Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Page 11
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 11 „Ég hugsa að þú verðir ágætur afi,“ datt út úr konu minni við eld- húsborðið um síðustu helgi. Ég sat þar og dundaði mér með dóttur okkar hjóna. Yfirlýsingin kom mér nokkuð á óvart, bráðungum manninum, en hún er til marks um álit frúarinnar á þroska mín- um eða öllu heldur seinþroska. Þær mæðgur höfðu farið í jóla- fóndur í sex ára bekknum og náð sér í ýmislegt skemmtilegt, meðal annars tréengla til þess að mála. Stúlkan málaði af kappi og brátt voru englarnir orðnir rauðir og grænir og allir hinir jólalegustu. Það vantaði því meira til að mála. Smíðaraunir „Bjargaðu þessu, góði minn,“ sagði frúin eins og ég gæti töfrað fram tréengla eins og ekkert væri. „Ég veit ekki betur en afi þinn hafi verið trésmiður,“ sagði kon- an. Ég gat ekki neitað því en benti konunni um leið á hrakfarir mín- ar í smíðatímum í barnæsku. „Veistu ekki, kona góð, að ég framvísaði sama tekkhundinum þrjú ár í röð í smíði? Það bjargaði mér að það var sífellt skipt um smíðakennara. Viltu skoða smíðis- gripina mína úr barnaskólanum? Þeir hafa nefnilega varðveist sum- ir hverjir," bætti ég við og hélt að ég hefði fullvissað konuna um að trésmíði lægi ekki fyrir mér. „Ég fæ ekki annað séð en þú getir smíðað," hélt konan áfram. „Pabbi þinn er handlaginn og bræður þínir liprir til handanna. Ég man ekki betur en bróðir þinn smíðaði skírnarfont í kirkju.“ „Hættu nú,“ sagði ég. „Saman- burðurinn verður að vera sann- gjarn. Bróðir minn er lærður kennari og hefur m.a. kennt ung- um sveinum handverk. Ef þú vilt skoða afrek mín í trésmíðinni þá er það velkomið. Þau saman- standa af síðutogara, sem klofnaði í tvennt þegar ég rak síðasta naglann í hann, tágakörfu sem bognaði í öfuga átt og jólatrésfæti sem kveikt var í fyrir áratugum.“ Stóreygðir jólaenglar „Hugsaðu um stelpuna," sagði konan. „Hún treystir á pabba sinn.“ Undir þessum frýjunarorð- um gat ég ekki setið. Það var á þessum tímapunkti sem ég hóf tré- smíði á ný eftir 29 ára hlé. Það var þá sem konan sagði að ég yrði sennilega góður afi. Það væri loks með fjórða barni sem ég fengist i jólaföndur með afkvæmi mínu. Þessum þroska næði ég ríflega 22 árum eftir fæðingu frumburðar okkar. „Þú kemur til,“ sagði frúin góðlátlega. Ég vissi ekki alveg hvernig taka ætti hrósinu. „Senni- lega fóndrar þú og dúllar með barnabömum þínum þegar þar að kemur. Sko minn!“ Jólaenglar dóttur minnar störðu á mig stórum augum og biðu eftir bræðrum sínum. Englarnir voru sagaðir úr kross- viðarplötu, sennilega af smíða- kennara barnaskólans. Ég fór út í bílskúr og leitaði að krossviðar- plötu. Þar fannst engin slík. Sömu sögu er að segja úr kjallaranum. „Ég finn enga spýtu," hrópaöi ég til konunnar. „Þú sérð um þetta," sagði konan. Þar var enga samúð að finna. „Pabbi, ertu að koma með englana," spurði engill okkar hjóna þar sem hún beið spennt við fondurborðið í eldhúsinu. „Ég á ekki útsögunarsög," hrópaði ég enn úr kjallaranum og sá enga glætu á þessu stigi jólaundirbún- ingsins. Útskurðarmeistari Það var þá sem ég sá vindla- kassann, kassa utan af ekta Havanavindlum. Vindlarnir voru löngu reyktir en í kassanum leyndust nokkrir gamlir fimmtíu- kallar, frá þvi fyrir myntbreyt- ingu. Málinu var bjargað. Ég réðst á kassann, sturtaði úr honum verðlausu peningunum og hlutaði hann í sundur. Þegar ég mætti að fóndurborði mæðgnanna var ég með sex þunnar viðarplötur og til- búinn í slaginn. Konan horfði stóreygð á föður barna sinna. Hún vissi að þar fór fráleitt handlaginn heimilisfaðir en nú keyrði um þverbak. Hún var svo undrandi á manni sínum Jónas Haraldsson fréttastjóri að hún sagði ekki orð. Barnið horfði hins vegar stolt á föður sinn, smiðinn. „Áttu ekki hníf, gullið mitt,“ sagði ég og sendi eig- inkonunni yndislegt bros. Þannig bros senda aðeins handlagnir menn. Hún náði munnvikunum aftur í réttstöðu, sótti blaðskurð- arhníf og afhenti útskurðarmeist- aranum. Með sjálfum mér vissi ég að ég réð ekki við englasmíði með þessum græjum og hóf því samn- ingaviðræður viö stúlkuna. Snjókarl með pípuhatt „Þú átt svo marga engla, eigum við ekki að gera eitthvað annað,“ sagði ég við barnið föndurglaða. „Jú, jú,“ sagði stúlkan sakleysið v uppmálað og hélt að pabbi segði þetta bara til að auka á fjölbreytn- ina við jólaundirbúninginn. Kvarnirnar snerust á meðan í höfðinu á mér. Nú reið á að upp- hugsa auðvelda smíði en þó jóla- lega. Amboð við smíðarnar voru ekki önnur en hnífurinn. „Hvað um snjókarl?" „Já, flott,“ sagði stúlkan, „hafðu hann með pípu- hatt.“ Ég hóf útskurðinn. Stúlkan var spennt og hætt að mála engla. Hún horfði á stóreygð á töframanninn með hnifinn. Móðirin og eiginkon- an horfði útundan sér á þann sama töframann. Það var ekki sjá sömu aðdáunina. „Skerðu ekki af þér puttana," var það eina sem hún sagði. Tiltrúin á hinum meinta smiði og útskurðarmeist- ara var takmörkuð. „Af hverju ertu svona lengi, pabbi?" spurði barnið og horfið á föður sinn við útskurðinn. Ég fann að tungan var út úr munn- vikinu, svo mikið vandaði ég mig við fondrið. „Svona, elskan, snjó- karlinn verður að vera flottur. Sjáðu hvernig pípuhatturinn kem- ur ofan á snjóboltana,11 sagði ég um leið og ég brá hnífnum fag- mannlega efst á vindlakassafjöl- ina. Það hefði ég betur látið ógert því með það sama skar ég helm- inginn af hatti snjókarlsins. „Af hverju gerðirðu þetta?“ spurði stúlkan. „Ég var bara að mjókka hattinn svolítið,“ sagði ég. „Mamma," kallaði barnið, „pabbi skar hattinn af kallinum." Konan leit upp úr föndurborð- inu. Úr augum hennar mátti lesa meðaumkun en um leið viður- kenningu. Frúin virti það við von- lausan trésmiðinn, mann sinn, að hann hélt áfram að útbúa snjó- karlinn þrátt fyrir þessi óvæntu höfuðmeiðsl. Fjöldaframleiðsla fyrir Kolaportið? Útskurðinum lauk og barnið fékk snjókarlinn til-málunar. Mér til nokkurrar undrunar, en um leið ánægju, var hún alsæl með karlinn sinn. Fyrst málaði hún hann hvítan, síðan pípuhattinn svartan og væna gulrót sem nef. Hún stillti snjókarlinum upp við hliðina á jólaenglunum grænu og rauðu sem smíðakennarinn hafði sagað út af snilld sinni. „Finnst þér hann ekki falleg- ur?“ spurði hún. „Jú,“ svaraði ég af hjartans einlægni, „mér finnst hann æðislegur.“ „Er gulrótin nokkuð of stór?“ „Nei,“ sagði ég, „hún er alveg mátuleg." Ég fann að ég var orðinn ekta jólafóndrari. „Mamma, sjáðu hvað snjókarlinn er sætur," sagði barnið við móður sína. Ég sá að það komu vöflur á eig- inkonu mína. Svo vel þekki ég hana að innst inni fannst henni snjókarlinn ekki standast saman- burð við tréengla atvinnumanns- ins. Hún vildi þó ekki særa stolt eiginmannsins, sem fann sig vel í hinu nýja hlutverki, og því síður eyðileggja jólaskap dóttur sinnar. „Jú,“ sagði hún, „hann er reglu- legt krútt.“ „Ætti ég að fjöldaframleiða svona snjókarla?" spurði ég kon- una. „Ég gæti gengið í hús á kvöldin og selt þá.“ „ Ég held ekki,“ sagði konan og kom mér aftur niður á jörðina. „Ég held að hæfileikar þínir liggi á öðrum sviðum." „Búðu til annan, pabbi,“ sagði barnið og jók sjálfstraust mitt á ný. Fái ég ekki að selja frændum og vinum útskorna snjókarla, eða að prófa kvöldsölu í hverfinu, gæti ég reynt fyrir mér í Kolaportinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.