Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Side 58

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1995, Side 58
62 sviðsljós LAUGARDAGUR 16. DESEMBER 1995 DV Geena Dauis lét eiginmanninn heldur betur leika á sig þegar þau stóðu saman að gerð kvikmynd- arinnar Cutthroat Island þar sem Geena leikur sjnræningjaíoringja. Eiginmaðurinn, íinnski leik- stjórinn Renny Harlin, sagði henni að Sylvester Stallone hefði leikifl öll áhættuatriðin í Cliffhan- ger sjálfur, eins og sannar hasarmyndahetjur gerðu alltaf. Annað kom á daginn. „Sly gerði ekkert þessu líkt. Ekkert svona hátt upgi eða svona hættulegt," sagði Geena og hafði hað eftir einum starfsmanni við tökurnar á Cliff- hanger. Renny hafði nefnilega logið hana fulla um að Sly hefði sjálfur hangið utan í kílómetraháum þver- hníptum hömrum og svo framvegis. Geena gerði því alls konar hundakúnstir við upptökur sjóræn- ingjamyndarinnar. „Við þurftum að hanga fram af kletti. Ég varð að halrfa í Renny. Ég er virkilega lofthrædd. Ég skal gera það en ég er skíthrædd," segir Geena. Já, það er mál manna í Hollywood að Harlin ætli sér að gera hasarhetju úr eiginkonunni, hetju á borð við fyrrnefndan Sylvester og hinn eina og sanna Bruce Willis. Henny hefur stjórnað báðum þessum heiðursmönnum í myndum sínum, Bruce í mynd númer tvö af Bie Hard. „Mig hefur alltaf langað til að leika í hasar- mynd," segir Geena. „Það er reyndar þannig sem við Henny hittumst. Umboðsmenn okkar komu á viðskiptafundi milli okkar en við fengum fljótt aflrar flugur í höfuðiö." Ástin tók völdin, og hananú. Sandra fær epli og Denzel Washington. Sandra Bullock. Sandra Bullock og Denzel Was- hington eiga sjálfsagt ýmislegt sam- eiginlegt (þau eru bæði frægir og virtir kvikmyndaleikarar, Amerík- anar, o.s.frv.), en eitt sameinar þau þó öðru fremur þessa dagana, nefni- Íega gulleplið sem þau fengu í Hollywood um daginn. Gulleplið er verðlaun sem blaða- kvennaklúbburinn í Hollywood veitir ár hvert og þóttu þessir leik- arar vera fremstir meðal jafningja, hvort í sinum flokki. Spænska kyntröllið Antonio Banderas og Courtney Cox voru val- in efnilegastu nýliðamir og fengu því líka sætt epli. Súra epli ársins kom þó í hlut handritshöfundarins Joes Eszter- has, en verðlaunin þau fara til þeirrar manneskju í Hollywood sem trúir mest á allt auglýsingaskrumið í kringum sjálfa sig. Það hefur nefnilega verið reynt að telja sak- lausum almenningi trú um að þessi bögubósi sé með bestu handritshöf- undunum í glysborginni, þegar hið gagnstæða er nær lagi. Jói tók sjálf- ur við verðlaununum. Denzel líka A Ölyginn sagði... ... að Cindy Crawford hefði sparkað Val Kilmer og tekið saman við Robert De Niro. Cindy mun hafa bætt á sig nokkrum kílóum að undanförnu sem þarf ekki að þykja undar- legt þar sem De Niro er mathák- ur hinn mesti. ... að forsvarsmenn verslunar- keðjunnar Neiman Marcus hefðu neitað O.J. Simpson um að hafa verslun sína opna leng- ur fyrir hann eitt kvöld fyrir nokkru svo hann gætið keypt jólagjafirnar í friði. Neiman Marcus hafði gert Roseanne og Steven Spieiberg sams konar greiða og Simpson hafði farið fram á. ... að Drew Barrymore hefði set- ið hin rólegasta þegar kakka- lakki datt í hárið á henni þar sem hún sat á ítölsku veitinga- húsi nýlega. Á meðan öskruðu nærstaddir gestir en Drew tók kakkalakkann úr hárinu á sér og lét yfirþjóninn hafa hann. Yfirþjónninn heimtaði að bjóða henni fría máltíð en Drew neit- aði og borgaði fullt gjald og þjórfé. ... að Kevin Costner, sem leikur atvinnugolfara f nýrri mynd sinni, væri lélegur í golfi. í einu atriði myndarinnar var hann lát- inn slá kúlu af teig og ekki vildi betur til en að kúlan lenti í höfð- inu á einum aukaleikaranna með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.