Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996
Fréttir
Mikil þorskgengd á öllum miðum:
Allt bendir til þess að
auka megi kvótann
- mun ræöa málið við sjávarútvegsráðherra, segir Einar K. Guðfinnsson alþingismaður
„Miðað við þær upplýsingar sem
ég hef haft frá skipstjórum síðustu
vikurnar og mánuðina trúi ég ekki
öðru en sá rannsóknarleiðangur
sem nú stendur yfir á Bjarna Sæ-
mundssyni muni gefa tilefni til þess
að auka aflaheimildirnar í þorski á
þessu fiskveiðiári. Skipstjórar hafa
sagt að það væri mjög mikil og vax-
andi þorskgengd hér á slóðinni. Og
Stuttar fréttir
Samúð til Frakka
Vigdís Finnbogadóttir forseti
og Davíð Oddsson forsætisráð-
herra komu á framfæri í gær
samúðarskeytum til frönsku
þjóðarinnar vegna fráfalls
Francois Mitterrands, fyrrum
forseta Frakklands.
Ráðherra sýknaður
Þorsteinn Pálsson dómsmála-
ráðherra var í gær í héraðsdómi
sýknaður af kröfum um bætur
til handa fyrrum yfírlögreglu-
þjóni á Siglufirði fyrir að hafa
vikið honum úr starfi haustið
1993.
Kjaraviðræðuslit
í gær slitnaði upp úr kjaravið-
ræðum milli röntgentækna á
Landspítala og ráðamanna
hans.
Útsala eyðilögð
Auglýsingaherferð Flugleiða í
Bandaríkjunum varð að engu
um helgina vegna óveðursins en
samkvæmt Mbl. hafði félagið
auglýst tvö sæti á sama verði og
eitt frá Bandaríkjunum til Evr-
ópu.
Sjónvarpsefni útdeilt
Viðræður hafa farið fram
milli Sjónvarpsins og Stöðvar 2
um að síðarnefnda stöðin fái að
sýna beint frá ólympíuleikunum
í Atlanta í sumar. Samkvæmt
Mbl. yröi það gegn hlutdeild í
kostnaði en Sjónvarpið hefur
sjónvarpsréttinn frá leikunum.
Fundað með Atlantsál
Fulltrúar íslenskra stjórn-
valda munu í dag funda meö for-
ráðamönnum Atlantsálhópsins
svokallaða um álver á Keilis-
nesi. Samkvæmt frétt Tímans er
fundarstáðurinn leyndarmál en
liklegur fundarstaður er
London.
Ekki staðið víð loforð
Forráðamenn Ólafsfjarð-
arbæjar saka fyrri eigendur
Glits hf. um að hafa ekki staðið
við loforð um viðskiptasambönd
en bærinn keypti fyrirtækið
norður í fyrra. Samkvæmt frétt
Tímans voru viðskiptasambönd-
in metin á 1,5 milljónir króna.
Banki þarf aðstoð
Landsbankinn mun þurfa
talsverða fjárhagsaðstoð ef regl-
um Evrópusambandsins um eig-
infiárhlutfall banka verður
breytt. Þetta kom fram á Stöð 2.
Fækkun á Orkustofnun
Ef tillögur nefndar um breytt
orkulög ná fram að ganga mun
starfsmönnum Orkustofnunar
fækka úr 100 í 20. Samkvæmt
Ríkissjónvarpinu á að bjóða út
rannsóknir stofnunarinnar.
-bjb
fyrstu vísbendingar frá leiðangrin-
um á Bjarna Sæmundssyni eru þær
að þama sé um að ræða mjög stóra
og þétta torfu á Vestfjarðamiðum.
Það berast líka fréttir af því að þetta
sé svona víðar i kringum landið.
Hins vegar legg ég áherslu á að rétt
sé að bíða niðurstöðu leiðangursins
á Bjarna Sæmundssyni. En ég tel að
þær upplýsingar sem maður hefur
fengið að undanfomu hljóti að gefa
tO kynna að óhætt sé að auka afla-
heimildirnar í þorski. Ef ekkert nei-
kvætt kemur út úr þessum leið-
angri, sem ég á ekki vona. á, þá mun
ég ræða það við sjávarútvegsráð-
herra að auka aflaheimildirnar. Ég
mun einnig taka málið upp á viðeig-
andi stöðum,“ sagði Einar K. Guð-
finnsson alþingismaður í samtali
við DV í gær.
Hann sagði að mjög margir tog-
araskipstjórar hefðu komið að máli
við sig í haust vegna þessarar miklu
þorskgengdar á Vestfjarðamiðum.
Þeir hafi bent á að sá naumi þorskk-
vóti sem nú væri neyði þá tO að
liggja í karfa og grálúðu og þeir hafi
miklar áhyggjur af stöðu þessara
stofna. Þeirra mat sé að þorskstofn-
inn sé í mikOli uppsveiflu og ástæða
sé tO þess að auka þar aflaheimild-
ir.
„Þetta eru menn sem ég ber mik-
ið traust tO og veit að eru ekki að
fara með neitt fleipur," sagði Einar
K. Guðfinnsson.
-S.dór
Þorskgengdin á Vestf] arðamiðum:
Maður hefur ekki oft
séð svona lóðningar
- segir Guðjón A. Kristjánsson, skipstjóri og formaður FFSÍ
„Viö gátum aðeins lóðað á þetta í
gær og þaö var mjög góð lóðning. Ég
hygg að þetta hafi verið svona 10
mílna langur flekkur í suðvestur-
hallanum út af Barðinu. Og ég skal
játa það að ég hef ekki oft séð lóðn-
ingu á borð við það sem þarna var
þegar það var sterkast. Það var bara
stuttur tími sem við gátum athafnað
okkur því það skaO á bræla og nú er
alls ekki hægt að athafna sig enda
kominn stormur,“ sagði Guðjón A.
Kristjánsson, skipstjóri og formaður
Farmannasambandsins, en hann er
með í þorskrannsóknaleiðangri
Bjarna Sæmundssonar á Vestfjarða-
miðum.
„Menn eru búnir að vera í þessari
miklu þorsktorfu alveg síðan í
október. Þeir skipstjórar sem ég hef
rætt við eru allir sammála um að
þama sé hægt að fá meiri afla á
stuttum tíma en menn eiga að venj-
ast. Ég talaði við skipstjórann á Páli
Pálssyni í morgun og hann segir að
þetta sé aö jafnaði góður þorskur.
Það er ekki að marka það sem við
tókum í gær þvi að rannsóknarskip-
in eru með klæddan poka og því
kemur meiri smáfiskur upp hjá
þeim en togurunum. Fiskurinn sem
við fengum var þetta 50 til 80 sentí-
metra langur," sagði Guðjón.
Hann sagði að menn vildu endi-
lega reyna að ná bergmálsmælingu
á þessar torfur. Það á að vera hægt
ef menn ná jafn stórum lóðningum
og þeir náðu á Bjama Sæmundssyni
í gær. Að sögn Guðjóns er frumskil-
yrði þess að slík mæling heppnist
að veður sé skaplegt. -S.dór
Framboðslisti stjórnar og trúnaðarráðs í verkamannafélaginu Dagsbrún, A-listi, hefur opnað kosningaskrifstofu að
Hverfisgötu 33 í Reykjavík. Kristján Árnason, frambjóðandi B-lista, hefur varpað fram þeirri spurningu hvort verka-
mannafélagið sé látið greiða símreikninga A-listans úr því að Dagsbrún er skráð fyrir símanum á kosningaskrifstof-
unni. Halldór Björnsson, A-lista, segir svo ekki vera. Hér er Halldór á kosningaskrifstofunni ásamt Sigurði Bessa-
syni og Árna H. Kristjánssyni kosningastjóra. DV-mynd GS
Stjórnarkjörið í Dagsbrún:
Jóhann Sigurjónsson:
Frelsun
Willy eru
viðskipti
í nafni
náttúru-
verndar
„Þetta er dæmalaus vitleysa
og ég hef ekki trú á að leyfi til
þess að flyfja hvalinn til íslands
verði veitt. Ég lít ekki á þetta
sem náttúruvernd heldur sem
viðskipti og markaðssetningu á
myndinni um Willy,“ segir Jó-
hann Sigurjónsson, aðstoðarfor-
stjóri Hafrannsóknastofnunar,
um flutning hvalsins Wiily til
Oregon. Hvalurinn var fluttur
þangað frá Mexíkó og er ástand
hans ekki sem best. Þess hefur
verið farið á leit við yfirvöld hér
á landi að hvalurinn verði flutt-
ur hingað á sinar heimaslóðir
en því hefur verið hafiiað.
„í svipuðu tilfelli fyrir
nokkrum ámm skrifuöum við á
Haffannsóknastofnum greinar-
gerð. Við töldum ekki ráðlegt að
fara út í að sleppa dýrum í ann-
að en sitt venjulega umhverfi
því smithættan er vemleg.
Menn leika sér ekki að því. Há-
hyrningurinn Willy var svo
ungur þegar hann var tekinn
héðan að óvíst er hvort hann
myndi spjara sig úti í náttúr-
unni. Hann hefur aldrei þurft að
afla sér matar sjálfúr,“ segir Jó-
hann.
Að sögn Jóhanns er þetta eitt
allsherjarpeningamál hjá því
fólki sem stendur bak við frels-
un Willys. Jóhanni fannst þetta
frekar bera keim af viðskipta-
hagsmunum en náttúru- eða
dýravernd af nokkm tagi. -em
Borgum okkar síma sjálfir
- segir Halldór Björnsson formannsframbjóðandi
„Við erum með þrjú númer á
kosningaskrifstofunni sem eru
skráð á A-listann en ég hef ekki
hugmynd um hvað símtólin em
mörg. Ég veit ekki almennilega
hvernig símanúmerin eru skráð en
þau eru skráð á sjálft framboðið.
Þegar síminn var pantaður héðan
frá Dagsbrún var nafn Dagsbrúnar
skráð á símann en þessu var breytt
um leið og síminn var opnaður í
morgun. Þú getur kannað það á
skrifstofunni," segir Halldór Bjöms-
son, frambjóðandi til formanns á A-
lista stjórnar í verkamannafélaginu
Dagsbrún.
Kristján Árnason, formannsfram-
bjóðandi B-lista, hefur gagnrýnt for-
ystu Dagsbrúnar harkalega fyrir að
skrá símanúmer á kosningaskrif-
stofu A-listans á Hverfisgötu 33 í
Reykjavík á Verkamannafélagið
Dagsbrún og velt fyrir sér hvort
Dagsbrún eigi að borga símreikn-
inga A-listans. Þegar DV hringdi í
upplýsingar um innlend símanúmer
í gær kom í ljós að símanúmerin á
kosningaskrifstofu A-lista voru enn
þá skráð á Dagsbrún.
„Við notum 100 þúsundin, sem
bæði framboðin fengu úr félagssjóði
Dagsbrúnar, til að borga það sem
við þurfum aö borga. Ef þeir pening-
ar duga ekki fyrir því sem'við þurf-
um að borga þá verðum við að taka
það á okkur sjálfa. Það kemur ekki
i ljós fyrr en allt er gert upp,“ segir
Halldór um það hver greiði síma-
reikninga og leigu á húsnæði undir
kosningaskrifstofu.
Halldór segir aö A-listinn hafi
fengið félagaskrána afhenta eins og
B- listinn og stuðningsmenn sínir
og vinir þurfi að fletta upp síma-
númerum hjá félagsmönnum alveg
eins og B-listamenn. Þá verði gefið
út eitt sameiginlegt kynningarblað
og komi það út um næstu helgi.
Halldór segir að „áróður og lág-
kúra“ B-listamanna „á öllum svið-
um“ sé „ekki svara verð“.
„í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt
þótt listi stjómar og trúnaðarráðs,
sem er valdastofnunin í félaginu,
hafi öðruvísi aðstöðu en sá sem er
að bjóða sig fram og reyna að kom-
ast til valda. Það gefur auga leið,“
segir Halldór Björnsson ,-GHS