Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Side 29
DV LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 29 laraprinsessu lega. Hvað hefði gerst ef ég hefði ekki hitt hann er ekki gott að segja. Þetta átti að vera svona, held ég.“ Með elliærri barónessu Hjúkrunarnámið hafði verið Nínu hjálp i lífsbaráttunni en hjúkrun átti ekki að verða starf hennar í framtíðinni. Um það hafði hún nú tekið endanlega ákvörðun. Hún hélt samt áfram að vinna við hjúkrun um sinn þar til hún gat hafið námið við Listaháskólann. Þegar elliæra barónessan á avenue Foch safnaðist til forfeðr- anna um vorið fór hún á stúfana í leit að annarri vinnu. Hún vildi halda áfram að stunda næturhjúkrun, það gaf henni tíma til þess að fara í frönskutíma á daginn og búa sig undir inn- tökuprófið næsta vor. „Hjúkkumiðlunin" útvegaði henni þá aðra stöðu, að þessu sinni hjá drykkjusjúkri dollara- prinsessu sem bjó í einu dýrasta hót- eli Parísar, Georges V. Þetta var kona komin fram yfir miðjan aldur, drykk- felld og einmana, og sagðist óttast það mest í lífinu að fá asmakast. Hún átti hvorki ættingja né vini og eina takmark hennar í lífinu var að drepa tímann og eyða sem mestu af pening- um. Sjúkdómurinn var aðeins henn- ar eigin ímyndun en hún vildi láta hjúkrunarkonu vaka yfir sér á nótt- unni svo hægt væri að bregða skjótt við ef asminn ímyndaði léti á sér kræla. Frúin og áfengisvandinn „Eina vandamál aumingja konunn- ar var áfengið. Hún fékk aldrei asmakast og það amaði ekkert að henni líkamlega sem raunar mátti teljast furðulegt eftir alla þessa áfeng- isneyslu. Þegar ég mætti í vinnuna á kvöldin var hún komin niður í miðja viskíflöskuna en á morgnana var hún samt alltaf jafn virðuleg." Á kvöldin var helsta skemmtun konunnar að gabba starfsfólk hótels- ins og senda það fram og aftur. Hún hringdi og pantaði eitthvað upp á herbergið en þegar þjónninn kom með það, sem um var beðið, fólst skemmtunin í því að þykjast alls ekki hafa hringt, skammast og rífast og gefa síðan þjónunum þjórfé sem hægt var að lifa á í heila viku. Það var þjórféð sem kom í veg fyrir að henni væri vísað burt af hótelinu en að lokum var mælirinn fullur, þrátt fyrir alla peningana, sem hún jós í starfsfólkið. „Það voru víst allir orðnir þreyttir á henni og hvernig hún leyfði sér að niðurlægja þjónustufólkið sem alltaf var jafn kurt- eist. Orðbragðið, sem hún notaði, var ótrúlegt." En hún var aldrei hvefsin við Nínu. Það fyrsta, sem hún gerði þegar Nína mætti í vinnuna á Georgs V hótelinu á kvöld- in var að senda hana niður í veitingasalinn þar sem hún snæddi kvöldverð innan um arabíska fursta og fylgdarlið þeirra og olíumilla frá Texas sem þarna voru með eiginkonum sínum. Nóttin var tíðindalaus og róleg því aldrei fékk ríka konan asmakastið. En þegar hún var orðin völt á fótum, eftir að hafa lokið úr viskiflöskunni, skammti kvöldsins, rak hún sig stund- um á og datt. „Ég skil bara ekkert hvað hefur komið fyrir mig,“ sagði hún þá við Nínu sem stumraði yfir henni morgun- inn eftir og setti plástur á bágtið. Á morgnana leit hún út eins og hún hefði aldrei drukkið dropa af áfengi, tággrönn, alltaf klædd eftir nýjustu tísku, í drögtum frá Chanel og kjólum frá Dior, máluð, strokin og greidd. Fyrir utan beið bílstjórinn eftir fyrirskipunum og stundum sigldi hún burt, stundum var hún kyrr „heima" til hádegis. „Fyrsta árið fór í að kynnast deildum skólans, læra að vinna sjálfstætt. Fyrsta árið var algjör aðlögunartími fyrir mig. Það var gert ráð fyrir því að nemendur hefðu verið í listaskóla áður en þeir settust í Listaháskólann og færu þaðan í framhaldsnám en ég hafði bara verið í Hjúkrunarkvennaskólanum. Hinir komu all- ir úr listaskólum. Flestir voru utan af landi og ýmsu vanir. Þeir kunnu að vinna sjálfstætt en ég beið eftir skipunum, vön því að fylgja ákveðinni áætlun sem mér var sett. Ég fór á all- ar deildir, skoðaði allt og reyndi að kynnast sem flestu og sat í tímum í listasögu og arkitektúr og fleiri bóklegum greinum. Áður en ég vissi af var ég búin að taka heilmörg próf, ég sem var eiginlega hætt í skóla. „í Listaháskólanum völdu nemendur sér kennara og fylgdu honum. Eftir tveggja ára almennt nám komst Nína að raun um það, eftir að hafa kynnst hinum ýmsu deildum, að það var vefj- arlist sem höfðaði mest til hennar. Hún tók samt lokapróf í málaralist en þegar hún útskrifaðist úr skólanum 1976 vissi I listaháskólanum Nína fór beint í skólann úr vinnunni og á kvöldin gat hún haldið áfram að teikna fram á nótt í svítunni á Geprges V. Það eina, sem komast að i huga hennar, var inntökuprófið. Um vorið stóðst Nína þetta erfiða próf og settist í Listahá- skólann um haustið. Þegar vinnuveitandi hennar var rekinn af hótelinu eftir aldarfjórðungsdvöl þar og færði sig yfír á hótel- ið við hliðina sagði hún Nínu upp. Hún ákvað þá að reyna ekki að finna nýja vinnu, námið var strembið og tók allan tíma hennar. Antoine Mercier, eiginmaður Nínu, með börn þeirra, Ástu, Freyju og Smára. hún hvað hún vildi: Vefa risastórar myndir." w I önnum í Latínuhverfinu Og enn stóð Nína á krossgötum. Átti hún að fara heim til ís- lands eða vera áfram í París? Hún hafði farið heim á hverju sumri og unnið þar í afleysingum á spítölum. Á íslandi hefði hún getað gengið að vinnu strax og lifað þægilegu lífi. Það er erfítt að lifa af list sinni í París þar. sem búa tugir þúsunda listamanna, auk allra þeirra sem dvelja þar um lengri eða skemmri tima. Hún ákvað að freista gæfunnar. Draumarnir um Mont- parnasse tilheyrðu íslandi en nú hafði hún kynnst raunveru- leikanum. Latínuhverfið með þröngum götum og glaðværu lífi höfðaði nú mest til hennar eftir fjögurra ára kynni af borginni. En það var ekki hlaupið að því að fá íbúðarhúsnæði í þessu hverfi nema þá að borga fyrir það himinháar upphæðir. Enn var heppnin með Nínu. Hún fékk íbúð á spottprís á rue de Buci, þröngri götu sem liggur út frá St. Germain breiðgötunni. Húsið var hálfgerð rúst og útveggirnir að hruni komnir en Nína var bjartsýn og dugnaðarforkur og lét ekki hugfallast. Hún fékk eigandann til að gera við útvegginn svo hann hryndi ekki yfir hana og réð nokkra íslenska námsmenn í vinnu. Þeir settu upp sturtu og klósett inni í íbúðinni, máluðu veggina, komu fyrir vaski og smáinnréttingu í eldhúsið og svo flutti hún inn í litlu íbúðina sína. Henni hafði orðið að ósk sinni, hún var listamaður, hún bjó í Latínuhverfinu í París. Loksins! Alltaf á heimleið Næstu þrjú ár var Nína alltaf á heimleið en frestaði heim- ferðinni ár frá ári. Allt gekk að óskum. Stóru vefmyndirnar hennar seldust svo vel að henni tókst það sem svo margir sækj- ast eftir en fáum er gefið - að lifa af list sinni í París. Hún hafði varla undan og vann eingöngu eftir pöntunum. Enn hafði hún ekki haldið sýningu en myndirnar hennar höfðu auglýst sig sjálfar. Vinir hennar keyptu af henni mynd og hengdu upp á vegg á heimili sínu. Kunningi þeirra, sem sá myndina, eitt af þessum ótrúlegu vefjarævintýrum Nínu sem öllum verður starsýnt á, varð hrifinn af myndinni og pantaði mynd hjá Nínu. Vinur hans vildi líka fá mynd og svona gekk þetta koll af kolli og Nína stóð allan daginn við vefinn með grímu fyrir vitum til þess að verjast rykinu úr sísalnum og snærinu sem hún vann með. Þegar foreldrar hennar hringdu og spurðu hvort hún væri ekki á leiðinni heim var svarið: Jú, bráðum, ég kem bráðum heim aftur. En heimferðin dróst á langinn. Og svo spurði hún sjáifa sig auðvitað þessarar spurningar: Hvað á ég að gera á íslandi? Hún átti góða vini, bjó við eina af líílegustu og sérkennileg- ustu götunum í París, hún vann að því sem stóð hjarta henn- ar næst og hafði af því tekjur sem dugðu henni til lífsviðurværis. Umbylting í lífinu Hvers vegna ætti hún að flytja til íslands? Var það skylda hennar? Samt var ísland alltaf einhvers staðar í huganum, það varð ekki svo auð- veldlega útilokað. Hún gætti þess að láta tengslin við ísland ekki rofna, fór heim á hverju sumri, hélt samband- inu við ættingja og vini vakandi. Ein- hvern tímann ætlaði hún heim aftur, það var áreiðanlegt. Að minnsta kosti til þess að deyja og verða grafin þar. Hún gat ekki hugsað sér að bera bein- in í Frakklandi. Foreldrum sínum sagði hún ekki frá þessum hugrenningum, róaði þau bara þegar þau höfðu áhyggjur af dóttur sinni, vildu ekki að hún Uengdist í Frakklandi og kæmi kannski aldrei heim aftur. „Jú, víst kem ég til baka. Ég verð hér fram á vorið og svo athuga ég málið,“ var svar hennar við spurningum þeirra. Þannig liðu þrjú ár. En síðasta dag ársins 1978 varð enn ein byltingin í lífi hennar. Umturnaði öllu, eins og venjulega, breytti sjónar- miðum, framtíðarhorfum - öllu. Þegar hún vaknaði á nýársmorgun 1979 var allt breytt. Nýtt ár, nýtt líf, nýr maður i lífi hennar og í þetta sinn var það „l’homme de ma vie“, fyrir lífstíð. Henni hafði verið boðið til nýárs- veislu í smábæ skammt frá París ásamt nokkrum vinum sínum. Hún þáði boðið með þökkum því hún var viss um að veislan yrði skemmtileg, gestgjafarnir voru listamenn og lífsgatt fólk og gestirnir yrðu af sama sauðahúsi. En það lá við að hún kæmist aldrei á leiðarenda. Hún lagði af stað í bU með nokkrum kunningjum sinum um kvöldmatar- leytið. Þau voru snemma á ferðinni vegna umferðarinnar. En áður en þau komust út úr borginni varð einstakt veðurfræði- legt fyrirbæri tU þess að ferðin út fyrir borgina, sem tekur að- eins klukkustund ef allt er með felldu, tók þau 6 klukkustund- ir. Göturnar urðu að skautasvelli Það hafði verið ausandi rigning allan síðari hluta dagsins og enn rigndi mikið þegar þau lögðu af stað. Göturnar voru eins og beljandi fljót. Allt í einu, þegar þau voru stödd skammt frá Sigurboganum, stytti upp en um leið fór hitastigið skyndilega niður fyrir frostmark. Göturnar, sem áður voru eins og fljót, urðu nú skyndilega að skautasvelli. Parísarbúar muna vel eftir þessu kvöldi þegar París varð að skautasvelli. Þetta var eins og í skrípamynd. Umferðin stöðv- aðist. Ég man að það var slökkviliðsbíll við hliðina á okkur, fastur líka. Við fógnuðum nýja árinu í bílnum og drukkum kampavínið sem við höfðum tekið með okkur. Við buðum slökkviliðsmönnúnum upp á kampavín og skáluðum við þá. Klukkan var orðin þrjú um nóttina þegar við loksins komumst í veisluna. Ég þekkti engan þar. Allt í einu kom húsbóndinn til mín, tók í höndina á mér, leiddi mig í gegnum þrjár eða fjórar stofur og að manni sem sat þar úti í horni. Það var Antoine. (Ath.! Millifyrirsagnir eru blaðsins.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.