Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Síða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Síða 52
56 erlent fréttaljós LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 Skýrsla Barnahjálpar SÞ dregur upp dökka mynd af lífsskilyrðum barna í heiminum: Tólf milliónir bama deyja í ár Ungur drengur sem flúði bardaga í bænum Jilib í Sómalíu fyrir skömmu gæt- ir vannærðra yngri systkyna sinna í búðum Barnahjálpar Sameinuðu þjóð- anna. Spáð er aukinni vannæringu og hungri í Sómalíu á næstu mánuðum. Símamynd Reuter í fyrra dóu 24 börn undir fimm ára aldri á mínútu hverri í heimin- um. Á hverjum klukkutíma dóu 1.438 börn og á hverjum sólarhring 34.520 börn. Allt áriö dóu 12,6 millj- ónir barna undir fimm ára aldri. Svipað er uppi á teningnum í ár. Flestum þessara barna hefði verið hægt að bjarga fyrir litla peninga. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um börn í heim- inum, sem lögð var fram nýlega. Þrátt fyrir að ýmsir ljósir punktar séu í skýrslu þessari, er hún í heild sinni heldur dapurleg lesning. Þótt UNICEF hafi kosið að beina sjónum sínum að börnum í stríði, ásamt eigin hlutverki í fimmtíu ár, leiðir lestur skýrslunnar í ljós að það er skortur á mat og bóluefnum gegn hættulausum barnasjúkdóm- um sem verða flestum börnum að bana. Ekki byssukúlur og - jarð- sprengjur. Undanfarin tíu ár hafa styrjald- arátök kostað tvær milljónir barna lífið en í fátækum löndum heimsins krefst hið þögla stríð, sem þar er háð á hverjum degi, jafn margra lífa á aðeins nokkrum mánuðum. í suðurhluta Afríku dóu í fyrra 4,3 milljónir barna undir fimm ára aldri. I Asíu, þar sem fólksfjöldinn er gífurlegur, dóu 6,7 milljónir barna á sama aldri. í Rómönsku Ameríku voru þau rúmlega hálf milljón og í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku dóu um 730 þúsund börn undir fimm ára aldri. Hefði verið hægt að bjarga flestum börnunum Lifi langflestra þessara barna hefði verið hægt að bjarga ef þau hefðu verið bólusett gegn algengum barnasjúkdómum, ef stjórnvöld í löndunum þar sem þau búa hefðu veitt þegnunum heilsugæsluþjón- ustu, ef rikar þjóðir heimsins hefðu sett líf barna skörinni ofar á for- gangslistann en sprengjuflugvélar. UNICEF bendir á í skýrslu sinni hvernig hægt hefði verið að tryggja drykkjarvatn og hreinlætisaðstöðu fyrir 48 milljónir manna fyrir and- virði eins kjarnorkuknúins kafbáfs, eða hvernig þær 135 milljónir barna sem ekki njóta neinnar skólagöngu, hefðu getað fengið fjögurra ára nám fyrir andvirði ellefu sprengjuflug- véla. UNICEF sýnir ennfremur fram á það hvernig hægt væri að tryggja 1,6 milljarð manna gegn heilaskaða af völdum járnskorts í fæðu fyrir verðið á 23 F16 orrustuvélum. Allt þokast þetta nú samt í rétta átt Enda þótt tölurnar í skýrslu UNICEF séu ógnvekjandi, sýna þær þó fram á að ástandið þokast í rétta átt. Fæðingum fækkaði úr 144 millj- ónum í 138 milljónir og á sama tíma fækkaði dauðsföllum barna undir fimm ára um heil sjö hundruð þús- und. Hér má þakka bólusetningar- herferðum það sem hefur áunnist, ásamt þeirri staðreynd að börn í þróunarlöndunum fá aðeins meiri mat á diskinn sinn nú en áður, að því er tölur UNICEF sýna fram á. Árið 1993 þjáðust 208 milljónir smábarna í þróunarlöndunum af vannæringu að meira eða minna leyti en í fyrra hafði þeim fækkað í 192 milljónir. Hlutfall vannærðra barna féll því úr -37 prósentum í 35 prósent. Árið 1960 lést fimmta hvert barn í þróunarlöndunum áður en þau náðu fimm ára aldri en nú um stundir deyja um tíu prósent þeirra svo ung. Það er í Afríkulöndum á borð við Níger, Angóla, Sierra Leone og Mó- sambík sem börn eiga hvað minnsta möguleika á að vaxa úr grasi og ná fullorðinsaldri. Afganistan fylgir þar fast á eftir. Tuttugu og sjö af þrjátíu löndum þar sem barnadauði er mestur í heiminum í dag, eru í Afríku, þar sem fólk deyr líka ungt. En þótt meðallífslíkm- fólks í þróunarlönd- unum hafi aukist úr 47 árum í 62 ár á undanförnum aldarfjórðungi, eru lífslíkurnar í landi eins og Sierra Leone enn bara 39 ár. í mörgum Afríkulöndum hafa líf- slíkurnar farið hraðlækkandi að undanförnu vegna alnæmisfarald- ursins sem þar geisar. Samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum eru 8,6 milljónir manna á meginlandi Afríku HlV-smitaðar eða með al- næmi. Ástandið er sérlega slæmt í Úganda þar sem talið er að allt að þrjátíu prósent þjóðarinnar séu HIV- smituð. Sex af hverjum tíu börnum vitni að drápi Styrjaldarátök hafa á undanfórn- um áratug kostað tvær milljónir barna lífið, milli fjórar og fimm milljónir hafa hlotið örkuml, tólf milljónir hafa orðið heimilislausar, rúmlega ein milljón barna hefur misst foreldra sína og að minnsta kosti tíu milljónir hafa hlotið sál- rænan skaða sem þau verða að glíma við það sem eftir er ævinnar. Rannsóknir í Angóla, þar sem borgarastríð geisaði í þrjátíu ár áður en friðarsamningur var undir- ritaður árið 1994, sýna að 66 prósent barna þar hafa orðið vitni að drápi, 91 prósent barnanna hafa séð fólk sem búið var að drepa og 67 prósent hafa séð fólk pyntað, barið eða sært í stríðsátökum. í Sarajevo, höfuðborg Bosníu, hafa 55 prósent barnanna orðið fyr- ir því að leyniskyttur skutu á þau og 66 prósent segjast hafa orðið fyr- ir lífsreynslu þar sem þau töldu að nú væru dagar þeirra taldir. Hermennirnir eru ennþá á barnsaldri Það sem veldur hvað mestum áhyggjum í sambandi við sum stríð- anna í heiminum er notkun barn- ungra hermanna. UNICEF hefur vit- neskju um að slíkt hafi gerst í tutt- ugu og fimm löndum á undanforn- um árum. Árið 1988 var áætlað að fjöldi barnungra hermanna í heim- inum væri 200 þúsund og fáir trúa því að þeim hafi fækkað síðan þá. í Afríkuríkinu Líberíu var fjóröi hver hermaður undir sextán ára aldri í upphafi þessa áratugar. Upp- reisnarhreyfingin NPFL hafði einnig sveit sem samanstóð af börn- um allt niður i sex ára aldur. Renamo uppreisnarhreyfingin í Mósambík hafði tíu þúsund barn- unga hermenn í röðum sínum þegar mest var, einnig allt niður í sex ára börn. Nýjar rannsóknir í Angóla sýna að 36 prósent barna landsins hafa fylgt eða hjálpað hermönnum og sjö prósent barnanna hafa skotið úr byssu á aðra manneskju. NTB UNICEF stendur í stríði Dauðsföllum af völdum sjúkdóma og fátæktar hefur fækkað í 50 ára sögu UNICEF en stríðsdauðum fjölgar stöð- ugt. Á undanförnum áratug hafa tvær milljónir barna látið lífið af völdum stríðsátaka Allar tölur tákna dauösföll miðaö Skýr- i_ 1994 við 1000 lifandi fæðingar ing: 1960 Dánartíðni yngri en fimm ára (heimurinn) 0 50 100 150 200 250 300 Afrika sunnan Sahara Miö-Austur- lönd og Norður-Afrika Suður-Asía Auslur-Asía og L- Kvrrahafslönd I Rómanska Ameríka og KaríhahafiíS rxdllUdl IdilU Lönd á breyt- ingaskeiði L_ Iðnvædd lönd L Þróunar- lönd Vanþróuðustu löndin Löndin meö hæstu tíönina (1994) 200 300 400 500 Níger I Angóla .1...: Sierra Leone Mósambík ■ : Afganistan — Gínea- Bissá —— Gínea Malaví Líberia - Malí F Heimild: UNICEF REUTER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.