Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Síða 14
i4 sælkerínn LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 TT>\/ Veitingahúsið Lækjarbrekka: Hunangsgljáð önd með villisveppaböku og saffransósu Konfekt Það þarf ekki að vera erfitt að búa til konfekt fyrir jólin. Hægt er að kaupa tilbúið marsipan í stórmörkuðum en vitaskuld er líka hægt að búa það til sjálfur. Hér á eftir koma nokkrar hugmyndir af góðu konfekti sem gaman er að eiga i skál þegar gesti ber að garði um jólin. Er að verða einn af þessum vinsælu jólarétt- um en hana má matreiða á margvís- legan hátt. Fyrir stuttu vorum við með uppskrift að austur- lenskri önd en nú för- um við út í allt aðra sálma með Ásbirni Páls- syni, matreiðslumeistara á Lækjarbrekku. Ásbjörn býður lesend- um hunangsgljáða önd með villisveppaböku og saffransósu. Hann miðar upp skriftina við íjóra. 2 pekingendur (úrbein- aðar í læri og bringur) 2-3 msk. hunang 1 tsk. timian 3 stk. einiber 1 stk. negull Timian, eini- ber og negull er mulið og blandað saman við hunang- ið. Hvít- laukskræk- lingur Kræklingur í hvít- lauk getur verið góður eftirréttur en þessi virð- ist vera bæði einfaldur og fljótlagaður. Hann er miðaður við fjóra og í hann fer: 2 dósir kræklingur 1 stór tómatur 1/2 fínstrimluð púrra 1 dl hvítvín 1/2 fiskisoðsteningur 2 franskbrauðs- sneiðar hvítlaukssmjör Þerrið kræklingana og hakkið tómatinn fínt. Sjóðið upp vínið, setjið teninginn út í, kræklingana og tómat- inn og látið púrrustrimlana út í síð- ustu mínúturnar. Setjið kræklinginn, hakkaðan tómat og púrruna, sem veitt hefur verið upp með gataspaða, í eld- fastar skálar og rífið franskbrauð yfir. Legg- ið hvítlaukssmjör í bit- um yfir og gratínerið við 225 gráða hita þar til brauðið er oröið gull- inbrúnt og kræklinga- blandan gegnumheit. Borið fram með ristuðu brauði og smávegis hvítlaukssmjöri. Sósan ca 1/4 tsk. saffran 3 dl hvítvín 5 dl bragðmikið andasoð ca 1 msk. maizena ið í því þar til ca 1/2 dl er eftir af soðinu. Þá er því bætt saman við og þykkt með maizena og látið sjóða í um það bil 3-4 mínútur. Villisveppabaka ca 80 g villisveppablanda 2 dl rjómi 1 dl mjólk 3 dl andasoð 2-3 egg salt og pipar Villisveppirnir eru soönir í anda- soðinu þar til vökvinn er orðinn u.þ.b. 1/2 dl. Þá er mjólk og rjóma bætt út í og látið sjóða hægt í ca 4 mínútur. Bætið þá eggjunum og salti og pipar út í og hellið í fjögur lítil form. Bakið í vatnsbaði í ofni í ca 20-30 mínútur við 150 gráður. Öndin Ásbjörn Pálsson, matreiðslumeistari á Lækjarbrekku. Lærin og bringurnar eru snyrt. Öll fita, sem af öndinni kom, utan lærin og bringurnar, er sett í pott og brædd. Þá eru lærin sett þar út í og látin sjóða í ca 1 klst. Lærin tekin upp úr og hunangsmaukinu smurt á þau og sett í ofn á 250 gráður í ca 5 mínútur. Brúnið bringurnar á pönnu. Kryddið með salti og pipar og bakið í ofni í ca 10 mínútur við 200 gráður. Með þessu er borið fram græn- meti að eigin vali. -ELA matgæðingur vikunnar Jólabaka og fylltar paprikur „Ég hef alltaf haft áhuga á ítalskri matargerð og ætla að gefa lesendum uppskrift að góðri paiköku sem ég geri alltaf um jólin og fylltum paprikum. Báðir þessir réttir eru ættaðir frá Ítalíu og eru vinsælir," segir Hera Sigurðardóttir, matgæð- ingur vikunnar. Hera er nýkomin frá námi ítalíu þar sem hún var í námi í viðgerðum á antikhúsgögn- um og vann með blaðgull. Hera segir að réttir þessi séu einfaldir og fljótlagaðir auk þess sem paprikur séu ódýrar um þessar mundir. Þó á ekki að nota grænar paprikur í þennan rétt. En fyrst er það jólabakan sem heitir Pan For- te og er frá Si- ena á Ítalíu. Pan Forte 180 g bland- aðar möndlur, hasselhnetur og brasilíuhnet- ur (ef vill) 75 g hakkað- ur appel- sínu- börkur 75 g súkkat 6-8 kokteil- ber 50 g hveiti 1/2 tsk. kanill 1/4 tsk. allra handa 100 g hunang 100 g sykur unni er síðan bætt út í deigið og allt hrært saman eða hnoðað. Sett í bökuform, sem eru 20 til 22ja cm í þvermál, sem klætt hefur verið að innan með bökunarpappír. Kökumassinn settur í formin og formuð með puttunum en deigið er frekar þykkt. Bakað við 150 gráður í 35 mínútur. Gott er að strá flórsykri yfir þegar bakan er tilbúin. Hera seg- Hera Sigurðardóttir er matgæðingur vikunnar. Grófhakkaðar hnetur, appelsínu- irkur, súkkat og kokteilber er •ært saman í skál og síðan er hveit- u og kryddinu bætt út í. Á meðan hunangið og sykurinn hitað í itti upp að suðumarki. Sykurblönd- ist nota bökuna sem eftirrétt með kaffi og líkjör. Pepperoni Ammollicati 700 g rauðar og gular paprikur 5 msk. olífuolía salt og nýmalaður pipar 3 tsk. steinselja 2 hvítlauksrif 1 tsk. kapers (skolað og hakkað) 1/2 chilipipar 2 eða fleiri ansjósur eftir smekk 4 tsk. brauðrasp Paprikurnar eru þvegnar, kjarn- hreinsaðar• og skornar í fernt. Fjórar tsk af olí- unni er hit- uð á stórri pönnu og paprikar sett útí, hýðið er látið snúa niður. Kryddað með salti og pipar. Hitað- ar í ca 10 mínútur og pannan hrisst af og til. Ofninn er hitaður í 180 gráður. Þá er ansjósunum, chili, raspinu, steinseljunni og hvítlaukn- um blandað saman. Olían af pönnunni er sett útí blönduna. Paprikuhlut- arnir eru settir í eld- fast mót og fyllingin sett ofaná hvern. Afgangurinn af olíunni er sett yfir hvern hluta. Bakað í ofni í 15 mínútur. Hera segir að ítalir noti paprikurnar sem meðlæti með kjöti og fiski. Hera ætlar að skora á Ingu Sigur- jónsdóttur að vera næsti matgæðing- ur. -ELA Jólarós Hnoðið saman bita af kransa- kökumassa með núgat súkkulaði og mótið bitann þannig að hann verði egglaga. Stingið bitanum í bráðið súkkulaði (gott er að nota Odense súkkulaði) og skreytið hann með marsipnablómi. m M* • > - > ' % w Púnskúla Búið til loftmikla hræru sem samnastendur af 50 gr smjör, 3 msk sykur, 1 msk kakó og 1 tsk Nescafé. Hrærið þessu saman og bætið síðan við flnhakkaðar 8-10 makkarónukökur sem | bleyttar hafa verið með 2-3 msk af koníaki eða púnsi. Mótið kúl- ur úr deiginu, dýfið þeim í 1 súkkulaðibað og skreytið með súkkulaðiræmum. I Fylltar makka- rónukökur Límið tvær makkarónukök- ur saman með mýktu núggati. Dýfið síðan hálfri kökunni í bráðið súkkulaðði. Möndlu- konfekt Skerið egglaga bita af kran- sakökumassa sem blandaður hefur verið sykruðum ávöxtum og smávegis af líkjör. Dýfið bit- anum í dökkt súkkulaöi og skreytið með ljósara súkkulaði. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.