Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Side 31
!>V LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 innlent fréttaljós - Hvers vegna er sá klofningur, sem nú blasir við, kominn upp innan Alþýðusambandsins? „Það má eflaust segja að vinnu- brögð síðustu ára séu höfuðorsökin. Það má fara allt aftur til ársins 1990 að svo kallaður þjóðarsáttarsamn- ingur var gerður. Síðan hefur ófag- lærðu verkafólki verið haldið niðri í launum. Við höfum verið í ein- hverri fátæktarstefnu síðan. Menn hafa verið að gera núllsamninga eða þá með mjög litlum kjarabótum. Ágreiningurinn innan sambandsins kristallast í afstöðu fulltrúa verka- lýðshreyfmgarinnar í launanefnd- inni. Þar kemur fram áherslumun- urinn hjá Verkamannasambandinu annars vegar og hinum félögunum og samböndunum innan ASÍ hins vegar.“ - Af hverju taka menn þá ekki á þessu og beita verkalýðshreyfing- unni til að leiðrétta þetta? „Það er staðreynd að verkalýðs- hreyfingin er máttlaus. Það verður bara að segjast eins og er. Ég hef stundum sagt að miðstjórn Alþýðu- sambandsins sé eins og einhvers konar lávarðadeild. Þar situr þreytt forysta á fundum og tekur fyrir ályktanir sem samdar hafa verið af starfsmönnum. Einu breytingamar sem miðstjórnin gerir á þessum plöggum er að setja inn orð í setn- ingu eins og „við mótmælum ..." þá kemur „við mótmælum harðlega ..." og „við leggjum mikla áherslu á“ i staðinn fyrir „við leggjum áherslu á“. Síðan sendir þessi þreytti kór þetta frá sér. Og hvað gerist í þjóð- félaginu? Það gerist ekki neitt enda er mér til efs að til að mynda alþing- ismenn lesi orðið þessi bréf frá ASÍ. Ef menn vilja þá getur verkalýðs- hreyfingin, það er að segja Alþýðu- sambandið, verið slíkt afl í þjóðfé- laginu að það ræður því sem það vill ráða. Þess í stað lætur það alltaf ganga yfir sig á skítugum skónum eins og gert er um þessar mundir og hefur verið í allt haust. Menn rísa „Eg hef stundum sagt að miðstjórn Alþýðusambandsins sé eins og einhvers konar lávarðadeild," segir Kristján Gunnarsson. DV-mynd GVA Það á að beita hreyfingunni til öfl- ugra mótmæla og öflugra aðgerða ef mótmælin duga ekki. Þannig væri hægt að ná fram réttlætis- og um- bótamálum. - Er hægt lengur að fá fólk í vinnustöðvun til að ná fram kjarabótum? „Það er hægt. Hverjir voru það sem fengu bestu kjarasamningana í vetur og vor? Það voru kennarar, langferðabifreiðastjórar og flug- freyjur. Þessir hópar beittu verkföll- um. Hins vegar viðurkenna allir að það er algert neyðarbrauð að beita verkfallsvopninu. Ég vil ekki beita því fyrr en í ýtrustu neyð. Hins veg- ar hefur það hvarflað að manni að undanfornu að kannski sé verkfall það eina sem viðsemjendur okkar skilja". - Heldurðu að hægt sé að ná upp stemningu hér á landi eins og verið hefur í Frakklandi að und- anförnu? „Við búum að vísu við allt aðra vinnulöggjöf. Það er ekki einu sinni verkfallsboðunarfrestur i Frakk- landi. Þeir geta boðað til verkfalls án þess að samningar séu lausir. Ég á aftur á móti von á því að nú sé svo komið hér á landi að hægt sé að magna upp mikla verkfallsstemn- ingu hjá fólki. Reiðin er orðin svo mikil vegna þess óréttlætis sem við- gengst í kjaramálunum." - Ef við snúum okkur að hinum stóru málum líðandi stundar. Hvað ætli þið að gera hjá þeim fimm verkalýðsfélögum sem sagt hafa upp kjarasamningum ef þiö tapiö málunum fyrir Félagsdómi? „Fari svo verður staðan afar erfið fyrir félögin sem slík. Það er alveg ljóst í mínum huga að það verður ekki farið fram með ólöglegar að- gerðir. Menn mega hins vegar ekki gleyma því að þessi fimm verkalýðs- félög og verkalýöshreyfingin í heild eiga í pússi sínu ýmislegt sem hægt er að beita á löglegan hátt með ákaf- Verkalýðshreyfingin er bara risi á brauðfótum: Eg hef því miður verið ein söng- rödd í þessum aumingjakór - segir Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur að vísu upp, verða ofboðslega reiðir, halda jafnvel útifundi og rétta hnef- ann upp í loft og krefjast réttlætis. Síðan gerist ekkert meira. Þar lýkur málinu i stað þess að beita þessari fjöldahreyfingu og fylgja eftir þeim málum sem menn hafa verið að hóta aðgerðum vegna. Málum lýkur aldrei við það að vera mjög reiður og halda útifundi." - Ertu með þessu að segja að verkalýðshreyfingin sé orðin risi á brauðfótum? „í einni af síðustu ræðunum sem Karl Steinar Guðnason hélt hjá Verkamannasambandinu sagði hann svo vera. Þá reiddust honum margir. En því miður var mikill sannleikur í þeirri ræðu. Það hefur ekkert breyst síðan og ég get alveg tekið undir það að verkalýðshreyf- ingin er risi á brauðfótum." - Er þessi klofningur varanlegur eða heldurðu að hægt sé að ná sáttum? „Ég vona það svo sannarlega að ekki sé um varanlegan klofning að ræða. Ég held að sú sprunga sem verið hefur innan Alþýðusambands- ins og opnaðist svo mikið sem raun ber vitni í haust gangi saman aftur á Alþýðusambandsþinginu næsta vor. Ég vona líka að það náist sam- staða um nýja forystu fyrir sam- bandið, forystu sem þorir.“ - Er forystukreppa í Alþýðusam- bandinu? „Já, það er engin spurning. Ég held að það sé óumdeilt að það var forystukreppa á síðasta Alþýðusam- bandsþingi. Menn gátu ekki sætt sig við við Pétur Sigurðsson sem for- seta af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. Og menn völdu þessa for- ystu sem nú situr og hefur ekki tek- ist að klára sig af þessum málum sem uppi eru. Ég er svo sem einn af þessum forystumönnum og hef því miður verið ein söngrö.dd í þessum aumingjakór. Ég er reyndar yngstur þar, fertugur maðurinn. Þar er ég eins og barn þótt ég sá alls staðar annars staðar kallaður karlinn. Það blasir við sú nauðsyn að yngja upp forystu Alþýðusambandsins og gera það að öflugu tæki sem lætur ekki vaða yfir sig endalaust. Ég er tilbú- inn aö standa upp fyrir yngri manni ef það styrkir forystuna." - Af hverju er þessi forystu- kreppa hjá Alþýðusambandinu? „Mér er alltaf minnisstætt það sem verkamaður úr Dagsbrún sagði einu sinni við mig. „Það er orðið al- varlegt mál fyrir verkalýðshreyfing- una þegar sjóðir félaga og sam- banda skipta orðið meira máli en peningar félagsmannanna," sagði þessi maður. Og þá spyr maður á hvaða leið eru stjórnendurnir þegar svona er komið. Mér finnst menn Yfirheyrsla Sigurdór Sigurdórsson orðnir meira uppteknir af því að hugsa um peninga hreyfingarinnar, bæði félagssjóði og iifeyrissjóðina, en þá peninga félagsmannanna sem þeir eiga að draga fram lífið á. Það var mikill sannleikur í þessum orð- um Dagsbrúnarmannsins." - Áttu von á því að Verkamanna- sambandið mimi reyna að fá for- seta úr sínum röðum í vor? „Já, ég á von á því og er raunar alveg fullviss um að það verður reynt..." __________________ - Gefur þú kost á þér til forseta- embættisins? „Nei, það kemur ekki td greina. Ekki undir neinum kringumstæð- um. Ég er hins vegar með ákveðna menn i huga sem ég sé fyrir mér að myndu sóma sér vel í forsetaemb- ættinu og ég trúi að gætu valdið hlutverkinu vel. Annar þeirra hefur þegar verið orðaður opinberlega við embættið, Kári Arnór Kárason, en ég ætla ekki að nefna hinn manninn strax.“ - Þú talar um aumingjakór í Al- þýðusambandinu, hvers vegna? Tökum bara eitt dæmi, landbún- aðarstefnuna og búvörusamning- inn. Alþýðusambandið þegir þunnu hljóði og lætur níðast á launþegum með milljarða króna austri í land- búnaðinn án þess að það heyrist hósti eða stuna í verkalýðsforyst- unni. Hvenær er okurverði á mat- vælum mótmælt? Það er ekki á færi annarra en sæmilega efnaðra fjöl- skyldna að kaupa kjúklingakjöt. Alls staðar annars staðar í veröld- inni eru kjúklingar fátækramanna matur. Ég nefni þetta bara sem dæmi. Ef það væri broddur í hreyf- ingunni myndi hún stöðva þetta. Hún myndi ná fram eðlilegri verð- lagningu á matvæli með því einfald- lega að skora á sitt fólk að kaupa ekki þennan dýra mat fyrr en verð- ið hefði verið lækkað. Ætli það myndi ekki muna um það ef 65 þús- und manna hreyfing gerði slíkt? lega miklum árangri ef félagarnir vilja það. Á þessari stundu ætla ég ekki að segja meira um þetta. Það kemur allt saman í ljós. Ég er mjög ánægður með hvað þessi fimm verkalýðsfélög standa fast saman í þessu máli.“ - Það virðist ljóst að Vinnuveit- endasambandið opnaði sáttaleið í deilunni við ykkur- með því að láta greiða félögum í verkalýðsfé- lögunum fimm desemberuppbót þrátt fyrir að samningum hefði verið sagt upp. Telur þú að þetta opni sáttaleið? „Þetta er smyrsl á ákveðin sár hjá þeim hópum sem ekki áttu að fá desemberuppbótina. Hins vegar veit ég fyrir víst að fjölmargir atvinnu- rekendur ætluðu að greiða þessa uppbót án þess að ræða það nokkuð við VSÍ. Mér er kunnugt um þetta vegna þess að nokkrir þeirra hafa rætt við mig. En þetta er ákveðin opnun, það er rétt. Hvort samningar takast á næstunni ætla ég engu að spá um. Ef þeir takast ekki eru mjög harðvítug átök framundan. En þar verður um löglegar aðgerðir aö ræða. Vinnuveitendur vita senni- lega hvað þar er um að ræða og ég veit að þeir hafa þungar áhyggjur af þeim.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.