Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Síða 36
LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 DV Alþjóðlegt mót i Hafnarfirði -og einvígið um íslandsmeistaratitilinn Alþjóölegt skákmót, sem kennt er við Guðmund Arason, hófst í íþrótta- húsinu við Strandgötu í Hafnarfirði á fimmtudag. Mótið er sérstaklega ætlað ungum íslenskum skákmeist- urum til þess þeir geti aflað sér al- þjóðlegrar reynslu og eigi möguleika á aö krækja sér í nafnbót alþjóðlegs meistara. Guðmundur Arason, sem er fyrr- verandi forseti Skáksambands ís- lands og velgjörðarmaður skák- manna um árabil, hafði ólympíu- meistarana okkar ungu einkum í huga þegar hann tók af skarið með mótshaldið. Hann hafði orð á því að hreinlega væri ekki annaö hægt en að gera eitthvað fyrir þessa ungu snillinga okkar. Margeir Pétursson, stórmeistari, hefur verið Guðmundi innan handar við skipulagningu mótsins ásamt Skákfélagi Hafnarfjarðar. Boðiö var tíu erlendum keppendum frá sex löndum, þar af sex alþjóðlegum meisturum. Tveir keppenda koma frá Færeyjum, sem er einkar ánægjulegt. Annar þeirra, Eyðun Nolsöe er þekktur tónlistarmaður í heimalandinu og lagði sitt af mörk- um í stórkostlegri söfnun landa sinna til styrkar Flateyringum. ís- lenska heimavarnarhðið er skipað sextán skákmönnum og í þeim hópi eru þrír alþjóðlegir meistarar - Þröstur Þórhallsson, Björgvin Jóns- son og Sævar Bjarnason. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, lék fyrsta leikinn á fimmtudag fyrir Jón Viktor Gunnarsson, einn ólymp- íumeistaranna, gegn Magnúsi Erni Úlfarssyni. Jafnframt lék hann fyrsta leikinn í einvígi Jóhanns Hjartarsonar og Hannesar Hlífars Stefánssonar um íslandsmeistaratit- Uinn, sem fram fer samhhða mótinu. í fyrstu umferð áttu íslendingarnir erfitt uppdráttar gegn þrautþjálfuð- um erlendum meisturunum. Úrslit uröu þessi: Albert Blees (Hollandi) - Krisfján Eðvarðsson 1-0 Sigurbjörn Björnsson - Andrew Martin (Englandi) 0-1 Björn Þorfinnsson - Ivar Bern (Nor- egi) 0-1 Eirik GuUaksen (Noregi) - Ágúst S. Karlsson 1-0 Einar Hjalti Jensson - Sævar Bjarna- son 0-1 John Arni Nilssen (Færeyjum) - Torfi Leósson 1-0 Jón Viktor Gunnarsson - Magnús Örn Úlfarsson 0-1 James Burden (Bandaríkjunum) - Arnar E. Gunnarsson 0-1 Skákum Nikolaj Borge (Dan- mörku) við Jón G. Viðarsson, Guð- mundar Halldórssonar viðÞröst Þór- hallsson, Liafbern Riemersma (Holl- andi) við Braga Þorfinnsson, Ólafs B. Þórssonar við Tobias Christensen (Danmörku) og Björgvins Jónssonar Umsjón Jón L. Árnason við Eyðun Nolsöe var ekki lokið er þetta er ritað. Aðstæður til taflmennsku eru góð- ar í íþróttahúsinu við Strandgötu, sem skákmenn eru farnir að þekkja sökum merka skákviðburða, semþar hafa farið fram. Gott var að hverfa í salinn á fimmtudag, úr ærslunum á neðri hæðinni, þar sem fram fór fjör- ugur knattleikur. Skákmenn létu hvatningaróp áhorfenda ekki trufla einbeitinguna og sumir stóðust ekki freistinguna og laumuðust fram á gang til að fylgjast með leiknum. „Haukar mátuðu þá,“ sagði einn keppandinn sigri hrósandi og vann sjálfur sína skák. Teflt er alla daga frá kl. 17. Tíma- mörk eru við 4 stunda taflmennsku (eftir 40 leiki), 2 stundir til viöbótar (60 leiki) og síðan hefur hvor kepp- andi 30 mínútur til að ljúka skák- inni. Tefldar verða 9 umferðir á jafn- mörgum dögum. Lokaumferðin verður tefld 22. desember og hefst kl. 14. Skákstjóri er Gunnar Björns- son. Einvígi Jóhanns og Hannesar Fyrstu einvígisskák Jóhanns Hjartarsonar og Hannesar Hlífars Stefánssonar um íslandsmeistaratit- Uinn lauk meö sigri Hannesar eftir 44 leiki. Hannes tefldi fyrirmyndar- skák með hvítu mönnunum gegn franskri vörn Jóhanns. Hann var fljótur að færa sér í nyt ónákvæmni Jóhanns og náði yfirráðum á svörtu reitunum á miðborðinu. í óvirkri stöðu kaus Jóhann að gefa peð en náði ekki aö klóra sig út úr erfiðleik- unum. Hannes lauk svo skákinni með laglegri fléttu. Önnur skákin var tefld í gærkvöldi en stórmeistararnir eiga frí í dag, laugardag. Tefla síðan á sunnudag og mánudag frá kl. 17. Fyrsta einvígisskákin. Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson Svart: Jóhann Hjartarson Frönsk vörn. L e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. Bg5 Be7 5. e5 Rfd7 6. Bxe7 Dxe7 7. f4 a6 8. Rf3 a6 9. Dd2 Rc6 10. dxc5 Rxc5 11. Bd3 0-0 12. 0-0 f5 13. exf6 fr.hl. DxfB 14. g3 Bd7 15. Hael Be8 16. Re5 Hc8 17. Hf2 Rxe5 18. Hxe5 Hc6 19. Bfl Rd7 20. Hel Rb6 21. Rdl Bg6?! Að skákinni lokinni taldi Jóhann að 21. - Rc4 hefði verið betra. 22. Db4! Þennan leik sást Jóhanni yfir. Hvít- ur hefur nú tögl og hagldir. 22. - Be4 23. Re3 Rc8 24. c4 Df7 25. Rg4 Dc7 26. Re5 Hd6 27. c5 Hdd8 28. Bd3! Bxd3 29. Rxd3 Svartur situr uppi með veikleika í stöðu sinni og tangarhald hvíts á svörtu reitunum er algjört. Þetta er í raun og veru dæmigerð staða eftir franska vörn, þar sem eitthvað hefur farið úrskeiðis. 30. Hfe2 He8 31. Re5 Hff8 32. Rf3 b6 Kýs að gefa peð ef verða skyldi til þess að losa um þrönga stöðuna. 33. cxb6 Rxb6 34. Hxe6 Hxe6 35. Hxe6 Hb8 36. Dd4 h6 37. b3 a5 38. a4 Dcl+ 39. Hel Dc7 40. Rh4 Dd7 41. f5 Rc8 42. Rg6 Rd6 43. He7! Rxf5 44. De5 - Og Jóhann gafst upp. Áfram gæti teflst 44. - Rxe7 45. Dxb8+ Rc8 46. Dxc8 +! Dxc8 47. Re7 + og vinnur létt. Jó! í görðunum Á jólum kemur fjöldi fólks í Fossvogskirkjugarð, Gufuneskirkjugarð og Suðurgötugarð til þess að huga að leiðum ástvina sinna. Við munum leitast við að leiðbeina ykkur eftir bestu getu. Þjónustusímar 551 81 66 og 587 33 25 Aðalstkrifstofan í Fossvogi, sími 551 81 66, og skrifstofan í Gufunesi, sími 587 33 25, eru opnar alla virka daga frá 8.30 -16. Skrifstofurnar eru opnar á Þorláksmessu og aðfangadag frá kl. 9 til 15. Þar veitum við upplýsingar um þjónustu, veitum leiðbeiningar um aðhlynningu leiða og afhendum ratkort ef þörf krefur. Leiðbeiningar á Þorláksmessu og aðfangadag Á Þorláksmessu og aðfangadag verðum við á vettvangi í görðunum, tökum á móti og leiðbeinum ykkur um kirkjugarðana frá kl. 9 til 15. § n ci n? I i ^5 io(S nri Það hefur færst í vöxt á síðustu árum að lýsa upp leiði í jólamánuðinum. Við bendum á að Hjálparstofnun kirkjunnar selur friðarljós við kirkjugarðana á Þorláksmessu og aðfangadag. Ljósluktir og Ijóskrossar með rafhlöðu fást í blóma- og raftækjaverslunum. Þá bjóða Pólar hf. raflýsingu í Fossvogskirkjugarði og Rafþjónusta-Ljós hf. í Gufunesgarði. Starfsfólk Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma 4 % £ £ Jóiaþjörtusta starfsfólks

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.