Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Síða 8
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 8 fréttir >í-,Úk'áJí*,Ín Bubbi Morthens - í skugga Morthens Emiliana Torrini - Crougie D’oíi lá Ymsir - Pottþétt 2 Jolagestir 3 - J Björgvin Halldórsson .... Ifciwa Geirmundur Valtýsson 'A Lifsdansinn Ymsir - J Pottþétt ‘95 P7Í Aggi Slæ & Tamlasveitin Ymsir - Reif í skóinn Páll Óskar Palli Stórverslun Laugavegl 26 (opið alla daga til kl. 22) - Sími 525 5040 Krínglunni (Opið virka daga til kl. 21. Laugardaga og sunnudaga til kl. 18) - Sími 525 5030 Laugavegl 96 Sími 525 5065 Póstkröfusími 525 5040 Myndvarpar fyrir Ijósmyndir Listþjónustan, Hverfisgötu 105 í Reykjavík, selur mynd- varpa fyrir ljósmyndir. Auk þess sem hægt er að skoða ljós- myndir uppi á vegg er þetta upp- lagt tæki til þess að stækka ljós- myndir og teikna eftir þeim. Arthograph myndvarpar eru hentug tæki fyrir t.d. myndlist- armenn, málara, teiknara, aug- lýsingateiknara, hönnuði, skiltagerðamenn, kennara, fyr- irlesara o.s.frv. í boði eru átta mismunandi gerðir og fram til jóla eru þær á sérstöku kynning- arverði. Römerpottarnir: Heilnæm matreiðsla Hjá Einari Farestveit fást Römerpottamir að nýju eftir áratuga fjarveru á markaðnum. í pottunum er ekkert fitubras og maturinn steikist eða soðnar í eigin safa og verður Ijúffengur og hollur. í Römerpottana má blanda saman matreiðslu á kjöti og grænmeti eða bara steikja í þeim kjöt án allrar fitu. Með því að nota pottana losna menn við að óhreinka ofn eldavélarinnar. Bera má pottinn beint á borðið. Römerpotturinn er til í svo- kallaðri Asíu-útfærslu. Hann hentar vel þeim sem eru hrifnir af austurlenskri matargerð. Potttarnir' kosta frá 1.790 og Asíu-gerðin 2.890 kr. Þeim fylgja góðar leiðbeiningar á íslensku og uppskriftir. Ljósmyndir: Settar á tölvu- disk Hans Petersen kynnir um þessar mundir Floppy Shots, leið til þess að fólk geti fengið ljósmyndirnar sínar á tölvudisk (,,Floppy“-disk). Það sem fólk þarf að gera er að koma með fil- muna, 35 mm negatívur eða myndskyggnur (slides), í næstu verslun fyrirtækisins og þar færðu diskettu með allt að 40 myndum, hugbúnað til að skoða myndirnar og tækifæri til að nota myndirnar þínar í rit- vinnslu, skýrslur, dreifibréf o.s.frv. Floppy Shots er fáanlegt fyrir öll helstu stýrikerfin og kostnaðurinn við að setja 36 mynda filmu á disk er um þús- und krónur. Myndband um förðun Komið er á markað mynd- band sem sýnir á einfaldan og skýran hátt öll helstu atriði dag- og kvöldförðunar. Fjórar konur, frá sautján ára til sjötugs, eru farðaðar frá grunni og sýndur er munur á dag- og kvöldsnyrt- ingu. Farið er yfir notkun helstu snyrtivara og áhalda sem þurfa að vera við höndina til fórðunar dagsdaglega. Umsjónarmenn myndbandsins eru förðunar- meistararnir Kristín Stefáns- dóttir og Kristín H. Friðriksdótt- ir og það fæst m.a. í Hagkaupi og í Sjónvarpsmarkaðnum á ÚTSÖLUSTAÐIR: HELENA FAGfíA snyrtistofa og verslun Laugavegi 101 (á horni Snorrabrautar og Laugavegs), 2. hæð, sími 551 6160. HfíUNÐ snyrtistofa og verslun, Grænatúni 1, Kópavogi, sími 554 4025. fíÓSALIND Hafnargötu 24, Keflavík, sími 421 3255 SMAfíf Bárustíg 2, Vestmannaeyjum, sími 481 3340 Stefnumarkandi dómur Hæstaréttar í máli sem snúa að fiskveiðibrotum: Skipstjóri ekki ábyrgur fremji stýrimaður brot Hæstiréttur hefur kveðið upp stefnumarkandi dóm sem felur í sér að skipstjórar eru ekki ábyrgir fyr- ir brotum í fiskveiðilögsögunni hafi aðrir í áhöfninni framið þau brot sem ákært er fyrir. Sé brotið hins vegar sannað skal dæma afla og veiðarfæri upptæk. í umræddu máli var skipstjórinn á Bjarti NK 101 ákærður fyrir það að skipið var á veiðum að degi til í hólfi sem aðeins „er opið“ á næturn- ar. Landhelgisgæslan hafði afskipti af málinu og var lagt hald á afla og . veiðarfæri. Fram kom að skipstjór- inn hafði verið sofandi og því ekki verið kunnugt um að stýrimaðurinn sem var á vakt var að láta skipið toga á því veiðisvæði sem það var statt á. Skipstjórinn var síðan ákærður samkvæmt áratuga dómahefð, þess krafist að honum yrði gerð refsing og afli og veiðarfæri yrðu dæmd upptæk til ríkissjóðs. Héraðsdómur sýknaði skipstjór- ann og þá niðurstöðu hefur Hæsti- réttur nú staðfest. Byggt er á þeirri stjórnarskrábreytingu sem gekk í gildi á vormánuðum yfirstandandi árs að menn skuli ekki dæmdir fyr- ir annað en það sem þeir fremja sjálfir. Á hinn bóginn var ekki um það deilt að skipið var að toga án þess að hafa til þess heimild í við- komandi hólfi á umræddum tíma. Því voru afli og veiðarfæri dæmd upptæk til ríkissjóðs. -Ótt Búreikningar: Betri afkoma hjá sauðfjárbændum Afkoma bænda í hefðbundn- um landbúnaði versnaði að meðaltali um 3,14 prósent á síð- asta ári miðað við árið á undan. Þetta kemur fram í skýrslu Hagþjónustu landbúnaðarins vegna ársins 1994. Uppgjörið byggist á 458 búreikningum og náði úrtakið til 10,4 prósenta lögbýla á íslandi. I skýrslunni kemur fram að afkoma sérhæfðra kúabúa var að meðaltali um 1,4 mUljónir og versnaði um 6,8 prósent milli ára. Hjá sauðfjárbændum batn- aði afkoman hins vegar um 15,1 prósent og reyndist hagnaður fyrir laun að meðaltali um 800 þúsund krónur á bú. Afkoma blandaðra búa var að meðaltali 1,1 milljón og versnaði um 1,4 prósent. -kaa Brúin yfir Eyvindará. DV-mynd SBj. Hriktir í samstarfi meirihlutans á Egilsstöðum: Deilt um brúar- stæði á Eyvindará DV, Egiisstöðum:__________________ Ágreiningur er risinn í bæjar- stjórnarmeirihluta Egilsstaðabæjar um nýtt brúarstæði á Eyvindará á, Seyðisfjarðarvegi. í meirihluta eru fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Al- þýðubandalags, 2 frá hvorum flokki. Minnihluta skipa 2 fulltrúar Fram- sóknar og einn frá óháðum. Á síðasta bæjarstjórnarfundi voru lagðar fram 2 tillögur um skipulag. Annars vegar frá sjálf- stæðismönnum, sem vilja nýja brú á sama stað og gamla brúin er, og hins vegar lögðu alþýðubandalags- menn fram skipulag sem gerir ráð fyrir nýrri brú allnokkru neðar, við svokallað Melshorn norðan við nú- verandi íbúðarbyggð. Framsóknar- fulltrúar hafa lýst yfir stuðningi við brú á núverandi stað. Sjálfstæðismenn telja að það þjóni hagsmunum bæjarins betur að ný brú verði byggð á sama stað og vegurinn áfram í gegnum bæinn. Að öðrum kosti myndi viðhald gömlu brúarinnar og vegarins að henni, þar með talin lýsing, lenda á bænum. Alþýðubandalagsmenn telja að brú við Melhorn tengi betur svæðin beggja vegna Fljóts og einnig verði það betri tenging við fyrirsjáanlegt þéttbýli norðan Ey- vindarár. Þá létti hún á umferð um Eiðaveg (Seyðisfjarðarveg) og auð- veldi þannig aðgöngu íbúa að úti- vistarsvæði í Selskógi. Þeir telja og líklegt að síðar meir muni brú koma á neðri staðnum og kostnaður við hana myndi þá lenda á bæjarfé- laginu. Gert er ráð fyrir að greidd verði atkvæði um málið á bæjarstjórnar- fundi 19. des. en síðan tekur Skipu- lag ríkisins endanlega ákvörðun um staðsetningu nýrrar brúar. Svo er bara að sjá hvort samstarf- ið þolir þennan ágreining. Ný brú á Eyvindará hefur lengi verið á teikniborðinu, enda núverandi brú gömul og aðkeyrsla að henni hrika- leg. Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að byggingu nýrrar brúar hefði verið frestað m.a. vegna ósamkomulags um brúarstæði og húri væri ekki á áætlun næsta sum- ar. SBJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.