Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Page 27
30 "V LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 27 Bubbi Morthens -1 skugga Morthens ★★★ Þáttaskil Platan í skugga Morthens mark- ar á vissan hátt þáttaskil á ferli Bubba Morthens. Allt frá árinu 1980, þegar hann hóf fyrst upp raust sína á plötu, og til þessa árs hafa feður, mæður, afar og ömmur keypt plötur Bubba handa unglingum ætt- arinnar og ungu fólki á þrítugsaldr- inum í þeirri góðu trú að hann væri aðalmaðurinn í íslensku dægurtón- listarlífi og ætti greiðasta leið allra að hjörtum tónelskra ungmenna. Nú bregður svo við að unga fólkið festir kaup í Bubba tU að gefa for- eldrum sínum, öfum, ömmum og jafnvel langöfum og langömmum. Það hafa orðið kynslóðaskipti í hlustendahópi uppreisnarmannsins sem stökk með látum fram á sjónar- sviðið fyrir fimmtán árum og hefur ekki látið deigan síga síðan. Hljómplötur Ásgeir Tómasson Platan í skugga Morthens er af- skaplega snyrtileg, þökk sé útsetjur- unum Þóri Baldurssyni og Jóni Kjell Seljeseth, hljóðfæraleikurun- um sem við sögu koma og ekki síst Bubba Morthens sjálfum. Hann fer vel með lögin sem Haukur frændi hans söng á löngum og gifturíkum ferli sínum og yljaði þjóðinni um hjartaræturnar með. Eftirminnileg- astur er að sjálfsögðu dúett frænd- anna, Ó borg, mín borg, lagið sem Haukur samdi sjálfur og hljóðritaði fyrst 1954. Sérlega vel hefur heppn- ast að blanda saman söng þeirra sem tekinn var upp með ellefu ára millibili. Annað lag sem ástæða er til að nefna vegna vel heppnaðrar útsetningar er Hvar ertu? Söngur Bubba í því er kannski ekkert fram- úrskarandi en smekkleg notkun orgels og gítars gerir það eftir- minnilegt. Fleiri lög væri vel hægt að nefna sem vel heppnuð, svo sem Þrek og tár og Frostrósir en heildin er góð og það er það sem skiptir höfuð- máli. Afarnir og ömmurnar geta vel við unað og fila Bubba væntanlega í tætlur hér eftir! Tvöfaldur 1. vinningur! -vertu viðbúinm vinningi Fáðu þéi niiða íyrir kl, 20.-0 a laugardaginn. Éq oq Króni bróðirviljum kenna krökkum hvað það er mikilvæqt að spara oq saFna Fyrir einhverju sem mann lanqar virkileqa til að eiqa, t.d. skíðum. Þínir vinir Króni og Króna Þeir sem eru með i Króna og Krónu krakkaklúbbnum Fá flottan bol, sparíbauk, reglustríku, endurskinsmerki ... oq marqt Fleira. / 150 kr. aFsláttur Króni og Króna sem vit er i í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.