Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Síða 20
20 Menning á bílaverkstæði LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 I JV Líklegast verða bara konur næst - segir Aðalsteinn Asgeirsson í Svissinum sem vakið hefur athygli fyrir frumlegar uppákomur „Þetta byrjaði fyrir fimm árum hér við kaffiborðið á verkstæðinu. Ég hafði farið á sagnakvöld, Klett í hafl, þar sem Þórarinn Eldjárn las úr verkum sínum og heillaðist af. Daginn eftir fór ég að ræða það við félaga mína hversu skemmtileg bók- in hans Þórarins hefði verið og gaman væri að kaupa hana. Tolli Morthens myndlistarmaður var staddur hér í kaffi, eins og oft áður, og sagði: „Hva, við erum ekkert að kaupa bókina, fáum bara höfundinn til að lesa fyrir okkur.“ Þannig kom þessi hugmynd upp og hefði sjálf- sagt aldrei orðið nema vegna þess að Tolli var hér staddur," segir Að- alsteinn Ásgeirsson, rafvirki og annar eigandi bílaverkstæðisins Svissins, en það hefur vakið athygli fyrir frumlegar og menningarlegar uppákomur í húsakynnum verk- stæðisins á Tangarhöfða í Reykja- vík. í nágrenni Svissins eru bílaverk- stæði af öllum stærðum og gerðum, mismunandi skítug eins og gerist og gengur, en starfsmenn þessara iðn- fyrirtækja hafa alltaf eitthvað að hlakka til þegar nær dregur jólum. Þeir vita að Aðalsteinn og Óskar Gunnarsson í Svissinum muni bjóða upp á sína óvenjulegu jólaglögg og svo var einnig nú. í boðskortinu, sem sent var nágrönn- unum þetta árið, er boðið upp á mikla menningarsúpu, Thor Vil- hjálmsson, Einar Má Guðmunds- son, Einar Kárason, Bubba Morthens og Sigrúnu Hjálmtýsdótt- ur. Davíð Oddssyni var einnig boð- ið en hann komst ekki. Kristján Jó- hannsson kom hins vegar í fyrra og tók nokkur lög við mikla hrifningu. Færri komust en vildu Það var svo mikill spenningur fyrir jólaglögginni að færri komust inn en vildu. „Ætli það hafi ekki safnast um tvö hundruð manns hingað. Þetta er farið að spyrjast út víða um hverfið," segir Aðalsteinn. Bílaverkstæðið Svissinn er held- ur ekkert venjulegt verkstæði því þar úir og grúir af alls kyns göml- um skemmtilegum munum, göml- um peningakössum, símum, prím- usum, myndum, ritvél, að ógleymd- um glymskrattanum (djúkboxi). „Ég hef mjög gaman af öllum gömlum hlutum enda höfum við sérhæft okkur í að gera upp fornbíla," út- skýrir Aðalsteinn þegar blaðamað- ur bendir á alla þessa skemmtilegu hluti. Einn fombílanna trónaði inn- an um öll verkfæri, tilbúinn í klöss- un. „Við segjum að þeim sem þyki vænt um bílana sína komi hingað. Við höfum t.d. smíðað jeppa fyrir Tolla Morthens sem er í raun gamli jeppinn sem pabbi hans átti.“ Þegar menningarhátíðir Svissins hófust fyrir fimm árum og haft var samband við skáldin og tónlistar- menn voru allir strax tilbúnir að koma á ”þennan óvenjulega stað. „Þeim fannst þetta stórsniðugt. Síð- an hefur þetta orðið nokkurs konar hefð. Einnig hefur Bubbi Morthens haldið hér útgáfuteiti." Aðalsteinn segir að þessar uppá- komur hafi vissulega vakið athygli á bílaverkstæðinu. „Það vita sjálf- sagt allir á landinu að við erum til en ég veit ekki hversu mikið það hjálpar okkur í bisnessnum. Við þurfum þó ekki að kvarta því hér er alltaf meira en nóg að gera.“ Hann segir jafnframt að kunnin- gjarnir í nágrenninu kunni vel að meta þessa tilbreytingu í skamm- deginu. „Hugmyndin var sú að ná- grannarnir gætu komið hingað í há- deginu í drullugallanum og haft notalega stund og þannig er þetta." Aðalsteinn segir að fyrir menn- ingarhátíðina sé gerð jólahreingern- ing í fyrirtækinu og allt þrifið hátt og lágt. „Við tökum allt út og þrí- fum, tökum tvo daga í hreingerning- ar. Það er mjög jákvætt fyrir okkur því þetta þarf að gera. Maður safnar rusli allt árið og það er gott að koma því í verk að þrífa." Bílaverkstæðið Svissinn er sex ára gamalt fyrirtæki og þegar Aðal- steinn var spurður hvaðan þetta sniðuga nafn væri komið, svaraði hann. „Úr saumaklúbbi. Við fengum nokkra saumaklúbba til að stinga upp á nöfnum. Okkur fannst best að nafnið kæmi frá konum því þá yrði örugglega stungið upp á nafni sem auðvelt væri að muna og það reynd- ist rétt vera. Við fengum margar uppástungur en leist best á þessa. Starfaði við diskótek Áður en Aðalsteinn hóf rekstur Svissins hafði hann starfað í Amst- erdam, Þýskalandi, Svíþjóð og víð- ar. „Ég vann við skreytingar á diskótekum, leikhúsum, kaffihúsum og þess háttar. Áður hafði ég verið með fyrirtæki hér i borginni sem hét Línuljós þar sem ég vann með sérstakt efni sem nefnist linelight. Ég sendi framleiðendum yfirleitt myndir af því sem ég var að gera og það varð til þess að þeir óskuðu eft- ir mér í vinnu til Svíþjóðar. Þar var verið að opna veitingastað í gömlu húsi en í því var gamall útskurður á trévegg sem ekki inátti skemma. í rauninni var útskurðurinn kort af borginni og mér var falið að lýsa upp merka staði með linelight og blacklight þannig að borgin varð upplýst. Síðan setti ég plexígler fyr- ir framan. Þetta tókst svo vel að mér bauðst að vinna við þetta áfram. Ætli ég hafi ekki verið í þessu í tvö og hálft ár. Þá missti ég aðstöðuna í Amsterdam, skrapp heim og þá varð Svissinn óvart til. Hins vegar hafði ég ætlað mér að vera áfram í Hollandi," segir Aðal- steinn. „Þetta var skemmtilegur tími sem ég hefði ekki viljað missa af. Ég kynntist mörgu fólki og hafði gam- an af þessu en sakna þó ekki starfs- ins.“ Aðalsteinn hefur mikinn áhuga á listum en vill ekki viðurkenna að hann hafi komið nálægt t.d. tónlist. Hann segist hafa lesið mikið en það hefur minnkað eftir því sem meira er að gera. „Nú tekur sjónvarpið við þegar maður kemur heim.“ 7 En eru þeir nokkuð farnir að skipuleggja næsta menningarvið- burð? „Við erum farnir áö ræða það og höfum áhuga á að vera einungis með listakonur næst. Auk þess hef- ur Friðrik Þór Friðriksson sýnt áhuga á að halda stuttmyndahátið í samvinnu við okkur þannig að vel getur verið að þetta eigi eftir að verða viðameira. Við erum opnir og tilbúnir fyrir hverju sem er.“ Ólöf Kolbrún Harðardóttir, ein ástsælasta óperusöngkona landsins, er löngu hætt að fljúga. Auk þess að syngja og kenna söng gegnir Ólöf Kolbrún starfi framkvæmdastjóra íslensku óperunnar. En hefði hún ekki sjálf sinnt því að breyta skráningu sinni í Símaskránni til samræmis við breytingar á högum sínum, gæti hún enn haft þar starfsheitið flugfreyja. Ólöf Kolbrún Harðardóttir flugfreyja! Símaskráin 1996 verður í einu bindi og mikil áhersla lögð á að hún innihaldi sem réttastar upplýsingar. Rétthafar síma - jafnt einstaklingar sem f/rirtæki - þurfa sjálfir að óska eftir öðrum breytingum en þeim sem orsakast af flutningi. Vinsamlegast athugið skráninguna og sendið inn breytingar ef með þarf hið fyrsta. Eyðublað er á blaðsíðu 21 í nafnaskrá Símaskrár 1995. Upplýsingar eru veittar í síma 550 6620 og faxnúmer er 550 6629. Rétt skal vera rétt! PÓSTUR OG SÍMI 1996 - ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.