Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Síða 37
1>V LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 37 Ragnar Bjarnason - Heyr mitt Ijúfasta lag **** Loksins, loksins... ... og enn einu sinni: loksins er kominn út safndiskur meö lögum Ragnars Bjarnasonar, eins okkar ástsælasta dægurlagasöngvara í marga áratugi. í ein þrjátíu ár var hann nánast fastagestur í óskalaga- þáttum Útvarpsins og gilti einu hvort óskalögin voru valin af sjó- mönnum, sjúklingum eða ungling- um. Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig varð til dæmis með slíkum fá- dæmum vinsælt að sannfærður er ég um að margir hafa talið að Emile Ford and the Checkmates hafi heyrt lagið hjá Ragga og látið semja við það enskan texta. Hinar forgengilegu 78 snúninga hljómplötur, sem tíðkuðust langt fram á sjötta áratuginn, eru nú flest- ar glataðar eflegar svo út spilaðar að þær eru vart settar lengur á þá fáu plötuspilara sem eru útbúnir til að spila þær. Þar með hljómar ekki lengur margt af því sem Ragnar söng inn á plötur í upphafi ferils síns. Sem betur fer gefur afritunar- tækni ýmsa möguleika til að bjarga ýmsu sem ella væri endanlega glat- að Hljómplötur Ásgeir Tómasson Væntanlega kom ekkert þeirra tuttugu laga sem er að finna á Heyr mitt ljúfasta lag út á 78 snúninga plötum heldur 45 og 33 snúninga. En þær slitna einnig og þar af leiðandi voru mörg, ef ekki öll lög plötunnar löngu orðin ófáanleg. Það er því ómetanlegt starf sem Sporsmenn undir forystu Jónatans Garðarsson- ar hafa unniö með þessari útgáfu. í lok æviágrips Ragnars Bjarna- sonar sem fylgir plötunni er gefið fyrirheit um að geisladiskarnir með endurútgáfum á söng listamannsins eigi eftir að verða fleiri á næstu árum. Því ber að fagna því aö enn er eitt og annað ókomið í leitirnar sem enn örlar á í undirvitundinni og hljómar eins og það komi úr gömlu lampaviðtæki á langbylgju. Það er því til ýmislegs að hlakka úr þessari áttinni í framtíðinni. POSTUR OG SIMI Söludeild Ármúla 27, sími 550 7800 • Þjónustumiðstðð f Kirkjustræti, sími 550 6670 Söludeild Kringlunni, sími 550 6690 • Póst- og símstöðvum um land allt fannet seinna í góðj^^Aæti í öörurn bæjarhluta. g Það korau skilaboð - 842 - ég kannaði málið kvöldið fór öðruvísi en ég ætlaði Vertu tengdur með 842. Viltu verða numirm á brott eða viltu bara fylgjastTeö^aíiTé^ll'tof'Titt1^, \ Luxor ný lína 7045 Black Matrix glampalaus skjár, Nicam stereo, hraðvirkt textavarp, 400 lína upplausn. Hágæðasjónvarp með miklum myndgæðum. Kr. 1 09.900 stgr. /'jp* \ Euro raðgreiðslur til allt að 36 mán. iTSSTi visa raðgreiðslur til allt aö 24 mán.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.