftir 36 ára bann. Blaðasalar sögðu í gær að salan hefði farið hægt af stað en hún væri þó far- in að taka við sér. „Það var lítO sala fyrst í stað en eftir því sem leið á morgun- inn færðist meira fjör í leik- inn,“ sagði Martin Black, fram- kvæmdastjóri blaða- og bóka- sölunnar Easons, sem dreifir tímaritinu á írlandi. Black sagðist eiga von á að tímaritið mundi seljast vel til að byrja með, á meðan nýja- brumið væri enn á. „Það var bannað árið 1959 og það er því tímanna tákn að banninu skuli hafa verið aflétt,“ sagði Black. Samvinna viö losun úrgangs Norðmenn og Rússar komust að samkomulagi í gær um að vinna saman að losun hernað- arúrgangs, þar á meðal kjarn- orkueldsneytis sem Rússar hafa komið fyrir ekki langt frá landamærunum að Noregi. Það voru varnarmálaráð- herrar landanna, þeir Jörgen Kosnio og Pavel Gratsjev, sem undirrituðu samninginn sem þykir heldur rýr í roðinu. Það varpaði þó skugga á athöfnina að Rússar hafa sakað norsku umhverfísverndarsamtökin Bellona um njósnir en þau hafa vakið hvað mesta athygli á kjarnorkuúrganginum. Reuter Hér er föngulegt lið á ferðinni, allir helstu leikararnir í kvikmyndinni Fúll á móti, framhaldi Fúls á móti, sem naut mik- illa vinsælda fyrir ekki svo löngu. Fólkið er Jack Lemmon, Daryl Hannah, Ann-Margret, John Davis framleiðandi og Sophia Loren. Myndin var frumsýnd í fyrrakvöld. Símamynd Reuter Díana skotin í fasteignasala

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.