Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1996, Blaðsíða 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 9. JANÚAR 1996 Vaxtahækkun Seðlabankans kom öllum á óvart að mati Björns Grét- ars. Get varla mælt fyrir hlátri „Ég get varla mælt fyrir hlátri því mér fmnst þetta svo ruglað.“ Björn Grétar Sveinsson um vaxta- hækkun Seðlabankans, í DV. Ummæli Brandarajól „Margir ættu að geta litið svo á að liðin jól hafi verið sannkölluð brandarajól og að jólarefurinn í andlegu næringunni að þessu sinni hafi verið sjálfur æðsti presturinn." Úlfar Þormóðsson, í DV. Yfirbreiðsla yfir kunnáttuleysi „Menn hafa borið fyrir sig að erfitt sé að syngja á íslensku. Ég held að það sé fyrst og fremst yfir- breiðsla yfir kunnáttuleysi.“ Bubbi Morthens, í Morgunblaðinu. Þyrnirós er fallegt ævintýri og í anda þeirrar ímyndar sem Walt Disney hefur skapað. Dökka hliðin á Walt Disney Walt Disney gerir út á börn og fjölskyldu. Hér eru nokkur dæmi, sem svo sannarlega eru ekki í anda þess boðskapar sem fyrirtækið stendur fyrir. Árið 1989 var Disney ákært fyrir að drepa mikið af villtum fuglum á landareign sinni í Flórída. Svar Disneys var að þessi dýr orsök- uðu of mikinn hávaða og trufl- uðu starfsemina í „Ævintýra- landinu". Áriö 1989 hótaði Disney að fara í mál við dagheimili í Kali- forníu, sem hafði skreytt útveggi sína með myndum af Mikka mús og fleirum. Dagheimilið sá þann kost vænstan að mála yfir mynd- irnar. Þegar þetta fréttist bauðst keppinautur Disneys, Hanna Barbara Productions, tU að láta gera myndir af Flintstone-fjöl- skyldunni, dagheimilinu að kostnaðarlausu. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum um notkun á fígúrum sem hefur farið í taug- arnar á Disney, má nefna að það neitaði bæjarfélagi um að reisa styttu af Winnie the Pooh. Margir tónlistarmenn hafa Blessuð veröldin þurft að fara í mál við Disney og er frægast mál Peggý Lee, en hún samdi lögin við Lady and the Tramp og talaði inn á mynd- ina. Þegar myndin var gefin út á myndbandi 1987 og varð met- sölumyndband sögðu þeir hjá Disney að hún ætti engan rétt á greiðslum. Hún fór i mál og Dis- ney var dæmt til að greiða henni 2,3 mUljónir dollara. Þá má að lokum geta að árið 1970 var settur sérstakur vörður við Disneyland í Kaliforníu sem átti að pikka út síðhærða ung- linga og vísa þeim frá garðinum. Hlýtt á Suðurlandi I dag verður áfram austan- og norðaustanátt víðast hvar á land- inu, kaldi eða stinningskaldi nema á vestanverðu Norðurlandi og- á Vestfjörðum, þar má búast við aU- hvassri eða hvassri norðaustanátt. Veðrið í dag Á austanverðu landinu og Norður- landi verða skúrir eða rigning en úrkomulítið eða úrkomulaust ann- ars staðar. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast sunnan- og suðaustanlands. Á höf- uðborgarsvæðinu er norðaustan- gola eða kaldi og skýjað með köflum í dag en síðan norðaustankaldi og skýjað, en úrkomulaust. Hiti 4 til 8 stig. Sólarlag i Reykjavík: 16.02. Sólarupprás á morgun: 11.06. Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.42. Árdegisflóð á morgun: 8.56. Heimild: Almanak Háskólans. Veðrið kl. 6 i morgun Akureyri alskýjaó 2 Akurnes alskýjaó 6 Bergsstaöir skýjaö 1 Bolungarvík slydduél 1 Básar skýjaó 6 Egilsstaöir alskýjaö 2 Keflavíkurflugv. skýjaö 3 Kirkjubkl. alskýjaö 3 Raufarhöfn súld 2 Reykjavík skýjaö 4 Gufuskálar 2 Mánárbakki alskýjaö 2 Kvígindisdalur léttskýjaö 1 Fagurhólsmýri skúr 7 Stórhöfði alskýjaö 6 Sauóanes alskýjaö 2 Strandhöfn alskýjað 2 Dalatangi rigning og súld 2 Versalir skúr 7 Vatnsskhólar skýjaö 6 Kambanes 4 Núpur þokumóða 6 Hornbjargsviti slydda 1 Hveravellir skýjaó -2 Æóey slydda 1 Helsinki frostúöi -5 Kaupmannah. þoka 1 Ósló snjókoma -1 Bergen skýjaö 8 Stokkhólmur þokumóöa 0 Þórshöfm skýjaö 8 Amsterdam skýjað 4 Barcelona þokumóöa 9 Chicago alskýjaó -5 Washington léttskýjaö -5 Frankfurt alskýjaö 3 Glasgoui skýjaö 10 Hamborg þokumóöa 1 London rigning 8 Lúxemborg léttskýjaó 1 La Palma léttskýjað 19 Eiríkur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar Fólk á öllu landinu er farið að nota númerið „Allt frá því við byrjuðum hefur starfsemin gengið vonum framar. Hér er að vísu um bráðabirgðaá- stand að ræða og verður svo þar til við forum í okkar endanlega húsnæði í vor,“ segir Eiríkur Þor- björnsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, en þann 1. janúar var samevrópska neyðarnúmerið 112 tekið í notkun hér á landi og er það nú virkt um allt land. Eiríkur sagði að fólk væri þegar farið að nota neyðamúmeriö: „Þar sem númerið 112 er búið aö vera Maður dagsins virkt, eins og í Reykjavík og á Suð- urnesjum, er það orðið fólki tamt en úti á landi er það að komast í gagnið og í nokkrum tilfellum hef- ur fólk notfært sér að þetta síma- númer er komið út um allt land. Aðalverkefnið að undnafórnu hef- ur verið að uppfylla lögin um aö gera þetta númer virkt á öllu land- inu. í vor verðum við síðan með fullkomnara kerfi, þannig að viö Eiríkur Þorbjörnsson. getum sent frá okkur til viðbragðs- aðila, sem taka við og fara á stað- ina, símanúmerin og upplýsingar um þann sem hringdi án þess að 'vera að segja það í tali. Annað sem breytist líka er að við getum alltaf miðað út á íslandskorti hvaðan verið er að hringja. Ef til dæmis er hringt frá afskekktum bæ blikkar bendill þar sem bærinn er.“ Eiríkur tók við starfi fram- kvæmdastjóra Neyðarlínunnar hf. í byrjun september en áður var hann framkvæmdastjóri Sam- bands íslenskra rafveitna. Þá stofnaði hann á sínum tíma ásamt öðrum Tæknival hf. Hann var spurður hvort eitthvað í rekstrin- um hefði komið honum á óvart? „Það sem hefur kannski komið mér á óvart er sú úlfúð sem hefur verið í kringum þetta. Það hefur mikið verið gert úr eignarhaldi og öðru slíku sem ekki endurspeglast í daglegum rekstri fyrirtækisins. Til þessa fyrirtækis er stofhað til samræmingar á sem bestan máta og það á að skila sparnaði og fljót- virkari aðgerðum. Ef ekki hefði komið til stofnun þess hefði þurft að fjölga mannskap á mörgum stöðum á landinu." Eiríkur sagði áhugamál hans tengjast íþróttum og félagsstörfum en hann er formaður almennings- íþróttadeildar Stjörnunnar í Garðabæ. Sambýliskona Eiriks er Dagný Leifsdóttir viðskiptafræð- ingur og eiga þau eitt barn en Ei- ríkur á fyrir þrjú börn úr fyrra hjónabandi. -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1412: Mótspyrna Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Margrét mikla er hjálpsöm, stundum um of. Margrét mikla Nýr leikhópur sem kallar sig Lundúnaleikhópurinn sýnir leikritið Margrét mikla í Tjam- arbíói þessa dagana. Hópurinn var stofnaður að frumkvæði Önnu Hildar Hildibrandsdóttur Leikhús síðastliðið haust og er skipaður íslensku leikhúsfólki sem á það sameiginlegt að hafa sótt mennt- un sina til Bretlands. Flestir í hópnum eru jafnframt starfandi í Bretlandi. Leikritið, sem er eftir Kristínu Ómarsdóttur, fjallar um unga konu sem leiðist seint að veita meðborgurum sfnum aðstoð, gildir þar einu hvort rætt er um drykkjuskap, eyðni, munaðar- leysi eða framhjáhald. Eins og í mörgum fyrri verkum sínum leikur Kristín sér að því að láta raunveruleikann og fantasíuna mætast og skapar þannig að- stæður fyrir frumleg efnistök. Leikstjóri er Björn Gunnlaugs- son en með hlutverkin fara Drífa Arnþórsdóttir, Vala Þórsdóttir, Brynhildur Björnsdóttir og Ágústa Skúladóttir. Bridge Nú fer að síga á síðari hlutann i Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni. Lokið er 11 af fimmtán umferðum í riðlakeppninni. í A-riðli er það sveit Búlka sem hefur forystu með 245 stig (22,27 að meðaltali I leik) en sveit VÍB er með 231 stig í öðru sæti. B-riðillinn er mun jafnari. Þar er sveit Ólafs Lárussonar með 214 stig, Samvinnuferðir 208 en Lands- bréf og Lyfjaverslun íslands með 207. Fjórar efstu sveitirnar úr hvor- um riðli komast áfram í útsláttar- keppni um Reykjavíkurmeistaratit- ilinn. Hér er spil úr 7. umferð keppninnar, en örfá pör sögðu sig alla leið upp í hjartaslemmu á spil austurs. Sagnir gengu þannig í leik sveita Kjötvinnslu Sigurðar Ólafs- sonar og ísaks Arnar Sigurðssonar, suður gjafari og AV á hættu: 4 65 V Á105 ♦ KDG973 4 64 4 KD98 * G8632 ♦ Á1054 > 4 -- 4 G1032 m -- ♦ 82 4 ÁK87532 Suður Vestur Norður Austur 54 dobl pass 64 pass 6» dobl p/h Útspil norðurs var tígulkóngur sem drepinn var á ás í blindum og síðan kom hjarta á kóng. Norður þurfti að gefa þann slag til að hnekkja samningnum en hann drap á ás og reyndi tíguldrottningu. Sagnhafi trompaði, svínaði hjarta- áttu, trompaði tígul (suður henti laufi), spilaði spaða á kóng og trompaði tígul. Nú var lauf trompað og síðasta hjartað tekið af norðri. Suður hafði aðeins átt tvo tigla og ekkert hjarta svo líklegt var að hann ætti 8 lauf og 3 spaða eða 7 lauf og 4 spaða. Því var einfalt mál að spila síðasta trompinu í blindum til þess að þvinga suður í svörtu lit- unum (ef skiptingin var 7-4) og tryggja 12. slaginn. Isak Örn Sigurðsson * A74 •4 KD974 ♦ 6 4 DG109

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.