Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 DV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Augiýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Hvert fór bjartsýnin? Eftir rúmlega sex ára ferö um himingeiminn er geim- farið Galileo komið á braut umhverfis reikistjörnuna Júpíter, þar sem það mun verða næstu tvö árin og vænt- anlega senda mikilvægar upplýsingar til jarðar. Tæplega fjögurra milljarða kílómetra leið liggur að baki þess. Geimskotið í árslok 1989 markaði endalok stórhuga tímabils í geimkönnun, sem náði hámarki frægðar, þeg- ar maður steig fæti á tunglið. í árslok 1995 eru viðhorfin til sóknar út í geiminn önnur en þau voru á þessum árum. Nú er lítið um djarfar ráðagerðir af þessu tagi. Þótt Bandaríkin séu núna miklu ríkari en þau voru á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum, hafa þau núna síður ráð á könnun geimsins eða öðrum timamótaverk- um. Almennt má segja, að vestrænar þjóðir virðist ekki lengur hafa efni á að víkka sjóndeildarhring sinn. Bjartsýni fyrri áratuga hefur hopað fyrir svartsýni nú- tímans, þótt árleg landsframleiðsla vestrænna þjóða hafi aukizt. Fyrir nokkrum áratugum taldi ungt fólk sér alla vegi færa. Nú telur fólk sig sleppa þolanlega, ef það fær yfirleitt pláss við færibönd atvinnulífsins. Fyrir þremur áratugum var ungt fólk sannfært um að geta lagt stund á hvaða háskólanám sem væri og síðan fengið góða vinnu við hæfi. Nú geta ekki einu sinni ný- útskrifaðir læknar og verkfræðingar verið vissir um, að umheimurinn telji sig þurfa á þeim að halda. Svo virðist sem auknar tekjur þjóða hafi gufað upp í enn meiri aukningu á hversdagslegum útgjöldum, þann- ig að kraftur til nýrra verka hefur farið minnkandi. Sér- staklega er þetta áberandi í ríkisfjármálum, þar sem peningar sogast hraðar inn og verða að engu. Það er ekki séríslenzkt fyrirbæri, að rekstrarkostnað- ur þenjist út á sjálfvirkan hátt, ryðji framkvæmdakostn- aði til hliðar og gleypi smám saman allt það fé, sem er til ráðstöfunar. Við sjáum þetta um allan hinn vestræna heim, sem áður hafði ráð á að láta gamminn geisa. Hinn óbærilegi hversdagsleiki hefur tekið við af ævin- týraljómanum. Núna dettur engum í hug að senda mann til tunglsins eða geimfar til Júpíters. Allir eru önnum kafnir við að gæta hagsmuna sinna í fjárlagakökum af ýmsu tagi. Vesturlönd eru orðin að músarholu. Þegar ísland var fátækt nýríki lét þjóðin sig ekki muna um að reisa sér á örskömmum tíma Landsbóka- safn, sem stendur fegurst húsa sem minnisvarði um bjartsýna þjóð. Þegar þjóðin var orðin rík, lenti hún í sí- felldum töfum við að reisa arftaka í Þjóðarbókhlöðu. Fyrir nokkrum áratugum lögðu íslenzk fyrirtæki að fótum sér freðfiskmarkaðinn í Bandaríkjunum og áætl- unarflugið yfir Atlantshaf. Nú sitja menn bara tugum saman í nefndum á nefndir ofan til að spjalla um upplýs- ingaþjóðfélagið. Blaðrið hefur leyst verkin af hólmi. Enn er verið að gera góða hluti. íslenzk fyrirtæki eru að hasla sér völl á erlendum markaði. Töluverð gróska er í listum og menningu. En það er eins og topparnir séu mun lægri en áður. Flatneskjan verður smám saman meira áberandi í flestum greinum íslenzks þjóðlífs. Þjóðin þarf að hætta að kaupa ný hús handa ríkinu til að fylla þau kontóristum og ráðstefnuliði. Þjóðin þarf að hætta að nota ríkið eins og úthlutunarskrifstofu handa þurftarfrekum atvinnuvegum fortíðarinnar. í staðinn á hún að kasta fé sínu í ævintýri framtíðarinnar. Ef það verða varanleg örlög þjóðarinnar að híma yfir fjárlagahalla og framtaksleysi, verður ekki mikið rúm fyrir bjartsýni til að þeyta okkur inn í 21. öldina. Jónas Kristjánsson Friðarleið Bosníu þakin torfærum Forustumenn tuga ríkja og al- þjóðastofnana varð að flytja í þyrl- um af flugvöllum yfir umferða- röngþveitið sem heltekið hefur höfuðborg Frakklands í þrjár vik- ur til að taka þátt í undirritun friðarsamnings um Bosníu í frönsku forsetahöllinni. Viö at- höfnina í París var öllu til tjaldað til að gera hana sem hátíðlegasta, og mun ekki af veita að undir- strika alvöru málsins eigi að vera von til að ákvæðin sem þar voru staðfest komist í viðunandi fram- kvæmd. Hernaðarleg hlið málsins er rækilegast frágengin og undirbú- in. Sextíu þúsund manna lið frá yfir 20 löndum tekur að streyma til Bosníu næstu daga til að skilja að striðandi fylkingar eftir fyrir fram mörkuðum línum undir yfir- stjórn NATÓ. Mestur verður liðs- aflinn frá Bandaríkjunum, Bret- landi og Frakklandi, og má Bill Clinton Bandaríkjaforseti vel við una að hafa fengið samþykki þingsins til að senda bandarískt lið á vettvang, þótt með ýmsum varnöglum sé. Vandi þessa liðs er ærinn, að koma sér fyrir og hefja vandasamt starf í fjalllendi Bosníu um hávet- ur og þurfa að byrja á að ryðja lítt eða ekki merkt jarðsprengjusvæði einmitt þar sem mynda á kví milli herja Bosníustjórnar og Bosníu- Serba. Við bætist sífelld hætta á fyrirsátum í landi þar sem vopn eru auðfengin og margir sáróá- nægðir með niðurstöðu friðar- gerðarinnar. Yfirmenn herstjórnar NATÓ verða að treysta á yfirburði manna sinna í vopnabúnaði og heimild til að beita honum gegn hverri ógnun. Og þar að auki þurfa þeir ekki að hafa fyrir að láta menn sína sinna verndun hjálparstarfs, sem sífellt var að koma friðargæsluliðinu á vegum SÞ í klípu. Yfirumsjón viðleitni til að lið- sinna Bosníumönnúm við að koma samfélagi sínu til starfa og sjálfsbjargar verður undir forustu Carls Bildts, fyrrum forsætisráð- herra Svíþjóðar, og hann á sann- arlega erfitt verk fyrir höndum. Samgönguleiðir í Bosníu eru rofn- ar, fyrirtæki í rúst eða eiga engan kost aðdrátta, landsfólkið á tvist og bast. Talið er að stríðið hafi hrakið 2.700.000 Bosníumenn frá heimilum sínum, þar af 700.000 í önnur lönd. Búist er við að verja þurfi sem svarar sex milljörðum dollara á næstu árum til að reisa Bosníu úr stríðsrústum, og Carl Bildt hefur ekki enn hugmynd um hvaðan það fé á að koma. Söfnun fyrirheita um framlög ríkja er rétt Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson að byrja. Friðarsamkomulagið gefur fyr- irheit um að flóttafólk skuli eiga þess kost að snúa til fyrri heim- kynna eða hljóta bætur ella, en' allt er í óvissu um framkvæmd. Skelfing þeirra sem hrökkluðust á flótta undan morðhótunum, vita hús sín brennd og eigur í ræn- ingjahöndum, er slík að borin von er að fólk reyni að snúa heim svo nokkru nemur fyrr en friður hef- ur ríkt um skeið. Gert er ráð fyrir kosningum til þinga á svæðum Króata og mú- slíma annars vegar og Serba hins vegar og heildarþings Bosníu að auki misseri eftir að friðarsamn- ingurinn gengur í gildi. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu er fa- lið að gangast fyrir að kosningar fari fram og koma á alþjóðlegu eft- irliti með framkvæmd þeirra. Þetta verður erfitt verkefni, þó ekki kæmi annað til en þjóðflutn- ingarnir sem átt hafa sér stað. Sarajevo á að sameina á ný und- ir eina yfirstjórn, þannig að fjórar útborgir sem Serbar hafa lagt und- ir sig sameinist miðborginni sem Bosníustjórn ræður. Ljóst er að forusta Bosníu-Serba í Pale hyggst torvelda sameininguna með öllum brögðum, og er mikill vandi lagð- ur á herðar frönsku herdeildarfor- ustunni, sem á að sjá um fram- kvæmd friðargerðarinnar á þessu svæði. Erfiðast í framkvæmd af ákvæðum friðarsamkomulagsins kann þó að reynast það sem gerir ráð fyrir jöfnun herbúnaðar aðila. Samkvæmt því á að draga veru- lega úr vopnabúnaði Serbíu, Króa- tíu og Bosníu-Serba en efla Bosn- íuher að þungavopnum. Verði ekki af afvopnun þar sem hún er áskilin hefur því Bosníustjórn rétt til að afla sér hergagna að sama skapi. Öldungadeild Bandaríkjaþings ætlast til að Bandaríkjastjórn sjái um að sá réttur nýtist. Jafnframt kemur forseta og þingi saman um að bandarískur her í Bosníu skuli á heimleið að ári liðnu, um þær mundir sem Bandaríkjamenn ganga að kjörborði. Jacques Chirac Frakklandsforseti býður Bili Clinton Bandaríkjaforseta velkominn til Elysée-hallar í París til að vera viðstaddur undirritun friðar- samnings um Bosníu. Símamynd Reuter 'W skoðanir annarra Kröfur til hermanna „Talsmenn Bandaríkjahers segja vanalega að þeg- j ar hermaður fremur glæp eða er ákærður fyrir glæp séu takmörk fyrir ábyrgð hersins á slíku. í hernum endurspeglist öll vandamál sem sé að finna i þjóðfélaginu, herinn sé einungis smækkuð mynd af því. Þetta er aðeins rétt að vissu marki. í lýðræð- isríki eru gerðar mun strangari kröfur um hegðun , hermanna, sem uppfyUa verða kröfur um aga og í hlutleysi sem ekki er krafist af almenningi." Úr forustugrein Washington Post 14. desember Áfall fyrir frelsið „Leiðtogar Kína vilja skapa fordæmi meö máli ; Weis Jingsheng sem hefur þegar verið 14 ár í fang- elsi fyrir að krefjast pólitísks frelsis. Markmiðið er I að kúga þá menntamenn til hlýðni sem hófu á ný S umræðuna um mannréttindi fyrr á árinu. Ef ráða- menn í Peking fara sínu fram án þess að gjalda það dýru verði á alþjóðavettvangi mun það þýða alvar- legt og langvarandi skipbrot frelsis í Kína.“ Úr forustugrein New York Times 13. desember Lesið og skiljið „Það er ekki ástæða til mikiUar bjartsýni í grunnskólunum þó fyrirsagnir blaðanna segi að börnin séu orðin duglegri að lesa. Menn mega ekki sofna á veröinum þrátt fyrir jákvæðar vísbending- ar. Mörg böm og fuUorðnir geta ekki lesið á veg- vísa, hvað þá dagblöð og bækur. í mörg ár hafa heyrst aðvaranir gegn því að skipta börnunum, og um leið þjóðinni, í tvo hópa; hina nýju yfirstétt, sem kann að lesa, og þá sem eru ólæsir. Hinar góðu fréttir um lestur þýða vonandi að þróunin verði ekki svo slæm.“ Úr forustugrein Jyllands-Posten 12. desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.