Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Síða 9
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 ^ Aðgerðin á Hrafnhildi Thoroddsen lofar góðu: Eg er hætt að borða vegna spenningsins - segir Auður Guðjónsdóttir, móðir stúlkunnar „Ég er hætt að borða vegna spenningsins. Þetta er búin að vera hryllileg barátta en við klárum einn áfanga í einu. Taugaflutningur er næsta skrefið á leið til stjarnanna," segir Auður Guðjónsdóttir, móðir Hrafnhildar Thoroddsen, stúlkunn- ar sem nú í vikunni gekkst undir uppskurð á Landspítalanum vegna mænuskaða. Nokkur árangur varð af upp- skurðinum. Hrafnhildur fékk meiri mátt í nára og vinstra læri en hún hafði áður. Hún nær að hreyfa vöðvana og fóturinn hristist. Hrafn- hildur er enn á Landspítalnum og verður þar fyrst um sinn. Hún verð- ur að fara í aðra aðgerð til að hægt verði að reyna flutning á taugum. í fyrstu aðgerðinni, sem stóð í átta klukkutíma, var losað um taugar og örvefur fjarlægður. Kínverski skurðlæknirinn Shaoc- heng kom gagngert il íslands að skera Hrafnhildi upp og með honum vann Halldór Jónsson, bæklunar- skurðlæknir á Landspítalanum. Heilbrigðisráðuneytið greiðir kostn- aðinn af komu Shaocheng til lands- ins enda talið um mikilsverða til- raun að ræða. Átti von á árangri „Ég átti von á þessum árangri og hann átti von á honum líka. Ég sá þetta sama gerast úti í Kína og við aðgerðina nú voru allir ákveðnir í að láta hana takast. Jákvætt hugar- far skiptir miklu máli og þarna voru líka að verki tveir snillingar, hvor á sínu sviði,“ segir Auður. Auður sagði að enn væri allt óráðið um hvort og hvenær yrði ráðist í að reyna taugaflutning. Fyrst væri að sjá hvernig framvind- an yrði eftir fyrstu aðgerðina og síð- an héldi baráttan áfram. „Þegar ég get ekki meira þá get ég ekki meira en ég þarf þá heldur ekki að naga mig í handarbökin fyr- ir að hafa ekki reynt. En ég hef heldur ekki setið á stól og ætlast til að aðrir geri allt,“ segir Auður sem undanfarin þrjú ár hefur lagt á sig ómælt erfiði við að finna ráð til að bæta lömun dóttur sinnar. -GK Dómsmálið gegn Flugleiðum: Mjög sáttir við niður- stöðuna - segir Einar Sigurðsson „Við erum mjög sáttir við nið- urstöðuna sem fengin er. Félagið telur sig hreinsað af sökunum sem það var borið,“ segir Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flug- leiða, um niðurstöðu kviðdóms í Bandaríkjunum í máli sem reis vegna lækkunar starfsmanns í stöðu. Niðurstaða kviðdómsins barst til Flugleiða í gær. Kviðdómur var beðinn að svara spurningum um hvort starfsmaðurinn hefði verið látin gjalda þjóðernis síns og aldurs og hvort það hefði verið gert viljandi. Einnig var kviðdóm- ur spurður álits á hvort maður- inn hefði sætt ofríki af hálfu Flug- leiða og óvildar hefði gætt í hans garð. Kviðdómur taldi allar þessar ásakanir rangar aðra en að mað- urinn hefði goldið aldurs síns en hann er á sjötugsaldri. Það var þó álit kviðdóms að þetta heföi ekki veriö gert með vilja. „Við vitum ekki hvemig ber að túlka þetta síðasta atriði. Það má þó telja óvefengjanlegt að bætur til mannsins verða ekki í líkingu við það sem í upphafi var nefnt í sambandi við mál þetta, eða 70 milljónir dala,“ sagði Einar. Úrskurðar um bæturnar er að vænta í næstu viku. -GK Heilbrigðisþjónustan: Lægst á hvern íbúa á Suður- nesjum DV, Suðumesjum:___________________ í skýrslu Friðriks Andersen, sem var settur tilsjónarmaður í septemb- er í ár yfir heilsugæslustöðvum og sjúkrahúsum á Suðurnesjum, kem- ur fram að ekkert sé hægt að spara í heilsugæslunni þar og að 12-15 millj. króna vanti til að endar nái saman í rekstrinum. Auk þess vant- ar peninga til að greiða uppsafnað- an halla. Friðrik telur að meira fjármagn þurfi í rekstur heilsugæslustöðv- anna. Framlag ríkissjóðs var 65 millj. kr. 1994 en heilsugæslustöðv- ar eru starfræktar í Keflavík og Grindavík. Útibú er í Vogum, Garði og Sandgerði. Hins vegar er Friðrik með tillög- ur um sparnað á sjúkrahúsinu og telur að hægt sé að spara 15-20 millj. króna á ári. Hann vill taka til endurskoðunar bílastyrki sem starfsfólk Víðihlíðar í Grindavík hefur. Sá kostnaður er milli 4 og 5 milljónir á ári. Þá vill hann taka til endurskoðunar rekstur þvottahúss, saumastofu og mötuneytis. Framlag ríkissjóðs til sjúkrahússins og Víði- hlíðar var 237 millj. króna 1994. Friðrik leggur til að ríkið greiði 25 milljónir til að ná niður uppsöfnuð- um halla á rekstrinum. í skýrslu ríkisendurskoðunar, sem er nýkomin út, voru tekin út Qögur svæði á landinu sem sinna heilbrigðisþjónustu, og gerður sam- anburður á þeim. Þar kemur fram að fjármagn á hvern íbúa er lægst á Suðurnesjum - og einnig að heil- brigðisþjónustan sé vel rekin þar. Yfirvinnubann: Fullkomlega ólögleg aðgerð - segir Þórarinn V. „Það er alger misskilningur hjá Kristjáni Gunnarssyni ef hann held- ur að aðgerð á borð við takmarkað verkfall, svo sem yfirvinnubann, sé ekki ólögleg aðgerð. Hún er fullkom- lega ólögleg. Hún hefur það að markmiði að knýja fram breytingar á kjarasamningi. Yfirlýsingar hans sjálfs núna að undanförnu gera það ótvírætt að sérhverjar aðgerðir af hálfu verkalýðsfélagsins munu skoðast ólöglegar. Það þarf enginn að velkjast í vafa um það. Það er hreinn barnaskapur að tala um eitt- hvað annað,“ sagði Þórarinn V. Þór- arinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, þegar hann var inntur álits á hugs- anlegu yfirvinnubanni eins og DV skýrði frá í gær að væri í farvatn- inu hjá verkalýðsfélögunum sem sagt hafa upp kjarasamningum. DV hefur heimildir fyrir þvi að þessi frétt hafi vakið upp mikil við- brögð í hópi atvinnurekenda og þá ekki síst loðnumjölsframleiðenda. Menn benda á að ef verkalýðsfélög- in sem slík boða ekki yfirvinnu- bann heldur neiti félagarnir sjálfir að vinna hana þá sé yfirvinnubann- ið ekki ólöglegt. Það sé enginn skyldugur að vinna aukavinnu. Þarna gæti því verið enn eitt deilu- málið milli verkalýðshreyfingarinn- ar og atvinnurekenda í uppsiglingu. -S.dór BÆNDUR! NOTAÐAR BÚVÉLAR OG TÆKI Á SÉRKJÖRUM FRAM TIL ÁRAMÓTA TRAKTORSGRÖFUR MF 60 HX ÁRG. ‘93. EK. 1800 KLST. 4IN 1. FRAMS/SKOTBÓMA/SERVO MF 60 HX ÁRG. ‘91. EK. 3700 KLST. 4lN 1. FRAMS/SKOTBÓMA MF 50 HX ÁR6. 90. EK. S600 KLST. 4IN 1 FRAMS/SKOTBÓMA MF 50 HX ÁRG. ‘89. EK. 4000 KLST. 4IN 1 FRAMS/SKOTBÓMA MF 50 HX ÁRG. ‘90. EK. 5000 KLST. 4IN 1 FRAMS/SKOTBÓMA MF 50 HX ÁRG. ‘89. EK. 4000 KLST. 4IN 1 FRAMS/SKOTBÓMA TC 5 D ÁRG. ‘84. EK. 45000 KLST. 4lN 1 FRAMS/SKOTBÓMA ATHUGIÐ! Tvöfóld flýtifyming efkeyþt er fyrir áramót . Ingvar | Helgason hf. f Sævarhöfða 2 véladcild sími 525 8070 fréttir. Mæðgurnar Hrafnhildur og Auður »\;f # # * # LJÖMA VINNIN GSH AFAR 15. DESEMBER 1995 KITCHENAID HRÆRIVÉL Aðalheiður S. Guðmundsd., Sæbóli 42,350 Grundarfirði ELDHÚSVOGIR Sandra Ósk, Fagurhólstúni 8,350 Eyrarsveit Hólmfríður Björnsdóttir, Rangá 1,701 Tunguhreppi SODASTREAM TÆKI Sigríður Jónsdóttir, Kolbeinsgötu 47, Vopnafirði Addbjörg Grímsdóttir, Rauðási 16,110 Reykjavík Sölvi Sævarsson, Austurfold 6,112 Reykjavík 24 L AF SAFA AÐ EIGIN VALI Gréta Friðriksdóttir, Norðurbraut 8,780 Höfn Margrét Anna Þórðardóttir, Laufengi 2,112 Reykjavík Erna Vil bergsdóttir, Akurholti 16,270 Mosfellsbæ Þorgerður Bjargmundsd., Breiðvangi 64A, 220 Hafnar firði Ósk Einarsdóttir, Fannafold 125,112 Reykjavík Eygló Bergs. Freyvangi 1,850 Hellu Elísa Vigfúsfdóttir, Háholti 7,220 Hafnarfirði Díana Fjölnisdóttir, Nesbakka 15,740 Neskaupstað íris Ottesen, Hæðarbypgð 15,210 Garðabæ Hulda Halldórsdóttir, Alfatúni 25,220 Kópavogi VINNINGA MÁ VITJA í SÓL HF., PVERHOLTI 19-21, SÍMI 562 6300 ♦ * 9 • ;>: EINI DJÚPSTEIKINGARPOTTURINN MEÐ HALLANDI SNÚNINGSKÖRFU: * Olíunotkun aðeins 1,2 Itr. í stað 2,5 Itr. í venjul. pottum. * Styttri steikingartími, jafnari steiking og 50% orkusparnaður. * Einangrað ytrabyrði og sjálfhreinsihúðað innrabyrði. * Gluggi á loki og 20 mín. tímarofi með hringingu. FALLEGUR FYRIRFERÐARLÍTILL FLJÓTUR. Verð aðeins frá kr. 7.990,- til kr. 13.990,- (sjá mynd). /Fúmx HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI 552 4420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.